Alþýðublaðið - 30.06.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1921, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Q-efið út aí Alþýðaflokknnm. 1921 Fitntudagian 30, júní. 147. tölubl. 1.740.961 kr. arðnr kenanr tll skifta. Reikningur íslandsbanka fyrir s. 1. ár er nú út kominn og hefir að geyma nokkurn fróðleik um rekstur bankans og þann takmarka- Iausa gróðahug, sem ríkir og ræður gerðum stjórnar hans, með Jóni Magnússyni i fararbroddi. Jafnaðarreikningur bankans ber það með sér, að reikningslán hafa veríð 9,251,136 krónur, víxlar 32 469,572 kr., seðlar i umferð hafa verið 8 586,180 kr., skuldir við erlenda banka 7,704 233 kr. og við ýmsa skuldheimtumenn 2 992,238 kr„ inastæða í hlaupa- reikningi og innlánsfé rúmlega 2 milj. 140 þús. kr., varasjóður er 3<792>587 kr., hlutaféð 4V2' milj kr„ og ágóði 1920 1,74-0 961,73 krónur. Urh seðlana er það að segja, að mest af þeim er í umferð í september, þvf nær 10V2 nailj. kr. og í október því nær 11 milj. kr. og málmforðinn er 31. des. 1920: „í dönskum, norskum og sænskum gullpeningum 3,030,300 kr., í silíri og kopar 15,715 kr., i dönskum, norskum og sænskum seðlutn 8 361 kr. og innieign hjá bönkum ein milj. og 40 þús. kr,*, eða samtals kr. 4,094.376,00. Það sem mest stingur í stúf er sá geysilegi gróði sem kemur til skifta á þessu ári, sem verið hef- ir eitthvert erfiðasta ár, sem kom- ið hefir, annað en það sem nú stendur yfir. Þá eru skuidirnar við erlenda banka og seðlaumferðin ekkert smáræði. Hvergi sést á reikningnum í hverju gróðinn liggur, en gera má ráð fyrir að hann Iiggi aðallega í tvennu: Seðlunum og gengisgróða. A sama tlma, sem alt er í kalda koli, græðir þessi peningabúð offjár. Er þetta heilbrigtf Er það ríkinu sæmilegt að auka hlunnindi og verðlauna rekstur þessarar stofn- unarf Almenningur svarar báðum þessum spurningum neitandi, en fulltrúar þjóðarinnar, þingmenn- irnir, játa þeim — játuðu þeim með bankalögunum nýju, sem þó eru engin lög, vilji bankinn ekki samþykkja þau. 1 stað þess að láta bankann standa reiknings- skap gerða sinna, er honum selt sjálfdæmi í sinni eigin sök. Svona er nú stjórnarfarið í því konung* holla „fullvalda ríki", íslandi, 1921. Fyrir fífldjarfar „spekulationir'1, óhöpp og of litla þekkingu á brögðum erlends auðvaids hefir auðvaldið á íslandl orðið fyrir stórhnekki, sem vitanlega kemur niður á öllum almenningi, en er- lend stofuun veltir sér i allsnægt um og fleytir rjómann af baráttu innlendra manna fyrir auðsöfnun. Þetta er f sjálfu sér fullkomlega eðlilegt og alveg f samræmi við núverandi þjóðfélagsskipubg, þeg- ar sá þykir beztur, setn mest og lúalegást fiær náungann eða reitir hann inn að skyrtunni. Og auð mennirnir finna þetta vel og við urkenna villu sfna, en þeirra við kvæði er ætfð hið sama: Svona hefir þetta ætfð verið og svona hlýtur það ætíð að verða. Sá, sem ekki skarar eldi að sinni köku, sekkur dýpra og dýpra, unz hann hverfur í djúp örbirgðar og ve sældar. Svik, fals og prettir er kjörorð núverandi þjóðfélagsskipu- iags. Mennirnir eru svona gerðir og þeim verður ekki breytt. Og um jafnaðarstefnuna segja þeir : Við viðurkennum hana full komlega. Hún er fögur hugsjón, uppi í skýjunum og verður því miður aldrei framkvæmd, þvi við eiginhagsmunamennirnir verðum altaf samir og jafnir, við erum í samræmi við samtíðina og sprottn ir upp af fortíðinni; Framtíðina skeytum við ekkert um. Hvað kemur oss það við þó alt sigli að iokum i strand. Það verður ekki í okkar tíð. Á þessa leið hugsa auðmenn- irnir um allan heim og aftanfossar þeirra hanga í kjölförum þeirra og bergmála ámáttlega sama sönginn, eða þelr skríða að knjám auðmannanna, sletta tungunni út í annað munnvikið, lygna augun- um og bíða þess, að beini verði að þeim varpað. En verið þess fulivísir, auð- menn, hvort sem f æðum ykkar rennur íslenzkt blóð eða erlent, að jafnaðarstefnan mun að Iokum fara sigurför um heim allan. Og það er einmitt ástand eins og það, sem íslandsbanki nú upp á síðkastið hefir stuðlað til að rfkj- andi yrði í landi voru, sem fiýtir fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Menn finna bezt til þess, hve alt er rotið og á fallanda fæti, þegar hægt er, með eins skýrum og talandi tölum og hér er um að ræða, að sanna hið ramvitlausa fyrirkomulag þjóðfélagsins. 1 sömu andránni og stórtap er á útgerð landsmanna, að sögn útgerðar- manna sjálírs, græðír helsta pen- ingastofnun landsins, sem þó er erlend, óhemju fé, einmitt á þess- um sama atvinnuvegi. Ur þessum og öðrum ójöfnuði verður aldrei bætt, fyrir en alþýð- an, — öreigarnir — hafa tekið við völdunum og beitir sér fyrir gerbreyting núverandi þjóðfélags skipulags. Og þvf fyr sem hún gerir það þess betra. landbúoaðarkvikmyiidir frá Svfþjóð voru sýndar í Nýja Bíó í gærkvöldi íyrir búnaðarsýning- una og þótti raikið tii koma. Þær verða sýndar aítur i kveld kl. 7. í Þingyallaforinni bilaði mesti sægur bila og vesaiings farþeg arnir urðu margir annaðhvort að setjast um kyrt og blða langan tíma eða þá að arka gangandi marga tugi kflómetra til þess að ' komast aftur tii höfuðbo’gatirmar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.