Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. 27 dv_______________________________________________íþróttir „Hér taka flestir strákar lýsi eins og Hemmi Gunn“ -segir Magnús Pétursson dómari sem er að komast í Heimsmetabók Guinness „Mér líst bara vel á knattspyrnuna í sumar - ég á von á spennandi keppni í 1. deild. Ef þú spyrð um sigurstrang- legustu liðin þar þá fmnst mér vera mesti glamorinn yfir Valsmönnum núna. Þeir spila tvímælalaust knatt- spyrnu sem er árangursrík í okkar fótbolta." Sá sem mælir þessi orð er enginn annar en Magnús Pétursson, knattspyrnudómari og verslunarmað- ur. Það ætti reyndar ekki að þurfa að kynna Magnús fyrir neinum, svo sam- gróinn sem hann hefur verið knatt- spymunni hér á landi síðustu 35 árin. Magnús dæmdi um daginn leik í Reykjavíkurmótinu og telja fróðir menn að þá hafi hann brotið blað í knattspymusögunni og sett met sem eigi tvímælalaust erindi í Heimsmeta- bók Guinness. Magnús hefur nefnilega dæmt núna í meistaraflokki í 31 ár og er það með ólíkindum. „Annars vil ég ekki einblina á Vals- menn. Þó að Fram hafi vissulega orðið fyrir mikilli blóðtöku þegar liðið varð að sjá á bak Guðmundunum tveim er liðið til alls líklegt. Þá er alltaf ein- hver sigurblær yfir Akumesingum. Þar virðist alltaf vera til nóg af ungum og efnilegum knattspyrnumönnum. Akurnesingar vita hvað þarf til að sigra í knattspyrnumótum. Þessi lið ásamt KR eru líklegust til að vinna mótið. Þá finnst mér merkilegt að Víðismenn skuli eiga lið í 1. deild í ekki stærra sveitarfélagi. Kópavogs- búar ættu að eiga nokkui- lið í deild- inni til að standa þeim á sporði." Eins og áður sagði þá hefur Magnús lifað og hrærst í knattspyrnunni í ára- tugi. Hverja skyldi hann telja skemmtilegustu knattspyrnumennina í dag? „Úff, þetta er erííð spurning. Ef ég á að nefha til einhverja sérstaka leik- menn þá myndi ég nefna Þróttarann Pétur Arnþórsson sem nú leikur með Fram en hann er geysilega skemmti- legur leikmaðm' og ef hann nær sér á strik á hann tvímælalaust eftir að láta að sér kveða í sumar. Þá er Halldór Áskelsson mjög skemmtilegur og er hugsanlegur kandídat sem marka- kóngur. Hann þarf þó að hafa meiri trú á sjálfum sér. Þá eru Sævar Jóns- son og Þorgrímur Þráinsson góðir liðsmenn. Einnig vil ég nefna til Guð- jón Guðmundsson, fyrirliða Víðis- manna, en hann er frábær fyrir liðið. nokkurs konar Nobbv Stiles. Björn Raínsson hjá KR er einnig leikmaður sem kemur upp í hugann en auðvitað eru lið eins og Fram og Valur full af sterkiun leikmönnum sem eru vel þess virði að horfa á. Af markvörðum vil ég sérstaklega riema til Þorsteinn vin minn Bjarnason, það er alltaf gaman að fylgjast með honum í leik. Þá er Friðrik Friðriksson í Fram einnig mjög góður.“ Við næstu spurningu blaðamanns glotti Magnús og hallaði sér dreyminn á svip aftur f stólnunr. „Já, þú spyrð urn ógleymanlega leik- menn sem ég hafi séð. Ég verð þá að segja þér að Ríkharður Jónsson á Akranesi lfður mér ekki úr minni. Ég bæði dæmdi leiki hjá honum og æfði undir hans stjórn hjá Fram. Mér er til efs að annar leikmaður hafi unnið eins stórkostleg afrek hér heima á ís- landi eins og Ríkharður. Að sjá hann skora íjögur mörk í landsleik gegn Svíþjóð var ótrúlegt. Úr því að þú vilt að ég sé að bera leikmenn saman þá er allt í lagi að komi fram að mér fannst Guðmundur Torfason að mörgu leyti ekki ólíkur Ríkharði. Það var þó eitthvað sem Ríkharður hafði sem Guðmund skortir. Það er erfitt að lýsa því það er eins og það sé eitthvað í undirmeðvitundinni sem gerði Rík- harð svona góðan. Nú, ég þarf varla að minnast á Al- bert Guðmundsson, hann gerði stór- kostlega hluti sem atvinnumaður. Þá var alltaf mjög gaman að fylgjast með Berg heitnum Bergssyni í KR og einn- ig var Ellert B. Schram mjög góður knattspymumaður. Á seinni árum hafa þeir Arnór og Ásgeir staðið sig vel en þeir hafa unnið sín helstu afrek erlendis. Það var þó ljóst þegar á yngri árum þegar þeir léku hér á landi að þar vom óvenjulegir knattspyrnu- menn á ferð. Einnig vil ég nefna til Pál Ólafsson sem valdi handboltann fram yfir knattspymuna. Hann hefði getað orðið stórgóður sóknarmaður. Annars er árangur knattspymu- manna hér á landi stórkostlegur. Ég hef komið til milljónaþjóða sem eiga ekkert betri stráka en við. Hér taka líka flestir lýsi eins og Hemmi Gunn! “ „Svörlu sauðirnir eiga eftir að upplitast“ Magnús hefur mikið unnið að dóm- aramálum og starfað í mörgum neffidum á vegum dómara auk þess að hafa dæmt flestum mönnum leng- ur. Hvernig skyldi honum finnast ástand dómaramála hér á landi núna? „Dómgæsla hefur batnað mikið á undanfömum árum - um það er engum blöðum að fletta. Við erum með marga góða dómara en auðvitað eru svartir sauðir innan um. Þeir upplitast hins vegar og verða flestir ágætir dómarar með tímanum. Mér finnst leikmenn vera farnir að skammast minna út í dómara og er það vel. Ég er til dæmis mjög ánægður með ummæli manna eins og Ian Ross, þjálfara Valsmanna. sem hefur sagt að hann hafi ekki séð lélega dómara á íslandi. Hann kvaðst hafa séð misgóða dómara en það sama ætti við um leikmenn. Svona ummæli lýsa heilbrigðu viðhorfi til dómara en ég tel að þjálfarar geti og eigi að hafa áhrif á framkomu leikmanna við dóm- ara. Þá tel ég að leikmenn eigi að ganga eins langt og dómarinn levfir svo fram- arlega sem þeir leiki ávallt af full- komnum heiðarleika. Leikmenn eiga að gefa allt sem þeir eiga í leikinn - leika af lífi og sál án þess þó að glevma að þetta er leikur." „Fékk þó ekki salt i augað eins og Grétar Norðfjörð" Hefiu aldrei verið ráðist að þér í sambandi við dómarastarf þitt? ..Ég get nefnt þér eina sögu í því sambandi sem er mér minnisstæð vegna þess að ég og viðkomandi aðili urðum miklir vinir eftir umrætt atvik. Ég varð nefnilega fyrir því einu sinni að ungur leikmaður í Val hafði gripið til þess ráðs að beria mig í bakið með spýtu en eftir á tel ég mig heppinn að hafa ekki orðið fyrir því sama og Grét- ar vinur minn Norðfjörð að fá ?p.lt í augun. Nú. nokkru eftir þev '.vik er bankað upp á hjá mér oa er þá mættur fyrir utan dymar hjá mér fað- ir piltsins með hann með sér. Leist mér fyrst í stað ekkert á blikuna því þetta var enginn annar en Kjartan Guðmundsson verslunarmaður sem var frægur boxari og var hann þarna mættur með Vilhjálm. son sinn. sem var sökudólgurinn í þessu máli. Ég vissi ekki alveg á hveiju ég ætti von og vonaði bara að Kjartan vissi að Guðmundur Arason. margfaldur ís- landsmeistai’i í boxi. væri fi-ændi minn. Það gæti kannski haldið hontmi frá því að leggja í mig. En þá kom í ljós að Kjartan var kominn í þvi augnam- iði að biðja mig afsökunar og láta son sinn gera slíkt hið sama. Mér er þetta kær minning því við Vilhiálmur urð- um míklir vinir upp frá því og hafði ég mikla gleði af því að fylgjast með frama hans á knattspyrnuvellinum. Og aldrei sá ég neitt misjafnt til hans á vellinum - þvert á móti var hann annarra fyrirmynd þar." Magnús hefur dæmt knattspyrnu- leiki í 16 löndum ..og er það rninn háskóli". Magnús kvaðst ekki vera langskólagenginn maðiu- og hefði hann í raun stungið í stúf við flesta æskufélaga sína. Magnús sagðist vera ættaður úr Fljótshlíðinni og úr Amar- firði en hins yegar væri hann algert borgarbarn. ..Ég er alinn upp i Skerja- firðinum á rauðmaga og grásleppu og ég fór ekki einu sinni í Vatnaskóg." sagði Magnús sem er mikill áhuga- rnaðm- um ættfræði. Hann var ekki lengi að rekja garnirnar úr blaða- manni varðandi þau málefni og kvaðst hann oft hafa kynnst ættmennum sín- um á þann hátt. „Ég þoli ekki nísku." sagði Magnús um leið og hann leysti blaðamann út með íþróttavörum frá sér. Að segja nei við þenna heiðursmann var aðeins fjarlægur möguleiki og blaðamaður varð að gjöra svo vel að kyngja öllum siðalögmálum sínum og heita Magn- úsi því í staðinn að fara nú að hlaupa. Saga Magnúsar Péturssonar er óum- ræðilega stór hluti af íslenskri knatt- spyrnusögu og eins og kom fram í upphafi þá hefur Magnús nú þegar skráð nafn sitt á fleiri stöðurn. Hann er að mestu búinn að leggja flautuna á hilluna núna en hann er þó vís til að hlaupa í skarðið sem hingað til þegar vantar dómara og því má allt eins eiga von á því á komandi simirum að siá hann halda aftiu- af skaphörðum leikmönnum á sinn ákveðna en liúfa hátt. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.