Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNI 1987. Neytendur Meðaltal ð mann 5564 5892 /' / | I ! >: | < | / / ■í j 4518 4524 í < j / ? / : ? :: : - j í > i b -t j ■■■? j y. >< •: <■ í ■ ? | i < j :• <: 1 . •: — i 1 — i 1 j \ % f: ■ " 1 j 1 ■" 11 •> > i >■ •: % i ! — i — 1 ; <: j I > < l ,< — — •; -■ :> i i f Janúar Febrúar Mars Aprfl Þad borgar sig svo sannarlega ad athuga vel sinn gang ádur en kaup eru gerö. Munið eftir ad spyrja um verðið áður en meira er aðhafst, ef verðið er ekki merkt á það sem á að kaupa. Myndin er úr myndasafni DV. Þarna má sjá svart á hvitu hvernig meðaltalið á mann hefur hækkað siðan um áramót. Heimilisbókhaldið í apríl: alltaf á uppleið Niðurstöðutölurnar í heimilisbók- haldinu eru á hraðri uppleið. í síðasta mánuði fór talan upp fyrir 5 þúsund, var reyndar 5.564 kr. Nú fór hún enn upp á við, komst í 5.892 kr. á mann að meðaltali. A meðan verðbólgan þaut áfram með ógnarhraða hækkaði niðurstöðutalan í hverjum mánuði. Þegar verðbólgan hægði á sér, hægðu einnig meðaltals- tölumar á sér og í fyrrasumar kom það fyrir oftar en ekki að tölumar lækkuðu frá einum mánuði til annars. Nú hefur þetta greinilega snúist alveg við því allar tölur em á uppleið. Við höfurn samt enn ekki náð des- embertölunum, en í desember var meðaltalskostnaður á mann 6.977 kr. Aður hefur það jafhan verið svo að desembertölunum hefur verið náð í maí. Spennandi að sjá hvort sú verður raunin nú. Það hafa ekki heyrst neinar um- kvörtunarraddir undanfarið um að þessar tölur séu alltof lágar. Ekki er nokkur leið að rengja tölurnar. Þær koma frá öllum landshomum og em nokkuð samhljóða. Fáeinar fjölskyld- ur skera sig þó úr með sérlega lágar tölur. Þeir aðilar em búsettir í höfuð- borginni. Tilfellið er að þar er hægt að gera hagkvæmari innkaup heldur en víða á landsbyggðinni þar sem verslanir em færri. Hins vegar eru freistingam- ar mun meiri á höfuðborgarsvæðinu og því meira til þess að eyða peningun- um sínum í. Öllum ber hins vegar saman um að mikið hagræði sé að því að halda ná- kvæmt heimilisbókhald. Algengt er nú orðið að fólk tölvukeyri heimilis- bókhaldið sitt. Það ætti því enginn að vera í vafa um í hvað hann hefur eytt heimilispeningunum sínum, en til þess að svo geti orðið verður að skrifa ná- kvæmlega hvað keypt er hverju sinni. Þeim sem senda okkur upplýsinga- seðil hefúr fækkað upp á síðkastið. Við söknum margra sem verið hafa emð okkur árum saman. Hvetjum við bæði gamla og nýja heimilisbókhalds- menn til þess að senda okkur upplýs- ingaseðil. -A.BJ. Einokun hækkar verðið til muna - í starfsreglum, sem landbúnaðar- ráðherra setti í febrúar sl. um „inn- flutningsleyfi fyrir blómum, nýju grænmeti, sveppum og kartöflum", segir m.a. í 5. grein: „...þegar íslensk framleiðsla er að koma á markað eða er að hverfa af markaði verða gefin innflutningsleyfi fyrir ákveðnu magni í einu og þá ein- ungis til þeirra sem dreifa íslenskri framleiðslu. Ráðherra getur veitt und- anþágu frá þessu ákvæði en aldrei nema en 35% af innflutningi viðkom- andi vöruflokks á hverjum tíma. Skipting innflutnings milli aðila skal vera hlutfallslega sú sama og í dreif- ingu á íslenskri framleiðslu. Við þá skiptingu verður stuðst við greiðslu Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar (jolskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili j Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í maí 1987: j Matur og hreinlætisvörur kr. 1 Annað kr. Alls kr. lögboðinna sjóðagjalda á ársgrund- velli og verða útreikningar miðaðir við vöruflokkana „blóm“, „nýtt græn- meti og sveppi“ og „kartöflur“...“ Á blaðamannafundi Neytendasam- takanna í síðustu viku var „leyni- plagg“ landbúnaðarráðuneytisins lagt fram. Kom fram að samtökin telja að með því plaggi sé réttur neytenda fót- um troðinn. Með því sé verið að hverfa aftur til hins illræmda einokunar- ástands sem ríkti á meðan Grænmetis- verslun landbúnaðarins var og hét. Það er undarlegt að nokkur skuli vilja hverfa aftur til þess ástands. í framtíðinni verður það Sölufélag garðyrkjumanna sem gegnir því hlut- verki sem GL gegndi áður, samkvæmt upplýsingum formanns Neytendasam- takanna, Jóhannesar Gunnarssonar, og Jónasar Bjamasonar, formanns landbúnaðamefhdar NS. Framtíðin felur því í skauti sér að framleiðendur eiga að ákveða hvað verður flutt til landsins af grænmeti, kartöflum, sveppum og blómum. Þeir eiga að ákveða hvað neytendur eigi að kaupa og á hvaða verði þeir kaupa sínar neysluvömr. í 6. grein „leyniplaggsins“ segir m.a.: „Nefndinni er skylt að taka tillit til hafi hún rökstuddan gmn um að ákveðin innflutt tegund hamli sölu á annarri íslenskræktaðri.“ Það er alveg ljóst að með þessum reglum er unnt að banna innflutning á t.d. kínakáli og salati til þess að spilla ekki fýrir sölu á innlendu hvítk- áli. Þá væri hægt að ímynda sér að bannaður yrði innflutningur á rósum á meðan nóg væri af túlípönum í landinu. í 14. grein „leyniplaggsins" segir m.a.: „...öðlast gildi þegar í stað og birtist þeim sem hlut eiga að máli“. Greinilega telur landbúnaðarráðu- neytið að neytendur eigi þama engan hlut að máli því þeim hafa ekki verið birtar þessar „starfsreglur“. Það er svo sannarlega ekki ónýtt fyrir framleiðendur að eiga annan eins bakhjarl og landbúnaðarráðherra er, þótt neytendur séu ekki jafhvel settir. Forráðamenn Neytendasamtakanna halda því fram að með þessum reglum, sem við höfum verið að vitna hér í, muni verð á þessum hollustuvörum, sem grænmeti er, hækka til muna, eins og varð raunin á með kartöflumar í fyrra. Neytendasamtökin hafa mótmælt þessum starfsreglum harðlega og hyggjast ekki láta þar við sitja. -A.BJ. Neytendur kæra sig ekki um að lá aftur einokunarverslun með grænmeti. Hver man ekki eftir óætum kartöfium og skorti á hinum ýmsu tegundum eins og t.d. venjulegum matarlauk sem vantaði á markaðinn svo dögum og jafnvel vikum skipti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.