Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1987, Qupperneq 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1987.
Kaplahrauni 7, S 651960
10 ARA ABYRGÐ
ALSTIGAR
ALLAR GERÐIR
SÉRSMÍÐUM
BRUNASTIGA O.FL.
Berðu ekki við
tímaleysi
Það ert sem
situr undir stýri.
tfSfo™ W&
ST. 22-29 Verð. 1.595,-
KangaRoos með
vasanum. Vorum
að fá nýja send-
ingu af þessum
leðurskóm.
Sérverslun með barnaskó.
Skólavörðustíg 6b,
bakhlið nýja hússins.
Gengið inn
frá Skólavörðustig.
Póstsendum. S. 622812.
ATH! Opið á laugardögum
kl. 10-12 i júlí.
HAGKVÆM
IAUSN
SEM
ENDIST
ÞOL er einstök þakmálning, sem ver
bökin betur gegn veðri og vindum.
I nýja litakortinu okkar getur þú valið úr
24 litum. Veldu ÞOL á þakið.
tó?UiÁRM O.FL UfANHUSS;
^UUaamdi au<vomaumW&
khómorænt »>
Þolgegnveðri ?
og vindum 3
Meiming
Sú hin mikla mynd
Þorsteinn Vilhjálmsson:
Heimsmynd á hverfanda hveli. I.
Heimsmynd visinda frá öndverðu til Kó-
pernikusar.
323 bls. Mál og menning gefur út.
Vissulega er alltof sjaldgæft að
út komi íslensk bók handa almenn-
ingi um vísindalegt efni. Ungmenni,
sem hafa áhuga á vísindum, eiga í
fá hús að venda ef þau vilja vita
meira en það sem stendur á skóla-
bókum. Þeir sem hafa áhyggjur af
íslensku skólakeríi - og þeir eru
margir - ættu líka að velta fyrir sér
þessum vanda. Menntun er ekki
aðeins skólaganga; sannrar mennt-
unar afla menn sér oftast utan
kennslustunda, og þeim sem ætlar
að leggja fyrir sig vísindi nægja
skólabækumar engan veginn. En
hvar eru þær bækur sem kennarar
gætu vísað þeim á sem vilja vita
meira? Alþýðufræðarar nítjándu
aldar gerðu sér sennilega gleggri
grein fyrir þessum vanda en menn
gera nú á dögum og gerðu oft meira
til að leysa hann. Kannski sú út-
breidda trú að íslendingar séu
bókaþjóð á upplýsingaöld valdi and-
varaleysi, en víst er að hér er mikil
þörf sem þyrfti að bæta sem fyrst.
Það er því ánægjulegt að nú er kom-
in út bók sem segir sögu heimsmynd-
ar okkar frá öndverðu og fram á
daga Kópemíkusar. Þetta er fyrra
bindi af tveimur. í seinna bindinu
ætlar höfundurinn að halda sögunni
áfram fram yfir daga Newtons.
Heimsmyndin, sem bókin fjalfar
um, er hin stóra mynd: Hvaða hug-
myndir hafa menn gert sér um gerð
veraldarinnar og stöðu jarðar í al-
heiminum? Hér er því fyrst og fremst
um sögu stjömufræðinnar að ræða,
og sú saga er vissulega heillandi.
Sólin kemur upp...
Við fyrstu sýn virðast himnamir
lúta einföldum reglum. Sólin kemur
upp og sólin gengur undir með full-
komlega fyrirsegjanlegum hætti.
Yfir okkur snýst stjömuhvelfingin
með jöfhum hraða, nokkum veginn
einn snúning á sólarhring, en þó svo
að einum snúningi munar á ári.
Sama er að segja um tunglið, nema
hjá því munar einum snúningi á
mánuði. Allt er þetta afskaplega
reglulegt. En þegar við hugum að
gangi reikistjamanna fara verulega
undarlegir hlutir að koma í ljós. Þær
færast allar eftir stjömuhimninum;
Venus og Merkúríus fylgja sólinni
nokkum veginn, em þó stundum
talsvert á undan og stundum tals-
vert á eftir henni, en Mars, Júpíter
og Satúmus em ekki háðir sólar-
gangi með sama hætti. Það sem
hlýtur að hafa vakið mesta furðu til
forna - og er jafhvel dálítið furðu-
legt enn í augum okkar sem þekkjum
skýringuna - er hve skrýtnar braut-
ir reikistjamanna em. Þær reika
eins og drukkið fólk, staldra stund-
um við, snúa til baka og leggja
lykkjur á leið sína yfir stjömuhimin-
inn. Auk þess er birta þeirra mjög
breytileg, einkum Merkúríusar,
Venusar og Mars. Þegar betur er
að gáð kemur líka í ljós að gangur
sólar og tungls er ekki alveg jafn-
reglulegur og sýnist í fyrstu.
Stjömufræðingar fomaldar þurftu
því að reyna að átta sig á afar sér-
kennilegum fyrirbærum sem erfitt
var að skýra. Kannski stóðu þeir í
svipuðum sporum og eðlisfræðingar
nútímans; nú em það smæstu eindir
efnisins, öreindimar, sem hegða sér
eins og drakkið fólk.
Að veröldin öll væri hol kúla
Menn hafa auðvitað skoðað
stjömumar frá því áður en nokkrar
sögur hófust, og fomþjóðir í Egypta-
landi, og þó einkum Mesópótamíu
höfðu gert margar tiltölulega ná-
kvæmar athuganir. En það vom
Grikkir sem fyrstir bmgðust við eitt-
hvað í líkingu við það sem við
mundum gera nú á dögum: með því
að búa til stærðfræðilegt eða hálf-
stærðfræðilegt líkan af fyrirbærun-
um. Þeir ímynduðu sér að veröldin
öll væri hol kúla og innan á kúlunni
•væri stjömuhiminninn. Inni í hol-
rúminu var svo jörðin, sem einnig
var kúlulaga. Menn gerðu sér þó
nokkuð ólíkar hugmyndir á ólíkum
tímum um hvar hún væri staðsett.
Pýþagóríngar héldu að hún gengi í
hring umhverfis eld sem væri í miðju
heimsins, eins og arinn var í miðju
hvers heimilis, og fylgdi henni auk
þess andjörð sem snerist líka um
miðeldinn. Miðeldurinn var ekki
sólin, því að hún gekk að trú þeirra
eins og jörð og andjörð kringum
miðeldinn, en á stærri braut. Seinna
settu áhrifameiri menn eins og Ar-
Bókmenntir
Reynir Axelsson
istóteles jörðina í miðju heimsins.
Aðrir áhrifaminni einsog Aristarkos
frá Samos töldu að sólin væri kyrr
í heimsmiðju og jörðin gengi um-
hverfis hana í hring, en það var
auðvitað skoðun Aristótelesar sem
hélt velli um aldir, enda studd lærð-
um rökum. Hinn sýnilega daglega
snúning himinhvelsins mátti skýra
á tvo vegu. Annars vegar mátti ætla
að himinhvelið snerist í raun og vem
og þá með ógnarhraða; sú var skoð-
un Aristótelesar, og því sigursæl.
Hins vegar að jörðin snerist um
sjálfa sig einu sinni á sólarhring.
Aristóteles segir að Platón hafi hald-
ið þeirri skoðun fram í Tímaíosi, en
nútímamenn eru ekki jafnvissir um
hvað lesa má út úr orðum Platóns.
Hvað sem því líður nægja báðar
skoðanir til að skýra mun dags og
nætur, en til að skýra gang himin-
tunglanna þurfti miklu flóknari
tilfæringar.
Fleiri kúluhvel
Evdoxos frá Knídos, einn helsti
stærðfræðingur Grikkja á fjórðu öld
f.Kr., setti fram fyrstu skýringuna
sem verulegt vit var í. Hann sagði
að hvert himintungl væri fest á kúlu-
hvel sem væri sammiðja jörðu og
snerist með jöfnum hraða um mönd-
ul. Skaut möndulsins vom svo föst
á öðm ytra kúluhveli sem einnig var
sammiðja jörðu og snerist með jöfh-
um hraða um annan möndul. Skaut
þessa mönduls voru föst á þriðja
kúluhvelinu sem snerist með sama
hætti. Þegar öll þessi kúluhvel sner-
ust samtímis var hreyfing innstu
kúlunnar orðin nægilega flókin til
að nálgast sýnilega hreyfingu himin-
tunglsins með talsverðri nákvæmni.
Þannig þurfti þrjú kúluhvel til að
skýra gang sólar, önnur þrjú fyrir
tunglið, en fjögur fyrir hverja af
reikistjömunum. Aristóteles tók
þessa kenningu upp á arma sína, en
bætti enn fleiri kúluhvelum við. Á
annarri öld e. Kr. setti svo Ptólemaí-
os fram nýja kenningu. Samkvæmt
henni snýst hvert himintungl með
jöfhum hraða eftir hring, og miðja
þess hrings snýst jafhframt með jöfri-
um hraða eftir öðrum stærri hring.
Kenning Ptólemaíosar hafði það
fram yfir eldri kenningar að hún
skýrði að nokkm breytingar á birtu
reikistjamanna. Síðan gerðist ekki
ýkja mikið í stjamfræði fyrr en á
dögum Kópemíkusar, sem setti sól-
ina í miðju alheims, líkt og Aristar-
kos, en með enn betri rökum. Með
heimsmynd hans lýkur fyrra bindi.
Þorsteinn Vilhjálmsson segir þessa
sögu vel. Bókin er lipurlega skrifuð,
og höfundur gefur sér tíma til að
lýsa menningarlegum bakgmnni
kenninganna sem um er fjallað.
Hann á það líka til að gera útúrdúra
og rabba við lesendur um ýmis hugð-
arefni sín, svo sem hvað varast beri
í söguritun eða hvers vegna stjörnu-
speki hljóti að teljast eintómt bull.
Utúrdúrar þessir gera bókina
skemmtilegri aflestrar, þótt á stöku
stað mættu þeir vera ögn styttri.
Höfundur gerir mikið að að taka upp
beinar tilvitnanir í foma höfunda,
og gefur það frásögninni aukinn lit.
I bókinni em margar töflur þar sem
aðalatriði sögunnar em dregin sam-
an á aðgengilegan hátt. Ýmsar
tæknilegar útskýringar em settar í
viðauka þannig að þær trufli ekki
við lestur meginmáls bókarinnar, og
fer yfirleitt vel á því.
Um andjörðina
Ef einhvers mætti óska frekar
væri það helst að kenningar fomald-
ar væm settar fram i meiri smáatrið-
um og þær bornar betur saman. Sem
dæmi mætti nefha að heimsmynd
Pýþagóringa er einkum lýst með
beinum tilvitnunum í Aristóteles.
Það hefði gert lýsinguna skýrari að
taka fram að þeir töldu jörðina snú-
ast einn hring um sjálfa sig jafnframt
því sem hún snýst einn hring á braut
sinni kringum miðeldinn, þannig að
hiín snúi alltaf hinni byggðu hlið
sinni frá miðeldinum; og þess vegna
sjáum við hvorki hann né andjörð-
ina. Sé þetta athugað verður ljóst,
að þessi heimsmynd er ekki ýkja frá-
bmgðin þeirri sem Aristóteles eignar
Platóni, sem sagt að jörðin snúist
um sjálfa sig í miðju heimsins, nema
hvað sýndarfærsla fastastjarnanna
ætti að vera meiii samkvæmt kenn-
ingu Pýþagóringa. Þetta gefur
Aristóteles í skyn, ef ég skil hann
rétt, í athyglisverðri athugasemd í
ritinu Um himininn, ekki langt á
eftir þeim orðum sem vitnað er til í
bók Þorsteins. Hann nefriir að ein-
hver sýndarfærsla ætti að koma í
ljós jafnvel þótt jörðin sé í miðju
alheimsins, vegna þess að yfirborð
hennar sé samt í ákveðinni fjarlægð
frá miðjunni, en að þessarar sýndar-
færslu hafi ekki orðið vart. I sama
kafla gefur Aristóteles raunar senni-
legri skýringu á því til hvers
Pýþagóringar fundu upp andjörðina
en þá tölspekilegu skýringu sem
höfð er eftir honum í bók Þorsteins.
Andjörðin átti, segir hann, að skýra
út hvers vegna tunglmyrkvar em
algengari en sólmyrkvar, nefnilega
vegna þess að auk jarðar geti and-
jörðin einnig varpað skugga á
tunglið.
Snúningur um möndul
Stundum finnst mér líka að höf-
undur mætti benda skýrar á aðalat-
riði sögunnar. Sem dæmi má nefna
að kenningum Anaxagórasar er lýst
með tilvitnun í Hippolýtos. Þar segir
m.a. að tunglið beri enga eigin birtu,
að myrkvar á tungli verði vegna
þess að jörðin varpi skugga á það
og sólmyrkvar vegna þess að tungl
skyggi á sólu. Vel hefði mátt benda
á að hér er í fyrsta sinn, svo menn
viti, komin fram rétt skýring á tungl-
myrkvum og sólmyrkvum. Þetta er
of merk uppgötvun til að hlaupa yfir
hana í snatri og snertir aul? þess
aðra staði í bókinni; t.d. er hér kom-
ið eitt af þeim atriðum sem talin eru
upp á bls. 147 og áfram til skýringar
á hvers vegna menn áttuðu sig á
kúlulögun jarðar.
I samanburði á innbyrðis hreyf-
ingu jarðar og sólar í viðauka 5 hefði
mátt taka enn skýrar fram að hér
er verið að tala um hina árlegu af-
stöðubreytingu. Þegar sagt er að
áður fyrr hafi menn trúað að sólin
snerist kringum jörðina tel ég víst
að flestir skilji það svo að hér sé um
hinn daglega snúning að ræða. Skýr-
ing nútímamanna á daglegum
snúningi er ekki sú að jörðin snúist
umhverfis sólu, heldur að hún snúist
um möndul sinn, en snúningur jarð-
ar um sólu skýrir sýndargang sólar
miðað við fastastjömumar. Þetta
kemur að vísu fram annars staðar í
bókinni.
Bókin er prýdd fjölda mynda, og
em þær yfirleitt ágætlega valdar og
skýra efnið vel. Þó má nefna að tvær
myndir á bls. 16, sem sagðar em
vera teikningar Galíleós af yfirborði
tunglsins, em að ég held nokkuð
einfaldaðar og gefa sennilega ekki
alveg nógu góða hugmynd um mynd-
ir Galíleós, auk þess sem önnur
þeirra virðist vera á hvolfi. Þetta
má væntanlega laga í seinna bindi,
þegar fjallað verður um Galíleó.
Nokkrar fleiri aðfinnslur mætti gera,
þótt hér sé ekki rúm til þess.
í heild tel ég að bókin sé ágætlega
læsileg og að almenningur og skóla-
fólk eigi að geta haft hana bæði til
fróðleiks og skemmtunar.