Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1987, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1987. Útlönd Forsetavín fer á rúma milljón Hálfilaska af frönsku rauðvíni, sem þriðji forseti Bandaríkjanna, Thomas Jefferson, átti, fór á tæplega 1,2 milljónir ísl. kr. á vínuppboði í Bordeaux i Frakklandi. Vínið er af tegundinni Chateau Margaux og árgangurinn er 1784. Ónefhdur Bandaríkjamaður keypti flöskuna. Flaskan er ómerkt að öðru leyti en því að á henni er fangamark Thomasar Jefferson og misritunin „Mar- gau“ Jefferson var reglulegur kaupandi á Chateau Margaux-vínum og enn eru til nokkrar flöskur af þessu eðalvíni. f desember síðastliðnum keypti Jórdani, sem er bindindismaður, heilflösku úr safhi Jeffersons og pungaði fyrir hana út nærri 2,5 milljónum íslenskra króna. Vínsérfræðingur segir þetta 200 ára rauðvín „fullkomið". Lánið ekki pókerspilara Maður nokkur í Vestur-Þýskalandi lánaði félaga sínum rúmlega 160 þús- und íslenskar krónur þar sera félaginn sat við pókerspil. Fjárhættuspilarinn tapaði peningunum og hvorki vildi né gat borgað lánið til baka. Sá sem lánaði fór í mál fyrir héraðsdómstólum í Celle og krafðist þess að fá sitt aftur. Dómstóllinn var á annarri skoðun og sagði að fjárhættuspilarinn þyrfti ekki að greiða skuldina. Rökin eru þau að í Vestur-Þýskalandi er íjár- hættuspil bannað og sá sem lánar tii slíkrar spilamennsku á engan rétt á að fá féð til baka. Á fslandi er fiárhættuspil einnig bannað svo menn skyldu fara varlega í það að lána spilasjúkum peninga. Hanagalið varð eigandanum dýrk Það getur verið dýrt að trufla svefnfrið nágrannanna, sérstaklega ef mað- ur á heima í Þýskalandi. DómstóU í Frankfurt dæmdi mann nýverið í þunga sekt fyrir að halda skrauthana og leyfa hananum að valsa að vild sinni utandyra að nóttu. Dómurinn hnekkti þar með niðurstöðu héraðsdómstóls sem kveðið hafði upp úr um að hanagal væri nokkuð sem fóik í sveitabyggðum yrði að lifa með. Frjálslyndur dómari hættir í hæstarétti Einn virtasti hæstaréttardómari Bandaríkjanna, Lewis Powoll, tilkynnti í gær að hann myndi hætta störfum. Powell hefur setið í hæstarétti í 15 ár og verið talinn frjálslvndur og kreddulaus dómari. Hann er 79 ára og bar fyrir sig aldri og veikindum þegar hann tilkynnti afsögn sína. Afsögn Powells gerir Reagan, forseta Bandaríkjanna, mögulegt að setja enn einn skoðanabróður í hæstaréttinn sem hefur mikið gildi í bandarísku réttarfari og lagasetningum. Hingað til hefur Reagan sett þrjá dómara í hæstarétt og allir aðhyllast þeir svipuð viðhorf og hugmyndafræði og forset- inn. Bandaríkjaforseti skipar hæstaréttardómara og dómarastaðan er lífstíðar- embætti. Frakkar afhenda Spánverjum Baska Franska lögreglan afhenti í gær spænskum yfirvöldum Baska sem grunað- ur er um að hafa starfað í hryðjuverkasamtökunum ETA. ETA er aðskilnað- arhreyfing Baska sem berst fyrir sjálfctæði Baskahéraðs á landamærum Frakklands og Spánar. Til akamms tíma áttu Baskar víst hæli í Frakklandi þegar þeir voru á flótta undan spænskum yfirvöldum. Samkomulag sósíalistanna Mitterrands, forseta Frakklands, og Gonsalez, fbrsætisráðherra Spánar, batt enda á flótta- leiðina yfir Frakkland. Á síðasta ári aihentu Frakkar 67 Baska yfir landa- mærin til Spánar. Eftir mannskætt sprengjutilræði fyrir tveim vikum í Barcelona á málstað- ur Baska erfitt uppdráttar á Spáni og Gonsalez forsætisráðherra sór þess dýran eið að gengið yrði milli bols og höfuðs á ETA. Samþykkt gegn pyntingum tekur gildi í gær tók gildi alþjóðleg samþykkt sem hefur það að markmiði að draga þá sem stunda pyntingar fyrir dóm og veita fómaflömbum þeirra skaðabæt- ur. Sameinuðu þjóðimar standa fyrir þessari samþykkt og hafa 20 ríki staðfest samþykktina. Samþykktin kveður upp úr um að einstaklingar geti ekki firrt sig ábyrgð á pyntingum með þvi að segjast hafa hlýtt skipunum. Bakkerhjónin sjálfumglaðir krakkar Einn af aðalpostulum sjónvarpstrúboðsins í Bandaríkjunum, Pat Roberta- son, sagði að fyrrum kollegar sínir, hjónin Jim og Tammy Bakker, væru sjálfiunglaðir krakkar. Hjónin lentu í hneykslisraáli út af framhjáhaldi og sóun á fé. DV Leiðtogi stjómar- andstöðu handtekinn Kim Young-Sam, einn helsti leið- togi stjórnarandstöðunnar í Kóreu, var handtekinn í Seoul, höfuðborg landsins, í gær þegar hann og stuðn- ingsmenn hans voru á leið til mikils mótmælafundar sem haldinn var í miðborginni. Kim átti að ávarpa mannfjöldann Eftir ósigurinn í þingkosningunum fyrir tveim vikum er mikil óeining í ítalska kommúnistflokknum. Flokkn- um var spáð miklu fylgi í kosningum og jafnvel talað um að flokkurinn kæmist í ríkisstjóm í fyrsta sinn í 40 ár. Þess í stað tapaði flokkurinn þrem prósentum af fylgi sínum. Ágreiningurinn í kommúnista- flokknum kom upp á yfirborðið þegar Allessandro Netta, formaður flokks- ins, skipaði Occhetto í ritaraembætti i flokknum. Með þessu er Netta talinn Fjörutíu og níu manns fórust í gær þegar farþegaflugvél fórst á afekekktu svæði í fjalllendi á norðurhluta Filippseyja. Talsmaður filippseyska hersins sagði að vélin væri af gerðinni Hawker Siddeley 748, sem er skrúfuvél. Um borð í vélinni voru fjörutíu og fimm farþegar og fjögurra manna áhöfn. Flugvélarinnar var saknað þegar talstöðvarsamband við hana rofnaði, skömmu áður en hún átti að lenda á sem saman var kominn við ráðhús borgarinnar en lögregla handtók hann fyrir utan skrifstofu hans. Tugþúsundir stjórnarandstæðinga söfnuðust saman á mikilvægum stöð- um í höfuðborg S-Kóreu í gær. Mikill fjöldi lögreglumanna hafði uppi við- búnað til þess að koma í veg fyrir undirbúa að Occetto taki við for- mennskunni af sér. Tíu af 28 í forystusveit flokksins greiddu atkvæði gegn skipun Occetta. Það er sjaldgæft að slíkur ágreiningur komi upp í ítalska kommúnistaflokkn- um sem lengi hefur verið sá stærsti í Vestur-Evrópu og næststærsti stjóm- málaflokkur Ítalíu. Occetto er aðaltalsmaður þeirra sem vilja gera Kommúnistaflokkinn að skýrum vinstri kosti við Sósíalista- flokkinn sem vann á í þingkosningum. flugvelli við ferðamannastað í bænum Baguio. Talsmenn flugfélags Filipps- eyja sögðu að meðal farþega í vélinni væru margir japanskir ferðamenn og að þyrlur frá flugherjum Filippseyja og Bandaríkjanna leituðu nú ákaft að flaki hennar. Baguio er í um 2.200 metra hæð yfir sjávarmáli, í fjallahéruðum þar sem hæstu tindar em um 3.000 metra háir. Lítið er af vegum í héraði þessu og því erfitt um vik að leita vélarinnar. það sem stjórnvöld sögðu að væru mótmæli er græfu undan öryggi landsins. Umferð um borgina truflaðist veru- lega og lögreglan skaut hverri hrinunni af annarri af táragas- sprengjum á manníjöldann til þess að reyna að dreifa honum. I borginni Kwangju, í suðvestur- hluta landsins, kom til átaka milli stúdenta og lögreglu. Lögreglan beitti táragasi á stúdentana sem svömðu fyrir sig með grjótkasti og bensínsprengjum. Vitni sögðu í gær að hundruð öku- manna hefðu stöðvað bifreiðir sínar á umferðaræð fyrir austan Seoul til þess að lýsa samstöðu sinni með mótmælendum. Kim Young Sam, sem látinn var laus að nýju síðar í gær, sagði við fréttamenn að margir hefðu meiðst, mikið vegna harkalegra og ofbeldis- kenndra viðbragða lögreglu við friðsamlegum kröfufundum þeirra sem vilja efla lýðræði í landinu. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 10-13 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 12-15 Sb.Úb 6 mán. uppsögn 13-20 lb 12 mán. uppsögn 15-25,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 22-24,5 Bb Ávísanareikningar 4-10 Ab Hlaupareikningar 4-6 Ib.Lb, Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Ab.Bb, 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 2,5-4 Lb.Sb, Úb.Vb Ab.Úb 10-23,9 Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,75-6,5 Úb.Vb Sterlingspund 7,5-9 Ab.Vb Vestur-pýsk mörk 2,5-3,5 Sb.Úb Danskarkrónur 8,5-10 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv.) 23-24,5 Bb Viðskiptavixlar(forv.)(1) 25-26 eða kge Almennskuldabréf 24-25.5 Bb.Sp. Viðskiptaskuldabréf(1) kge Úb Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 24-26 Bb Utlan verðtryggð Skuldabréf Að2.5árum 6,75-8 Úb Til lenqri tíma 6,75-8 Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 18,5-24 Ab SDR 7,75-8.25 Bb.Lb, Bandarikjadalir 8,75-9,25 Úb.Vb Bb.Lb. Sterlingspund 10-11,5 Sp.Vb Bb.Lb. Vestur-þýsk mörk 5.25-5,5 Vb Bb.Lb. Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb Lífeyrissjóðslán 5-6,75 Dráttarvextir 33.6 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala júni 1687 stig Byggingavisitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. aprll VERÐBRÉFASJÖÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestim arfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,1334 Einingabréf 1 2,123 Einingabréf 2 1,260 Einingabréf 3 1,320 Fjölþjóðabréf 1,030 Kjarabréf 2,128 Lífeyrisbréf ' 1,067 Markbréf 1,063 Sjóðsbréf 1 1,044 Sjóðsbréf 2 1,044 Tekjubréf 1,197 HLUTABRÉF Söluverö að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 112 kr Eimskip 252 kr. Flugleiðir 173kr. ’ Hampiðjan 114 kr. Hlutabr.sjóðurinn 113 kr. Iðnaöarbankinn 134 kr. Skagstrendingur hf. 350 kr. Verslunarbankinn 116 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 150 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, Búnaðarbanki kaupir viðskiptavíxla gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum. Kim Young-Sam, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, tekinn höndum í Seo- ul í gær. Simamynd Reuter Arabí skotinn í Róm Arabi með alsfrskt vegabréf var skotinn á götum Rómar í gær. Yfir- völd á Ítalíu telja að tilræðið hafi verið unnið af tveim Líbýumönnum sem handteknir voru nærri morð- stað. Þótt fómarlambið hafi verið með alsírskt vegabréf er ekki loku fyrir það skotið að maðurinn sé frá Líbýu og vegabréfið falskt. Undanfarin misseri hefur komið til átaka og tilræða á milli and- stæðra fylkinga Líbýumanna í Róm. Lögreglan telur að morðið í gær hafi verið dæmi um það. Annars vegar em það andstæðingar Gaddaf- is, leiðtoga Líbýu, og hins vegar málsvarar hans sem elda grátt silfur í Róm. Arabinn var skotinn mörgum skot- um í bakið og höfuðið. Óeining ítalskra kommúnista Fjörutíu og níu fórust í flugslysi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.