Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 28
Sviðsljós
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚLÍ 1987.
Ólyginn
sagði...
Stacy Keach
hefur fengið vinsamleg tilmæli
frá framleiðendum Mike
Hammer þáttanna um að halda
nú I við sig í mataræðinu því
hann er að verða ansi hreint
^éttur. Einkaspæjarinn og
kvennamaðurinn Mike Hammer
verður að vera í formi til að
halda virðingu sinni og því varla
viðeigandi að hann staulist um
junglamalegur með myndar-
legrar ýstru í öllum hasarnum.
Keach hefur orðið við tilmælun-
um og er byrjaður í trimminu
og grænmetinu af ákafa.
Marie Suttock horfir með umhyggju á hundinn Shaka skömmu áður en
hann hrökk upp af úr elli, um leið og hún spinnur band úr hárinu af honum
sem hún klippti og kembdi til að fá hráefni.
Margt gerir fólk til þess að
minnast gæludýranna sinna. Marie
Suttock, kona búsett í Suður-Afríku
gerði það þó samt á vægast sagt
óvenjulegan hátt og slær öll met í
þessum efnum. Hún hafði lengi átt
hundinn Shaka sem var af þýsku
fjárhundakyni. Shaka var orðinn
gamall og hrumur og var um það bil
að fara að hrökkva upp af þegar
Marie tók sig til, snoðklippti hund-
greyið, og spann úr hárinu band sem
hún síðan prjónaði sér jakka úr.
Hundurinn dó skömmu seinna, ein-
mitt um það bil sem Marie gekk frá
síðasta endanum i jakkanum. Ekki
er vitað hvort hún var í honum þeg-
ar hún fylgdi hundinum Shaka til
grafar.
Shaka dauður en samt enn á ferli enda er Marie hér komin í önd-
vegisjakka sem hún prjónaði úr hárinu af honum.
í loftköstum
Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvort knapinn á myndinni ætlar
sér að slá met í loftfimleikum eða veðreiðum. Hið fyrrnefnda virðist lík-
legra, miðað við það sem myndin sýnir. En knapinn er harðákveðinn í að
láta ekki henda sér af baki þótt svo hafi reyndar farið að lokum og varð
lendingin ekkert sérlega mjúk.
Paul Hogan
Ástralski kvikmyndaleikarinn
sem sló rækilega í gegn í kvik-
myndinni Krókódíla Dundee er
nú þegar kominn af stað með
upptökur á næstu mynd sem
er framhald þeirrar fyrri en hún
mokaði inn peningum svo mill-
jörðum skipti og gerir enn. Við
gerð handrits að seinni mynd-
inni naut hann aðstoðar elsta
sonar síns, Bretts 26 ára, og er
reiknað með að myndin verði
fullgerð í byrjun næsta árs.
Lionel Richie
hefur hingað til þótt afar metn-
aðargjarn tónlistarmaður. „Ég
ætla mér ekki aðeins að verða
mesti svarti söngvarinn sem
uppi hefur verið heldur yfir höf-
uð mesti söngvari sem uppi
hefur verið," sagði hann kok-
hraustur í viðtali fyrir skömmu.
Vissulega er hann sæmilega vel
stæður enda seljast plötur hans
milljónatali og auk þess lifir
hann í hamingjusömu hjóna-
bandi með eiginkonunni
Brendu. Eini skugginn erað þau
hjón hafa ekki enn eignast barn
og er það þó þeirra heitasta
ósk. Hafa þau tekið ákvörðun
um að reyna að ættleiða barn
þótt ekki hafi það enn gengið
sem skyldi.
Þyrla flutti hús Bjarnareyinga i hlutum út í eyna. Árni Johnsen og fleiri
fylgdust með. Samdægurs voru allir innviðir hússins komnir upp úti í
eynni og það orðið fokhelt.
Flogið með hús
í Bjarnarey
„Við erum að reisa okkur veiði-
kofa úti í Bjamarey enda fer
lundaveiði að byrja hvað úr hverju
og við þurfum að eiga þak yfir höf-
uðið þarna út frá til að hvíla okkur
frá veiðunum,“ sögðu hressir Vest-
mannaeyingar, þeir Garðar Arason
og Þröstur Bjarnhéðinsson, þar
sem þeir voru að gera efni í ein-
ingahús klárt undir flutning með
þyrlu austur á nýja hrauninu í
Heimaey um helgina.
Þeir Garðar og Þröstur sögðu
Bjamareyinga vera veiðiklúbb tíu
til fimmtán Vestmannaeyinga sem
leigðu eyjuna og stunduðu þar
veiði og eggjatöku. í hópnum er
meðal annarra Arni Johnsen sem
innan skamms birtist á staðnum
að hjálpa til við flutningana.
Einn helsti samkeppnisaðili
Bjarnareyinga í veiðinni eru Ell-
iðaeyingar sem sama dag voru
einmitt að fagna nýreistu veiðihúsi
sínu i Elliðaey. „Það hefur tekið
þá tvö og hálft ár að reisa sitt,“
sagði Árni Johnsen um málið. „Við
erum hins vegar ekkert að hangsa
við verkið og ætlum að reisa okkar
á einum degi.“