Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987.
17
Styrkur til háskólanáms
í Japan
Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa (slendingi
til háskólanáms í Japan háskólaárið 1988-89 en til
greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1990.
Ætlast er til aó styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eða
sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem
kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er
til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska
tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um
styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, með-
mælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir
1. ágúst nk. Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðu-
neytinu.
Menntamálaráðuneytið.
25. júní 1987.
SÍ|y FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
IWlausar stöður við
FRAMHALDSSKÓLA
Menntaskólann við Hamrahlíð vantar stundakennara
í stærðfræði og tölvufræði. Upplýsingar gefur skóla-
meistari.
Kvennaskólann í Reykjavík vantar kennara í líffræði,
ennfremur stundakennara í landafræði. Skólameistari
gefur upplýsingar um þá stöðu.
Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennarastöður við
Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði framlengist
til 10. júlí. Óskað er eftir kennurum í íslensku, dönsku,
efnafræði og þýsku, tvær stöður í stærðfræði og hluta-
stöður í ensku og frönsku. Ennfremur kennarastöður
í rafmagns- og rafeindagreinum, vélstjóragreinum,
siglingafræði og öðrum stýrimannagreinum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið
eð Fram í gærkvöldi og á myndunum hér að ofan sést hann í kröppum dansi við þá Sævar Jónsson og Guðmund Hreiðars-
-i tækist að skora en það gerði hann siðar i leiknum með glæsilegu langskoti af löngu færi.
DV-mynd GUN
„Besti leikur okkar
ímótinutil þessa“
- sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, eftir 1-0 sigur gegn Val
Leikurinn í gærkvöldi var skemmti-
legur á að horfa og nokkuð um
marktækifæri á báða bóga. Framarar
léku þó nokkru betur og verðskulduðu
sigurinn. Attu þeir möi-g hættuleg
marktækifæri, sláarskot svo eitthvað
sé nefnt. Auk Ragnars lék Einar Ás-
„Nú náðum við virkilega að sýna
okkar rétta andlit. Þetta er án vafa
besti leikur okkar í mótinu til þessa.
Auðvitað hefur tilkoma nýrra leik-
manna hvetjandi áhrif á liðið og ég
er mjög bjartsýnn á framhaldið," sagði
Pétur Ormslev, íýrirliði íslandsmeist-
ara Fram eftir að Fram hafði sigrað
Val, 1-0, á Laugardalsvelli í gær-
kvöldi. Þar með töpuðu Valsmenn St8.Ó3Tl
sínum íyrsta leik í 1. deild. Ragnar _________________________________
Margeirsson, sem lék sinn fyrsta leik Staðan í 1. deild íslandsmótsins í
með Fram, skoraði sigurmark leiksins knattspyrnu er nú þannig eftir leik-
á 14. mínútu síðari hálfleiks. inn í gærkvöldi:
Fram - Valur..................1-0
Valsmenn náðu ekki að stinga Valur.......7 5 l l 16- 5 16
af KR..........7 2 4 1 14- 4 14
Margir knattspymuunnendur önd- Akranes......7 4 0 3 12-11 12
uðu léttar í leikslok enda hefðu Fram........7 3 2 2 8- 7 11
Valsmennnáðmikluforskotimeðsigri KA..........7 3 2 2 6- 5 11
í gærkvöldi og mikil spenna farið úr Keflavík....7 3 2 2 14-16 11
mótinu. Valsmenn vom að vonum Þór...........7 3 0 4 10-12 9
daufir að leikslokum og verða þeir að Völsungur...7 2 2 3 9-10 8
leika betur ef þeir ætla að krækja í Víðir........7 0 4 3 3-11 4
titilinn. FH...........7 0 1 5 3-14 i
bjöm Ólafsson sinn fyrsta leik með
Fram. kom inn á sem varamaður í leik-
hléi, og þessir tveir leikmenn styrkja
Framliðið mikið.
Pétur Ormslev sýndi snilldar-
takta
Annars var Pétur Ormslev yfn’-
burðamaðm- á vellinum í gærkvöldi
og sýndi oft snilldartakta. Þá vom
Janus Guðlaugsson og Þoreteinn Þor-
steinsson sterkir í vörninni og Ormarr
barðist af feiknakrafti eins og raunar
allt liðið.
• Guðni Bergsson var langbesti
maður Valsliðsins og strönduðu marg-
ar sóknarlotur Islandsmeistaranna á
honiun. Slakur leikur Valsliðsins kom
nokkuð á óvart og víst er að leikmenn
liðsins geta mun betur.
• Óli Olsen dæmdi leikinn mjög vel
og sýndi hann þeim Viðari Þorkels-
syni, Fram og Magna Blöndal. Val
gula spjaldið.
-SK
ig þú tiýgur í
gegnum áaginn
ÖNTUNARSÍMI 651414 *
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDURI
VIKAN
er ekki sérrit, heldur fjölbreytt, víðlesið
heiznilisrit, og býður hagstæöasta aug-
lýsingaverð allra íslenskra tímarita.
Iþróttir
FRJÁLSÍÞRÓTTASKÓU
Ný námskeið að hefjast fyrir 8-12 ára börn. Námskeið-
in eru á Laugardalsvelli (frjálsíþróttavelli) frá kl. 15-16
og 16-17 mánudaga til fimmtudaga. Innritun fer fram
á staðnum eða í síma 671890. Kennarar eru Guðmund-
ur Þórarinsson og Tinna Gunnarsdóttir.