Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1987, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1987. Andlát Guðbjörg Eiríksdóttir frá Siglu- firði lést 22. maí sl. Hún fæddist á Hóli í Lýtingsstaðahreppi 30. ágúst 1899. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna ívarsdóttir og Eiríkur Ei- ríksson. Hún giftist ung að árum Páli S. Jónssyni en hann lést árið 1965. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Guðbjargar verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. Guðmundur Guðgeirsson hár- skerameistari lést 24. mai sl. Hann fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi 24. ágúst 1915. Foreldrar hans voru hjónin Guðgeir Ögmundsson og iSvava Einarsdóttir. í byrjun árs 1937 hóf Guðmundur nám á rakarastofu í Revkjavík. 1941 lauk hann verklega prófinu en iðnskólaprófi nokkru fyrr. Meistarabréf fékk hann svo að lokn- um tilskildum starfstíma. Hann starfaði síðan við þessa iðn alla tíð. Eftirlifandi eiginkona hans er Elín Einarsdóttir. Þeim hjónum varð fjög- urra dætra auðið. Útför Guðmundar verður gerð frá Hafnaríjarðarkirkju í dag kl. 13.30. Eyjólfur Helgi Þórarinsson raf- virkjameistari. Tjarnargötu 41. Keflavik, andaðist að kvöldi dags 30. maí á sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraðs. Jón B. Ólafsson, áður bóndi, Fífu- * 'stöðum, Arnarfirði, lést í sjúkrahúsi Isafjarðar 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardag- inn 6. júní kl. 14. Svava Sigurbjörnsdóttir, Laugar- ásvegi 39, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 30. maí. Sigurgeir Magnússon frá Hólavöll- um, Fljótum, fyrrv. verkstjóri við Skeiðsfossvirkjun, lést 30, maí í sjúkrahúsi Siglufjarðar. Jarðarförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju föstu- daginn 5. júní kl. 14. Óskar A. Sigurðsson, bakara- meistari, Fellsmúla 4, lést í Vífils- staðaspítala 31. maí. Baldvin Baldvinsson, Kleppsvegi 38, Reykjavík, lést í Borgarspítalan- um laugardaginn 30. maí. Guðmundur Finnbogason járn- smiður, Grettisgötu 20b, andaðist laugardaginn 30. maí. Óskar ísaksen bifreiðarstjóri, Ásvallagötu 55, lést í Borgarspítal- anum 31. maí. Þórey Pétursdóttir, Laugavegi 70b, Reykjavík, andaðist í Landspít- alanum 31. maí. Þórdís Einarsdóttir Strand, Stiga- hlíð 22, verður jarðsett frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Guðmundur Halldórsson frá Bol- ungarvík. Jaðarsbraut 41, Akranesi. verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 11.30. Elísabet Sigurðardóttir, Hrafn- istu, áður til heimilis á Rauðarárstíg 30, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 15. Hildigunnur Einarsdóttir, Bjark- arstíg 3, Akureyri. verður jarðsungin frá Akurevrarkirkju fimmtudaginn 4. júní kl. 13.30. Eggert Klemenzson, Skógtjörn, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 13.30. Tapað - Fundið Seðlaveski tapaðist Tapast hefur svart seðlaveski með pening- um og skilríkjum á leiðinni frá Hofsvalla- götu niður að Reynimel á föstudaginn sl. Finnandi vinsamlegast hringi . í síma 92-3091 eða 25536. Fundir Snarfari, félag sportbátaeigenda Vorfundur verður haklinn sunnudaginn 3. júní kl. 20.30 í félagsheimili Snarfara. Aríðandi að allir mæti. Skemmtanir Súld á Borginni Hljómsveitin Súld heldur tónleika á Hótel Borg miðvikudagskvöldið 3.júní kl. 21. Súldin var stofnuð sl. haust og eru meðlim- ir hennar: Szymon Kuran. fiðluleikari. Steingrímur Guðmundsson. trommu- og tablaspilari. Tryggvi Húbner gítarleikari og Stefán Ingólfsson bassaleikari. Tónlist- in sgm þeir flytja getur hugsanlega kallast jass sé það hugtak teygt og togað til hins ýtrasta og engan veginn víst að það dugi til enda eiga meðlimir sveitarinnar sér mjög ólíkar rætur í jassi, klassískri tón- list. rokki. indverskri tónlist o.s.frv. A Borginni munu þeir flytja í fyrsta sinn mikið verk eftir Szymon sem heitir á pólsku Konfrontacja (ísl. augliti til aug- lits). Þá munu þeir einnig leika tónsmíðar Paughkeepsie eftir Steingrím. Augnablik Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður fœrð á kortið. Nú er hœgt að hringja inn smáauglýsingar og ganga frá öllu i sama simtali. Hámark kortaúttektar i sima er kr. 4.000,- Hafið tilbúið: /Nafn - heimilisfang - sima - nafnnúmer -kortnúmer'' og gildistima og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar. eftir Stefán og 11.8 eftir Szymon. Sfðar í júní mun Súldin fara með þetta prógramm til Kanada auk þess sem plötugerð er fvrir- huguð. Tónleikar Súldarinnar á Borginni eru lokapunkturinn á Skerpluhátíð Musica Nova. Kóramót Samkór Breiðdælinga. Breiðdalsvík og Samkór Rangæingafélagsins í Reykjavík halda sameiginlega söngskemmtun fimmtudaginn 4. júní í Staðarborg. Breið- dal. kl. 21 og í Félagsheimilinu Skrúð. Fáskrúðsfirði. föstudaginn 5. júní kl. 21. Munu kórarnir syngja innlend og erlend kórlög hvor í sínu lagi og síðan sameigin- lega. Einnig verður á dagskránni einsöng- ur og tvísöngur þeirra Elínar Óskar Óskarsdóttur og Kjartans Ólafssonar en þau eru jafnframt stjórnendur kóranna. Píanóleikari verður Ólafur Vignir Al- bertsson. Ferðlög Árnesingafélagið í Reykjavík fer í hina árlegu gróðursetningarferð að Áshildarmýri fimmtudaginn 4. júní. Lagt verður af stað frá Búnaðarbankanum við Hlemm kl. 18. Útivistarferðir Miðvikudagur 3. júni kl. 20: Heiðmörk - Hólmsborg. Létt ganga. Skoðuð falleg hringhlaðin fjárborg. Verð 350 kr.. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ. bens- ínsölu. Sjáumst. Ýmislegt Markaðssetning og „Just-in - time“ á Akureyri Iöntæknistofnun íslands gengst fyrir nám- skeiöi í markaðssetningu á Hótel KEA dagana 10. og 11. júní nk. Námskeiðið höfðar einkum til þeirra sem hafa með sölumál og stjórnun innan fyrirtækja að gera sem og áhugamanna um markaðs- mák Námskeiðið bvggist upp á fyrirlestri. umræðum og gerð verkefna og verður flutt á ensku eða dönsku að ósk þátttakenda. Leiðbeinandinn. Christian Dam. erdansk- ur markaðsfræðingur búsettur hér á landi og framkvæmdast|óri Vikurvara hf. sem flytja út vikur. Á námskeiðinu verður einnig fluttur fyrirlestur um japönsk við- horf til framleiðslu. svokallað „Just in time“. sem nú ryður sér til rúms víða í Evrópu með ótrúlegum árangri. Fyrirlest- urinn flytur Jens Pétur Kristinsson. rekstrarráðgjafi hjá Iðntæknistofnun. Hægt er að sækja námskeiðið og fyrirlest- urinn hvorutveggja eða einungis annað hvort. Kjarvalsstofu í París úthlutað Stjórn Kjarvalsstofu í París hefur nýlega úthlutað 6 listamönnum dvöl í íbúð og vinnustofu þeirri í París sem nefnd hefur verið Kjarvalsstofa. Það voru Reykjavík- urborg. menntamálaráðuneytið og Seðla- banki íslands sem festu kaup á ráðstöfun- arrétti yfir þessari aðstöðu í þágu íslenskra listamanna en hún er í hjarta Parísarborgar. skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Að þessu sinni var úthlutað dvöl fvrir tímabilið 1. júlí 1987 til 31. júní 1988. Eftirtaldir listamenn fengu úthlutað tveggja mánaða dvöl í Kjarvalsstofu: Harpa Björnsdóttir. Ragnheiður Jóns- dóttir, Steinunn Marteinsdóttir. Margrét Jónsdóttir. Jón Axel Björnsson og Kjartan Guðjónsson. í stjórn Kjarvalsstofu sitja þau Elín Pálmadóttir blaðamaður. Sigurð- ur Pálsson rithöfundur og Herdís Þor- valdsdóttir leikari. Karatedeild Stjörnunnar Æfingar eru á þriðjudag og fimmtudag kl. 18.30 í íþróttahúsinu Ásgarði. Byrjað er á hlaupi. 2 3 km. úti til að hita upp. allir mæti með hlaupaskó og hlaupagalla. Svo verður farið inn. hitað upp. teknar þrekæf- ingar og svo endað með nokkrum léttum karateæfingum og teygjum. Þjálfarar verða Stefán Alfreðsson og Hannes Hilm- arsson. Æfingabúðir verða í sumar á Laugarvatni undir umsjón Ingo DeJong 5. dan. Stefnt verður að því að halda æf- ingamót fyrir gulbeltara og aðra garpa eins fljótt og unnt er. Verð er kr. 2.000. Nýir byrjendur eru velkomnir. Mígrensamtökin hafa opnað skrifstofu að Suðurgötu 14, efri hæð. Opið er á mánudögum frá kl. 17 19. Sími 623620. Afrnæli 65 ára afmæli á í dag, 2. júní, Krist- inn Magnússon, borgarstarfsmaður og fyrrv. prentari, Birkimel 10B. Hann er að heiman. 90 ára verður á morgun, 3. júní, Jón Jóhannes Jósefsson frá Sámsstöð- um í Laxárdal, Dalbraut 6, Búðardal. Hann ætlar að taka á móti gestum á afmælisdaginn í félagsheimilinu Dalabúð eftir kl. 17. Leiðrétting Þau mistök urðu í gær varðandi kjallaragrein eftir Gunnstein Gunn- arsson að eitt orð féll úr titli höfundar. Eins og fyrr segir er hann heilsugæslu- læknir í Kópavogi en á eftir þeim titli féll eitt orð úr, hann er með sænska sérfræðiviðurkenningu í barna- og unglingageðlækningum og geðlækn- ingum fullorðinna. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum Karlakórinn Jökull á leið til Egilsstaða. Eiginkonur söngfuglanna eru með i för. DV-mynd Ragnar Höfn, Hornafirði: Kariakórinn syngur með Sinfóníunni Júlía Imsland, DV, Höfru Karlakórinn Jökull hélt á föstudaginn til Egilsstaða til móts við Sinfóníu- hljómsveit Islands. Kórinn syngurmeð Sinfóníuhljómsveitinni á Egilsstöðum, Neskauþstað og Höfn. Að sjálfsögðu fóru eiginkonur kórfé- laga með í ferðalagið. Stjórnandi kórsins er Sigjón Bjama- son og undirleikari Guðlaug Hest- nes. Isnes í fyrsta sinn i heimahöfn á Hornafirði. DV-mynd Ragnar Nýttskip til Homa- fjarðar Júlia Imsland, DV, Homafiröú Nýtt skip frá Nesskip kom til Homa- fjarðar í síðustu viku. Skipið heitir Isnes og er 10 ára gamalt og 990 brúttó- lestir að stærð. Það er keypt frá Þýskalandi og hefur undanfarið verið í slipp þar sem gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á því. ísnes er sér- hæft fyrir saltfiskflutninga og hefúr 11 manna áhöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.