Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. 25 Iþróttir iV-mennirnir Ásgeir Sigurðsson nd Ægir Þórðarson/Hellissandi • Þriðja saetið í augsýn hjá þeim Ævari og Sighvati á BMW turbo og hvergi getið eftir. DV-mynd Ævar Þórðarson • Orkubú á hjólum, Nissan 240 RS þeirra Guðmundar og Sæmundar. Þeir urðu að sætta sig við fjórða sætið eftir að hafa lennt i óhöppum. DV-mynd Ægir Þórðarson • Þeir Ríkharður og Atli óku út af á Utnesvegi og stórskemmdu bílinn eins og sjá má á þessari mynd. DV-mynd Ægir Þórðarson þessu sinni. Þeir setja markmið ársins á Islandsmeistaratitil óbreyttra bíla. • 9. sæti: Þórður/Kristinn á BMW. Þeir félagar óku í sinni fyrstu keppni á gömlum bíl. Sögðu eftir keppnina að nú væri ekki aftur snúið. Dellan hefði tekið sér bólfestu í blóðinu. Fallbaráttan • Hafsteinn/Úlfar á Ford Escort 2000 RS, voru í hörkukeppni um annað sætið við okkur félagana. Á fyrstu leið annan dag bilaði bensíngjöf og tafði þá nokkuð. Náðu þeir að géra við á mettíma og halda áfram. Það var þó stutt gaman því að á næstu ferjuleið á eftir gaus upp eldur í bílnum. Þeir náðu að slökkva bálið áður en verulegar skemmdir urðu, en þeir féllu þar með úr keppninni. Sagt er að mat- reiðslumeistarinn Úlfar Eysteinsson sé nú léttsteiktur. • Hjörleifur/Sigurður áTalbotLotus. Mættu til leiks á glæsilegum nýjum bil sem var smíðaður á mettíma úr rústum samskonar bíls er endaði daga sína í Tomma-rallinu. Þeir félagar hafa lagt nótt við dag við smíðina. Var á tímabili 8 manna lið á vöktum 24 tíma í sólarhring við að ljúka smíðinni í tæka tíð. Þeir urðu fyrir vélarbilun strax á 2. sérloið. sorglegur endir en fall er fararheill. • Ríkharður/Atli á Toyota. Óku út af á Útnesvegi og stórskemmdu bílinn. Héldu þó áfram um stund en urðu að lok- um að gefast upp vegna brotins gírkassa. • Steingrímur/Ægir á Nissan. Brot- inn drifbúnaður sendi þá heim í sturtu eftir aðeins eina og hálfa sérleið. • Jón/Guðbergur á Porsche 911, sig- urvegarar í Tomma-rallinu, fengu ekki að keppna vegna ófullnægjandi öryggis- búnaðar. Verður vonandi lagfært fyrir næstu keppni. • Örn/Indriði á Toyota. Bilaðar gír- kassi setti þá félaga úr keppni þegar stutt var eftir. Þeir voru þá í sjötta sæti. • Hjálmar/Þór á Escort. Óku út af og féllu úr keppni. • Mikael/Magnús á Escort. Brotinn öxull sendi þá félaga heim í bað. • Þorgrímur/Ingi á Escort. Hinir ýmsu vélarhlutir voru að detta af á leið- inni á Snæfellsnes, það náðist þó að skrúfa þá á fyrir keppni, til þess eins að inn- matur mótorsins geispaði golunni á Fróðarheiði. -ÁS/BG • Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmundsson, sem höfnuðu í öðru sæti, sjást hér ásamt aðstoðarmönnum. Það þýðir litið fyrir tvo menn að fara af stað i rall og ekki litið atriði að hafa vaska aðstoöarmenn. DV-mynd Ægir Þórðarson DV-mennimir í 2. sætinu Við mættum á Snæfellsnesið stað- ráðnir i því að sýna klæmar. Nú var að duga eða drepast, aldrei fyrr á tíu ára keppnisferli okkar félaga höfum við haft jafnkröftuga keppinauta. 180 hestöflin okkar sýndust léttvæg á móti öllum þeim akandi orkubúum sem mætt vom til þess eins að sigra. Nú varð að aka af grimmd frá fyrsta metra enda var það gert eins og dugur og þor leyfðu. Strax á fyrstu leið náð- um við 4. besta tíma og vorum nokkuð ánægðir með okkar hlut. En á útnes- vegi, sem var önnur sérleið, réðust úrslit keppninnar. Við ókum útnesið eins og við töldum þorandi án þess að færa því fómir en það dugði ekki til 1. 2. 3. 4. 5. Jón/ Rúnar 10 2 1 Ásgeir/ Bragi 4 4 2 3 Ævar/ Sighvatur 2 3 4 i Guðm./ Sæmundur 1 6 3 Ari/ Magnús 2 3 4 Bragi/ Gunnl. 2 Valgeir/ Lilja 2 Birgir/ Ágúst 1 2 1 Hafsteinn/ Úlfar 3 Hjörleifur/ Sigurður 1 Ríkharður/ Atli 1 örn/ Indriði 3 1 • Þessi tafla sýnir hve oft keppendur kræktu sér í einhvern af 5 bestu sér- leiðatímunum. Dæmi: Jón/Rúnar. vinna 10 leiðir, eru tvisvar með annan besta tímann og einu sinni fjórða besta. því þeir feðgar Jón og Rúnar hreinlega stungu keppinautana af með langbesta tímann, 53 sek. betri en okkar sem þó var sá næstbesti, enda var Jón eins og blautbolskeppandi þegar hann kom löðursveittur undan stýrinu eftir átök- in. Margir fræknir kappar lentu í erfiðleikum á þessari 27 kílómetra löngu leið, ýmist vegna bilana eða sprunginna dekkja. Eftir fyrri keppn- isdag vorum við í 3. sæti 1.46 mín. á eftir Jóni og Rúnari en aðeins 12 sek. á eftir Hafsteini og Úlfari. 4. sætið var hins vegar 2.23 mín. á eftir okkur þannig að fyrstu 3 bílar höfðu náð að rífa sig nokkuð lausa frá öðrum kepp- endum. Við ætluðum ekki að gefa neitt eftir og mættum albúnir til orrustu seinni keppnisdag. En eftir aðeins 3 km ókum við fram á þá Hafstein og Úlfar bograndi yfir vélinni er bensíngjöf bilaði. Töpuðu þeir við þetta miklum tima og féllu í 4. sæti. Á næstu ferjuleið kviknaði eldur í vélarrúminu hjá þeim svo þeir féllu úr keppni. 2. sætið var því nokkuð tiyggt þegar aðeins um 30 % af keppninni voru að baki. Við gerðum nokkrar kröftugar tilraunir til að saxa á forskot forustu feðg- anna en það tókst ekki. Skorti okkur sárlega hestöflin 70 sem þeir hafa umfram. Enduðum við keppnina í öðru sæti á 2.07 mín. á eftir sigurvegurunum. Ævar og Sig- hvatur, sem náðu 3. sæti, voru hins vegar nær 5 mín. frá okkur þannig að er líða tók á keppnina töldum við ekki réttlætanlegt að taka óþarfa áhættur. Þessi keppni var okkur mjög lærdómsrík. Hraðinn hefur aukist gríðarlega frá því sem var og ör- yggi og tækni ökumanna að sama skapi. Hlutverk aðstoðarökumannsins hefur gjörbreyst, nú eru allir foiystubílamir með niðurskrifaðar og vandlega yfirfarnar leið- arlýsingar sem komu t.d. að miklu gagni í þessari keppni vegna þoku á Fróðár- heiði. Dekkjaval er mikilvægt. eitt sprung- ið dekk og botninn er farinn úr baráttunni. Þetta er okkar f\Tsta keppni í langan tíma sem við ekki sprengjum dekk. við prófuð- um sóluð dekk frá Sólningu hf. og reyndust þau frábærlega vel. Við ertim nú öllum að óvörum í öðru sæti í Islandsmeistara- keppninni þannig að úr þessu verður ekki aftur snúið og erum þegar að hefja undir- búning að næstu keppni sem verður eftir 3 vikur í Borgarfirði. Staðan Staða efstu manna í Islandsmeistara- keppninni eftir tvær umferðir: Jón/Rúnar 35 stig. Ásgeir/Bragi 25 stig, Jón/Guðbergur 20 stig. Daníel/ Birgir 12 stig. Ari/Magnús 12 stig. Ævar/Sighvatur 12 stig og Guðmtmd- ur/Sæmundur 10 stig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.