Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNl 1987. Spumingin Ætlarðu í útilegu í sum- ar? Jasmin Björnsdóttir nemi: Já, ég býst fastlega við því, allavega um verslunarmannahelgina en þá ætla ég að fara í Galtalæk. Ég gef mér samt örsjaldan tíma til að fara í úti- legu, kannski alltof lítinn. Sigrún Hermannsdóttir nemi: Já. ég ætla norður í land. það getur vel verið að ég fari í Mývatnssveitina. Mér finnst nauðsynlegt að komast eitthvað út úr bænum. bæði er það afslappandi og tilbreyting frá bæjar- lífinu. Daníel Magnússon myndlistarmað- ur: Nei, varla. Það er það mikið að gera í vinnunni að maður hefur eflaust ekki tíma til að fara í útilegu þó vilji sé fyrir hendi en tíminn verð- ur að leiða það í ljós. Sigríður Benediktsdóttir húsmóðir: Vonandi eitthvað. Maður gerir alltof lítið af þessu vegna þess einfaldlega að maður hefur ekki tíma. Mig lang- ar nú að fara í Þjórsárdal eða eitt- hvað í þó áttina í sumar, hver veit nema maður láti það eftir sér. Agnes Hauksdóttir, vinnur á Pit- unni: Nei, ætli ég fari nokkuð i útilegu. Ég hef miklu meira gaman af því að fara til útlanda í sól og sumarsælu. Ég er reyndar nýkomin frá Benidorm, ætli það sé ekki nóg í bili. Guðjón Jónsson ellilífeyrisþegi: Nei, ekki útilegu. Ég er nýkominn frá Mallorca og hef einnig farið til Akur- eyrar í sumar, ætli ég láti það ekki nægja. Lesendur_________________________ Rabbþættir í sjónvarpi: Ekki vandamálaþætti heldur um dægurmál - þátturinn Hugboð gott dæmi G.R.A. skrifar: Hinn 20. maí var í Ríkissjónvarpinu endursýndur þáttur frá því árið 1975 eða tólf ára gamall og hét hann Hug- boð. - Auðvitað þarf ekki að hæla því að endursýna þætti svona gamla og orkar það tvímælis að gera slíkt yfir- leitt. Hins vegar var þessi þáttur mjög áhugaverður og eitthvað í líkingu við það umræðuefni sem fólki er hugleikið þótt þetta sérstaka efhi geti auðvitað orðið útjaskað eins og hvað annað. Það sem stakk þó mest í stúf í urn- ræðum þessa þáttar í samanburði við aðra þætti og umræður í innlendum þáttum sjónvarps var það að í þessum þætti, Hugboði, voru menn miklu af- slappaðri og betur máli famir en tíðkast nú á dögum. Málefnið var líka þess eðlis að það er áhugavert fyrir næstum hvem mann og svona mál og önnur sem menn ræða gjama í þröngum hópi er einmitt gaman að setja á sviö í sjón- varpi. Og það er ekki síst gaman að fylgj- ast með umræðum þegar menn geta talað rólega og án alls æsings og án lóng bið Sigrún Ólafsdóttir skrifar: I tilefni af blaðaskrifum vegna kaupa Fjárfestingarfélags íslands á lánslof- orðum Húsnæðisstofhunar ríkisins vil ég aðeins leggja orð í belg. Nú er það ljóst að margir bíða eftir afgreiðslu lána hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og biðin getur orðið óþægilega löng. Eitt og hálft til tvö ár. „Efni og hugmyndir að sjónvarps- viðtölum eru óþrjótandi afhverju eki gera þátt um hvers vegna virðist íslendingum liða betur í útlöndum en hér heima? Hver er orsökin fyrir ásókn íslendinga í ferðir til út- landa?“ þess að þurfa að gn'pa fram í hver fyr- ir öðrum eins og nú tíðkast. Ekki síst þegar stjórnmálamenn og fréttamenn eru annars vegar. Vandamálaþættir eða launaþjark er ekkert efni til afþreyingar í „návígis- þáttum" eða öðrum slíkum. Það eru til fiölmörg mál sem eru til umræðu hjá fólki dag hvem eða ber oft á góma og eru til þess fallin að fá leikmenn til að ræða ekki endilega einhveija sem „vit hafa á“, t.d. sérfræðinga sem em oftar en ekki hrútleiðinlegir og lítt skilmerkilegir í umræðu. Hvað um mál eins og til dæmis líf eftir dauðann, forlagatrú, er ísland óskalandið? hvers vegna virðist ís- lendingum líða betur i útlöndum en hér heima? (orsökin fyrir ásókn Islend- inga í ferðir til útlanda), á að taka upp aðra mynt, hvers vegna má ekki aug- lýsa áfenga drykki hér á landi en bara í erlendum tímaritum sem hér fást? hvers vegna var hætt að nota þéringar (eina landið í heiminum þar sem ekki em notuð kurteisleg ávörp við ókunn- uga) og fleira og fleira. Efni og hugmyndir að viðtölum em óþijótandi og þá er bara að byrja. Ekki ætti að vera mikill kostnaður við gerð svona þátta og mun minni en við gerð ímyndaðra skemmtiþátta sem enginn hlær að. Húsnæðismálalán: eftir afgreiðslu lána Fjárfestingarfélagið getur nú að- stoðað fólk við kaup á eigin húsnæði strax með þessum kaupum. Óhætt er að segja að affollin séu nokkur en á móti kemur ýmis spamaður sem taka verður með í reikninginn. Þú borgar ekki leigu í eigin húsnæði og með hárri útborgun er hægt að lækka kaupverð húsnæðis. Ég er sannfærð um að þetta muni létta áhyggjum af mörgum landanum og vil ég koma á framfæri þökkum til hlutaðeigandi fyrir framtakið. Einnig eru margir orðnir langþreytt- ir á skrifræðinu og seinaganginum í ríkiskerfinu og verður þetta kannski hvatning fyrir Húsnæðisstofhun ríkis- ins að hraða afgreiðslu lána. Góðir útvarpsþættir Sigurður Björnsson skrifar: Sérstaka athygli hafa vakið hjá mörgum fróðlegir og jafnframt skemmtilegir þættir um Hannes Haf- stein ráðherra og skáld sem fluttir hafa verið að undanförnu í útvarpinu. Handritið var gert af Gils Guð- mundssyni rithöfundi en Klemenz Jónsson hefur stjórnað upptöku þátt- anna. Flutningur lesara var mjög skýr og áheyrilegur og fór sá ágæti leikari Amar Jónsson með hlutverk Hannes- ar og las mörg af Ijóðum hans. Tónlist frá aldamótatímabilinu tengdi atriðin saman. Þama heyrði maður mörg af gömlu og vinsælu lög- unum við Ijóð Hannesar. Ég vona bara að útvarpið láti gera meira af þáttum um okkar þekktustu menn frá liðinni tíð því að ég er sannfærður um að þess háttar dagskrárgerð nýtur vin- sælda hjá mörgum. Sérstaka athygli hafa vakið hjá mörg- um fróðlegir og jafnframt skemmtileg- ir þættir um Hannes Hafstein ráðherra og skáid. DV Ekið á kynstæðan bil Sigrún Jónsdóttir hringdi: Ekið var á kyrrstæðan bíl á þriðjudaginn í síðustu viku fyrir utan Landakotsspítala. Ákeyrslan hefur átt sér stað á milli kl. 2 og 4. Það var rauður Galant sem varð svona illa fyrir barðinu á ökufant- inum. Þeir sem veitt hafa þessum at- burði eftirtekt eru vinsamlegaat beðnir að hringja i aíma 52350. „KaldarpKsurvondar“ Edda Hauksdóttir hringdi: Ég vil þakka Eldsmiðjunni fyrir góðar pitsur. Þó vil ég benda þeim á að þar sem þeir stíla á að fólk taki pitsumar með sér heim en borði þær ekki á staðnum þá verða þeir að vera með betrí umbúðir um þær svo þær séu ekki kaldar þegar heim er komið. Það er ekkí nógu hentugt að vera með venjulegan pappa utan um pitsumar heldur er mun æski- legra að pakka þeim- í einhvers- konar álpappír og þá ættu þær síð- ur að kólna. Kaldar pitsur eru svo vondar. Frekjan í strætis- vagnabílstjórum ökumaður hringdi: Það er alltaf sama frekjan í þess- um strætisvagnabílstjórum, þeir keyra um götumar eins og þeir eigi þær, Þótt þeir eigi réttinn að keyra inn á aðalbraut þá er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki að virða aðrar umferðarreglur svo sera að gefa stefnuljós áður en þeir fara inn á aðalbrautína. Maður er yfirleitt hræddur að keyra þar sem strætisvagn er ann- arsvegar því það er eins og það sé ekkert rými fyrir báða. Nýlega var ég að keyra upp Hverfisgötuna er strætó á undan mér svínaði svo rækilega fyrir mig að minnstu munaði að hann færi inn í miðjan bíl hjá mér. Það ætti að senda strætisvagnabílstjóra, og þetta gildir reyndar einnig um leigubílstjóra, f endurhæfingu og brýna fyrir þeim að þelr séu ekki einir í heiminum. Þeir eiga að fara eftir umferðarreglunum rétt eins og við hinir þó þeir séu strætis- vagna- eða leigubflsfjórar. Sundnámskeið fyrir fullorðna! GuÖrún hringdi: Mig langaði svo að vita á hvers vegum sundnámskeið fyrir full- orðna em. Ég hef verið að spyrjast fyrir um þetta en enginn virðist vita um neitt. Ef einhver getur veitt mér upplýsingar um slíkt sundnámskeið hikið þá ekki við að hringja í síma: 26161. Alltaf sömu lögin á Guðrún G. skrifar: Ég er ein af þeim fjölmörgu sem ætíð hafa haldið mikið upp á Hótel Borg sem skemmtistað. Borgin hefur alla burði til að vera fyrirtaks skemmtistaður. Húsakynnin eru ágæt og staðsetningin getur ekki verið betri. Miðbærinn bókstaflega iðar af lífi um helgar. Framan af vetri sló aðsóknin líka öll met, en hvað hefur komið fyrir? Tryggir Borgarfarar hópast nú æ íleiri í Casablanca og fussa og sveia ef „Eg skora því á hæstráöendur Hótel Borgar að endurnýja annaðhvort plötusaf- nið eða plötusnúðana, eða bara hvorttveggja.“ Borginni minnst er á að kíkja á Borg. Og ekki að ástæðulausu. Það þarf ekki að fara nema ca þrisvar á Borgina til að finna ástæðu þessa. Kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi eru það sömu Iögin sem glymja í eyrum. Það er engu líkara en plötusnúðurinn hafi einhvern tíma í október dottið niður á ágætis lagabl- öndu sem gekk vel í fólkið. Síðan hefur þessi ágæti plötusnúður verið svo yfir sig hrifinn af framtakinu að han.i hef- ur rokið til, tekið lögin upp á band og síðan heíur hann ekkert annað spilað. Kæru stjómendur og plötu- snúðar á Borg. Það er eitthvað alvarlegt að þegar hægt er að líta á úrið kl. 2 og segja „Jæja, nú kemur lagið úr Hair,“ og það er eins og við manninn mælt að hið sama lag byrjar að hljóma úr hátölurunum, og þegar lagið um hann Bobby Brown kemur þá lítur fólk hvert á annað. „Hva, kl. bara orðin 2.15.“ Engir í skemmtana- iðnaðinun með snefil af sjálfsvirðingu ættu að láta svona nokkuð koma fyrir. Ég skora því á hæstráðendur Hótel Borgar að endumýja annaðhvort plötusaíhið eða plötusnúðana, eða bara hvorttveggja. Hreinsið götumar íbúi í Seljahverfi hringdi: Það er orðið tímabært fyrir borg- aryfirvöld að fara hreinsa götumar hér í Breiðholtinu og þá sérstak- lega þar sem ég bý, í Seljahverfmu. Það er svo mikíl synd að þurfa að vera í rykinu og drullunni og það líka í svona indælu veðri. Svona, borgarstarfsmenn, brettið nú upp ermamar og takið til við að smúla götumar, ekki veitir af. Takið nagladekkin úr umferð ökiunaður hringdi: Ég óska eftir því að Umferðarráð banni ökumönnum að nota nagla- dekk fyrir næsta vetur. Götumar eru gjörsamlega ónýtar eftir nagla- dekkinn þennan vetur. Það er algjör óþarfi að nota nagladekk hér yfir vetrartímann, það er alveg nóg að salta þegar nauðsyn ber til. Skora ég á Umferðamð að taka nú tii hendinni og þora einu sinni að taka ákvörðun sem eitthvert vit er í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.