Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JÚU' 1987. Utlönd IVö hundrud þúsund listaverkum stolið Meira en tvö hundruð þúsund lístaverkum hefur verið stolið á Ítalíu frá því á árinu 1970. Meðal hinna stolnu listmuna eru málverk, styttur, verð- mæt mynt, forngripir og trúarlegar minjar. Talið er að samanlagt verðmæti hinna stolnu muna nemi mörgiun milljónum Bandarikjadala. ítalska lögreglan segist ná til baka um helmingi þeirra listmuna sem stol- ið er úr heimahúsum, af söfirum, úr kirkjum og frá listaverkasölum en talið er að hundruð listmuna séu flutt úr landi árlega. Kveiktu í fangelsinu í mótmælaskyni Fangar í betrunarhúsi í Marseille í Frakklandi kveiktu í gær í einni af byggingu fangelsisins til þess að mótmæla miklum þrengslum þar. Að sögn lögreglu meiddust fimm manns í brunanum. Öeirðalögregla réðst inn í fangelsið og yfirbugaði fangana nokkrum klukkustundum eftir að þeir brutu niður dyr með jarðýtu og báru eld að byggingu sem 850 fangar voru innilokaðir í. Fjórir fangar eru á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í átökum við lögreglu- menn. Fimmti fanginn er í dái eftir að hafa gleypt flösku af eter sem hann stal úr lyfiabúri fangelsisins. Sá hinn sami mun vera fyrrverandi eiturlyfia- neytandi. Að sögn yfitvalda munu um fimmtíu þúsund fangar nú vera geymdir í fangelsisbyggingum sem ætlaðar eru liðlega þrjátíu þúsund manns. Ríkis- stjóm landsins reyndi að leysa vandann með því að heimila byggingu fangelsa í einkaeign en varð að hætta við þá áætlun vegna mikillar and- stöðu fyrr á þessu ári. Þrír Líbýumenn flúðu til Egyptalands Þrír liðsforingjar úr her Libýu flúðu í gær til Egyptalands. Liðsforingjam- ir flugu þangað á þyrlu frá Libýuher og sóttu um hæli sem pólitískir flótta- menn. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem liðsforingjar úr her Líbýu leita hælis í Egyptalandi. Mikil mótmæli vegna sprengjutilræðanna Mikil mótmæli hafa gengið yfir í Pakistan undanfarna daga vegna öldu af sprengjutilræðum sem geng- ið hafa yfir landið á þessu ári en meira en hundrað og fimmtíu manns hafa látið lífið í tiiræðum þessum, Markaðir í Karachi, höfuðborg landsins, vom lokaðir i gær til þess að minnast fómarlamba sprengjutil- ræðanna þar í borg fyrr í vikunni en sjötíu og þrfr féllu í þeim. ForsætisráðheiTa landsins, Mo- hammad Khan Junejo, hætti við opinbera heimsókn sína til Kóreu, sem fyrirhuguð var, og flaug heim til að fialla um tilræðin. r,nginn neiur enu íysx auyrgo a nendur sér vegna tilræðanna, en forseti landsins telur þau tengd stefnu ríkisstjómar sinnar gagnvart Afganistan. Deila Frakka og írana harðnar enn Deilurnar milli stjórnvalda í Frakklandi og Iran harðna enn og í gær styrkti lögreglan í Pan's vörð sinn fyrir utan sendiráð íran þar í borg. Með því hundsuðu frönsk stjórnvöld þá hótun franskra leið- toga að stjómmálasambandi land- anna yrði slitið ef ekki verður látið af aðgerðum franskrar lögreglu við sendiráðið. Franska innanríkisráðuneytið segir að lögregluvörður hafi verið aukinn til að koma í veg fyrir að fólk geti komist á brott frá scndiráð- inu óséð. Franska lögreglan hefur umkringt sendiráð írana í París frá því 30. júní, til að reyna að koma höndum yfir Irana sem talinn er tengjast hryójuverka- samtökum. Frönsk yfirvöld segjast ekki hafa í hyggju að hætta lögregluaðgerðunum fyrr en hinn grunaði, Vahid Gordji sendiráðstúlkur, gefúr sig fram og mæt- ir fyrir rétti í tengslum við sprengjutilræði sem á síðasta ári urðu þrettán manns að bana í París. Ætla að byggja 400 þyriur í sameiningu Frakkai- og Vestur-Þjóðveijar hafa gert með sér samning um að framleiða meira en fiögur liundmð þyrlur fyrir heri sína. Verður framleiðsla þyrln- anna sameiginleg fyrir heri beggja landanna og er þar með hafin sú samræming á búnaði herja NATO-ríkja, sem rætt hefiir verið um undanfarið. Oiyggisráðinu falið að styðja skæruliðana Reagan Bandaríkjaforseti fól þjóðar- öryggisráðinu að styðja kontraskænx- liða í Nicaragua eftir að þingið hafði lagt bann við slíkum stuðningi. Þetta kom frani við frásögn John Poindext- ers, fymmi öryggisráðgjafa, við yfir- heyrslumar vegna vopnasölumálsins í gær. Að sögn Poindexters undirritaði for- setinn engin skjöl varðandi stuðning- inn. Forsetinn hafi aftur á móti gert mönnimi ljósan vilja sinn munnlega á fundum sem haldnir voru næstum dag- lega. Poindexter kvaðst einn bera ábyrgð á þeirri ákvörðun að greiða kontra- skæruliðum hagnaðinn af vopnasöl- unni til írans í þeim tilgangi að fá bandarísku gíslana látna lausa. For- setinn hafí ekki vitað um þessa peningatilfærslu en ömgglega sam- þykkt hana ef hún hefði verið honum kunnug. Kvað Poindexter forsetann hafa vitað um að kontraskæruliðar fengju hjálp þó svo að ekki hafi verið farið út í smáatriði. Starfsmenn Hvíta hússins neituðu því alfarið í gær að forsetinn hefði gefið samþykki sitt til slíks ef honum hefði borist vitneskja um það. Leggja starfsmennimir áherslu á að forsetinn og þingið viti nú um alla starfsemi Bandaríkjanna John Poindexter, tyrrum öryggisráðgjafi, greindi í gær frá því að Reagan hefði falið sér að styöja kontraskæruliða. simamynd Reuter víðsvegar um heiminn en talsvert hef- ur borið á reiði þingmanna að undanfömu vegna þessa baktjalda- makks. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun em skiptar skoðanir um það hvort Poindexter hafi í raun og veru greint forsetanum frá greiðslunum til skæm- liðanna. Tveir þriðju hlutar þeirra er spurðir voru telja enn að forsetinn ljúgi. Erkibiskup handtekinn fyrir eitur- lyfjasmygl Líbanskur erkibiskup hefur verið handtekinn í Róm eftir að þrjú kíló af heróíni fundust í fómm hans. Auk hans hafa átta manns verið hand- teknir, gmnaðir um starfsemi i eitur- lyfiahring. Talið er að biskupinn hafi falið eitur- lyfin undir hempunni þegar hann fór fram hjá tollvörðunum á flugvellinum í Róm í síðustu viku og síðan komið þeim fyrir í ferðatösku sinni. Smyglið komst upp í gær þegar erki- biskupinn fór á flugvöllinn ásamt aðstoðarmanni sínum til þess að taka á móti eiginkonu hans. Reyndist hún vera með eiturlyf í fórum sínum og var þá leitað á hótelherbergi erkibisk- upsins. Þrjátíu og sjöféllu í aðgerðum kontra Fjölmennar sveitir skæmliða úr röð- um kontrahreyfingarinnar réðust í gær á bæ í norðanverðu Nicaragua og féllu þar þrjátíu og sjö manns, þar af nítján hermenn úr stjórnarhernum, tólf skæruliðar og sex almennir borg- arar. í stuttri tilkynningu frá varnarmála- ráðuneyti Nicaragua í morgun segir að um hundrað og tuttugu skæruliðar kontrahreyfingarinnar, sem berst gegn stjórnvöldum í landinu með full- tingi Bandaríkjamanna, hafi ráðist á bæinn San Jose de Bocay en þar em mikilvægar herstöðvar á vegum stjórnarinnar. Skæruliðamir notuðu eldflaugarög handsprengjur í árásinni. Talsmenn stjómarhersins segja að árásinni hafi verið hrundið en kontra- hreyfingin segir hana hafa náð markmiði sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.