Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1987, Blaðsíða 4
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1987. *don cano Hvaða kostur er bestur? lengi og eitt rakvélarblað. T Iþróttir dv • Björn Rafnsson í þann veginn að skora jöfnunarmark KR-inga. Á innfelldu myndinni fagna KR-ingar ákaft unnu afreki. DV-myndir Brynjar Gauti Jafhtefli erkifénda í Laugardalnum - Fram og KR gerðu hvort sitt markið og þar við sat „Eftir að hafa verið sterkari fyrir leikhléið vorum við úti á þekju allan síðari hálfleikinn. í raun getum við því verið sáttir við jafnteflið," sagði Friðrik Friðriksson, markvörður Fram, eftir að iið hans hafði gert jafh- tefli við KR á Laugardalsvellinum, 1-1. Staðan í leikhléi var 1-0 Fram í vil. Leikurinn var í sjálfu sér ágætur á að horfa, baráttan mikil og kapp í mönnum á kostnað samleiksins. Sér- lega á þetta síðastnefhda við um upphafið en þá virtust kýlingar ríkja öðru ofar og rak þá hver slík aðra. Færin voru fá og rýr á þessum augnablikum en átti þó eftir að fjölga þótt ekki tækist mönnum að nýta þau sem skyldi. Pétur Ormslev skoraði þó rétt undir lok fyrri hálfleiks en þá höfðu liðin skipst á að sækja. Komst Pétur inn fyrir vöm KR-inga eftir að Amljótur Davíðsson hafði tvítekið hælspymu og komið þannig boltanum inn í víta- teiginn. Pétur var yfirvegaður með markvörð KR-inga frammi fyrir sér, lét markmanninn eiga fyrstu hreyfing- una og skaut síðan í gegnum klof hans. I síðari hálfleik sóttu KR-ingar án afláts og áttu mýmörg færi til að jafha. Pétur Pétursson var þá mjög skæður í liði þeirra, skóp margsinnis hættu og tækifæri fyrir meðherja sína. Sér- lega átti hann þátt í mörgum færum Bjöms Rafnssonar sem virtist óvenju óstyrkur í leiknum. Úr ágætum færum skaut hann yfir eða framhjá og ein- blíndi á markið þegar menn biðu knattarins í miklu betri aðstöðu til að skora. Það verður þó ekki frá Bimi tekið stórkostlegt jöfhunarmark hans og þeirra KR-inga. Fékk Bjöm boltann nærri vítateigslínu og þrumaði honum nánast án viðstöðu í netið uppi við vinkilinn. KR-ingar fögnuðu mjög enda höfðu þeir lengi stefnt að þessu marki og margsinnis verið nærri því að gera það. í sjálfu sér má segja að úrslitin hafi verið sanngjöm þótt KR-ingar hafi ákaft sótt eftir leikhléið. Framarar vom nefnilega ívið sterkari fyrir leik- hlé og áttu sfðan hættulegar skyndi- sóknir annað slagið sem gátu hæglega gefið ágæta uppskem. Ormar Örlygs- son skaut til að mynda framhjá úr ágætu færi á 10. minútu síðari hálf- leiks. Pétur Pétursson var langbestur í liði KR-inga. Virtist hann hæglega getað skorað þegar hann sendi boltann hvað ofan í annað á meðherja sína uppi við mark Framara. Þá var Andri Marteinsson ákaflega góður og vakti hún furðu, skiptingin, er hann fór af leikvelli. Pétur Ormslev var langbestur i liði Framara og lengi sá skæðasti á vellin- um. Friðrik Friðriksson var einnig góður, varði eins og hans er vísa og hélt marki sínu hreinu allt fram á lokamínútur. Þorsteinn Halldórsson leit gult spjald dómarans, Þórodds Hjaltalín. Sá átti hins vegar ekki sinn besta dag, hafði um of áhrif á gang leiksins. Flautaði seint eða ekki og högnuðust því leikmenn sífellt á brotum sem þeir frömdu. JÖG Bæjarar urðu meistarar Bayem Munchen, undir stjóm Udo Lattek, tryggði sér vestur-þýska meist- aratitilinn í knattspymu í níunda skiptið á nítján árum sl. laugardag, þótt tveimur umferðum sé ólokið, er liðið gerði jafhtefli, 2-2, gegn Bayer Uerdingen á ólympíuleikvanginum í Munchen að viðstöddum 22 þúsund áhorfendum. Þykir slíkt ekki mikið á þeim bæ á stundu sem þessari. Það vom þeir Lothar Mattháus, víti, og Dieter Höness sem skomðu fyrir Bayem en fyrir Uerdingen skomðu Dietmar Klinger og Atli Eðvaldsson og var mark Atla sérlega gott skalla- mark. • Úrslit í öðrum leikjum urðu sem hér segir: Kaiserslautem-Köln..........5-1 Mönchengladbach-Dússeldorf..:.4-1 Werder Bremen-Dortmund........5-0 Númberg-Hamburg...............3-3 Frankfurt-Stuttgart...........3-1 Bochum-Schalke................1-1 • Að loknum 42 umferðum hefur Bayem hlotið 49 stig, Hamburg 43 stig og Mönchengladbach er í þriðja sæti með 39 stig. Stuttgart er í tíunda sæt- inu með 32 stig og Uerdingen hefur sama stigaljölda í ellefta sætinu. -JKS Lothar Mattháus skoraði fyrra mark Bayem Múnchen úr vítaspymu í 2-2 jafnteflinu við Uerdingen. Bæjurum dugði jafntefli til að hreppa landsmeistaratitilinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.