Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1987, Page 8
30 FÖSTUDAGUR 15. MAÍ 1987. Þá er öndin Hávarður búin að sigra á listanum og það aðeins í tveim stökkum. Það er nú ansi vel af sér vikið hjá þessari ferða- önd sem virðist ætla að falla videosjúklingum betur i geð en kvikmyndasjúklingum. Ný mynd skýst í 2. sæti en myndin A Breed Apart með Rutger Hauer dettur niður um átta sæti. Manhattanþættirnir falla greinilega vel í geð og eru nú komnir í 1. sæti þáttalistans en enn eiga eftir að koma út þrír þættir úr röðinni. Þá eru þættirn- ir um sterku lyfin komnir aftur inn á listann - greinilega efni sem er okkur íslendingum hugleikið. -SMJ DV-LISTINN ★★V2 _________MYNDIR_________ 1. (4)Howard 2. ( -)Wanted Dead or Alive 3. ( 2)Armed and Dangero- us 4. ( 6)Out of Bounds 5. ( 3)Extremities 6. ( 5)Enemy Mine 7. ( 8)Nightmare on Elm. St.ll 8. ( 1)A Breed apart 9. (10)Pretty in Pink ÞÆTTIR 1. ( 3)l’ll Take Manhattan 2. ( 2)The Great Bookie Robbery 3. ( 2)Anna í Grænuhlíð 4. ( -JStrong Medicin 5. ( 5)Pirates BANDARÍKIN 1. AIiens 2. Pretty in Pink 3. Wamp 4. Armed Responce 5. Poltergeist 6. That Was then, This Is now 7. Nightmare on Elm. St.ll 8. Grandview USA 9. Fire with Fire Af eggjakösturum A BREED APART Útgefandi: JB myndbönd. Framleiðendur: John Daly og Derek Gibson. Handrit: Paul Wheeler. Aðalhlutverk: Rutger Hauer, Powers Boothe, Kathleen Turner og Donald Pleasence. Bönnuð yngri en 16 ára. Jim Madens er ansi sérvitur á alla lund enda hefur hann orðið að ganga í gegnum eitthvað á stuttri ævi. Hörmungar Víetnamstríðsins og fjölskyldumissir hafa gert hann að miklum einfara sem hefst aðallega við á eyju einni sem hann á. Á eyju þessari verpir fágætt arnarpar og gætir Maiden þess eins og sjáaldur auga síns. Auðmaður nokkur að nafni Wittier hefur mikinn áhuga á eggjum þessum í safn sitt og fær frægan fjall- göngumann til að ræna eggjunum. Síðan fléttast ást og rómantík inn málin. Rutger Hauer (Blade Runner, The Ostermann Weekend, Blo- od and Flesh og The Hitcher) virðist vera orðin einn vinsælasti leikari vestanhafs. Þegar þarf á leikurum að halda, er geta brugðið sér líki þögla einfarans sem eirir engu, er hann kallað- ur til. Þetta kostar miklar kvalir fyrir þá sem ekki þola Hauer en þó verður að segjast eins og er að hann getur allt eins gert þessum hlutverkum skil og menn sem bera nafnið Schwarzen- egger og Stallone. Vissulega er ekki um fjölskrúðugan karakter að ræða þar sem Jim Maden er en hann sleppur fyrir hom. Kathleen Turner er ein athyglisverðasta leikona okkar tíma og átti hiklaust að fá óskarinn fyrir Peggy Sue. Þessi mynd verður að teljast hliðarspor hjá þeirri ágætu konu. Boothe er hin þokkalegasti leikari þó hann hafí aldrei fengið mikið að gera. Söguþráðurinn virðist fremur fráhrindandi í fyrstu en eigi að síður hefur tekist að sjóða saman þokkalega spennufrá- sögn er gengur sæmilega upp. Allt í þessari mynd er gert af þolanlegri vandvirkni en þó virðist skorta eitthvað á að mynd þessi lifi í minningunni. -SMJ Guikl Home Vklco m |ii ill fi iM lVI >i I jíAlvTJ Raudur Ovimr verða vinir kverikostur RED SONJA Útgefandl: Háskólabió. Framleióandi: Dino de Laurentiis og Christian Ferry. Tónlist: Ennio Morricone. Leikstjóri: Richard Fleischer. Aðalhlutverk: Birgitte Nielsen, Sandahl Bergman, Paul Smith, Ronald Lacey og Arnold Schwarzenegger. Bönnuð yngri en 12 ára. Á forsögulegum tímum var ýmislegt skemmtilegt að gerast. Seiðkonur, sverða- menn, skrímsli, forynjur, hetjur, kóngar og drottningar voru í aðalhlutverkum þessarar furðuveraldar sem aldrei var til. Hér segir frá kvenkosti einum miklum, Rauðu-Sonju sem á engan sinn líka í sverðfimi. Hún reyn- ir með aðstoð nokkura félaga sinna að bjarga heiminum frá tortímingu um leið og hún hefnir systur sinnar. Þeir sem höfðu gaman af myndum Schwarzeneggers um villimanninn Conan ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þess- ari mynd enda er hún ótrúlega keimlík Conan-myndunum. Það kemur þó líklega ekki til af góðu heldur er varla hægt að fjalla um þetta efni af nokkru viti. Hér er um ævintýri að ræða og varla meira um það að segja. Þó er ekki hægt að neita því að margt hefði mátt gera betur í þessari mynd. Efnið hlýtur að mestu að höfða til áhorf- enda af yngri kynslóðinni og hefði átt að taka tillit til þess með því að minnka of- beldið. Frammistaða leikara er eins og við var að búast. Þau Birgitte og Arnold verða seint talin til skapgerðarleikara og gera greinilega ekki kröfu til þess. -SMJ ENEMY MINE Útgefandi: CBS/Steinar Framleiðandi: Stephen Friedman Leikstjóri: Wolfgang Petersen Handrit: Edward Khmara Aöalhlutverk: Dennis Quaid, Louis Gossett jr. Bönnuð yngri en 16 ára Þetta er myndin sem þyrlaði upp nokkru moldviðri á Islandi. Eftir að tökur höfðu stað- ið hér yfir í nokkum tíma hljóp allt í baklás. Leikstjórinn var rekinn og Wolfgang Petersen tók að sér að bjarga því sem bjargað varð í stúdíói í Þýskalandi. Wolfgang Petersen tókst ágætlega upp í Never Ending Story, hliðarspori eftir hina stórkostlegu mynd Das Boat. Enemy Mine • rær á svipuð mið og Sagan endalausa. Ævin- týri gerast enn, að minnsta kosti í vísinda- skáldsögum. Jarðarbúar eiga í stríði við sérstaka drekategund. Dennis Quaid leikur liðsforingja sem nauðlendir á óþekktri plá- netu eftir loftbardaga við drekana. Einn drekanna verður líka strandaglópur á sömu plánetu. Þar er Louis Gossett jr. á ferð undir þykku lagi af andlitsfarða. Maðurinn og drek- inn eru í fyrstu svamir óvinir. En smám saman rennur upp fyrir þeim að þeir eru í raun á sama báti. Óvinirnir verða vinir. Vinátta er yfir höfuð nokkurs verð. Sagan að Enemy Mine er aftur á móti af ódýrara taginu og ber myndin þess verulega merki. Dennis Quaid og Louis Gossett lita út eins og strandaglópar í orðsins fyllstu merkinu. ★ !/2 Köld kvennaráð CAMORRA Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Lina Wertmuller. Aóalhlutverk: Angele Molina, Harvey Keitel og Francisco Rabal. Bönnuð yngri en 16 ára. Camorra er eitt af þeim nöfnum sem maf- ían gengur undir á Italíu. Mynd þessi hefst á því að einn af aðalmönnum mafíunnar í Napólí er myrtur í þann mund er hann ætl- ar að nauðga Anzuette sem er ein af aðalpersónum myndarinnar. Hér er greini- lega um hefndarvíg að ræða og það getur mafían auðvitað ekki liðið. Því er mafíunni mjög í mun að upplýsa morðið en þegar fleiri af æðstu mönnum hennar eru myrtir vandast málin. Lögreglan er auðvitað alveg jafnráðalaus. Það hefur löngum verið sagt að mafian sé nokkurs konar krabbamein í ítölsku þjóð- lífi og þessi mynd styður það. Það er hins vegar annmarki á myndinni hve illa gengur að koma til skila alltumlykjandi yfirdrottn- un mafíunnar. Þar er líklega um að kenna heldur lélegu handriti með illa skrifuðum hlutverkum. Á söguhetjur er klínt sterkum einkennum sem allt of oft falla ekki saman. Fléttan í sögunni er hins vegar átakanleg og hefði vissulega átt að gefa tilefni til sterkrar umfjöllunar. Hefnd kvennanna er grimmileg en á að fullu samúð áhorfenda. -SMJ Leikrit Iþróttir Hryllingsmynd 0 Gamanmynd Barnamynd Eftir stendur þokkalega útlítandi stúdíósvið ásamt heilum skipsfarmi af drekagervum. Og svo auðvitað sagan af hamförunum við gerð myndarinnar. Aðstandendur myndarinnar létu hafa eftir sér að allri fihnu frá tökum á íslandi hafi verið hent. Engu að síður skal fullyrt að Quaid sést nokkrum sinnum í myndinni labba eftir okkar eftirsóttu óbyggðum. Islandsferðin var þá ekki alveg til einskis. -ÞJV 0 Fullorðinsmynd Hasarmynd O Ástarsaga Visinda- skáldsaga Fjölskyldumynd O Annað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.