Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987.
25
dv Sandkom
„Innganga í
frímúrara-
félagið"
Ef einhver veit hvernig leik-
urinn „innganga í frímúrara-
félagið" er eða hefur verið
ætti sá hinn sami að láta
Verslunarmannafélag
Reykjavíkur vita afsér. VR
stendur í ströngu þessi misser-
,in og hefur Lýð Björnsson
sagnfræðing í því að grufla
upp sögu félagsins fyrir 100
ára afmælið 1990. Meðal þess
sem Lýður hefur ekki fengið
botn í eru nokkrir leikir sem
voru leiknir á félagsfundi á
árinu 1900. Líklega erenginn
lifandi lengur sem tók þátt í
þessum leikjum þó svo að von-
ir séu bundnar við að einhver
afkomandi hafi álpast til þess
að heyra af þeim og leggja
lýsingu af þeim á minnið. Svo
er sá möguleikinn að einhver
þessara leikja sé leikinn enn-
þáþóttdultfari.
Fyrir utan leikinn sem
nefndur var í upphafi vantar
VR vitneskju um „tunnu-
botnsleik", „skipt um sæti“,
„flautuleik" og „alladíns
skuggsjá".
Þá sakar ekki að geta þess
að sagnfræðingurinn er orð-
inn viss um að verslunarmenn
hafi innleitt hér á landi ýmsa
algenga mannasiði og nefnir
hann þar til bæði að borða
með hníf og gaffli og að dansa
samkvæmisdansa. Líklega
hefur það fyrrnefnda verið
hreinn og klár bisness þótt við
höfum það alls ekki eftir sagn-
fræðingnum.
Smygl og
heimaslátrað
„Ekki verða allirsteyptir í
sama mót,“ segja þeir fyrir
vestan síðan steypustríðið
byijaði. Og skólanefnd
Reykjanesskóla við Djúp
heldur áfram klögumálum sín-
um á hendur skólastjóra og
vill hann burt. Vestfirska
fréttablaðið segist hafa heyrt
að ein af ástæðunum sé sú að
skólastjórinn hafi lagt blessun
sína yfir kaup til skólans á
smyglaðri skinku en bændur,
sem eiga unglinga í skólanum,
hafi vanist því að borga mötu-
neytiskostnað þeirra með
kjötinnleggi af heimaslátr-
uðu.
Varla má á milli sjá hvor
kjötkaup Reykjanesskóla
hafa verið ólöglegri, sé heyrn
Vestfirska fréttablaðsins á
annað borð í lagi, því heima-
slátrun er jafnbönnuð og
smygl og það af sambærilegum
ástæðum. Nú má búast við því
að sýslumaður láti heyrnar-
prófa aðila um þessi kjötvið-
skipti því varla getur hann
látið svona sögur sem vind um
eyrunþjóta.
Flosnuðu upp
affundi um
fjallalambið
Blaðamannafundur um
fjallalambið á haugunum var
haldinn í húsakynnum Sam-
bands íslenskra samvinnufé-
laga í gærdag og leystist upp
eftir klukkutíma þjark án þess
að blaðamenn fengju full-
nægjandi svör við spumingum
sínum. Blaðafulltrúi bænda-
samtakanna ætlar þó að bæta
úr því fyrir hádegi í dag.
Ekki lá einu sinni alveg
ljóst fyrir hver hélt fundinn
því þarna voru saman komnir
fulltrúar jafnt frá landbúnað-
arráðuneyti og SIS, svo og
áðurnefndur blaðafulltrúi, Ól-
afur Torfason. Blaðamenn
höfðu að vísu engar áhyggjur
af því hver héldi fundinn en
gengu í skrokk á blaðafulltrú-
anum og öðrum talsmönnum
fjallalambsins á haugunum.
Fengust sem sagt ekki þær
skýringar sem blaðamenn
gátu sætt sig við á því hvers
vegna þessi 177 tonn af kjöti
urðu haugamatur.
Helst var því haldið fram
að ríkið sparaði sér með þessu
tugi milljóna króna því kjötið
væri hvort sem er ónýtt og
óseljanlegt og það kostaði
morð fjár að geyma það í
frystigeymslum. Líklega hefði
ríkið þó sparað sér meira með
því að stuðla ekki að því held-
ur koma í veg fyrir að þetta
kjöt yrði nokkurn tíma til.
Með garð-
slönguna á
álaveiðar
Ef ykkur dettur í hug að
fara á Suðurlandsundirlendið
eða upp á Mýrar á álaveiðar
er hentugt að taka með sér til
dæmis búta af garðslöngunni
og sogpumpu eða drullusokk
öðru nafni sem hvort tveggja
er til á flestum heimilum. Áll-
inn er nefnilega þeim eigin-
leika búinn að vilja flýja í
skjól og þá kemur garðslang-
an að góðum notum. Hana
má einfaldlega leggja í álaslóð
og viðbúið er að fyrr en varir
skríði áll í skjólið. Ef hins
vegar menn gerast svo digrir
að leggja tröllanet í skurð eða
læk þar sem állinn er má
hræða hann í netið með hljóð-
bylgjum og þær má framleiða
með því að pumpa yfirborðið
með drullusokknum.
Þetta er ekkert sem við höf-
um fundið upp, ef einhver
hefur látið sérdetta það í hug,
heldur má lesa um þetta og
fleira um álaveiðar í Fiski-
fréttum þar sem Guðni Þor-
steinsson fiskifræðingur
skrifar pistil um málið.
69 ára lang-
stökkvari
Jóhann Jónsson kennari í
Garði er áreiðanlega langelsti
langstökkvari hér á landi
enda er hann 69 ára gamall.
Hann setti öldungamet í
greininni núna á dögunum og
stökk 4,18 metra. Jóhann hef-
ur samt ekki lagt neina
áherslu á langstökkið og á
Norðurlandamóti öldunga,
sem fram fer í Finnlandi eftir
mánuð, ætlar kappinn að taka
þátt í þrístökki, auk lang-
stökksins, kúluvarpi, kringlu-
kasti ogspjótkasti.
Því má svo bæta við að
kunnur frjálsíþróttaþjálfari,
Ólafur Unnsteinsson, segir
blaðinu Reykjanesi að Jóhann
hafi ótrúlega góða tækni í
langstökkinu.
Umsjón: Herbert Guðmundsson.
ÁVALLT EITTHVAÐ NÝTT
OG SPENNANDI Á ALLA
FJÚLSKYLDUNA
Barnajogginggallar 890,-
Dömubuxur 1.490,-
Herrabuxur 1.690,-
Herra- og dömupeysur 990,-
Háskólabolir
Háskólabolir m/prenti
Pólóbolir
Bolir
og m. fl.
565,-
1.190,-
690,-
430,-
SENDUMí PÓSTKRÖFU
EUROCAHO
TIL SÖLU:
MMC Colt 1400 GLX árg. 1981, blásanseraöur,
sjálfskiptur. Sami eigandi frá upphafi. Ekinn aöeins
27.000 km. Verö 180.000,-
bílatorg
Saab 900 GLE árg. 1982, hvítur, gullfallegur, sjálf-
skiptur, vökvastýri, sóllúga, sportfelgur. Sami eigandi
frá upphafi. Verð 415.000,-
Til sýnis á:
BÍLATORG
NÓATÚN 2 - SÍMI 621033
FYRIRTÆKI - STOFNANIR
LJÚFFENGIR MATARBAKKAR
Verði ykkur að góðu
SENDUM
Leitið tilboða
V eitingamaðurinn
sími: 686880.
Matseðill
Kabarett
Vikuna 29. júni- 3. júlí
Mánudagur
Sveskjusúpa.
Brauð með tómötum, agúrk-
um, eggjum. Jurtapaté með
sýrðum rjóma.
Þriðjudagur
Hænsnakjötssúpa.
Brauðterta m/rækjusalati og
laxasalati. Ávextir.
Miðvikudagur
Tómatsúpa.
Brauð m/svinasteik og rauð-
káli. Karrisíld m/rúgbrauði og
smjöri.
Fimmtudagur
Bláberjagrautur m/þeyttum
rjóma.
Pizza Milanaise m/hrásalati.
Melóna.
Föstudagur
Sellerísúpa.
Fyllt kjúklingarúlletta m/kart-
öflusalati. Ostamauk. Desert.
Matseðill
Vikuna 29. júni-3. júlí
Mánudagur
Sveskjusúpa.
Ostbökuð ýsuflök m/hrásalati,
hvítum kartöflum og remolaði.
Þriðjudagur
Hænsnakjötssúpa.
Hakkað buff m/lauk, grænum
baunum, djúpsteiktum kart-
öflum og paprikusósu.
Miðvikudagur
Tómatsúpa.
Marineraður lambafram-
hryggur m/steiktum kartöfl-
um, gulrótasalati og brúnni
sósu.
Fimmtudagur
Bláberjagrautur m/þeyttum
rjóma.
Hangikjötsbitar í rjómagræn-
metissósu, m/tartalettu og
hvitum kartöflum.
Föstudagur
Sellerísúpa.
Beinlausir fuglar (nautakjöt
m/gulrótum og baconi) m/
hrásalati og kartöflumús.
Desert.