Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1987, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1987.
Viðskipti_________________________________________________________________________x>v
Evrópubandalagið og fisksölumálin:
Efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar er í veði
- segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda
Afkoman hjá saltfiskframleiðendum
hefur verið mjög góð undanfarin miss-
eri eftir nokkra lægð 1984 og 1985.
Verð á saltfiski í S-Evrópulöndum
hækkaði verulega í íyrra og hefur
verið heldur á uppleið á þessu ári.
Mikill skortur á saltfiski á heims-
markaði hefur verið höíuðorsökin
fyrir verðhækkunum. Samt heyrast
þær raddir að við íslendingar fáum
ekki nógu hátt verð fyrir saltfiskinn.
Bent er á að Danir kaupi íslenskan
fisk í Bretlandi á 60 til 65 kiónur kíló-
ið, flytji hann til Danmerkur og vinni
hann þar og selji á sömu mörkuðum
og við. Hér greiða saltfiskframleiðend-
ur aftur á móti ekki nema á milli 30
og 40 krónur fyrir kílóið. Með þessar
spumingar og tollmúra Evrópubanda-
lagsins fórum við á fund Magnúsar
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sö-
lusamtaka íslenskra fiskframleiðenda,
og báðum hann um skýringar.
Réttar stærðir og takmarkað
magn
„Það er ofur eðlilegt að svona sé
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggö
Sparisjóösbækur 10-12 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6 mán. uppsögn 11-20 Ib
12 mán. uppsögn 14-25,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 22-24,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb
6 mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 2,5-4 Ab.Úb
10-22
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalur 5.5^6,25 Ib
Sterlingspund 8,5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskarkrónur 9-10.25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 20-24 Bb.Sb, Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22,5-26 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21 27 Úb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(vfirdr.) 21 24.5 Bb.Sb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb.Úb
Útlán til framleiöslu
Isl. krónur 16,25-26 Ib
SDR 7,75-8,25 Bb.Lb. Úb
Bandaríkjadalir 8-8,75 Bb.Sb
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb, Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 1662 stig
Byggingavisitala 305stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 110 kr.
Eimskip 246 kr.
Flugleiðir 170kr.
Hampiðjan 114 kr.
Iðnaðarbankinn 124 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðírnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn
birtast í DV á fimmtudögum.
spurt, en á þessu eins og öllu öðru eru
skýringar. Það sem Danir gera, en þar
er þó fyrst og fremst um einn aðila
að ræða, er að þeir kaupa í Bretlandi
fisk af réttum stærðum, þeim stærðum
sem mest verð fæst fyrir í S-Evrópul-
öndunum. Síðan kaupa þeir aðeins það
magn sem þeim hentar hverju sinni
og haga svo sölumálum sínum eftir
því hvemig vindar blása hverju sinni.
Maður, sem stendur uppi með 5-10
þúsund tonn eða þaðan af minna, get-
ur ekið seglum eftir vindi í sölumálum
sínum. Og mér er kunnugt um að sá
danski aðili, sem hér um ræðir, gerir
það. Hann bíður uns einhvers staðar
er mikill saltfiskskortur en kemur þá
inn og selur tiltekið lítið magn á upp-
sprengdu verði. Ég er alveg sannfærð-
ur um að íslenskir saltfiskframleiðend-
ur gætu greitt sama verð fyrir
takmarkað magn af fiski af réttri stærð
og hann ef þeir höguðu sölumálum
sínum með þessum hætti. Það ættu
allir að geta séð að það er nokkuð
annað að ætla að selja 50 til 60 þúsund
lestir með jöfhuði allt árið um kring
heldur en að hoppa inn í göt á mark-
aðnum með smáslatta af fiski af
úrvalsstærð. Danir eru að kaupa fisk-
inn í Bretlandi á svo háu verði sem
raun ber vitni vegna þess að þeirra
eigin fiskimið eru að verða uppurin
og þeir fá ekki fisk með öðrum hætti.
Vissulega taka þeir áhættu með því
að greiða svona hátt verð fyrir fisk-
inn. Það væri tap á öllu saman hjá
þeim ef þeir stunduðu ekki þessa tæki-
færis sölumennsku. Þeir gætu aldrei
selt neitt svipað magn og. við ef þeir
greiddu þetta verð fyrir allt magnið.
Jafhframt gleyma menn gjaman að
saltfiskurinn greiddi á síðasta ári um
200 milljónir í verðjöfhunarsjóð og
gera má ráð fyrir verulegum greiðslum
á þessu ári. Ef þessir fjármunir kæmu
óskiptir til verkenda gætu þeir greitt
hærra verð fyrir fiskinn.
Sölumálin
- Ræðum aðeins sölumálin. Því er
stundum haldið fram að við Islending-
ar förum ekki rétt að í sölumálum
okkar erlendis, séum eins og byijend-
ur. Telur þú þetta rétt?
„Ég svara þessu hiklaust neitandi.
Ég er ekki að segja að hjá okkur sé
allt fúllkomið, fjarri því, en ég hafria
þvi að sölumál okkar íslendinga séu
í molum. Þau kynni, sem ég hef haft
af þeim síðustu misserin, benda til hins
gagnstæða. Ég fullyrði að margir af
okkar nágrönnum öfunda okkur ein-
mitt af sölukerfunum. Við erum með
sterka söluaðila og sterk sölukerfi.
Hitt er svo annað mál að þegar verð-
uppsveifla á sér stað eins og nú verða
menn að hugsa lengur en til eins dags
í einu. Menn verða að horfa fram í
tímann. Menn tala um að við þurfum
að fá hærra og hærra verð fyrir fisk-
inn. Vitanlega eigum við að fá eins
hátt verð og frekast er unnt. En menn
verða að átta sig á því að einhvers
staðar liggja mörkin. Fólkið, sem
kaupir af okkur fiskinn, hættir því
einfaldlega ef verðið fer upp úr öllu
valdi. Það getur verið að í stuttan tíma
geti verð rokið upp á afinörkuðu svæði
en við verðum að líta á markaðinn í
heild og til langs tíma. Ef við ofbjóðum
honum með verðinu þá einfaldlega
hættir fólk að kaupa af okkur fiskinn.
Þetta sama á við um frystan fisk í
Bandaríkjunum og raunar í Bretlandi
og Þýskalandi líka ef fiskverð fer upp-
úr öllu valdi. Að þessu verða menn
einnig að huga þegar þeir tala um fis-
kverð erlendis."
Evrópubandalagið
- Nú er það staðreynd að við íslend-
ingar seljum út ísfisk til landa
Evrópubandalagsins, eins og Þýska-
lands og Bretlands, án þess að ísfiskur-
inn sé háður magnkvóta eða háum
tollum. Er þetta ekki að verða ákveð-
ið vandamál í saltfiskútflutningnum?
„Það er rétt. Sölusamtök fiskfram-
leiðenda eru stærstu útflytjendur til
Evrópubandalagsins. Nú fer 97% af
okkar saltfiski til landa bandalagsins
Magnús Gunnarsson: „Margir af
okkar nágrönnum öfunda okkur ein-
mitt af sölukerfunum".
eftir að Spánn og Portúgal gengu þar
inn. Þegar fríverslunarsamningurinn
var gerður við Evrópubandalagið 1972
skipti saltfiskurinn ekki máli. Italía
ein var innan bandalagsins. Síðan
hafa Grikkland, Spánn og Portúgal
gengið í bandalagið. Þar með var salt-
fiskurinn allt í einu orðinn stærsti
vöruflokkurinn sem við flytjum út til
Evrópubandalagsins. Þá ákvað
bandalagið 1985 að tæki gildi tollur
upp á 13% á flöttum fiski og 20% á
flökum. Við höfðum undanþágu frá
þessum tollum í fyrra fyrir 25 þúsund
tonn og á síðasta ári heimilaði Evr-
ópubandalagið viðbótarinnflutning á
verulegu magni í viðbót á 3% tolli.
Árið 1987 er síðasta árið sem þessar
heimildir eru fyrir hendi og því erfitt
að spá um framvinduna miðað við
núverandi aðstæður. Fiskvinnslan í
löndum Evrópubandalagsins hefur átt
í vandræðum vegna fiskskorts eftir að
landhelgin var almennt færð út í 200
sjómílur. Evrópubandalagið hefúr þvi
þrýst á um heimildir til veiða innan
landhelginnar en ekki fengið. Þessum
fiskvinnslufyrirtækjum er haldið
gangandi á styrkjum sem er meðal
annars aflað með tollum á íslenskum
saltfiski og á fiski sem við flytjum
óunninn til þeirra. Þessir aðilar eru
svo oft samkeppnisaðilar okkar á salt-
fiskmörkuðunum.
Ættum ekki að selja þeim ísfisk
Ég vil ekki reka fleyg á milli útgerð-
ar og fiskvinnslu á íslandi, en ég held
að við verðum að láta sjávarútveginn
í heild sinni takast á við þetta mikla
vandamál sem sameiginlegt verkefiii.
Ég held að sjómenn hugsi ekki nógu
langt í þessu máli. Þeir kreíjast þess
að fá sem mest upp í hendumar strax.
Útgerðin lætur undan með því að selja
ísfisk í gámum og eflaust eru líka til
útgerðarmenn sem hugsa of stutt fram
í tímann. Ef til vill má leysa þetta méð
frjálsum fiskmarkaði hér heima. Láta
bara alla aðila, bæði innlenda og er-
lenda, bjóða í þann fisk sem berst á
land. Ég hef hins vegar haldið því fram
að við þyrftum aðlögun í þeim efiium.
Þegar ég var andvígur því i vetur er
leið að gefa verðið alveg.frjálst, þegar
menn fóru að tala um fiskmarkaði,
taldi ég betra að hafa fast fiskverð til
að miða við í byijun. Það væri hægt
að fikra sig áfram eftir því. Fasta verð-
ið væri eins konar kjölfesta. Þetta
hefur og komið í ljós, menn hafa
hlaupið af sér homin í vetur og em
nú betur undir það búnir að takast á
við fijálst fiskverð ef það verður niður-
staðan við næstu fiskverðsákvörðun."
Lífsspursmál
- Hver er afstaða stjómvalda til þess-
ara mála varðandi tollmúra Evrópu-
bandalagsins, hefúr verið unnið nógu
vel í þeim málum að undanfömu?
„f öllu því málaþvargi, sem átt hefur
sér stað í liðinni kosningabaráttu, var
lítið talað um það sem skiptir öllu
máli fyrir þessa þjóð, kvótamálið og
fiskveiðistefnuna. Þetta em lykilatriði
sem vom ekki meginbaráttumál kosn-
inganna. Ef við höldum svona áfram
þá endar það með því að við sitjum
uppi með þjóðfélag og kaupstaði úti
um land sem yrðu í líkingu við það
sem var í Reykjavík um aldamót. Þá
höfðu þeir einir vinnu og peninga sem
vom á togurunum. Þeir gátu byggt
allan vesturbæinn, hinir örsnauðu
byggðu Skuggahverfið. Ætla menn að
hverfa til einhvers í líkingu við þetta?
Við lifum ekki af þá þjóðfélagsskipt-
ingu sem verður ef þetta heldur svona
áfram. Snúum dæminu við. Hvað hefði
gerst ef kvótinn hefði verið settur á
vinnsluna? Þá hefði hún sagt sem svo
við sjómenn og útgerðarmenn. Nú
skulum við setjast niður og semja um
það hvað þið fáið fyrir fiskinn. Nei,
þessar kröfur ykkar em allt of háar.
Við getum fengið skip frá Spáni og
Portúgal til að veiða fyrir okkur fyrir
miklu lægra verð. Bindið skipin ykkar
og við leigjum þessi erlendu skip til
að veiða fyrir okkur.
En hvað er í raun og vem að gerast
nú? Útgerðin er í raun að segja alveg
það sama við vinnsluna. Útgerðin seg-
ir, þið borgið allt of lágt verð, við
seljum bara fiskinn í gámum til Evr-
ópulanda. Og þeir gera það. Að mínum
dómi gengur þetta einfaldlega ekki
upp. Við erum hér með þvílíka
sprengju í höndunum að það verður
að leysa þetta mál. Það gengur ekki
að halda áfrarn að splitta upp fisk-
vinnslu og útgerð með þessum hætti
og hugsa bara um skammtíma hags-
muni. Þjóðfélagið einfaldlega þolir það
ekki. Ég vil ítreka að ég tel sjómenn
eiga að vera með best launuðu mönn-
um þessa lands en fari tekjur þeirra
óeðlilega mikið fram úr öðrum stéttum
svo sem fiskvinnslufólki verður ekki
lengi um það friður."
Landa aflanum hér heima
- Hvað er til ráða, hvemig á að leysa
þetta mál?
„Ef halda á áfrarn að úthluta afla-
kvótanum til útgerðarinnar verður að
landa fiskinum hér heima á uppboðs-
markað. Og að við sköpum hér á
íslandi markað á fiski, verslun, við-
skiptum og þekkingu á útflutningi á
fiski, sem nú er fyrir hendi bæði í
Bretlandi og Þýskalandi. Þetta útilok-
ar ekki erlenda aðila frá að kaupa hér
fisk. Þeir geta komið hingað og keypt
fisk en allir samningar fara þá í gegn-
um íslendinga og það hér á landi. Með
þessu móti fengjum við fiskinn á land
hér heima og við meðhöndluðum
hann. fslenska fiskvinnslan ætti þá
jafna möguleika og útlendingar í að
bjóða í allan fisk.“
- Liggur það ekki ljóst fyrir að eitt
brýnasta verkefni þeirrar ríkisstjóm-
ar, sem nú tekur við, er að fara í
samninga við Evrópubandalagið?
„Alveg tvímælalaust. Ég tel nauð-
synlegt fyrir íslendinga að meta stöðu
sína gagnvart hinum stóm efnahags-
blokkum umhverfis okkur, en eitt af
því fyrsta sem verður að gera er að
fara í viðræður við Evrópubandalagið
um viðbótarsamning. Við verðum að
leita viðunandi lausna á þeim vanda-
málum sem brenna á okkur í dag og
um leið huga að framtíðarstöðu okkar
í umheiminum. Við verðum að ræða
við Evrópubandalagið á breiðum
grundvelli því ég óttast að okkur ta-
kist ekki að leysa samskiptavandamál
okkar við þessi lönd ef aðeins er litið
til hagsmuna sjávarútvegsins. Við get-
um ekki leyst vandamál okkar eins
og Norðmenn hafa gert með tvíhliða
samningi um fríðindi varðandi fiskinn-
flutning gegn fiskveiðiréttindum í
kringum Spitzbergen. Þetta er ekki
viðurkennt opinberlega en það vita
þetta allir eigi að síður.
Krefjast fiskveiðiréttinda
Evrópubandalagið hefur raunar allt-
af gert kröfu til að fá fiskveiðiheimild
í íslenskri fiskveiðilögsögu. Talsmenn
þess segja að samningunum frá 1976
hafi aldrei verið lokið þegar bókun 6
tók gildi eftir útfærsluna í 200 sjómíl-
ur. Og ég vil benda á að okkur hefur
aldrei tekist að semja við Evrópu-
bandalagið þegar um hefur verið að
ræða hagsmuni gegn hagsmunum
hvað snertir fisk og fiskveiðar. Við
megum nefnilega ekki gleyma því að
á móti okkur við það samningaborð
eru hagsmunaaðilamir frá Grimsby,
Hull, Bremerhaven og Cuxhaven. Þeir
hinir sömu og við erum að halda gang-
andi með því að selja þeim ísfisk. Við
þessa aðila hefur okkur aldrei tekist
að semja fyrr en fundist hefur pólitísk
lausn þar sem horft er á málið á breið-
ari grundvelli en lokuðum skamm-
tímahagsmunum."
- Þýðir þetta þá með öðrum orðum
að við verðum að ganga í Evrópu-
bandalagið?
„Ég held að engum hafi dottið það
í hug í fullri alvöru að við gengjum
þar inn eða þá að menn þora ekki að
tala um það. Mín skoðun er sú að við
eigum ekki að gera það. Hins vegar
er það staðreynd að ef við hugsum
ekki um þessi mál og setjum lausn
þeirra á oddinn þá sitjum við uppi með
það innan fárra ára að eiga ekkert
val. Við gætum staðið frammi fyrir því
eftir fáein ár, ef við ætlum að halda
uppi þeim lífsmáta sem við nú höfum,
að þurfa að velja á milli þess að ganga
í Evrópubandalagið eða að verða ríki
í Bandaríkjunum. Svona lítið eyríki á
ekki margra kosta völ nái það ekki
viðunandi samningum. Eitthvert sam-
flot með A-Evrópuríkjunum er þriðji
möguleikinn sem ekki er mikill áhugi
fyrir. Ég kalla þetta frelsisbaráttu
nútímans og eftir því hvemig okkur
tekst að leysa þessi mál mun okkur
famast. Þetta snýst hreinlega um það
hvort okkur tekst að vera áfram sjálf-
stæð þjóð viðskiptalega séð. Ég vil
einnig benda á að þær þjóðir, sem
ganga inn í Evrópubandalagið, verða
með tíð og tíma ekki frjálsari en fylki
í Bandaríkjunum.
Hér er því um svo mikilvægt og stórt
mál að ræða að það hlýtur að verða
mál sem verður ofarlega á lista. Að-
gangur okkar að mörkuðum og
samskipti okkar við löndin umhverfis
okkur em lykilatriði hvemig okkur
tekst til að varðveita efnahagslegt
sjálfstæði okkar í framtíðinni.
-S.dór