Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. Útlönd DV Ganilau, landstjóri Fidjieyja, og Bavadra, forsætisráðherra eyjanna, funduðu í gær um hvernig best væri að ráða við kreppu þá er ríkir í landinu. Simamynd Reuter Segir verslunarbann styrkja öfgahópa Landstjóri Fidieyja fór í gær fram á að verkalýðsfélög Ástrala og Nýsjá- lendinga afléttu verslunarbanni því er þau beita Fidjieyjar. Ganilau landstjóri kvað bannið koma niður á hinum almenna borgara og margir yrðu atvinnulausir vegna þess. Einnig væri hætta á fæðuskorti. Nú þegar er skortur á lyfjum. Það væri ekki heldur útilokað að bannið styrkti öfgamenn í afstöðu sinni gegn stjóminni. Ganilau átti í gær fúnd með Bavadra forsætisráðherra um hvemig best væri að lagfæra kreppu þá er ríkti í landinu eftir valdaránið á dögunum. Forsætis- ráðherrann hefúr tilkynnt að efnahag- ur landsins sé á heljarþröm. Hann vildi þó ekkert láta hafa eftir sér um viðræður sínar við landstjór- ann sem í gær hafnaði tillögum um að nefnd skipuð leiðtogum Kyrrahafs- landa með Bob Hawke í brjósti fylk- ingar kæmi Fidjistjóminni til aðstoðar. Lagði landstjórinn áherslu á að eyjaskeggjar hygðust leysa sín vandamál sjálfir. V-Þjóðverjar sam- þykkja tvofoldu núlllausnina Eftir nokkurra vikna deilur hefúr stjómin í Bonn samþykkt tillögur stórveldanna um að fjarlægja meðal- drægar og skammdrægar kjama-. flaugar í Evrópu. Stjómin fer þó fram á að Pershing 1 flaugar Vestur- Þjóðverja, sem em orðnar tuttugu og fimm ára gamlar, verði ekki tekn- ar með í tvöföldu núlllausnina. I tilkynningu stjómarinnar kom ekki fram hvort einnig væri átt við kjamaoddana. Moskva fúllyrðir að þeir tilheyri Bandaríkjunum og geti þess vegna þurft að taka þá með í afyopnunarviðræðumar. Forsætisráðherra Bæjaralands, Franz Josef Strauss, lætur í ljósi þá skoðun sína að ef Vestur-Þjóðverjar krefjist þess að fa að halda kjama- flaugunum þýði það í raun að þeir krefjist þess að halda kjamaoddun- um. Án þeirra komi flaugamar að litlum notum. Almennt er litið á tilkynningu sfjómarinnar sem sigur fyrir utan- ríkisráðherrann Hans Dietrích Genscher en hann hefur sakað íhaldsmenn fyrir að gera of rnikið úr þeirri hættu sem landinu kynni að stafa af árás Sovétmanna ef kjamaflaugamar yrðu fjarlægðar. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Skæruliðar myrtu 33 almenna borgara Skæmliðar tamila á Sri Lanka stöðvuðu í gær strætisvagn á austan- verðri eyjunni og myrtu þrjátíu og þijá farþega í honum, þar á meðal tuttugu og níu búddatrúarmunka, að sögn stjómvalda. í tilkynningu um atvikið segir að það hafi átt sér stað nálægt bænum Arantala, þar sem tutt- ugu og átta manns vom myrtir þann 7. febrúar síðastliðinn. Stjómvöld á Sri Lanka sökuðu í gær skæruliða aðskilnaðarhreyfingar ta- mila um að hafa myrt fólkið og sögðu að þar væri um að ræða hefndarráð- stafnanir skæmliðanna sem segja að stjómarherinn í landinu hafi undan- farið myrt fjölda almennra borgara úr röðum Tamila. Stjómvöld hafa endur- tekið neitað áburði um fjöldamorð. Þá mótmæltu stjómvöld á Sri lanka harðlega þeirri ákvörðun Indverja að senda Tamilum á Jaffna skaga vistir. Segir í tilkynningu stjómarinnar í Columbo, höfúðborg Sri Lanka, að þessar vistasendingar séu brot á sjálf- stæði Sri Lanka og skoðist sem óhæfileg afskipti af innanríkismálum þess. Hanskaklæddir lögregiuþjónar handtóku fjölda manns sem mótmælti tillög- um Reagans Bandaríkjaforseta um eyðnipróf. Símamynd Reuter Marcos hvetur til friðsamlegra lausna Ferdinand Marcos, fyrrum forseti um þjófnað á miklum fjármunum frá Filippseyja, sem hrakinn var í útlegð ríkinu á Filippseyjum, neitaði í við- á síðasta ári, hvatti í gær fyrrum talinu enn öllum áburði um mis- þegna sína til þess að forðast borg- gjörðir. Þá bar hann einnig til baka arastyijöldogbíóðugátökílandinu. sögusagnir um að eiginkona hans, í útvarpsviðtali, sem birtist í gær, Imelda Marcos, þjáðist af offitu. gerði Marcos grín að eftirmanni sín- „Þeir segja að hún vegi um hundrað um, Corazon Aquino, sem hann kíló,“ sagði forsetinn fyrrverandi, sagði oft biðjast fyrir opinberlega og „en það er lygi, hún hefúr fallegan því líkjast faríseunum sem biblían líkama.“ varar kristna menn við. Marcos bað Stuðningsmenn Marcosar á Filippseyingahinsvegaraðlátaekki Filippseyjum hafa krafist þess að kosningasvindl það sem Aquino er Aquino fkri frá völdum og að Marc- sökuð um draga landið út í borgara- os verði beðinn að taka við stjóm- styijöld. völnum að nýju. Marcos, sem sakaður hefur verið Mótmæltu tillögum Reagans um eyðnipróf Reagan, forseti Bandaríkjanna, leggur til að fangar, innflytjendur og þeir sem hyggjast ganga í hjónaband verði eyðniprófaðir. George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, kynnti þessar tillögur forsetans við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um eyðni í Washington í Bandaríkjunum í gær. Sex þúsund manns fr á yfir fimm- tíu löndum sitja ráðstefnuna. Ekki var gerður góður rómur að til- lögum þessum en því var aftur á móti fagnað þegar Bush lagði áherslu á að farið yrði með próftn sem trúnaðar- mál. Mannfjöldi safnaðist fyrir framan Hvíta húsið í Washington til mót- mælaaðgerða í þann mund sem ráð- stefnan var að hefjast og vom sextíu og fjórir handteknir. Lögregluþjón- amir, er framkvæmdu handtökurnar, vom með gúmmíhanska. Fyrr á þessu ári reittu hanskaklæddir lögreglu- þjónar þá er berjast fyrir réttindum homma mjög til reiði. Talsmaður lög- reglunnar fúllyrðir að lögreglan hafi notað hanska frá árinu 1975 við ákveðnar aðstæður. Þeir séu ekki til þess að vernda lögregluna gegn ein- hveijum sérstökum sjúkdómi. Það heyrir þó til undantekninga að þeir séu notaðir. Mörg mannréttindasamtök em á móti eyðniprófúm og líta á þau sem kynferðislegar ofsóknir. Á ráðstefnunni kom fram að ný veira, svipuð eyðniveimnni, hefði fundist í Nígeríu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.