Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNl 1987. Dægradvöl Viöey - ævintýri út af fyrir sig Myndir: Sveinn Þormóðsson Texti: Dröfn Hreiðarsdóttir Hafsteinn Sveinsson getur verið stoltur af veitingaskálanum sínum sem hann nefnir Viðey- jarnaust. Hann er bjartur og skemmtilegur, með stórri verönd og útsýni út yfir sjóinn. Stytta af Gísla á Uppsölum prýðir skálann. H<afsteinn Sveinsson Viðeyjarfari er nú að hefja sitt sautjánda ár í skipulögðum ferðum á milli Viðeyjar og Reykjavík- ur. Hafsteinn kom í fyrsta sinn i Viðey árið 1962 og fór þá strax að velta því fyrir sér hvemig í ósköpunum það mætti vera að Reykvíkingar fengju ekki notið þessa unaðsreitar sem væri rétt við bæjardymar. Hafsteinn leggur frá Sundahöfn á bátnum Skúlaskeiði sem tekur góðan hóp manna í hverri ferð. Nafn bátsins er ekki úr lausu lofti gripið, því órðið skeið merkir skip í fom-íslensku og orðið Skúli er í höfuðið á Skúla fógeta sem byggði húsin í Viðey sem em nú um .250 ára gömul og þóttu algjört undur á sínum tíma meðan landsmenn bjuggu í torfbæjum. Sjóferðin tekur stuttan tíma en þegar komið er yfir blasir við manni frábær Gísli á Uppsölum tekur á móti gestum sposkur á svip Borgin er þó ekki ein um drífandi framkvæmdir á svæðinu því Hafsteinn lætur þar ekki sitt eftir liggja. Hann byggði síðastliðið vor bjartan og skemmtilegan skála sem heitir Viðey- og hafði Hafsteinn á orði að hann muni ekki eftir að hafa séð styttu sem væri jafn bráðlifandi að sjá og þessi. Og það vom orð að sönnu því það er engu líkara en Gísli heitinn sé að skrafa við Ómar Ragnarsson eins og forðum og taki glaður á móti gestum. Þaö kemur á óvart að sjá úti i Viðey styttu af Gisia á Uppsölum sem tekur kankvís á móti gestum í Viðeyjamausti. Það er Ríkey Ingimundardóttir sem á heiðurinn af þessari styttu sem ótrúlega mikið líf virðist vera í. Reykjavíkurborg stendur fyrir myndarlegri uppbyggingu Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem Skúli fógeti lét byggja fyrir um tvö hundruð og fimmtiu árum. sjón. Eyjan býr yfir mikilli náttúrufeg- urð, þar er enginn hávaði, engar vélar, umferð eða malbik. Það skilur maður allt eftir hinum megin, í Reykjaví- kinni. Þessir tveir hlutir mynda skemmtilega andstæðu sem sundið skilur á milli. Ríkið gaf sem kunnugt er Reykjavík- urborg á tvö hundruð ára afmælinu Viðey og hófst borgin þá strax handa við að gera Viðeyjarstofú og Viðeyjar- kirkju upp. Það er feikilegt átak sem enn er ekki lokið og sagði Hafsteinn það verk eiga eftir að verða borginni og landsmönnum öllum til mikils sóma. jamaust og er staðsettur á einum fallegasta stað eyjunnar með stórfeng- legu útsýni yfir sjóinn. Umhverfis skálann er stór verönd og áætlar Haf- steinn að byggja veröndina út yfir sjávarkambinn. Veitingar verða i skál- anum og fyrir stuttu var yfir tvö hundruð manna hópur saman kominn í Viðeyjamausti. Eitt er það sem vekur eftirtekt um leið og komið er inn í skálann og það er stytta af Gísla á Uppsölum. Verkið er unnið af Ríkeyju Ingimundardóttur Hafsteinn Sveinsson sagði að frá mörgu væri að segja í sambandi við Viðey sem getur státað af ýmsu. Þar var til dæmis klaustur, stórbýli og fyrsta stórbryggjan á Faxaflóasvæðinu og allt tengist það sögu landsins frá upphafi. Viðey er ævintýri út af fyrir sig og skipulagðar ferðir út í eyjuna hefyast um rniðjan mánuðinn méð föstum ferð- um alla daga frá klukkan tvö ásamt stöðugum ferðum frá klukkan eitt um helgar. -...... |í -SífirW' í 1 í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.