Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987. Spumingin Hvað finnst þér um stjórnarmyndunina? Anna Marteinsdóttir: Mér li'st ekki vel á viðræðurnar það er einhver ástæða fyrir því að þeir draga þetta á langinn meira en almenningur gerir sér grein fyrir. Ólafur Helgason: Líst ekkert á þetta en það er sjálfsagt einhver ástæða fyrir töfunum hjá þessum þremur flokkum sem hafa unnið að stjórnar- mynduninni. I , Sæbjörn Kristjánsson: Góð spurning mér líst eiginlega engan veginn á þetta. Úrslit kosninganna voru þannig að erfítt myndi að spila úr þeim og skyldi því engan undra ástandið. iiigibjörg Einarsdóttir: Þetta er ágætt. .:'’olítið rugl en er allt í bið- stöðu. Lítið hægt aðisegja núna. Kristinn Maríasson: Mér líst hara ekkert á þetta allt komið í algeran hnút. Hrafnhildur Svavarsdóttir: Jaaá - ég veit það ekki. Fylgist ekkert með þvi og er eiginlega alveg sama. Lesendur Um mslatunnulágmenningu: Hvað sagði Sverrir Heimannsson orðrétt? Friðfinnur skrifar: Þegar nýja útvarpshúsið var vígt, sællar minningar, fyrir stuttu, spannst talsverð umræða að því lo- knu vegna ummæla sem Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra lét falla um dagskrá sjónvarpsstöðv- anna íslensku. Ummæli Sverris voru rædd fram og til baka í blöðum og víðar og vitn- að til setningar sem mér finnst að ekki sé höfð rétt eftir eða verið umsnúið einhverra hluta vegna. Hann minntist að vísu á lágmenn- ingu eða ruslatunnumenningu en því miður láðist mér að taka þessi ummæli upp á videoið hjá mér svo ég get ekki frekar haft þau rétt eft- ir. Hins vegar minnir mig að Sverrir hafi minnst á ameríska eða banda- ríska lágmenningu eða bandaríska eða ameríska ruslatunnumenningu, þ.e. tekið fram þá sérstöku þjóð, umfram aðrar. Það er þetta atriði sem mér finnst að hafi verið sleppt að endurtaka í þeim fréttum, sem fólk er að óskap- ast yfir, og það réttilega. Ef það er rétt að menntamálaráð- herra hafi sérstaklega tekið fram að þessi „lágmenning" eða „rusla- tunnumenning" væri bandarísk eða amerísk er það auðvitað gróft og óíyrirgefanlegt brot á viðurkenndum siðferðisreglum hjá forsvarsmönnum þjóða. Og ef þetta er rétt þá skal mig ekki furða þótt reynt sé að þegja málið í hel en ég hefi hvergi séð þessi ummæli á prenti, jafnvel ekki í Þjóðviljanum. En kannski er þetta ekki sannleik- anum samkvæmt og fellur málið þá um sjálft sig. Ég vildi mega biðja ykkur hjá DV að kanna hvort um- mæli Sverris voru aðeins um „lág- menningu eða ruslatunnumenningu án þess að nefha þar til ákveðna þjóð umfram aðrar eða hvort hann notaði orðið „bandarísk" eða „amer- ísk“ í þessu sambandi. Það skiptir sköpum í allri umræðunni. Hárið kom aftur 1212-5593 hringdi: Ég vil koma á framfæri þakklæti til Heilsulínunnar, Hverfisgötu 50, fyrir ótrúlega góðan árangur í hár- meðferð. Ég var að verða þunn- hærður og búinn að reyna ýmislegt til að koma í veg fyrir það. Af tilvilj- un sá ég smáauglýsingu í DV þar sem auglýst var ný þjónusta á ís* landi. Ég hringdi í auglýst símanúm- er -11275 - og pantaði tíma. Nú hef ég farið einu sinni í viku síðan í haust og árangurinn er hreint ótrú- legur- hárið er að mestu komið aftur. Þar sem ég veit að fleiri eiga við sama vandamál að stríða - ekki bara karlmenn heldur einnig konur - langar mig til að koma þessu á fram- feeri til þeirra. Kindakjötið: Gefið verðið frjálst Sóley Sigursveinsdóttir, Fáskrúðs- firði, hríngdi: Ég ætla að leggja orð í belg út af þessum kindakjötsmálum. Mér finnst sjálfeagt að lækka verðið á kjötinu til neytenda svo að við höf- um efiii á að borða það. Það hlýtur að vera betra en að henda þvi á haugana. Ég er viss um að allir myndu borða meira af kindakjöti ef verðið væri lægra. Mér finnst líka að þessir menn, sem eru að mynda ríkisstjóm núna, verði að taka á þessum málum. Þetta er alveg yfirgengilegt Það er spum- ing hvort ekki eigi að hafa þetta eins með landbúnaðarvörur og er að verða með fiakinn. Að gefa verðið frjálst og láta framboð og eftirspum um verðmyndunina. Mér finnst við Islendingar engin efni hafa á svona landbúnaðar- stefhu. Og það var mjög gott hjá DV að vekja athygli á þessum málum. Langreyður er mest veidda hvalategundin við ísland. Það er skömm og mannúðarleysi okkar íslendinga að halda þessum veiðum áfram að þarf- lausu - segir bréfritari. Skoðunarferðir á hvalaslóðir Ingvar Agnarsson skrifar: Hvort skyldi standa nær mannúðar- hugsjón Islendinga og annarra í framtíðinni, hvaladráp eða skoðunar- ferðir á hvalaslóðir? Hvort skyldi veita meiri ánægju? Svo mætti spyrja og er ég í engum vafa um svarið. Það Iiggur raunar í augum uppi. Skoðunarferðir á slóðir hvala f haf- inu í grennd við ísland, ef til þeirra væri stofhað, yrðu áreiðanlega mörg- um Islendingi og útlendingi kærkomið tækifæri til að kynnast þessum stærstu dýrum jarðar af eigin sjón og raun. Ekki ættu slíkar ferðir að valda dýr- unum óróa eða ónæði ef varlega væri farið. Ekki þyrftu skipin að koma mjög nærri þeim. Góður sjónauki gæti þar komið skoðunarfólki að sama gagni eða betra. Ég hygg að margir útlendingar vildu koma hingað til lands, beinlínis í þeim tilgangi að skoða hvali í eðlilegum heimkynnum þeirra, ef veitt væru tækifærí til þeirra ferða. Hér væri verðugt verkefni ferða- skrifstofanna eða annarra að kynna og skipuleggja slíkar skoðunarferðir og sjá um framkvæmd þeirra. Þátttak- endur kynnu að verða fleiri en fyrir- fram væri grunað ef rétt væri að málum staðið. Og heilladrýgri yrðu slíkar skoðun- arferðir íslendingum og bæru innræti þeirra betra vitni en hvaladráp þau sem hingað til hafa verið látin við- gangast, þjóðinni til vansa. Ljótastð landkynningin Fyrrverandi framsóknarmaður hringdi: Er það ekki mikil ógæfa okkar Is- lendinga að forráðamenn sem taka há laun frá skattborgurunum skuli eyða fé almennings í það sem álitið er sið- laust athæfi. Það er að standa að útrýmingu hvala. Sagt er að það séu nokkrir einstaklingar sem hirði ágóð- ann af þeirri iðju. Svo reyna ráðamenn að heilaþvo almenning gagnvart hvaladrápinu og kalla það vísinda- veiðar þrátt fyrir mótmæli fjölda vísindamanna sem álíta slíkt viður- styggilega blekkingu. Sumir alþingis- menn hafa mjög fyrirgert virðingu sinni vegna hvalamálsins. Fólk sem hlustar á útskýringar hvaladrápsher- ranna spyr: Eru þessir menn ruglaðir, siðferðislega blindir eða hvað? Það er spurning. Afstaða íslenskra ráðamanna til hvalveiða er ljótasta landkynning Is- lands hingað til. Sumir alþingismenn hafa mjög fyrirgert virðingu sinni vegna hvalamálsins segir fyrrverandi framsóknarmaður. Endursýnið hljómleikana Lóa og Maja skrifa: Við erum héma tvær úr Hafharfirði og okkur langar til að biðja sjón- varpið að endursýna hljómleikana í Montreux í Sviss. Við vorum ekki heima þegar dagskráin var sýnd. Vonandi kemst óskin okkar strax á framfæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.