Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 3
ÞRIDJUDAGUR 9. JUNÍ 1987. 21 Iþróttir IBV réð ekki við fallbyssu Breiðhyttinga - Heimir skoraði þrjú í fýrsta sigri ÍR Heimir Karlsson, þjálfari og leikmaður ÍR, skoraði þrennu þegar ÍR sigraði Vestmannaey- inga, 3-0, í 2. deild á föstudagskvöld. Þetta er fyrsti sigur ÍR í 2. deild en liðið vann sér rétt til að leika í 2. deild sl. haust í fyrsta skipti í sögu félagsins. Leikurinn var á Valbjarnarvelli og var sigur ÍR-inga mjög öruggur. Heimir skoraði fyrsta markið á 25. mín., annað markið fjórum mín. síðar og fullkomnaði þrennuna um miðjan síðari hálfleikinn. Siglfirðingar urðu fýrstir til að sigra Víkmga í 2. deild á föstudagskvöld þegar þeir unnu, 3-1, á malarvellinum á Siglufirði. Hörður Theodórsson skoraði þó fyrsta mark leiksins fyrir Víkinga eftir aðeins fjór- ar mínútur. Jónas Björnsson jafhaði fyrir KS á 11. mínútu og á 19. mín. náðu Siglfirðingar forustu með marki Óla Agnarssonar. í síðari hálfleiknum skoraði Óli þriðja mark heimamanna. JÓn ÞÓrÍr Jónssonjafnaði fyrir Breiðablik, 1-1, gegn Selfossi á lokamínútunni í leik liðanna í 2. deild í Kópavogi á föstudagskvöld. Jón Gunnar Bergs hafði skorað fyrir Sel- foss á 76. mín. gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki. Eftir markið lögðust Selfyssingar í vörn til að reyna að halda fengnum hlut. Litlu munaði að það tækist en Jón Þórir sendi knöttinn í markið rétt í lokin eftir mikið fiör í vítateignum. Einherji vannÞrótt á Vopnafirði með tveimur mórkum gegn einu. Fyrstur skoraði Eiríkur Sverrisson fyrir heimamenn, með skalla. Þá jafn- aði Sigurður Hallvarðsson fyrir Þrótt með þrumuskoti utan úr teig. Mark hans var óvenju glæsilegt og óverjandi fyrir markvörð þeirra Vopnfirðinga. Staðan í leikhléi var jöfh, 1-1. Sigurmark Einherja gerði síðan Baldur Kjartansson um miðjan síðari hálfleik. Heimamenn sóttu meira í fyrri hálf- leik - voru grimmari í upphafi og náðu því forystunni. Þrótturum óx hins veg- ar sífellt ásmegin og undir lokin reyndu þeir allt hvað þeir gátu til að jafha. Erindi höfðu þeir hins vegar ekki sem erfiði í þetta sinnið. Leiftur lagðiíBi að velli á ísafirði með tveimur mörkum gegn einu. Leiftur var betri aðilinn í þessari viðureign, tók liðið enda forystuna með marki Óskars Ingimarssonar. Bættu þeir Ólafsfirðingar síðan öðru við áður en Oddur Jónsson rétti hlut heimamanna. Sigurmark Leifturs gerði Hafsteinn Jakobsson. -hsim/JÖG Nancy og Rennes féllu í 2. deild X lgana var ekki í sigurliði um helgina. Bordeaux lá fyrir Metz, 1-2. Liðið er orðið meistari og sömu- leiðis eru úrslit framundan í franska bikarnum og þar mun Bordeaux glíma við Marseille. Nancy og Rennes féllu niður í 2. deild í frönsku knattspyrnunni á föstudags- kvöld. Þau léku þá bæði á útivöllum og töpuðu. Auxerre vann Nancy, 4-2, og tryggði sér þar með rétt í UEFA keppni næsta leiktímabil og Racing Paris vann Rennes, 2-1. Efetu liðin töpuðu, Metz vann Bor- deaux, 2-1, og Monaco sigraði Marseille, 2-0. Greinilegt að leikmenn Bordeaux og Marseille lögðu sig ekki fram - úrslit bikarkeppninnar fram- undan. Af öðrum úrslitum á föstudag í lokaumferðinni má nefha að Laval vann Paris SG, 4-2, Toulon vann Nice, 2-0, Toulouse vann Lens, 1-0, en Lille tapaði á heimavelli, 0-1, fyrir Nantes. Lokastaðan í Frakklandi varð þann- ig: 1. Bordeaux 2. Marseille 3. Toulouse 4. Auxerre 5. Monaco 6.Metz 7.ParisSG 8.Brest 9.Laval 10. Lens 11. Nice 12. Nantes 13.RCParis 14. Lille 15. Toulon 16. St. Etienne 17,LeHavre 18. Sochaux 19. Nancy 20. Rennes 38 20 13 5 57 27 53 38 18 13 7 52 33 49 38 18 12 8 54 32 48 38 17 13 8 45 32 47 38 15 15 8 41 33 45 38 14 15 9 54 32 43 38 14 13 11 35 33 41 38 14 12 12 43 41 40 38 12 14 12 40 46 38 38 11 15 12 37 40 37 38 15 7 16 38 49 37 38 12 12 14 35 38 36 38 14 8 16 41 45 36 38 12 10 16 39 38 34 38 10 14 14 36 46 34 38 9 15 14 27 32 33 38 8 16 14 39 50 32 38 9 13 16 35 51 31 38 8 13 17 28 40 29 38 5 7 26 20 58 17 -hsím. • Heimir Karlsson gerði þrennu gegn Vestmannaeyingum. Staðan LVíkragur................4 3 0 16-59 2.Einherji..................4 2 2 0 6-48 3.KS...........................4 2 117-57 4.Leiftur....................4 2 0 2 5-46 ð.Þróttur...................4 2 0 2 6-66 6,Selfoss....................4 12 15-65 7.ÍR............................4 112 7-64 8.UBK.......................4 112 3-54 9.ÍBV.........................4 1125-6 4 10.ÍBÍ..........................4 10 36-7 3 Úrslit Heil uraferð fór fram í annarri deild um helgina, úrslit urðu sem hér segir: KS-Víkingur.................................3-1 ÍR-ÍBV...........................................3-0 UBK-Selfoss.................................1-1 Einherji-Þróttur..........................2-1 ÍBÍ-Leiftur.....................................1-2 Marka- Heimir Karlsson, ÍR........................5 Tómas Pálsson, ÍBV........................3 JónG.Bergs.SeE............................3 KristjánDavíðs, Einh.....................3 Daði Harðarson, Þrótti...................3 Hug og bfll í Amsterdam - og öll Evrópa er þér opin Þegar pú ert stiginn upp í bílaleigubíl í'Amsterdam átt pú greiða leið um alla Evrópu. Bílaleigubílar eru ódýrari í Amsterdam en í öðrum borgum og því er hentugt að fara þangað hvort sem um er að ræða stutta viðskiptaferð eða lengri sumarleyfisferð með alla fjölskylduna. Bílaleiga sú sem Amarflug skiptir við er Interrent, stórt og traust fyrirtæki með þjónustustöðvar um alla Evrópu. Verðfrákr. 12.810 miðað við hjón með 2 börn í viku. Bifreið: Ford Fiesta. _. ARNARFLUG JöAk Lágmúla 7, simi84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.