Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. fþróttir „Hjartað slær fyrir ísland“ - segir Lalli sem hefur endurtieimt landsliðssætið Sterkt lið hjá Donum Danska landsliðið, sem mætir Tékkum í Kaupmannahöfn á mið- vikudag í 6.riðli Evrópuke))pni landsliða í knattspyrnu, verður mjög sterkt. Það var valið í gær og í landsliðshópnum eru þessir leikmenn: Troels Rasmussen, AGF, og Lars Högh, OB, markverðir. John Sivebæk, Man. Utd, Morten Olsen, Köln, Sören Busk, Monaco, Ivan Nielsen og Jan Heintze, báðir PSV Eindhoven, og Kent Nielsen, Bröndby, vamarmenn. Sören Lerbv, PSV, Jens Jöm Bertelsen, Aarau, Klaus Berggreen. Roma, Jan Mölby, Liverpool, Frank Ar- nesen, PSV, og Jesper Olsen, Man.Utd, frámverðir. Preben Elkj- ær, Verona, John Eriksen, Ser- vette Genf, Flemming Poulsen, Castilla og Claus Nielsen, Bi-önd- by, framheijar. ■ hsím Sigur hjá Offenbach „Við unnum okkar leik í úrslita- keppninni um helgina gegn Sandhausen, 2-0, á heimavelli. Liðið lék glimrandi vel og var sig- urinn í öruggum höndum allan tímann. Ég kom inn á í síðari hálf- leik en komst lítið inn í leikinn eins og gefúr að skilja," sagði Guð- mundur Steinsson, leikmaður hjá Kickers Offenbach í Vestur Þýskalandi, í samtali við DV í gærkvöldi. Kickers Offenbach hefúr leikið tvo leiki í yfirstandi úrslitakeppni, sigiu- um helgina og jalntefli í leiknum þar á undan. Ura næstu helgi leikur liðið gegn Trier á úti- velli og sagði Guðmundur að það yrði erfiður róður'. Hann vonast til að verða í byrjunarliöinu þá en þjálfari liðsins er ánœgður með írammistöðu hans í keppninni til þessa. Guðmundur gerði m:irk í fyreta leiknum í úrslitakeppninni. Úrslitakeppninni lýkur 20. júní og er allt enn á huldu um framtíð Guðmundar hjá félaginu en þau mál komast á hreint eftir keppn- ina. -JKS „Það er stórkostlegt að koma aftm- í landsliðshópinn eftir töluvert hlé. Það losnar staða vegna forfalla, sókn- armaður fer út og ég kem inn sem slíkur. Ég er þó ekki ýkja bjartsýnn á að hefja leikinn en ef ég næ svo langt verð ég í skýjunum." Þetta sagði Lárus Guðmundsson í stuttu spjalli við DV í gærkvöldi. Lár- us hefur nú unnið sér sæti í landsliðinu á nýjan leik og er það vel. Aðspurður um andann í landsliðinu sagði Lárus að „mórallinn" væri ein- stakur. „Maður er ekki vanur því að vera í hópi þar sem allir hafa unun af því að æfa og spila,“ sagði Lalli. „í landsliðinu ræður leikgleðin öllu, öfúgt við það sem oft gerist í atvinnu- mennskunni." - Nú eigið þið erfitt verkefni fyrir höndum, er aginn ekki mikill af þeim sökum? „Jú, vitanlega erum við undir ströngum aga. Það er ekki ætlast til þess að leikmenn geri annað en það sem af þeim er vænst. Við fylgjum prógrammi og höfum í raun ekki tíma aflögu til að sinna öðru en verkefhum hópsins." - Nú kemur landsliðið saman skömmu fyrir leik, með sama lagi og oft áður. Er ekki mögulegt að liðið komi oftar saman og æfi með líku sniði og lands- liðið í handknattleik? „Við erum flestir atvinnumenn og hver og einn verður því að dansa eftir vilja síns félags. Vitanlega viljum við leggja hart að okkur, hjartað slær fyr- ir ísland. Það þýðir samt ekki að segja neitt slíkt í atvinnumennskunni. Þar eru keppikeflin önnur og allt ræðst af hlutum sem koma íslenska landslið- inu hreint ekkert við.“ -JÖG # Lárus Guðmundsson hjá B. Uerdingen hefur nú endurheimt landsliðssæti sitt. Brá hann á leik af þvi tilefni í anddyri Hótel Sögu. DV-mynd G.S. Heimsmet í spjótkasti • Einar Einarsson, skólastjóri þeirra Vikinga. Skóli hjá Víkingum Knattspvmuskóli Víkings verð- ur starfræktur með sama sniði í ár og í fyrra. Alls verða haldin fimm námskeið og stendur hvert um sig í tvær vikur,- Stjórnandi skólans er Einar Einarsson íþróttakennari en með honum leið- beina þeir Jón Otti Jónsson og galdramaðurinn geðþekki, Youri Sedov. Hægt er að skrá sig til þátttöku í Víkingsheimilinu eða í síma 84219, sé slík ákvörðun tekin að kvöldlagi. Þess má geta að verð fýrir eitt námskeið er 1500 krónur. -JÖG Tvítugur, tékkneskur strákur, Jan Zelezny, setti heimsmet í spjótkasti á móti í Nitra í Tékkóslóvakíu á sunnu- dag. Hann kastaði spjótinu 87,66 metra en eldra heimsmetið átti Klaus Tafelmeier, Vestur-Þýskalandi. Það var 85,74 m, sett í Rómaborg í septemb- er í fyrra og var fyrsta metið með nýja spjótinu sem var staðfest sem heimsmet. Zelezny setti heimsmet sitt í þriðju tilraun á sunnudag. Eftir keppnina sagði hann að metið skipti ekki höfuð- máli - hann mundi nú setja stefnuna á góðan árangur á heimsmeistaramót- inu í Rómaborg og í Evrópubikar- keppninni í Prag síðar í sumar. -hsím Islenska landsliöiö æfingu á Laugardalsvellinum í gær. E: til leiks auk þeirra bestu sem spila hér heima. Eru möguleikarnir á sigri því umta' vegar tekið á með líkum hætti og árið 1975 en þá unnum við þá a-þýsku, 2-1. „Sigram á g - segir Ómar Torfason um le „Það er mikill hugur í mannskapnum stjómuðu æfingunni í gær og vom allir og á góðum degi eigum við að ná hagstæð- mættir til leiks nema Bjarni Sigurðsson um úrslitum - sigra A-Þjóðverjana,“ sagði sem lék með norsku liði sínu á sunnudag. Ómar Torfason í spjalli við DV eftir íétta Þegar æfingin stóð sem hæst var hann landsliðsæfingu í gær. væntanlegur en flugi seinkaði nokkuð frá „íslenska liðið er nú með sterkasta Noregi. móti og andinn í hópnum er hreint út Þótt alvarlegur leikur sé nú framundan sagt stórkostlegur. Úrslitin ráðast þó af hjá íslenska liðinu var galsi í mannskapn- því hvemig við náum saman þegar á um. Strákarnir tóku hlutunum létt og er hólminn er komið,“ sagði Ómar og var einingin bersýnilega mikil í hópnum. hinn bjartsýnasti. Andstæðingar íslendinga að þessu Sigfried Held og Guðni Kjartansson sinni, A-Þjóðveijar, koma í dag í leigu- iModrowski 1 * MM ■■■ raðmn til Valsmanna „Það er orðið ákveðið að Stanislav Modrowski frá Póllandi verður þjálfari meistaraflokks á komandi keppnistíma- bili. Hann hefur verið hér á landi undanfama 10 daga til skrafs og ráða- gerða og leist honum vel á allar aðstæð- ur. Okkur leist sömuleiðis mjög vel á Modrowski og erura mjög bjartsýnir vegna ráðningar hans og væntum mik- ils af starfi hans hér á landi og jafnframt fyrir handknattleikinn almennt," sagði Pétur Guðmundsson, talsmaður í hand- knattleiksdeild Vals, í samtali við DV í gær. Modrowski gerði þriggja ára ramma- samning við Val en samningurinn verður þó endurekoðaður á hveiju ári. Æfingar hefjast af fullum krafti þegar Pólverjinn kemur hingað alkominn í lok júlí raeð fjölskyldu sína. Samhliða þjálf- un meistaraflokks mun hann annast þjálfun á 2. og 3. flokki félagsins. Modrowski, sem er 37 ára að aldri, sat á sama skólabekk og Bogdan landsliðs- þjalfari þegar þeir vom við nám við handknattleiksskóla á sínum tíma í Póllandi og þekkjast þeir því vel. Modrowski þjálfaði kvennalandslið Bandaríkjanna með ágætisárangri 1978 en hin síðustu ár hefur hann annast þjálfún pólskra liða. Samhliða þeim störfum hefúr hann kennt við hand- knattleiksskóla svo að greinilegt er að hér er á ferðinni vel menntaður þjálf- ari. Verðui' því íróðlegt að fylgjst með störfúm hans. Ekki er annað vitað en að sömu leikmenn, sem léku með Val á síðasta keppnistímabili, verði áfram í herbúðum félagsins. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.