Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. Útlönd DV Lifleg kosningabarátta þrátt lyrir áriegar kosningar Jón Ormur Halldórsson, DV, Portúgal: Það dytti víst engum í hug, sem ekki vissi, að kosningar væru árviss viðburður í Portúgal. Þrátt fyrir fjórtán almennar kosningar á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því að liðsfor- ingjar í hernum byltu fasískri einræðisstjórn landsins í svokall- aðri blómabyltingu þá fer fram líflegri kosningabarátta í Portú- gal þessa dagana en nokkuð sem sést hefur í norðurhluta álfunnar um langt skeið. Það er raunar hvergi friður fvr- ir þessari kosningabaráttu nema þá helst á ströndum syðst í landinu þar sem milljónir ferða- manna án kosningaréttar njóta sumarhitanna hér suðurfrá. Margir Portúgalar segjast orðnir þreyttir á kosningum og reiðir stjórnmálamönnum fyrir sífelldar stjórnarkreppur og þrátefli í stjórnmálum þessa fátækasta lands Vestur-Evrópu. Kosningarnar urðu óvart Þó bílalestir aki um götur frá morgni til kvölds með fólk sem æpir í hátalara og ekki sé auðan blett að finna á nokkru húsi fvrir kosningaspjöldum eða ljósastaur án marglitra borða þá vefst það fyrir mörgum Portúgölum og jafnvel stjórnmálamönnum að útskýra um hvað þessar kosning- ar snúast. Aðspurður sagði stjórnmála- maður við fréttamann DV: „Kosningarnar snúast um það hvort átti að hafa kosningar núna eða ekki. Þær urðu nefni- lega óvart.“ Þó allir séu auðvitað ekki á þessari skoðun er þetta býsna útbreitt viðhorf því stjórn- in féll á tæknilegu atriði frekar en pólítísku eftir aðeins hálfs annars árs setu sem raunar er þó ekki tiltakanlega stutt seta í Portúgal. Fátæktin blasir við Það ætti hins vegar að vera um nóg að kjósa hjá þessari þjóð sem ekki hefur notið lýðræðis fyrr en nú. Þjóðartekjur í Portúgal eru miklu lægri en í nokkru öðru landi Vestur-Evrópu, aðeins um fimmtungur af því sem gerist norðar í álfunni og lítið meira en helmingur af þjóðartekjum Spán- verja eða íra. Fátækt þjóðarinnar blasir við hverjum manni sem um landið fer þó mannlífið virðist raunar með hýrari brag en víðast í Norður-Evrópu. Það er hins vegar lítil gleði yfir betlurum á götum stórborganna og litlum bömum sem send eru úr fátækra- hverfunum til þess að vinna sér inn fáeinar krónur með hverjum þeim hætti sem býðst. Greinileg ágreiningsefni Fyrir þá sem hafa vinnu og eitt- h vað af peningum eru þrálát verðbólga, vaxandi atvinnuleysi og það sérstaka portúgalska fyr- irbrigði að fyrirtæki skuldi oft starfsfólki sínu margra mánaða laun meðal þess sem helst veldur áhyggjum. Kosningarnar virðast þó ekki snúast nema að litlu leyti um greinileg ágreiningsefni af þessu tagi því flokkarnir hafa færst nær hver öðrum á síðustu misserum í viðhorfi til flestra þátta efnahagsmála. Allir inn á miðju Miðjan hefur þannig orðið þétt- setnari í Portúgal en var fyrir fáum árum þegar beinlínis var tekist á um það hvort innleiða ætti vestrænan kapítalisma eða allt að því kommúníska stjórnar- hætti. Bylting liðsforingjanna árið 1974 var ein fárra vinstri byltinga Hægfara ofan á Að lokum urðu þó hægfara vinstri menn ofan á innan hersins undir forystu Eanes hershöfð- ingja og síðar forseta og meðal kjósenda undir forystu Soares, leiðtoga jafnaðarmanna, sem kosinn var forseti í stað Eanes í um sem ætlað var að efna til byltingar fyrir fáum misserum. Gnæfa enn yfir Það voru þannig tveir hægfara vinstri menn, Soares og Eanes, sem urðu sigurvegarar fyrstu ár Spinola hershöfðingja var fljótt vikið til hliðar eftir byltinguna i Portúgal 1974. Soares og Eanes urðu sigurveg- arar fyrstu ár lýðræðisins og þeir gnæfa enn yfir flesta stjórnmálamenn i landinu fyrir utan hinn vinsæla forsætisráðherra, Cavaco Silva. af hendi hers í nokkru landi heimsins. Sá sem valinn var til forystu, Spinola hershöfðingi, var þó ekki langt til vinstri en honum var líka fljótt vikið til hliðar og menn mjög hallir undir kommún- isma tóku við völdum og stjóm- uðu um hríð. Mikil ólga var í landinu og innan hersins og leit lengi út fyrir að Portúgal myndi ekki eiga samleið með Vestur- Evrópu um stjórnmál. fyrra en Eanes mátti þá ekki leita endurkjörs. Byltingarsinnuðum vinstri mönnum var vikið til hliðar en samúð almennings með þeim var þó enn mikil eins og sást á því að einn þeirra sem lengst vildi ganga, Othello Caravalho herfor- ingi, náði miklu fylgi í fyrstu forsetakosningum í Portúgal. Hann situr nú í fangelsi fyrir meinta aðild að sprengjutilræð- lýðræðisins og þessir tveir menn gnæfa enn yfir flesta stjórnmála- menn í landinu fyrir utan hinn vinsæla forsætisráðherra, Cavaco Silva. Hann vill nú fá meirihluta á þingi fyrir flokk sinn, Flokk lýðræðisjafnaðar- manna, en er engu síður nokkuð til hægri við miðju í stjórnmálum eins og raunar fleiri flokkar með slíku nafni. Cavaco Silva hefur tekist að ná mikilli forystu yfir aðra flokka á hægri væng stjórn- málanna. Hefur hægri flokkur- inn, sem raunar er nefndur Flokkur miðdemókrata, minnkað verulega að undanförnu. Svo virðist sem flokkur forsætisráð- herrans geti fengið yfir fjörutíu prósent atkvæða en hægri flokk- urinn aðeins sex til átta prósent atkvæða. Undir nýju nafni Til vinstri við miðju eru svo sósíalistar. Hafa þeir flust veru- lega lengra inn á miðjuna en áður var. Er þeim ekki spáð nema tutt- ugu og fimm prósentum atkvæða nú en þeir hafa fram til þessa verið leiðandi afl í stjórnmálum landsins. Öllu lengra til vinstri eru svo kommúnistar en megin- flokkur kommúnista undir for- ystu Alvaro Cunhal býður nú fram undir nýju nafni og í banda- lagi við græningja og óháða vinstri menn. Skartar bláu í stað rauðs Flokkurinn, sem lengi hefur verið Moskvusinnaðastur allra stórra kommúnistaflokka í Evr- ópu, skartar nú bláum lit í stað þess rauða. Fréttaritari DV lenti á fundi hjá Cunhal og var það heldur kyndugt að sjá þann gamla byltingarmann í sjó af blá- um og hvítum fánum en fyrir fáum árum mátti heita að Cunhal hefði tekið sér alræðisvald í hér- uðunum fyrir sunnan Lissabon þar sem bændur undir hans for- ystu yfirtóku landareignir hinna ríku og settu upp samyrkjubú og samvinnufélög en meinuðu erind- rekum stjórnarinnar aðgang mánuðum saman. Kommúnistum eða Bandalagi um lýðræðislega einingu, eins og líklega má þýða nafn flokksins nú, er spáð um tólf til þrettán prósentum at- kvæða. Nýjastur stóru flokkanna í Portúgal er svo flokkur Eanes, fyrrverandi forseta, en flokkur- inn var stofnaður af konu forset- ans fyrir hálfu öðru ári og fékk hann verulegt fylgi í siðustu kosningum. Eanes vinsæll Eanes, sem nú hefur tekið við stjórn flokksins, er til vinstri við miðju í stjórnmálum og keppir líklega helst við jafnaðarmenn um fylgi að þessu sinni. Eanes er mjög vinsæll meðal almennings og mun fá talsvert fylgi út á al- menna tiltrú á persónu hans. Fréttaritari DV sat fund með Eanes í borg sunnarlega í Portú- gal og var sá fundur allur byggður i kringum persónu for- setans fyrrverandi en Eanes átti ekki greiða leið í gegnum mann- þröngina í borginni því margir vildu eiginhandaráritun frá þess- um manni sem sumir telja að hafi bjargað Portúgal frá einræð- isstjórn byltingarmanna fyrir fáum árum. Flokki Eanes er spáð svipuðu fylgi og kommúnistum eða tólf til þrettán prósentum atkvæða. Allar þessar spár skyldi taka með meiri fyrirvara en skoðana- kannanir á Vesturlöndum því bannað er með lögum að gera skoðanakannanir i Portúgal síð- ustu vikurnar fyrir kosningar. Kosið verður í Portúgal á sunnu- dag. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.