Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987. Iþróttir >atrik áö.gerði sér lítið hástökkvarinn heimsþekkti frá Sví- ______ ___ ýrir í gærkvöÍtJT’og bætti heimsmetið í hástökki um m sentímetra. Patrik Sjöberg stökk 2,42 metra á Grand Prix móti í Stokk- ilmi og sést hér setja heimsmetið og fagna þvi siðan á eftir á minni /ndinni. Símamynd/Reuter TRIWM ‘ TftKiO íBuQmw VtúmaPi • Valbjörn Þorláksson Norðurlanda- metValbjöms Kappinn kunni, Valbjöm Þor- láksson. setti Norðurlandamet í stangarstökki á laugardag á Val- bjamarvelli þegar hann stökk 3.72 metra. Það er met í aldursflokkn- um 50-54 ára. Eidra metið átti Finninn Sopanen sem stökk 3.60 m árið 1981. -hsím Snoj fékk gullmerki ]ón Öm Guðbjartsson, DV, Prilep: Jón Hjaltalín Magnússon, form- aður HSÍ, sæmdi í gær Snoj, formann Júgóslavneska hand- knattleikssambandsins, gullmerki HSÍ. Fögnuður viðstaddra var mikill enda teist Snoj einn helsti framámaður handknattleiksins í heiminum. Skömmu áður haiði Gunnar -Jóns- son. læknir Islenska liðsins. aílient •Júgóslövum þar til gerða spelku til að auka á jákvæð stunskipti þjóðanna í milli. Gunnar Jónsson sem er vfir- læknir á slvsadeild Borgarspítalans tók þátt í hönnun spelkunnar. Hún er þeim sérstöku eiginleikum gædd að menn sem eiga við meiðsii að stríða geta lagt sig fram að fullu í leik í stað hins að koma ekki nærri leiknum. -JKS „Leggjum okkur alla fram“ Jón Öm Guðbjarisscm, DV, Prilep: „Við munum leggja okkur alla fram í leiknum gegn Spánverjum í kvöld og ég vona að kpmi ekki niður á spilinu hinn sæti sigur gegn Júgóslövum í fyn'akvöld. Við tökum aðeins einn leik fyrir í einu og steíhum vitanlega að sigri,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska lands- liðsins, í samtali við DV. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því að Spán- verjar eru erfiðir andstæðingar en við munum ekkert gefa eflir í kvöld frekar en í þeim leikjum sem við höfum spilað fram að þessu," sagði Oor- gils Óttar ennfremur. -JKS Bogdan kennir Jón Öm Guðbjarissan, DV, Prilep: Eins og fram kom í blaðinu fyrir skemmstu mun Bogdan, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, halda á þjálfaranámskeið sem haldið verður á Malaga á Spáni eftir keppnina hér í Júgóslavíu. Ekki mun þó okkar maður sitja á skóla- bekk enda vart ástæða til. Hann mun kenna kúnstir sínar frammi fyrir 120 þjálfurum víðs vegar að úr heiminum og 24 leikmönn- um. Þess má geta að Rogdan verður þarna í hópi sjö kennara eða sérfræðinga í hand- knattleik. -JKS • Ragnar Margeirsson lék sinn fyrsta leik m son, markvörð Vals. Litlu munaði að Ragnai Roman Garcia þjálfari um íslenska landslíöiö: Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundkapp- inn úr Njarðvík, er í hópi sterkustu baksundsmanna í Evr- ópu eins og kemur fram í nýbirtri skýrslu yfir bestu sundtímana fyrstu sex mánuði ársins. Eðvarð Þór á áttunda besta tímann í Evrópu, í 100 metra baksundi, sem er 58.10 sekúndur. I þessari grein á Austur-Þjóðverjinn Dirk Richter besta tímann, 56.57. Eðvai'ð Þór er hins vegar með tut- tugasta besta tímann í 200 metra baksundi í Evi'ópu 2:07.25. Oleg Gavri- lenko frá Sovétríkjunum er efstur á tímanum 2:01.98. Af framangreindu má ljóst vera að Eðvarð hefur skipað sér á bekk með fremstu sundmönnum Evrópu og án efa á hann eftir að bæta árangur sinn i náinni framtíð. Það að eiga 8. besta timann í 100 metra baksundi í Evrópu er glæsilegt afrek og hefur enginn ís- lenskur sundmaður náð svo langt sem Eðvarð. -JKS FH-ingar sigursælir Fjórir frjálsíþróttamenn úr FH eru í keppnisferð í Þýskalandi og hafa verið sigursælir. Á móti í Mamlbronn sl. fimmtudag sigraði Magnús Har- aldsson í 800 m hlaupi á 1:56,7 mín. og Bjöm Péturssor, varð fyrstur í drengjaflokki á vegalengdinni. hljóp á 2:04,0 mín. Á unglingamóti í Homburg á laugardag sigraði Einar Kristjánsson í hástökki, stökk tvo metra og átti góðar tilraunir við 2,03 m. Helen Ómarsdóttir sigraði í há- stökki stúlkna, stökk 1,61 m, sem er hennar besta. Þá náði Bjöm Pétursson sínum besta árangri í 1500 m hlaupi og sigraði á 4:13,11 min. -hsím • Eðvarð Þór Eðvarðsson, áttundi besti baksundsmaður í Evrópu í 100 metrunum „Leikmennimir beita höfðinu mjög mikið“ - ísland mætir Spáni í kvöld í Júgóslavíu Jón Öm Guöbjartssan, DV, Prilep: „f dag er ekki rétti tíminn til að leika á móti sem þessu, leiktímabilinu er einfaldlega lokið. Við erum ekki í leik- formi og geturn því rétt eins beðið lægri hlut gegn fslendingum í kvöld,“ sagði Roman Garica, þjáfari spænska landsliðsins í handknattleik, í samtali við DV. Vegna breytinga á niðurröðun leikja munu íslendingar leika gegn Spánvetjum í kvöld en ekki Austur- Þjóðverium. „íslenska liðið hefur leikið mjög vel á þessu móti,“ hélt Garcia áfram „og ljóst er að leikmenn þess beita höfðinu mikið í leik sínum. Þeir spila mjög vel saman úti á vellinum og eru geysilega harðir í vöm.“ Roman Garcia vildi engu spá um úrslit leiksins í kvöld en taldi liðin bæði jöín að styrkleika við eðlilegar kringumstæður. „Hvað ólympíuleikana varðar sagði Garcia að íslenska liðið ætti þar mikla möguleika, fyrstu íjögur sætin gætu fallið liðinu í skaut. Um úrslit leikja á ólympíleikunum gegn Rússum og Júgóslövum væri ómögulegt að spá. Ég er ekki í nokkrum vafa um að ís- lenska liðið myndi leggja það sænska að velli í dag,“ sagði Roman Garcia að lokum. -JKS • Romano Garcia, þjálfari Spán- verja, vildi ekki spá um úrslitin i kvöld. Fuglabúr | Jón Öm Guöbjartssan, DV, Prilep: | Hótelið, sem íslenska landslið- ið dvelur á hér í Prilep, er vægast sagt í niðumíðslu. Sumar heip- bergisholumar líkjast frekar fiiglabúri en vistarverum manna. IUndir hverri gluggasyllu mata ■ svölurungasínaogþaðsemþeim ■ I fylgir er ekki þess eðlis að lýst I verði með orðum. Ennþá hefur ekki fundist lyfta | - á hótelinu sem sinna á sínu hlut- . I verki. | ■ -JKS i Eðvarð Þór 8. bestiíEvrópu - í 100 metia baksundi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.