Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 6
24 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Iþróttir • Feðgarnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson fagna hér sigri í Nes-rallinu og kampavínsstrókarnir gjósa í allar áttir. Þeir feðgar sigruðu af nokkru öryggi en C og Bragi Guðmundsson urðu í öðru sæti. DV-my Feðgamir fljot Bæjarstjórinn í Ólafsvík ræsti þá feðga Jón R. Ragnarsson og Rúnar Jónsson fyrsta af stað í Hótel Nes- rallið. Keppnin var liður í íslands- meistarkeppni í rallakstri og var um 150 kílómetra löng, á þrettán sérleið- um. Islandsmeistarnir Jón og Rúnar óku af grimmd frá upphafi og náðu að rífa sig lausa eftir glæsiakstur á Útnesvegi. Þeir náðu þar 53 sek. for- skoti á næstu keppendur, eftir það var sigri þeirra tæplega ógnað. Þeir unnu 10 af þrettán sérleiðum keppn- innar og sigruðu verðskuldað. Árangur annarra keppenda • 2. sæti: Ásgeir/Bragi á Toyota, sjó nánar annars staðar á síðunni. • 3. sæti: Ævar/Sighvatur á BMW Turbo, fyrirfram taldir eiga litla mögu- leika, sýndu og sönnuðu hið gagnstæða. Gamall og lúinn BMW bíllinn dugði þeim vel þrátt fyrir reyk, gufu og hvæs úr vélar- rúminu. Þeir voru kosnir vinsælustu keppendumir. • 4. sæti: Guðmundur/Sæmundur á Nissan 240 RS. Tvíburamir taktfóstu mættu til leiks á nýjum glæsilegum keppnisbíl, Nissan 240 RS. Þessi bíll er sannkallað orkubú á hjólum, 220 hestöfl sem öll skila sér í götuna. Spmngið dekk í byrjun setti þá út af laginu. Þeir gerðu kröftuga tilraun til að ná þriðja sæti, en það tókst ekki að þessu sinni. Þeir verða erfiðir viðureignar i næstu keppni. • 5. sæti: Ari/Magnús á Alfa Romeo 4x4, sigurvegarar í keppni óbreyttra bíla. Þrátt fyrir minni búnað en „alvöru" bíl- amir, þá gáfu þeir stóm strákunum lítið eftir. Náðu meðal annars að sigra sigur- vegarana á einni sérleið. 5. sætið á óbreyttum bílnum er toppárangur. • 6. sæti: Bragi/Gunnlaugur á Lancer. Þeir félagar óku á elsta og misnotaðasta rallbíl landsins. Sá gamli brást þeim félög- um ekki frekar en öðrum fyrri eigendum. Þeir óku án bilana með bros á vör, unnu sinn vélarflokk sjálfum sér til mikillar furðu. Þetta mun vera 49. keppni bílsins sem tók þátt í fyrsta ralli á Islandi árið 1975. Gerið aðrir betur! • 7. sæti: Valgeir/Lilja á Datsun. Heimamaður á heimaslóð, þrátt fyrir að vera nagvanur á Nesinu þá tókst honum ekki að ná framar að þessu sinni. En æfingin skapar meistarann. • 8. sæti: Birgir/Ágúst á Mazda 323 4wdturbo. Fjölþjóðarallarinn, BirgirVið- ar lauk nú sinni fyrstu keppni eftir þrettán mánaða baráttu í fjórum löndum. Nú í fyrsta sinn sem ökumaður á nýjum glæsi- legum vagni. Sprungið dekk og biluð kúpling kom í veg fyrir betri árangur að Okkarmenn í bílasportinu: ^Bragi Guðmundsson og Asgeir Sigurðsson skrifa um rall og fleira. • Bragi Guðmundsson. • Asgeir Sigurðsson. r% -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.