Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987. 7 dv __________________Fréttir Fyrsta Sólarvatn- ið til Hollands í nýju vélunum byrjar strax í dag - átöppun „Við eru að byija að keyra nýju vél- amar og byrjum á vatninu. Fyrst töppum við á plastglösin miskolsýrðu vatni, þetta verða tilraunasendingar og sú fýi'sta fer til Hollands. Kaupand- inn er kominn hingað eftir sínum skammti," sagði Davíð Scheving Thor- steinsson, forstjóri í Sól hf., í morgun. Aðrar tilraunasendingar fara til Bandaríkjanna og Bretlands. Gríðar- legur áhugi er á þessari vatnsátöppun Sólar um leið og fyrirtækið hefur kom- ið sér upp fullkomnustu vélasamstæðu í veröldinni sem í senn framleiðir áður óþekktar plastumbúðir og tappar á þær næstum hverju sem vera vill. Umbúðavélin er japönsk og verður sýningargripur fyrir heimsmarkaðinn. Á næstu dögum byrjar síðan átöpp- un nýrra gosdrykkja á innanlands- markað í sams konar plastdósir og vatnið fer í. Dósimar eru af sömu stærð og áldósirnar sem nú em á markaðnum og raunar með sams kon- ar álloki og opnun. -HERB Skreið til Ítalíu „Það er meiri verðmæti á einingu fyrir skreið heldur en með nokkurri annarri verkun því það er hvergi jafn lítil rýrnun á orku í einingu eins og úr skreið. Roðið bindur kolefnin og náttúran sér um vinnsluna" sagði Magnús Kr. Guðmundsson á Tálkna- firði en undanfarin ár hefur þriðjung- ur farið í skreið hjá fyrirtæki hans Þórsbergi h/f. I ár sagðist Magnús þó búast við að allt um 60% færi í skreið. Það er lítið um að verkað sé í skreið nú til dags og enda sagði Magnús að vinnubrögðin þyrftu að vera rétt, það væri ekki sama hvenær hengt væri upp, hvemig hengt væri upp og einnig þyrti að hreyfa skreiðina með ákveðnu millibili. Skreiðin hangir út við sjó enda segir Magnús það hinar ákjósanlegustu aðstæður, betra loft og minna um flugu. „ítalir vilja bara gæðavöm enda borga þeir vel fyrir“ sagði Magnús en hann selur skreiðina til Italíu og segir markað þar nægan, það sé víðar hægt að selja skreið en til Nígeríu. -JFJ Magnús Kr. Guðmundsson segir frá galdrinum við að verka skreið en frá Tálknafirði fer skreiðin alla leið til Ítalíu. DV-mynd KAE „Aqua-vatnið á mikla möguleika“ segir Júlíus Kristjánsson hjá Mjólkursamlagi KEA „Markaðsfærslan hefúr tekið lengri tíma en við gerðum ráð fyrir en Aqua- vatnið á greinilega mikla möguleika og það er ástæða til þess að ætla að útflutningur á hreinu, íslensku vatni hefjist í verulegum mæli í haust,“ seg- ir Júlíus Kristjánsson, mjólkurfræð- ingur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Mjólkursamlagið stendur að þessum útflutningi með fleiri aðilum og hafa þegar farið tilraunasendingar á mark- að í Bandaríkjunum og Evrópu. Aqua-vatnið er ekki kolsýrt og er selt sem hreint lindarvatn. Því hefur verið tappað á fernur í tveim stærðum. 0.5 lítra og 20 sentilítra. Minni umbúðun- um fylgir sogrör. Aqua-vatnið er nú notað i flugvéhmi Flugleiða hf. og nokkuð hefur selst af því á Hótel Esju. Annars hefur það eingöngu farið á erlendan markað og er búið að selja 180 tonn. ..Þetta er aðeins tilraun ennþá og við stefnum að stórfelldimi útflutningi." segir Júl- íus. -HERB PRENTARAR ATH Eigum eftirtaldar vélar til afhendingar strax. flDflST GRAFOPRESS Adast Maxima pappírsskurðarhnífar, 80 cm, elektroniskir. Eigendur véla frá Adast athugið, dagana 8.-23. júlí verður maður frá verksmiðjunum staddur hér á landi. Hafið þið áhuga á að láta stilla eða yfirfara vélar ykkar þá vinsamlega hafið samband sem fyrst í síma 68-55—33. ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533 PERMA-DRI OTAflHÖSSMALMIflQ <jÓÐ A VECjQI OQ EMMÞÁ BETRI Á ÞÖK FFtÁBÆR EIÍDIIÍC5: ->-l AD QETUM BEI1T Á DÆMI UM EMDIHGU 1966-1987 d, 1 MrS FLAQMAR EKKI - MIKIÐ TEYQJUÞOL FÆ5T í 18 LITUM ER ÞETTA EKKI RÉTTA MALMIMCöIM? SMIÐSBÚÐ BYGGINGAVÖRUVERSLUN Sigurður Pálsson byggingameistari Garðatorgi 1, Garðabæ, sími 656300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.