Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAf 1987. 5 Fréttír Kringla núna. Verið er að ganga frá tveggja hæða bilastæðum vestan við húsið. Á myndinni sjást tveir inngangar með burstalagi. Þegar gengið er inn um innganginn til vinstri eru Hagkaupsverslanirnar þar vinstra megin við, alveg út í endann með turninum, næst Miklubraut. Hægra megin eru göngugöturnar alveg út í suðurenda. DV-mynd Brynjar Gauti Hagkaupshúsið Kringla - 70 fyrirtæki og 1.300 bílastæði: Nýr yfirbyggður mið- bær opnaður 13. ágúst Það verður uppi fótur og fit í nýj- um miðbæ Reykjavíkur 13. ágúst í sumar. Raunar er þessi nýi miðbær lifnaður við nú þegar og þar hefur meðal annars verið unnið að risa- byggingu á vegum Hagkaups sem hlaut nafnið Kringla eftir sam- keppni. Gólfflöturinn er 28.000 fermetrar. Og það er einmitt 13. ágúst sem Kringla verður opnuð. Þá hefst þar starfræksla á vegum 70 fyrirtækja, auk Hagkaups, kringum göngugötur á tveim hæðum. Bíla- stæði við Kringlu verða 1.300 talsins og stór hluti þeirra einnig á tveim hæðum. Hagkaup Allur norðurendi Kringlu, á versl- unarhæðunum, verður nýttur af Hagkaupi. Á neðri hæðinni verður gríðarstór matvöruverslun og á efri hæðinni verður enn stærri markaðs- verslun með allt annað en matvæli. Yfir þessum Hagkaupsverslunum er ennþá óráðstafað þriðju hæðinni sem einkum er hugsuð fyrir þjón- ustufyrirtæki. Þrátt fyrir þessar miklu verslanir Hagkaups í Kringlu ætlar fyrirtækið að byggja yfir sig annað stórhýsi á næstu misserum, líklega í Kópavogi. Það verður jafnvel 15-20.000 fer- metrar. í því verður vörulager og Hagkaupsverslun, svo og stór versl- un dótturfyrirtækisins IKEA. 70 aðilar Allur hinn hluti Kringlu er tvær hæðir. Þar verða um 70 fyrirtæki, flest alls konar verslanir. Þar verður meðal annars fyrsta sjálfsafgreiðslu- verslun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, á svæðinu verður pósthús, banki, apótek, ferðaskrifstofur, skyndibitastaður, kaffihús og veit- ingahús svo nokkuð sé nefnt. Flest þessara fyrirtækja hafa starfað ann- ars staðar og munu reka útibú í Kringlu. En nokkur eru ný af nál- inni. Þessi fyrirtæki verða í básum kring um göngugötumar í Kringlu sem ná ffá verslunum Hagkaups að norðan og suður úr húsinu. Þær tengjast með rúllustigum og göt verða í miðri efri götunni þannig að sést á milli hæða og verslana upp og niður. Þama verður mikill gróð- ur, þar á meðal heljarstór suðræn tré sem ná frá neðri hæð og upp í hvolf. Götumar em breiðari en Laugavegurinn og þar verður hægt að sýna meðal annars nýjustu bílana ef áhugi reynist á þvi. Flest fyrirtækin verða opin á sama tíma dagsins. Veitingastaðir verða þó opnir lengur. Þeir em í suðurend- anum. Fyrir utan Hagkaup verður BYKO með stærstu verslunina í Kringlu en þar næst kemur verslun ÁTVR. 1,4 milljarðar Samkvæmt upplýsingum Ragnars Atla Guðmundssonar, ff amkvæmda- stjóra Hagkaups á staðnum, og Magnúsar Bjamasonar byggingar- stjóra er áætlað að Kringla kosti um 1,4 milljarða króna með bílastæðum og öllum ffágangi lóðar. Þá er ótal- inn kostnaður við innréttingar einstakra verslana. Og það er víst að þama verður nýr miðbær og mannmergð innan tíðar. Menn em að minnsta kosti viðbúnir því að leika þetta hlutverk í Krínglu. Meðal annars verður rekin þar öflug öryggisvarsla, eins konar einkalög- gæsla, sem á að txyggja mannlífinu í þessum yfirbyggða miðbæ ffiðsam- lega daga. Jafnframt er gert ráð fyrir því að fyrirtækin í Kringlu og aðrir nýti sér góða veðrið á göngugötun- um og haldi uppi kynningum og uppákomum. Það ætti því að verða nóg að skoða og sjá í nýja mið- bænum. -HERB Þarna sést hvar komið er inn þar sem matvöruverslun Hagkaups er vinstra megin og gongu- göturnar byrja hægra megin. Þar sést rúllustigi, yfirbreiddur, upp á efri göngugötuna. DV-mynd KAE Fyrir utan skyndibitastað og katfihus i suðurenda Kringlu verður þar Hard Rock veitmgahus. Einkenni staðarins verður amerisk glæsikerra frá bernskuárum rokksins. Barborðið er hins vegar i smiðum og eins og sjá má er það eftirliking af gitar. Rekstur veitingastaðanna hefst áður en Kringla opnar, að minnsta kosti i einhverjum mæli. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.