Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1987, Blaðsíða 32
52 • 2.5 • 125 fréttaskotið Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstj’órn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Kratar reiðir Steingrími Þingmenn Alþýðuflokksins voi-u þungorðir í garð Steingríms Her- ^ mannssonar, formanns Framsókn- arflokksins, á þingflokksfundi í hádeginu í gær. „Það sem hleypti illu blóði í menn voru svigurmæli Steingríms í garð Jóns Baldvins í forsíðuviðtali í Þjóðviljanum þar sem hann kallar Jón Baldvin ósannindamann og kvartar undan skorti á heilindum. Það þótti mönnum koma úr hörð- ustu átt,“ sagði einn af þingmönn- um Alþýðuflokksins i spjalli við blaðamann DV. „Auk þess reitti það menn mjög til reiði þegar upplýst var að form- aður Framsóknarflokksins hefði rofíð trúnað með því að afhenda formönnum annarra flokka trún- aðarskjöl úr stjórnarmyndunarvið- 1 ^ ræðunum. Þannig var upplýst að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hafði verið að ræða um stefnuyfirlýsingu úr stjórnarmyndunarviðræðum Al- þýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og meira að segja greinargerð með bráðabirgðalög- um um fyrstu aðgerðir, hvort tveggja rækilega merkt sem trún- aðarmál. I þingflokknum höfðu menn það á orði að réttast væri að heimta höfundarlaun og stefgjöld. Þetta var allt samið af viðræðunefnd Al- þýðuflokksins," sagði alþingismað- urinn. -KMU Range Roverjeppinn fundinn Seint í gærkvöld fannst Range Rover jeppinn sem leitað hefur ve- rið. Jeppinn var í Mosfellssveit og mátti draga þá ályktun að sögn lög- reglunnar að verið væri að fela bílinn. Ökumaðurinn er hins vegar ófundinn en lögreglan telur víst hver hafi ekið bílnum. Sjá nánar á blað- síðu 4. sme ÓVENJU LÁGT VERÐ OPIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM Ríkisstjóm Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþyðuflokks að fæðast Fundað fram undir nHMgun - smiðshöggið jafnvel rekið á formannafundi síðar í dag Foiystumenn Alþýðuflokks, Sjálf- Það sama sagði Þorsteinn Páls- urðsson og Jóhanna Sigurðardóttir stæðísflokks og_ Framsóknarflokks son. frá Sjálfetæðisflokki Ólafur G. Ein- voru á fimdum f alla nótt. Lögðust „Þetta er á mjög viðkvæmu stigi. arsson og Halldór Blöndal og frá menn ekki til hvílu fyn- en um Þetta hangir á einu smáatriði," sagði Framsóknarflokki HaUdór Ásgrims- klukkan sjö í morgun. annar heimildarmaður í morgun. son og Guðmundur Bjarnason. Vel miðaði í samkomulagsátt. Er Þráðurinn var tekinn upp að nýju Forraennimir vom ekki hafðir jafnvel búist við að smiðshöggið frá því sem horfið var aðfaranótt með í fyrstu. Um miðnættí voru þeir verði rekið á verkið á fundi formann- mánudags eftir að Steingrfmur Her- hins vegar kallaðir út. Funduðu anna síðar f dag. mannsson lýsti því yfir í kvöldfrétt- menn síðan linnulaust fram undir „Það gekk sæmilega í nótt en við um að hann hefði fallið frá morgun. sórum þess eið að skýra ekki frá efo- hugmyndum um myndun fjögurra „Það þurfti að taka þennan kaleik isatriðum, sagði Steingrímur flokka ríkisstjómar. frá formönhunum - svo að ekki væri Hermannsson í morgun. Sagði hann Tveir frdltrúar frá hveijum flokki hægt að væna þá um persónulegan aðspurður að búast mætti við niður- hittust í Þórshamn, einu útihúsa metnað, einkum til forsætisráðu- stöðu í dag. Alþingis, í gærkvöldi til að freista neytisins,“ sagði einn forystumaður- „Segi ekkert. Eg er alveg eiðsvar- þess að ná samkomulagi um ráð- inn í morgxm. inn,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- herramálin. -KMU/ES s°n- Frá Alþýðuflokki mættu Jón Sig- Boðið upp á Faxamarkaðnum í Reykjavik í morgun. DV-mynd S LOKI Gamalt húsráð ætti að leysa ríkisstjórnarvandann - gefum þeim stólpípu! Veðrið á morgun: Solin heldur sínu Hinir sívinsælu sólargeislar hafa náð undirtökunum syðra og verður fremur hæg breytileg átt um land allt. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil súld við norð- ur- og austurströndina en þurrt og víða bjart veður annars stað- ar. Hiti tólf til sextán stig sunnanlands en sjö til tólf stig fyrir norðan. Kísilmálmverksmiðja: Ekki grundvöllur fyrir rekstri Ákveðið hefur verið að hætta vinnu við athuganir á byggingu og rekstri kísilmálmvinnslu á Reyðar- firði vegna þess að ekki er grundvöll- ur fyrir rekstrinum. Þetta var sameiginlegt álit viðræðunefnda rík- isins og Rio Tinto Zink á aðalfundi Kísilmálmvinnslunnar hf. í gær. Viðamiklar hagkvæmnisathuganir hafa verið gerðar og það er sameigin- leg niðurstaða viðræðunefndanna að arðsemi kísilmálmverksmiðju, við núverandi aðstæður, sé rétt innan við þau mörk sem viðunandi teljast og því sé rétt að endurskoða forsend- ur fyrir arðsemi verksmiðjunnar í desember 1987. -ój Akureyri: Fleiri mávar en þrestirígörðum Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Fleiri mávar en þrestir virðast nú vera í görðum í einstökum hverfum hér á Akureyri. Stafar þetta af mikl- um grasmaðki. Sumir hafa haft á orði að kettirnir hafi haldið þröstun- um niðri sem hefur þýtt að mávurinn flykkist i grasmaðkinn í görðunum. Víða er svo mikið mávager að bílar eru útataðir í mávadriti. Á Ráð- hústorginu á Akureyri eru ekki dúfur á vappi heldur hettumávar. Fiskmarkaðurinn: Sveiflur í karfaverðinu Verð var nokkuð svipað á fiskmörk- uðunum í gær og í morgun nema á karfa en það var hærra í Hafoarfirði en í Reykjavík og var munurinn um fjórar krónur á kílóið. Annars var verðið sem hér segir: I Hafharíirði var boðið upp 121 tonn í gær og fengust fyrir það magn 3,2 milljónir króna og meðalverð 26,74 krónur. Af þorski voru boðin upp 75,5 tonn og var meðalverð 32,45 krónur fyrir kílóið. Hæsta verð 34,60 krónur en lægsta verð 26,50 krónur. Áf karfa voru 37,8 tonn, meðalverðið var 16,69 krónur, hæsta verð 17,30, lægsta verð 16,00 krónur fyrir kílóið. Af ufsa voru boðin upp 6,2 tonn, meðalverð 16,62 krónur, hæsta verð 17,10 krónur, lægsta verð 15,90 krónur fyrir kílóið. Af ýsu var boðið upp eitt tonn, með- alverð 45,70 krónur, hæsta verð 46,26 krónur en lægsta verð 45,20 krónur fyrir kílóið. Á Faxamarkaðnum voru boðin upp 59,4 tonn í morgun og var meðalverð alls aflans 23,43 krónur fyrir kílóið. Af þorski voru boðin upp 26,6 tonn, meðalverð 32,17 krónur, hæsta verð 40,00 krónur en lægsta verð 31,00 krónur fyrir kílóið. Af ýsu voru boðin upp 2,1 tonn, meðalverð 44,54 krónur, lægsta verð 30,00 krónur og hæsta verð 49,00 krón- ur fyrir kílóið. Af grálúðu voru boðin upp 790 kíló, verðið 20,00 krónur fyrir kílóið, hlýri 1,2 tonn, verðið 10,00 krónur, karfi 20,3 tonn, verðið 12,99 krónur, lúða 34 kíló, verðið 68,00 krónur, koli 1 tonn, verðið 15,00 krónur, steinbítur 516 kíló, verðið 10,00 krónur og ufsi 6,6 tonn, verðið 18,77 krónur fyrir kíló- ið. -S.dór —j■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.