Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987.
11
Utlönd
Ólaiur Amarson, DV, New York
Albert Gore, fulltrúadeildarþingmað-
ur frá Tennesse, tilkynnti í gær að
hann myndi sækjast eftir útnefningu
Demókrataflokksins fyrir forsetakosn-
ingamar á næsta ári.
Það hefur lengi legið í loftinu að
Gore, sem er aðeins 39 ára gamall,
myndi hella sér í slaginn. Fari svo að
hann hljóti útnefningu og nái kjöri
yrði hann yngsti forseti Bandaríkj-
anna frá upphafi. John F. Kennedy
var 43 ifra þegar hann var kjörinn
forseti og er hann sá yngsti sem hefur
gegnt forsetaembættinu.
Gore er talinn vera miðjumaður í
Demókrataflokknum. Hann hefur
gagnrýnt stjóm Reagns harðlega
í forsetaframboð
vegna Iransmálsins.
Ekki em taldar miklar líkur á að
Gore hljóti útnefningu demókrata,
hæði vegna ungs aldurs og einnig
vegna þess að nafn hans er ekki nógu
þekkt í Bandaríkjunum.
Raunar er það svo að innan Demó-
krataflokksins ríkir mikil óánægja
með þá sem þegar hafa gefið kost á
sér. Telja menn að eftir að Gar>’ Hart
dró sig til baka sé enginn frambjóð-
andi flokksins sigurstranglegur í
komandi forsetakosningum. Líta nú
margir vonaraugum til manna sem
hingað til hafa ekki fengist til að gefa
kost á sér. Þar eru fremstir í flokki
Sam Nunn, öldungadeildarþingmaður
frá Georgíu, og Mario Cuomo, ríkis-
stjóri í New York.
Ungur og á framtíðina fyrir sér: Albert Gore, 39, aetlar að reyna að ná útn-
efningu til forsetaframboðs demókrata. I þetta sinn tekst það varla.
Reagan leitar að vréttum“
dómara í hæstarétt
Ólafar Amaisan, DV, New York
Starfsmenn Hvíta hússins og dóms-
málaráðuneytisins í Bandaríkjunum
leita nú logandi ljósi að manni til
að fylla það skarð sem Lewis Powell
yngri skildi eftir sig þegar hann
sagði af sér dómarasæti í hæstarétti
síðastliðinn fostudag.
Margir koma til greina og ljóst er
að Reagan forseti vill fá íhaldsmann
í starfið. Það er ennfremur ljóst að
öldungadeild Bandaríkjaþings mun
verða treg til að samþykkja harðan
íhaldsmann í embættið.
Sá sem talinn er líklegastur til að
hljóta tilnefningu er Robert H. Bork,
dómari við alríkisáfrýjunardóm i
Washington. Bork er andstæðingur
fóstureyðinga og sammála forsetan-
um í veigamiklum málum. Hann er
talinn ákaflega hæfur til að gegna
embætti hæstaréttardómara.
Það sem kynni að koma í veg fyr-
ir að öldungadeildin samþykkti Bork
er að þegar hann var aðstoðardóms-
málaráðherra í forsetatíð Richards
Nixon tók hann að sér að framfylgja
þeirri skipun Nixons að reka Archi-
bald Cox sem var sérstakur saksókn-
ari í Watergatemálinu. Bork rak Cox
eftir að aðrir háttsettir embættis-
menn í dómsmálaráðuneytinu, þar
með talinn dómsmálaráðherrann
sjálfur, höfðu neitað að reka Cox.
Sá atburður átti stóran þátt í því að
sannfæra stjómmálamenn og al-
menning um sekt Nixons. Ólíklegt
er talið að öldungadeildin fyrirgefi
Bork þessa þjónkun við Nixon. Má
því búast við nokkru stappi í þinginu
ákveði Reagan að tilnefna Bork í
lausa stólinn i níu manna hæstarétti
Bandaríkjanna.
Vinstri
flokkamir
í óreiðu
Mikil óreiða ríkir nú meðal
vinstri flokkanna í Tyrklandi.
Flokkamir eru ósamstæðir, skortir
hæfa leiðtoga og em illa í stakk
búnir til að taka þátt í kosningum
þeim sem Turgut Ozal, forsætisráð-
herra landsins, hótar að efha til
síðar á þessu ári.
Samkvæmt stjómarskrá Tyrk-
lands verður Cteal, sem tók við
embætti í kosningunum árið 1983,
eftir þriggja ára herforingjastjóm
i landinu, að efna til kosninga fyr-
ir lok nóvember á næsta ári.
BsbjhiO
FERÐ UM
ÍSLAND 1987
★ REYKJAVÍK
Við Giæsibæ,
síðustu sýningar i kvöld
kl. 16.00 og 20.00
Verðum einnig:
★ Keflavík á morgun,
föstudag 3/7, kl. 16.00
og 20.00
★ Hveragerði 4/7 og 5/7
daglega kl. 16.00 og
20.00.
★ Hvolsvelli 6/7 kl.
20.00.
★ Vík 7/7 kl. 20.00.
★ Höfn 9/7 kl. 20.00.
★ Breiðdalsvík 10/7 kl.
16.00.
★ Eskifirði 11/7 kl.
16.00 og 20.00.
★ Egilsstöðum 12/7 kl.
16.00 og 20.00.
★ Seyðisfirði 14/7 kl.
20.00.
David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtogi verkamannaflokks
landsins, tilkynnti i gær að efntyrði til kosninga þann 15. ágúst næstkomandi.
Simamynd Reuter
Verkamannaflokkur
með örugga fovystu
Tveir stærstu stjómmálaflokkar
Nýja-Sjálands hófú í gær kosningabar-
áttu sína um leið og forsætisráðherra
landsins, David Lange, hafði tilkynnt
að kosið yrði til þings þar í landi þann
15. ágúst næstkomandi.
A fyrsta degi baráttunnar varð þegar
ljóst að efnahagsmál yrðu megindeilu-
efni kosningabaráttimnar og að önnur
stórmál yrðu einkum það er varðar lög
og rétt í landinu. Verkamannaflokkur-
inn, imdir stjóm David Lange forsæt-
isráðherra, virðist hafa nokkuð
ömggan meirihluta atkvæða, hefur
samkvæmt skoðanakönnunum tutt-
ugu og sex prósentustig umfram helsta
keppinaut sinn, Þjóðarflokkinn. Er
ekki búist við að stjómarandstöðunni
verði mikið ágengt í baráttunni fyrir
þessar kosningar. Em ástæður þær að
meirihluti kjósenda á Nýja-Sjálandi
telur þróun efnahagsmála nú stefna í
rétta átt, svo og það að stefna Þjóðar-
flokksins þykir of lík stefnu Verka-
mannaflokksins til þess að hún boði í
raun neinar breytingar að ráði.
Það vekui- eftirtekt fréttaskýrenda
að utanrikismál virðast ekki ætla að
hafa mikil áhrif í þessum kosningum.
Til dæmis véku talsníenn flokkanna
ekki að þeirri afstöðu stjómvalda að
Nýja-Sjáland skuli vera kjamorku-
vopnalaust land en ákvörðun ríkis-
stjómarinnar um að banna
heimsóknir bandarískra herskipa. sem
kunna að hafa kjamorkuvopn imi
borð, hefur mælst misjafhlega fyrir á
alþjóðavettvangi.
Um 2,3 milljónir Nýsjálendinga hafa
kosningarétt nú.
Verkamannaflokkurinn hefur nú
fimmtíu og fimm sæti á þingi lands-
ins, Þjóðarflokkurinn þrjátíu og sjö,
Demókratar tvo og eitt sæti er laust
vegna andláts eins af þingmönnum
Þjóðarflokksins fyrir skömmu.
Þingmönnum mun nú fjölga um tvo
þannig að kosið verður um níutiu og
sjö þingsæti. Þing Nýja-Sjálands starf-
ar í einni deild.
V/EI5T ÞÚ
AÐ V/EITTUR ER
15%
AF ÖLLUM V/ÖRUM
OKKAR
Litaval
Síðumúla 32 - sími 689656 - Reykjavík