Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 12
12
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Ekki vinstri stjórn
í þeirri margþvældu og hvimleiðu stöðu, sem skapast
hefur í langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum, virð-
ast bæði flokkar og fólk hafa gleymt því hver úrslit
alþingiskosninganna urðu. Tveir flokkar unnu þar mest
á, annars vegar Borgaraflokkurinn, sem kom sá og sigr-
aði, og svo hins vegar Kvennalistinn, sem treysti stöðu
sína svo um munaði. Úrslitin voru ekki túlkuð sem áfell-
isdómur yfir fráfarandi ríkisstjórn, heldur má rekja
skýringar á árangri Borgaraflokks og Kvennalista til
tveggja sjálfstæðra orsaka. Kjósendur Borgaraflokksins
voru að yfirgnæfandi hluta til að láta í ljós skoðun sína
á innanflokksmálum í Sjálfstæðisflokknum. Kjósendur
Kvennalistans voru að leggja áherslu á stöðu kvenna
í þjóðfélaginu, sem ekkert á skylt við vinstri stefnu frek-
ar en annað. í hvorugu tilfellinu var verið að hafna
þeirri meginstefnu sem ríkt hefur við stjórn landsmála,
enda kom það margsinnis fram í skoðanakönnunum að
fráfarandi ríkisstjórn naut meirihlutafylgis þjóðarinn-
ar.
Síðast en ekki síst verða kosningaúrslitin engan veg-
inn skilin svo að kjósendur hafi óskað eftir vinstri
stefnu eða vinstri stjórn. Öðru nær. Alþýðubandalagið
galt mikið afhroð og Alþýðuflokkurinn vísaði því á bug
að hann stefndi til vinstri. Þvert á móti höfðaði Al-
þýðuflokkurinn til kjósenda undir því kjörorði að hann
vildi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðuflokkur-
inn vildi og vill að ýmsu leyti ganga lengra í
frjálsræðisátt en ríkisstjórnin hefur gert og hefur raun-
ar skorið upp herör gegn ríkisafskiptum og ríkisfjár-
málastefnunni í veigamiklum málum.
Óhætt er að fullyrða að kjósendur höfðu þá og hafa
enn engan áhuga á að vinstri stjórn verði mynduð í
landinu. Ef Steingrími Hermannssyni eða einhverjum
öðrum dettur í hug að reyna myndun fjögurra flokka
stjórnar til vinstri þá er verið storka þeim vilja sem
fram kom í kosningunum í vor. Það væri sömuleiðis
mikið glapræði hjá Borgaraflokknum ef hann léði máls
á þátttöku í slíkri stjórn. Borgaraflokkurinn bað ekki
um umboð til að hjálpa Alþýðubandalaginu eða Fram-
sóknarflokknum til að mynda stjórn til vinstri.
Samstjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks hefur verið í burðarliðnum að undanförnu.
Vegna innbyrðis tortryggni og valdabaráttu hljóp
snurða á þráðinn. Enn eru sumir að gera sér vonir um
að sá hnútur leysist. Það mun koma í ljós í dag eða á
morgun.
Ef sú tilraun tekst ekki stendur þá eftir að Sjálfstæðis-
flokkur ásamt með Alþýðuflokki eða Framsóknarflokki
leiti samstarfs við Borgaraflokkinn. Hér hefur áður verið
sett fram sú skoðun að eðlilegast væri að núverandi stjóm-
arflokkar byðu Borgaraflokknum aðild að ríkisstjóm. En
hitt kemur einnig til greina að Alþýðuflokkurinn komi í
stað Framsóknarflokks, sér í lagi þar sem sá flokkur hefur
náð málefnalegu samkomulagi við Sjálfstæðisflokk í undan-
gengnum viðræðum. Aðild Alþýðuflokksins gæfi og
möguleika á að hvíla Framsókn, sem virðist vera áhuga-
mál margra framámanna.
Öllum er ljóst að það getur orðið erfiður biti að kyngja
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka Albert Guðmundsson í
sátt. En sú stjómarkreppa sem nú er yfirvofandi og sú
hætta sem er í uppsiglingu um myndun vinstri stjórnar
hlýtur að vera sjálfstæðismönnum áhyggjuefhi. Þeir mega
ekki láta fordóma bera sig ofurliði. Þeir eiga að rétta
Borgaraflokknum höndina.
Ellert B. Schram
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLl 1987.
Fasteignaverð er of hátt hér á
landi. Miðað við launatekjur er sölu-
verð íbúðarhúsnæðis í Reykjavík til
dæmis hærra en í Danmörku og mun
hærra en í Bandaríkjunum. Þá eru
greiðslukjör verst hér og greiðslu-
hyrðin auk þess þyngst fyrstu árin
eftir kaupin. Þessi mismunur, sem
hér er lýst, bendir til að byggingar-
iðnaðurinn okkar skili dýrari íbúð-
um en hinn danski og bandaríski.
Reykjavík
3,0 milljón krónur
Söluverð meðalíbúðar (3 herb.) í
Reykjavík er nú 3,0 milljónir króna.
Þá er miðað við auglýst verð 21.
júní síðastliðinn. Þetta verð svarar
til 40 þúsund króna á hvem fer-
metra. Utborgun var um 2,3 milljónir
króna. Greiðslubyrði kaupenda
áætlast 35 til 40 þúsund krónur á
mánuði eftir að útborgun lýkur.
Apartments - Sale Price Per Unit
1980 -1986
35000-/
30000-'
25000-'
1980 1981 1982 1983
Year
1984 1985 1986
„Hæsta söluverð íbúðarhúsnæðis, sem mælst hefur i Phoenix undanfar-
in 7 ár, var 1,3 milljónir króna. Þá er enn miðað við meðalíbúð eins
og gert hefur verið í Reykjavik og Kaupmannahöfn."
Fasteignaverð í
Reykjavík er hátt
Fjármögnun fasteignakaupa í
Reykjavík er erfið. Samkvæmt nýj-
ustu fréttum þurfa væntanlegir
kaupendur að bíða í allt að 3 ár eft-
ir opinberum lánum.
Kaupmannahöfii (Birkeröd)
3,3 milljónir króna
Söluverð á jafiistórum íbúðum í
Birkeröd, sem er útborg Kaup-
mannahafiiar, var samkvæmt
auglýsingum sama dag 3,3 milljónir
íslenskra króna. Það er 10% hærra
en í Reykjavík. Af því má ætla að
húsnæðisverð sé hliðstætt í Reykja-
vík og dönskum borgum af svipaðri
stærð. Útborgun í íbúðinni í Birke-
röd var um 350 þúsund íslenskar
krónur. Greiðslubyrði var áætluð 25
þúsund ísl. kr. á mánuði þegar tekið
hefur verið tillit til skattafrádráttar.
I Danmörku er staðgreiðslukerfi
skatta og fá kaupendur því jafrióðum
vaxtafrádrátt vegna kaupanna.
Fjármögnun fasteignakaupa er ekki
vandamál í Danmörku. Vextir af al-
mennum fasteignaveðlánum eru
12%. Lánin eru óverðtryggð og
skattafrádráttur vegna vaxtakostn-
aðar er hagstæður.
Phoenix, Arisona,
1,2milljónirkróna
í borginni Phoenix í Arisona er
söluverð meðalstórra íbúða nú um
1,2 milljónir króna. Fasteignaverð
þar er hagstætt um þessar mundir.
Sama máli gegnir um Bandaríkin í
heild. Söluverð meðalíbúðar í
Bandaríkjunum var 1,35 milljónir
króna í fyrra. (18 þús. kr/m2; Heim-
ild: Intemational Property Report,
5.1., 1987).
Hæsta söluverð íbúðarhúsnæðis,
sem mælst hefiir í Phoenix undanfar-
in 7 ár, var 1,3 milljónir króna. Þá
er enn miðað við meðalíbúð eins og
gert hefur verið í Reykjavík og
Kaupmannahöfri. Algeng útborgun
í Phoenix er 240 þúsund þegar með-
alíbúð á í hlut. Hún getur reyndar
farið niður í 120 þúsund. Vextir af
fasteignaveðlánum eru sennilega um
12%. Lánin eru ekki verðtryggð.
Greiðslubyrði á mánuði er sam-
kvæmt því tæplega 15 þúsund
krónur. Fjármögnun húsnæðis-
kaupa er ekki vandamál í Bandaríkj-
unum.
Söluverð er mælikvarði
á byggingarkostnað
Þessi samanburður er ekki hag-
stæður fyrir þá sem framleiða
húsnæði í Reykjavík. Líta má á sölu-
verð íbúða sem mælikvarða á
byggingarkostnað. Söluverð íbúðar-
húsnæðis hér á landi hefur til
skamms tíma verið það lágt að bygg-
ingamenn telja sig ekki hafa fengið
fullt verð fyrir nýbyggðar íbúðir.
Eftir hækkanir undanfarinna mán-
aða er þó ef til vill komið á eðlilegt
samræmi á milli söluverðs og bygg-
ingarkostnaðar. Þegar tekið er tillit
til getu fólks til fasteignakaupa verð-
ur samanburðurinn enn óhagstæð-
ari. í Danmörku og Bandaríkjunum
eru laun hærri en hér á landi. Einn-
ig virðist verðlag á helstu nauðsynj-
Kjallariim
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Bandaríkin og Island
Borgin Phoenix er mjög sunnar-
lega í Bandaríkjunum. Loftslag er
hlýtt og gerðar eru minni kröfur til
húsnæðis en hér á landi. Þá er gengi
Bandaríkjadals mjög lágt um þessar
mundir. Engu að síður er mismunur-
inn á söluverði íbúðarhúsnæðis þar
og í Reykjavík svo mikill að undnm
sætir. Tilbúið húsnæði í Phoenix
kostar einungis 40% af verði hús-
næðis í Reykjavík. Það er lægra en
samanlagt verð á innveggjum, inn-
réttingum og lóðagjöldum hér.
Þessir þættir eru þó hluti af bygging-
arkostnaði allra íbúðarhúsa. Af
þessum mun verður ekki dregin önn-
ur ályktun en sú að byggingariðnað-
ur á Islandi sé talsvert óhagkvæmari
en í Bandaríkjunum.
Danmörk og ísland
íbúðarhús í Danmörku eru að
ýmsu leyti óvandaðri en við eigum
að venjast. Munurinn er þó ekki svo
mikill að það skipti sköpum. I Dan-
mörku er greiddur virðisaukaskatt-
ur af öllum byggingarkostnaði. Hér
á landi er ekki greiddur söluskattur
„Þegar tekið er tillit til getu fólks til
fasteignakaupa verður samanburðurinn
enn óhagstæðari. í Danmörku og Banda-
ríkjunum eru laun hærri en hér á landi.
Einnig virðist verðlag á helstu nauðsynj-
um vera lægra en hjá okkur.“
um vera lægra en hjá okkur.
Kaupgeta í þessum löndum er af
þeim sökum meiri en hér. Sé tekið
tillit til þess verður samanburðurinn
okkar enn óhagstæðari.
Óhagstæður samanburður
í töflunni hér á eftir er að finna
samanburð á söluverði, greiðslu-
kjörum og greiðslubyrði fyrstu árin
eftir íbúðarkaup. í öllum borgunum
er miðað við 3ja herbergja 75 m2
íbúð.
1. söluverð
Reykjavík 3,0millj. 100%
Kaupmannah. 3,3 millj. 110%
Phoenix 1,2 millj. 40%
2. útborgun
Reykjavík 2.300 þús. 100%
Kaupmannah. 350 þús. 15%
Phoenix 240 þús. 10%
3. greiðslubyrði
Reykjavik 32þ/mán. 100%
Kaupmannah. 25 þ/mán. 78%
Phoenix 15þ/mán. 47%
af vinnu á byggingarstað. Þá eru
lóðagjöld hærri í Danmörku en
Reykjavík og laun iðnaðarmanna
mun hærri. Ef byggingariðnaðurinn
hér á landi þyrfti að greiða sömu
gjöld og hinn danski mundi bygging-
arkostnaðurinn hér á landi hækka
um meira en 30%. Þá má geta þess
að fasteignaverð er nú óvanalega
hátt í Danmörku og gengi dönsku
krónunnar einnig. Allt þetta sýnir
að við stöndum Dönum allnokkuð
að baki hvað varðar hagkvæmni í
byggingu íbúðarhúsnæðis.
Kannanir eru nauðsynlegar
Hér verður ekki leitt að því getum
í hvaða þáttum sá mismunur felst
sem þessi einfaldi samanburður leið-
ir í ljós. Hitt vekur furðu að ekki
skuli vera gerður samanburður á
framleiðslukostnaði íbúðarhúsnæðis
hér á landi og þess sem gerist í
grannlöndum okkar. Upplýsingar
um raunverulegan byggingarkostn-
að vantar hér á landi. Sáma máli
gegnir um söfnun upplýsinga um
byggingarkostnað erlendis og sam-
anburð við innlendan kostnað.
Stefán Ingólfsson