Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1987, Blaðsíða 10
28 MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1987. Iþróttir Feðgarnir unnu gæð- ingakeppnina - hjá Gusti í Kópavogi Gustarar í Kópavogi héldu gæðinga- keppni og kappreiðar núna um helg- ina. Góðhestakeppnin fór fram á hringvellinum nálægt hesthúsunum en kappreiðar og verðlaunaafhending á Kjóavöllum. Gustur er meðal stærstu hestamannafélaga í Lands- sambandi hestamanna og þaðan hafa komið margir ágætir gæðingar og knapar. Að þessu sinni var þátttaka ekki mikil nema í keppni unghrossa í tamningu. Lofar það góðu fvrir fram- tíðina að mörg efnileg hross eru að komast í gagnið í Kópavogi. Jón Gisli vann tvöfalt Jón Gísli Þorkelsson mætti til leiks með þá feðga. Stíganda. sem er þekkt- ur töltkeppnishestur. og son hans Svip. sem er alhliða gæðingur. Stígandi stóð efstur í B flokki með einkunnina 8.63 og var þetta í þriðja sinn sem hann vinnur B flokks keppnina hjá Gusti. í A flokki sigraði Svipur og fékk ein- kunnina 8.05. I öðru sæti í B flokki varð Go!a, Karls Benediktssonar. með 8.51 i einkunn og sat Örn Karlsson Golu. Þessi htyssa er svstir Snjalls frá Gerðum sem hefur meðal annars orðið íslandsmeistari i töltkeppni og sigraði á fjórðungsmóti sunnlenskra hesta- manna í Revkjavík árið 1985. I þriðja sæti varð Hörður. Victors Ingólfsson- ar. sem Georg Kristjánsson sat. Hörður fékk 8.38 í einkunn. í öðru sæti í A flokki varð Þór. Haralds Sig- urgeirssonar. sem Hinrik Bragason sat. og fékk Þór einkunnina 8.03. Tinna 6276. Sigrúnar Sigurðardóttur. varð þriðja með einkunnina 7.98 og var knapi Einar Öder Magnússon. Sigrún vann bikar til eignar Unglingastarf Gusts hefur ávallt verið til fyrirmyndar. í þetta sinn sigr- aði Sigrún Erlingsdóttir í eldri flokki unglinga á Hregg og fékk 8.12 í ein- kunn. Þetta er í þriðja skiptið sem Sigrún sigrar í eldri flokki unglinga og á þriðja hestinum. Hún vann því bikarinn til eignar. Þess má geta að unglingar í eldri flokki geta einungis keppt þar þrisvar sinnum en færast því næst upp í flokk fullorðinna. í öðru sæti varð Haraldur Öm Gunn- arsson með 8.00 í einkunn á Loga og í þriðja sæti Steingrímur Sigurðsson á Degi með 7.83 í einkunn. í yngri flokki sigraði Sigrún Þorsteinsdóttir á Hremsu með 8.00 i einkunn. í öðm • Það er erfitt að halda sig inni þegar veður er gott á islandi. Jafnvel rikisstjórnarviðræður og ráðherrastólar halda mönnum ekki inni við. Jón Baldvin Hannibalsson brá sér á hestbak um helgina og leit við hjá Gusturum á Kjóavöllum. sæti varð Jóhannes Öm Erlingsson á Hrafnfaxa með 7,90 í einkunn og í þriðja sæti Gríma Sóley Grímsdóttir á Sikli með 7,72 í einkunn. Ekki vegið að íslandsmetunum í kappreiðunum Kappreiðamar em ávallt fijálslegar hjá Gusti. Skráð er á staðnum og hleypt eftir minni. Keppt var í 150 metra skeiði, 300 metra brokki og 300 metra stökki. í 150 metra skeiði sigr- aði Hinrik Bragason á Lúkasi á 16,4 sek., Máni og Hörður Á. Haraldsson urðu í öðm sæti á 16,5 sek. og Kormák- ur og Baltasar Baltasarson þriðju á 17,3 sek. í 300 metra brokki sigmðu Siguijón Gylfason og Ási á 43,7 sek., Friðfinnur Hilmarsson og Stígandi urðu í öðm sæti á 47,6 sek. og Páll B. Hólmarsson og Grási í þriðja sæti á 50,4 sek. í 300 metra stökki sigmðu Háfeti og Siguroddur Pétursson á 22,0 sek., Sigrún Erlingsdóttir og Vinur urðu í öðm sæti á 24,0 sek. og Logi Hilmarsson og Glói í þriðja sæti á 24,6 sek. Dómarar í gæðingakeppninni vom Brynhildur Þorkelsdóttir, Hallur Jónsson og Þormar Ingimarsson. -EJ. • Efstu unglingarnir i báðum flokkum hjá Gusti. • Jón Gísli Þorkelsson mætti til ieiks með þá feðga, Stiganaa og Svip, og vann i A flokki á Svip og B flokki á Stiganda. Hinrik Bragason með Þór í miðið og Einar Öder Magnússon með Tinnu til vinstri. DV-myndir E.J. Léttirfrá Stóru- lág er fallinn Hinn kunni keppnishestur Ijéttir frá Stómlág er fallinn, 27 vetra að aldri. Léttir fékk krabbamein og er nú kominn til veiðilandanna eilífu. Léttir tók þátt í góðhestakeppni fyrstu árin en 16 vetra gamall var hann reyndur í 800 metra stökki og stóð sig vel. 18 vetra setti hann íslandsmet í Hornafirði í 800 metra brokki 1:23,3 mín. og einn- ig met í 1500 metra brokki 2:56,0 mín. Þessi met hafa staðið óhögguð síðan og þykir ólíklegt að þau verði slegin í bráð. Sama dag og Léttir var felldur kom Sigurður Bjömsson, kennari frá Ási, til Sigfinns Pálssonar, eig- anda Iættis, með vísur. Þær em svona: Nú er Léttir fallinn að foldar sverði dökkum. Öðmm fákum frárri var frelsis neista í augum bar. Öll þín spor um grjót og grund gleði vöktu mína. I þakkarhug á hinstu stund heiðra ég minning þína. Þó að skilji stað og stund er stutt á milli vina. ömgg trú um endurfund mun allar sorgir lina. Karlrembureið Karlkyns knapar í Mosfellssveit og nágrenni fóm í karlrembureið á laug- ardaginn. Þetta er í annað skiptið sem slík reið fer fram og er áhugi gífurleg- ur fyrir þessu þarfa menningarfram- taki. Karlarnir safnast saman á Karlrembuflöt við hesthúsin í Mos- fellssveit á ákveðnum tíma. Þaðan er svo riðið undir stjóm formannsins, sem að þessu sinni er Valdimar Krist- insson, út í náttúmna þar sem þeir geta sér um frjálst höfúð strokið. Formaðurinn einn veit hvert haldið skal en á áfangastað er áð, etið, dmkk- ið, sungið og att saman kappi að forrimannasið. Ýmis karlrembuátök eiga sér stað í áfangastað, svo sem reiptog, stemalyftingar og annað. Þátttaka var gífurlega mikil og segir það til um ástandið í landinu. DV-mynd E.J, • Riðið á vit frelsisins i Mosfellssveit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.