Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 1. JULI 1987.
Stjómmál_____________________________________________________________dv
Hvaða flokkar viltu að myndi næstu rikisstjórn?
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur: 216 eða 36,0 %
Framsóknarflokkur, Sjálfstæöisflokkur, Borgaraflokkur: 63 eða 10,5%
Framsóknarfiokkur, Sjálfstæðisflokkur: 34 eða 5,7 %
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag. Kvennalisti: 24 eða 4,0%
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti: 15 eða 2,5 %
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Borgaraflokkur, Kvennalisti: 11 eða 1,8%
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Borgaraflokkur: 7 eða 1.2%
Alþýðuflokkur, Sjálfstæöisflokkur, Kvennalisti: 6 eða 1,0%
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Kvennalisti: 6 eða 1,0%
Annað stjórnarmynstur: 38 eða 6,3 %
Úákveðnir, neita að svara 180 eða 30,0 %
600 eða 100,0%
Skoðanakönnun DV sýnir að langmest fylgi er við það stjórnarmynstur sem þeir Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson hafa verið að ræða um síðustu vikurnar.
Niðurstöður skoðanakönnunar DV um seskilegasta stjómarsamstaifið:
Vilja krata, Sjálfstæðis-
ftoWc og Framsókn í stjóm
Meirihluti þeirra sem taka afstöðu
til spurningarinnar um æskilegasta
stjórnarsamstarfið vill að Alþýðu-
flokkur, Framsóknarflokkur og
Sjálfstæðisflokkur myndi næstu rík-
isstjóm. Þetta kemur fram í niður-
stöðum skoðanakönnunar sem DV
gerði í gærkvöldi.
ríkisstjórn. Ef einungis eru teknir
þeir sem afstöðu tóku lýstu 51,4%
svarenda yfir fylgi sínu við slíkt
stjórnarsamstarf.
Næstvinsælasta stjórnarmynstrið
var samstarf Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks.
10,5 % þeirra sem í úrtakinu lentu
óskuðu eftir samstarfi þeirra flokka,
eða 15% þeirra sem afstöðu tóku.
Þá vildu 5,7 % svarenda, eða 8,1 %
þeirra sem afstöðu tóku, framhald
núverandi stjómarsamstarfs þótt
það hafi ekki lengur meirihluta á
þingi.
Af fjögurra flokka stjórnum var
mest fylgi við samstarf Alþýðuflokks,
Framsóknarflokks, Alþýðubanda-
lags og Samtaka um kvennalista.
4 % þeirra sem í úrtakinu lentu, eða
5,7 % þeirra sem afstöðu tóku, ósk-
uðu eftir þannig ríkisstjórn.
Aðrir samstarfsmöguleikar fengu
hverfandi lítið fylgi í skoðanakönn-
un DV þótt alls kæmust þar á blað
hátt í þrjátíu samstarfsmynstur, þar
á meðal utanþingsstjórn sem fjórir
svarenda nefndu.
Um 30 % þeirra, sem spurðir voru,
höfðu ekki ákveðna skoðun á málinu
eða vildu ekki svara spurningunni.
-ESJ
I skoðanakönnuninni var úrtakið
600 manns. Helmingur úrtaksins var
á höfuðborgarsvæðinu en helming-
urinn úti á landi. Gætt var jafnvægis
milli karla og kvenna.
Spurt var: Hvaða flokkar vilt þú
að myndi næstu ríkisstjórn?
Um 36% þeirra sem í úrtakinu
lentu lýstu yfir ósk um samstjórn
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks, en reynt hefur ver-
ið undanfarnar vikur að mynda slíka
Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu tóku
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur: 51,4 %
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Borgaraflokkur: 15,0 %
Framsóknarflokkur, Sjáifstæðisflokkur: 8,1 %
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti: 5,7 %
Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti: 3,6 %
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Borgaraflokkur, Kvennalisti: 2,6 %
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Borgaraflokkur: 1,7 %
Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Kvennalisti: 1,4%
Alþýðuflokkur. Framsóknarflokkur, Kvennalisti: 1,4%
Annað stjónarmynstur: 9,1 %
Ct <f> a > > > (O > >
+ + + + + + + + +
CQ a cq o c ifi ffl Ck ffl
+ + + + + + + +
< m m + < cq ffl + < < < <
Ummæli fólks
í könnuninni
Þeir sem spurðir voru í skoðana-
könnun DV í gærkvöldi létu
margvisleg ummæli falla um
sljómarmyndunarviðræðurnar
undanfarið og stjómmálaforingj-
ana. Hér á eftir fara nokkur
sýnishom:
Mér er alveg sama hver verður
forsætisráðherra, sagði kona í
Reykjavík. Alveg skilyrðislaust
Steingrím í forystuna, sagði önnur
reykvísk kona. Og karl í Reykjavík
kom með þessa tillögu: þeir ættu
bara að kasta upp teningi um það,
foringjamir þrír, hver þeirra eigi
að verða forsætisráðherra. Alls
ekki Steingrím því hann lét loka
Kanasjónvarpinu sagði annar karl
í Reykjavík. Kona á höfúðborgar-
svæðinu sagði: það vantar virki-
lega almennilega menn sem viha
landi og þjóð vel. Og önnur: Eg
er svo skotin í Steingrími að ég
vil ekki missa hann úr sjónvarp-
inu. En karl á sama svæði sagði:
Það er alveg sama hvetjir af þess-
um 63 hálfvitum á þingi mynda
stjóm, það verður allt í kalda koli.
Kona í Reykjavík sagði: Foræti
á að taka ráðin í sínar hendur og
skipa utanþing8Stjóm. Og karl á
sama svæði sagðist vera orðinn
snarruglaður af þessu öllu og gæti
því engu svarað.
Margir gáfú stjómmálaforingj-
unum slæmar einkunnir. Karl á
höfúðborgarsvæðinu sagði að Jón
Baldvin væri leikari og Steingrím-
ur kjáni, því væri best að Þorsteinn
yrði forsætisráðhera. Annar sagð-
ist hins vegar ekki vilja Þorsteinn
því hann væri ekki nógu greindur.
Enn annar sagðist vilja Steingrím
ef hann hætti að vera í fýlu. Full-
orðinn maður i Reykjavík sagði:
Ég treysti engum þessara flokka
til eins né neins og ég held þeir séu
búnir að glata því litla trausti sem
fólk bar til þeirra. Karl úti á landi
var á sömu skoðun: Ef ég mætti
ráða myndi ég senda þá alla heim.
Það á ekki að líðast að menn í
svona háum stöðum séu í sand-
kassaleik. Það ætti frekar að
mynda utanþingsstjóm, til dæmis
undir forystu bankastjóra eins og
Jóhannesar Nordal.
Karl úti á landi sagði hins vegar
að Steingrímur hefði vaxið í áliti.
Annar taldi nauðsynlegt að fá
sterkan mann og það ætti þá að
vera Albert Sá þriðji vildi hins
vegar að Kvennalistinn fengi fjár-
málaráðuneytið. En kona fynr
norðan taldi að Jón Baldvin ætti
tvímælalaust skilið að fá að
spreyta sig á forsætisráðherraemb-
ættinu.
Karl úti á landi á svo síðasta
orðið: Ég vil helst enga stjóm,
þetta em allt jólasveinar en Stein-
grímur er þó skástur.
-ESJ
Steingrímur Hermannsson: 69,6 %
þeirra sem afstöðu tóku vildu að
hann fengi forsætisráðuneytið.
Þorsteinn Pálsson: fékk fylgi 15,4 %
þeirra sem afstöðu tóku.
tóku í skoðanakönnun DV vildu hann
sem forsætisráðherra.
Meirihlutinn vill Stein-
grím sem forsætisráðherra
Meirihluti þeirra, sem spurðir vom
í skoðanakönnun DV í gærkvöldi,
sögðust vilja Steingrím Hermannsson
sem forsætisráðherra í næstu ríkis-
stjóm.
í skoðanakönnuninni vom 600
manns af öllu landinu spurðir: Hvert
á að verða forsætisráðherra næstu rík-
isstjómar?
Hver á að verða forsætisráðherra næstu ríkisstjórnar?
Steingrimur Hermannsson 349 eða 58,2 %
Þorsteinn Pálsson 77 eða 12,8%
Jón Baldvin Hannibalsson 45 eða 7,5%
Guðrún Agnarsdóttir 7 eða 1.2%
Albert Guðmundsson 7 eða 1.2%
Aðrir 14 eða 2.3 %
Óákveönir, neita að svara 101 eða 16,8%
600 eða 100%
Um 58,2% þeirra sem í úrtakini
lentu svörðu því til að Steingrímu
Hermannsson, formaður Framsóknar
flokksins, ætti að vera í forsætinu
Næstir honum komu Þorsteinn Páls
son með 12,8 % og Jón Baldvir
Hannibalsson með 7,5 %■ Guðrúr
Agnarsdóttir og Albert Guðmundssor
fengu 1,2% fylgi hvort, en aðrir enr
minna. 16,8% tóku ekki afstöðu ti
spumingarinnar eða neituðu að svarr
henni.
Ef aðeins em teknir þeir sem afstöði
tóku til spumingarinnar eru hlutfól
fylgis við formennina þrjá þessi: Stein-
grímur 69,9%, Þorsteinn 15,4% o{
Jón Baldvin 9 %.
Úrtakið skiptist til helminga mill
höfuðborgarsvæðisins og annarr;
hluta landsins og gætt var jaínvægií
milli karla og kvenna.