Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. 31 Sandkom Nýr ritstjóri Vestfirska fréttablaðið á ísafirði fær nýjan ritstjóra innan tíðar sem leysir af Árna Sigurðsson í eitt ár. Sá nýi er raunar gamall refur í blaða- mennsku og heitir Ólafur Geirsson. Ólafur er viðskipta- fræðingur og hefur sinnt ýmsum störfum á þeim vett- vangi en inn á milli og jafn- framt verið í blaðamennsku. Vestfirsk’a er ekki eina blað- ið á ísafirði. Þar kemur einnig út Bæjarins besta og eru bæði blöðin létt og hressileg. Þarna ríkir samkeppnin og Ólafur fær því í nógu að snúast fyrir vestan því varla er ætlunin að slakaáklónni. Ekki ég Sá ósiður er landlægur í Reykjavík og sjálfsagt víðar í þéttbýlinu að hljómsveitir lími auglýsingar um dansleiki sína á hvaða blett sem finnst og blasir við vegfarendum. Aug- lýsingarnar eru gjarnan límdar á veggi fólks sem á sér einskis ills von og allra síst að húsin þess séu út'oíuð með prentuðum miðum eða kroti. Núna gengur þetta svo langt að hljómsveitirnar klína aug- lýsingum sínum á styttur bæjarins, meira að segja næst- um því á sjálft borgarskáldið, Tómas Guðmundsson. Það merkilegasta við þetta er ef til vill að á það virðist alls ekki reyna að einn eða neinn beri ábyrgð á þessum ósóma og sóðaskap. Alla vega er ekkert lát á þessu og þó virðist sem ekki ætti að vera minnsti vandi að gera viðkom- andi hljómsveitir eða skemmtikrafta ábyrga fyrir sínum eigin auglýsingum. Eða eru ef til vill cinhverjir huldu- menn að auglýsa eitthvað sem ekkert er? • í erlcndum borgum eru víða settir upp auglýsingaturnar á almannafæri þar sem svona kynningarstarfsemi á sitt eig- ið griðland. Mætti ekki laga málin hér með viðlíka úrræði? Happaregn Húsvíkingar hafa verið svo heppnir í happdrættum upp á síðkastið að Vikurblaðinu þykir það efni í sérstaka frétt. Raunar var það Mývetningur sem byrjaði á því að næla sér í hálfa milljón í happaþrennu. Næst fékk einn Húsvíkingur- inn bíl og annar fékk milljón. Sá er sagður eini milljóna- mæringurinn í Mjólkurstöð- inni. Mæðgur fengu aðra milljón, enda áttu þær sama númer í Sama happdrætti og sá í stöðinni. Húsvíkingar urðu gapandi af undrun þegar stóri Lottó-vinningurinn kom ekki í bæinn og ekki einu sinni snifsi af honum. Þeir seigustu Hvaða hvalir geta verið lengst í kafi? Hvalur 6 og Hvalur 7. Ekki í leigu- akstri Bæjarfógetinn á Isafirði hef- ur auglýst það sérstaklcga að lögreglan í bænum muni ekki framvegis standa í útvegun leigubíla. Ástæðan mun vera sú að fólk var farið að nota lögreglustöðina eins og leigu- bílastöð þar sem Fólksbíla- stöðin á staðnum annaði ekki helgarakstrinum. Ijögreglan varð meira að segja að hafa mann í leiguakstrinum einum saman eina helgina. Lögregluna og leigubílstjór- ana á ísafirði greinir auðvitað á um ástæður fyrir þessu ástandi, annað hvort væri nú. Afgreiðslumaður Fólksbíla- stöðvarinnar segir einfaldlega að blásturinn í fógeta og yfir- lögregluþjóni sé „tóm tjara“. Það fer því væntanlega ein- hverjum að sortna fyrir augum hvað úr hverju. Pottþétt hand- taka Akraneslögreglan stóð í ströngu aðfaranótt næstsíð- asta þriðjudags þegar ungur maður ók öfuga leið á ein- stefnuakstursgötu. Þótti ökulagið ekki alveg á hreinu heldur og tók lögreglan til sinna ráða. Tókst henni að króa piltinn af við stúkuhúsið. Þegar nánar var að gáð féll grunur á dreng fyrir ölvun við akstur. Það fylgir ekki sög- unni hvort hann var á leiðinni í stúku staðarins. Annars var lögreglan nýbú- in að lenda sjálf í klandri skömmu áður en þetta gerðist. Nýrri lögreglubifreið var nefnilega ekið aftan á kyrr- stæðan bíl sem stóð þar við gangbraut á meðan gangandi vegfarandi tölti yfir. Þetta var auðvitað ekki nógu gott held- ur. Sauðaþjófar Þótt offramleiðsla sé á land- búnaðarafurðum og kjötfjöll eins og önnur fiöll standi upp undir loft í geymsluhúsum um land allt eru menn ennþá að stelasérkjöti. Nýjasta dæmið er þó varla um soltinn þjóf því hann rak feng sinn lifandi upp í gljásvartan Range Rover og þeysti á brott. Þetta gerðist á dögunum inn með Akrafialli. Þjófarnir tóku þar á með tveim nýfæddum lömbum traustataki og hefur síðan ekkert spursttil fiárins. Eig- andinn horfði meira að segja á þjófnaðinn en var grunlaus um ætlun þjófanna og varð því of seinn á vettvang þegar ánni með lömbunum var lyft upp i rennireiðina. Umsjón: Herbert Guómundsson. Kvikmyndir Laugarásbíó/Hrun ameríska heimsveldisins ★★★ Á é löfunarb raut n 6 me ð bros á ■ um vör Leikstjóri og handritshöfundur: Denys Arc- and. Kvikmyndataka: Guy Dufaux. Klipp- ing: Monique Fortier. Framleióendur: René Malo og Roger Frappier. Tónlist: Francois Dompierre meö aðstoó Handel. Aðalhlutverk: Dominique Michel, Dorothée Berryman, Louise Portal, Pierre Curzi, Remy Girard, Yves Jacques, Geneviéve Rioux, Daniel Briére, Gabriel Arcand. Frönsk/kanadísk, 1986. Hrun ameríska heimsveldisins stendur fyrir dymm og þá um leið allrar vestrænnar menningar eins og við þekkjum hana í dag. A þessum orðum hefst þessi mynd frá franska hluta Kanada og það sem meira er þetta eru einnig -að nokkru niður- lagsorð myndarinnar. Allt sem gerist á milli er til þess fallið að renna stoð- um undir þessa skoðun. Þrátt fyrir þennan ógnarspádóm segir myndin aðeins frá einni helgi í lífi átta einstaklinga sem koma saman til að éta og drekka og um- fram allt - til að spjalla. Hópurinn samanstendur af ijórum körlum og fjórum konum sem í upp- hafi dveljast í tveim aðskildum hópum til undirbúnings helginni. Karlamir dunda sér við matseld en konumar hamast á líkamsræktar- stöð. Hjá báðum hópum er síðan sama umræðuefnið - kynlíf og aftur kynlíf. Kynlífsumræðan er hreinskilin, opinská, vægðarlaus og allt að því gróf. Það væri þó skammarleg ein- földun að gefa henni lvkilsess í inntaki myndarinnar. Undir niðri býr boðskapur um tilgangslevsi lífs- ins hjá þessu fólki. Það hefur engu hlutverki að gegna í lífskeðjunni. Það trónir á toppi þjóðfélagsstigans er í vel launuðum störfrmi, há- menntað og gáfað. Dagurinn í dag og það sem hann hefur upp á að bjóða er það eina sem skiptir máli. Fómfýsi eldri kynslóðanna, sem byggðu upp þetta þjóðfélag, er horf- in. Skýrt dæmi um það er að enginn vill lengur eiga börn - þau taka jú tíma frá foreldrunum sem ella væri hægt að nota til annarrar lífsfrdl- nægingar eins og framhjáhalds og átveislna. Það frirðulegasta við þetta allt saman er að fólkið gerir sér ljósa grein fyrir á livaða leið það er og er að mestu leyti sama. Hópurinn er skemmtilegur, hæðinn og fullur af þeirri skynsemi sem ræður ríkjum í dag - glæsilegur fidltrúi þess þjóð- félagshóps sem mestu ræður í þjóð- félaginu í dag. Það er enginn dapurleiki yfir myndinni þó að vissulega sé engin ástæða til að gleðjast yfir þeim boð- skap sem kemur þama fram. Og ef einhver skyldi vera þannig stemmdur að hann vildi helst finna von í ölhmi mvndum með boðskap þá þaif hann að leita lengi í Hmni ameríska heimsveldisins. Dramatísk spenna finnst ekki - myndin eins og læðist áfram á hægrmi nótiun þó vissulega sé vai'pað fram öflugin sprengju í lokin. Sprengju sem skýr- ir vel þau tengsl sem ríkja á milli einstaklinga af gagnstæðu kvni. Taka kannski karlmenn ekki rnark á þeim konum sem þeir hafa sofið hjá? Þessari mynd hefru' verið líkt við rnvnd Lawrence Kasadan The Big Chill og er það að nokkru með réttu. Þó er það frekar umgerðinni en inni- haldinu sem svipar saman i þessimi tveim myndum. í Hrollinum mikla var imi uppgjör við ákveðið timabil og kvnslóð (’68) að ræða. Hér er höggvið dýpra og ráðist að þjóð- félagsgerðinni þó vissulega sé það þessi margfræga '68 kvnslóð sem er enn í aðalhlutverkinu. Myndataka og annað það er lýtur að vélræmmi þáttiun kvikmyndar- innar er í aukahlutverki í Hruninu. Rétt er þó að geta skemmtilegrar og markvissrar klippingar í upphafi myndarinnar þegar hlaupið er á milli hópanna tveggja og samtöl þeirra undirstrikuð með því að flétta þau hratt saman. -SMJ ★★★★ Frábær ★*★ Góð ★★ Miðlungs ★ Léleg 0 Afleit KERTAÞRÆÐIR í passandi settum. LeiAari úr stáibiöndu. Sterkur og þoUr að ieggjast i kröppum beygjum. Viö nám aöeins 1/10 at viónámi kolþráða. Margtöid neistagoöi. Kápa sem deyfir truflandi rafbylgjur. HÁBER G ” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91 -8 47 88 DV STOKKSEYRI Nýr umboðsmaður frá 1. júní, Sigurborg Ásgeirs- dóttir, Heiðarbrún 24, sími 99-3482. Aðalfundur SÁÁ veröur haldinn í Safnaðarheimili Langholtskirkju þriðjudaginn 9. júlí 1987 kl. 17.30. Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Ath. 9. júní kl. 17.30 í Safnaðar- heimili Langholtskirkju. Stjórnin. Menntaskólinn á Egilsstöðum Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Tveggja ára brautir: Heilsugæslubraut Uppeldisbraut Viðskiptabraut Þjálfunarbraut Fjögurra ára brautir: Eðlisfræóibraut Félagsfræðabraut Hagfræðabraut Náttúrufræðibraut Tæknibraut Fyrsta flokks aðbúnaður á heimavist. Mötuneyti fyrir alla sem þess óska. Umsóknarfrestur er til 5. júni. Skólameistari. BILASALAN HLÍÐ Borgartúni 25, sími 17770. M. Benz 813 árg. 1982, ath.skipti á Benz með kúlutopp. Mazda 626 2000 árg. 1983, ekinn 73.000 km, skipti á ódýrari. Range Rover árg. 1984, ekinn 46.000 km, ath. skipti á ódýrari. Toyota Corolla árg. 1982, ekinn aðeins 59.000 km, verð 250.000,- Suzuki Fox árg. 1984, ekinn 40.000 km, verð 350.000,- BMW 320 árg. 1982, ekinn 82.000 km, verð 420.000,- BMW 318i árg. 1982, ekinn 101.000 km.verð 380.000,- M. Benz 280 SE árg. 1978, toppbíll, ekinn 100.000 km, verð 590.000,- Nissan Cherry árg. 1984, ekinn 55.000 km, verð 300.000,- Volvo 244 GL árg. 1979, ek- inn 108.000 km, verð 270.000,- Toyota Cressida árg. 1978, ekinn 110.000 km, verð 150.000,- BMW 520 árg. 1981, ekinn 102.000 km, verð 380.000,- Ch. Monza árg. 1986, ekinn 16.000 km. Vantar nýlega bíla á skrá og á stað- inn. Vaktað svæði. Sölumaður Þorfinnur Finnlaugsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.