Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 9 Utlönd Sex bandarískir hermálaráð- gjafar farast í El Salvador Sex bandarískir hermenn létu lífíð í E1 Salvador í gær þegar þyrla þeirra hrapaði inni í miðju landi þar. Óeirða- lögregla þurfti að umkringja sendiráð Bandaríkjanna í San Salvador, höfuð- borg landsins, eftir að öryggissveitir skutu á verkamenn sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum í borginni. Júgóslavíu Rúmlega fjögur hundruð námu- verkamenn í Sokobanja fyrir sunnan Belgrad í Júgóslavíu eru nú í verk- falli. Lögðu þeir niður vinnu á þriðju- daginn þar sem ekki hafði verið gengið að kröfum þeirra um hærri laun. Alda verkfalla hefur gengið yfir Bresk flugfé- lög sameinast Flugfélagið British Airways hefur keypt meirihluta í breska flugfélaginu British Caledonian Airways fyrir 237 milljón sterlingspund. Þar með vonast stjórnarformenn BA til að flugfélagið verði betur í stakk búið til átaka í samkeppninni um farþega víðs vegar um heiminn. Fréttin um kaupin ollu stjómarand- stæðingum í Bretlandi áhvggjum. Búast þeir við atvinnuleysi og órétt- látri samkeppni við önnur (lugfélög í Bretlandi. Talsmaður British Airways sagði að kaupin hefðu í för með sér ferðir til nýrra áfangastaða svo sem Saudi- Arabíu, Vestur-Afríku og borga í Að sögn talsmanna bandaríska hers- ins fórst þyrlan, sem var af gerðinni UH-IH, i slæmu veðri skammt frá Ilop- ango-vatni, um tuttugu og fimm kílómetra austur af San Salvador. Þyrlan var á leiðinni að ná í særðan bandarískan hermálaráðgjafa. skömmu eftir miðnætti. Einn Bandaríkjamaður lifði af slvs- ið. Að sögn hersins voru það íjórir liðs- foringjar og tveir óbrevttir hermenn sem fórust en heimildir í bandaríska sendiráðinu segja að i þvrlunni hafi verið tveir hermálaráðgjafar. tveir læknar og tveir flugmenn. Um fimmtíu bandarískir hernaðar- ráðgjafar eru nú í E1 Salvador og starfa þeir með her stjómarinnar. Einkum ráðleggja þeir stjómarhem- lun i aðgerðum hans gegn skæruliðum Farabundo Marti frelsishreyfingar- innar en átök við þá hafa nú staðið um átta ára skeið. Hermenn í El Salvador flytja lik bandarísku hermálaráðgjafanna frá slysstaó í gær. Simamynd Reuter Júgóslaviu á þessu ári eftir að stjómin tilkynnti í febrúar að laun vrðu ekki hækkuð. Lífsafkoma fólks í landinu versnar stöðugt en verðbólgan er þai- rúmlega hundrað prósent. Bandaríkjunum. Sumir hagfræðingar óttast þó að þessi kaup hafi í för með sér minni samkeppni í Evrópu þar sem flugfar- gjöld eru meðal þess sem hæst gerist í heiminum. Vandamálið i Evrópu sé að þar er mikið um reglugerðir en lit- ið um samkeppni. Tilraunir Evrópubandalagsins til þess að greiða fyrir samkeppni í flugi fóru nýlega út um þúfur þegar Bretar og Spánverjar fóru að deila um stöðu Gíbraltar og búast Evrópubandalags- menn ekki við frjálsri flugsamkeppni í Evrópu fyn- en 1992. Markmiðið er að öllum hindmnum hafi þá verið nitt úr vegi. Tekist i hendur og kaupum fagnað. Stjórnarformenn British Airways og British Caledonian innsigla viðskiptin. Simamynd Reuter OPIÐ um helgina. Tjöld, bakpokar, svefnpokar og allur viðleguútbúnaður. Tjöldum öllu því sem til er. Aldrei meira úrval. efclaf er</. EYJASLOÐ 7 - SÍMI 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.