Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 11 Gandhi ánægður með úrslit forsetakjörsins Ramaswamy Venkataraman var í gær kjörinn áttundi forseti Indlands. Nýi forsetinn er sjötíu og sex ára gam- all lögfræðingur og þingmaður. Venkataraman, sem er tamíli frá suðurhluta Indlands, naut stuðnings Gandhis og flokks hans og er búist við að hann verði samvinnuþýðari en Zail Singh forseti sem nú lætur af embætti. Gandhi lét í ljósi ánægju sína með úrslitin er hann kom í gær heim til hins nýkjöma forseta sem var skreytt- ur blómsveigum í tilefni sigursins. Kvað Gandhi úrslitin vera meira en sigur fyrir hans eigin flokk þar sem fjöldi andstæðinga stjómarinnar hefði einnig greitt Venkataraman atkvæði. Zail Singh hefúr mánuðum saman neitað að samþykkja lagafrumvarp um Búist er við að hinn nýkjörni forseti, Venkataraman, verði samvinnuþýðari en fyrirrennari hans. Simamynd Reuter að yfirvöldum sé heimilað að opna póst og hefur hann hvað eftir annað deilt við Gandhi um réttindi og völd forseta. En þó svo að Venkataraman reynist samvinnuþýðari getur verið að forsæt- isráðherrann reki sig á að nýi forset- inn fari sínar eigin leiðir. Sem formaður efri deildar þingsins átti hann það til að gagnrýna bæði stjóm- arandstöðuna og Gandhi sjálfan. Þrátt fyrir að Venkataraman hafi setið í fangelsi í tvö ár fyrir þátt sinn í sjálfstæðisbaráttu Indveija viður- kennir hann samt söguleg tengsl þjóðanna og hefur ritað bréf til neðri deildar þingsins í Bretlandi þar sem hann tekur fram að breskum hefðum verði framfylgt í málefnum er varða stjórnarskrána. Fjárkúgararnir voru lögreglumenn Baldur Róbertsson, DV, Genúa: Fyrirtæki eitt í Alfonsine á Ítalíu leitaði aðstoðar lögreglunnar til þess að hafa hendur í hári þeirra manna er kúguðu ’fé út úr fyrirtækinu. I samvinnu við fyrirtækið skipulagði lögreglan gildru til þess að reyna að ná fjárkúgurunum. Var þeim talin trú um að þeim yrði afhent sú fjámpphæð er þeir fóm fram á. Er fjárkúgararnir komu til að sækja féð umkringdi lög- reglan þá. En þá kom upp óvænt staða. Tveir fjárkúgaranna reyndust vera úr röð- um lögreglumannanna og grétu þeir er þeir gáfust upp eftir skothríð. Einn lögreglumannanna særðist í skothríð- inni. Egypskur ráðherra í heimsókn til ísraels Utanríkisráðherra Egyptalands, Abdel-Maguid, er væntanlegur til Isra- els á mánudaginn. Er það fyrsta heimsókn egypsks utanríkisráðherra til Israels frá því að Israelar réðust inn í Líbanon 1982. Abdul-Maguid mun þar hitta að máli forseta Israels, Chaim Hertzog, og nokkra ráðherra. Israelskt dagblað hefur það eftir diplómatískum heimildum að Israelar muni lýsa yfir áhyggjum sínum yfir fregninni um að Egyptaland hyggist bjóða Kurt Waldheim, forseta Austur- ríkis, til Kaíró. Waldheim hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum nasista í seinni heimsstyijöldinni. Israelar mótmæltu harðlega þegar Jóhannes Páll páfi II. bauð Waldheim til páfagarðs í síðasta mánuði. Er Waldheim heimsótti Jórdaníu voru mótmælin ekki jafnhávær. Embættismenn í utanríkisráðuneyt- inu í ísrael segjast ekki vita til að rædd verði möguleg heimsókn Wald- heims til Egyptalands. Kváðust þeir búast við að fjallað yrði um samskipti landanna tveggja og tilraunir til þess að alþjóðleg ráðstefna um frið í Mið- austurlöndum verði að raunveruleika á þessu ári. Mubarak, forseti Eg\'ptalands. og Peres, forsætisráðherra ísraels. stvðja slíka ráðstefhu en Shamir. utanríkis- ráðherra Israels. er henni mótfallinn. Er hann hræddur um að Israel neyðist þá til að láta af hendi landsvæði sem hertekið var í stríðinu 1967. Shamir kveðst aftur á móti hlynntur ráðstefnu án íhlutunar annarra en Israelsmanna og araba. Uppboðsfyrirtæki hætta að selja grafíkverk Dalis - 400.000 fölsuð verk í umferð Samkvæmt fréttum breska blaðsins The Sunday Times hafa helstu upp- boðsfyrirtæki í Bretlandi, Sotherbys og Christies nú tekið fyrir sölu á graf- íkverkum eftir spænska listamanninn Salvador Dali þar sem þau telja sig ekki lengur geta treyst því að þau séu ófölsuð. Giskað hefur verið á að 400.000 folsuð grafíkverk merkt Dali séu nú í umferð og séu þau seld fyrir allt að því 130.000 ísl. krónur stykkið. Dótturfyrirtæki Sotherbys og Christi- e’s í New York íhuga einnig að hætta að selja grafíkverk með nafni Dalis. Einn af sérfræðingum Sotherbys, Jonathan Pratt, sagði að fyrir stuttu hefði maður komið með 30 þrykk „eft- ir“ Dali og beðið þá að selja fyrir sig. „Þau voru nákvæmlega einskis virði,“ sagði Pratt. Þessi þrykk höfðu verið keypt á sýningu á Cumberland hótel- inu í London í fyrrasumar, Ofangreind uppboðsfyrirtæki hafa einnig tekið fólki vara fyrir að kaupa grafísk þrykk sem merkt eru Chagall og enska málaranum L.S. Lowry en báðir þeirra njóta mikilla og almennra vinsælda. Hafa fyrirtækin rökstuddan grun um að grafíkverk þeirra séu föl- suð í stórum stíl. Þar sem sala á grafíkverkum þekktra listamanna er nú stórbisness upp á marga milljarða íslenskra króna hafa falsarar í æ ríkari mæli látið til sín taka á listaverkamarkaðinum. Fyrir viku tók bandaríska lögreglan hús á fjölda sýningarstaða víða um Bandaríkin og lagði hald á fölsuð þrykk með nafni Dalis sem selja átti fyrir 36 milljarða íslenskra króna. The Sunday Times full\Tðir að nán- ustu vinir og ráðgjafar Dalis hafi verið famir að hafa svo miklar áhvggjur af fölsunum að þeir hafi efnt til fundai' með listamanninum á Spáni. Að þeim fundi loknum tilkynnti Robert Descharnes, helsti ráðgjafi Dalis um margra áratuga skeið. að næsta október yrði sérstöku vatns- merki, sem engin leið væri að fafsa. komið fyrir i þeim þrykkjum sem Dali hefði sjálfur lagt blessun sína \-fir. Deschames gaf einnig í skyn að Dali hefði lúmskt gaman af þessum hremmingum listaverkasala og upp- boðsfyrirtækja. ..Vitanlega hefur hann áhyggjur af fölsunum." sagði hann. ..En ég er ekki frá því að honum þvki þetta tilstand staðfesta heimsfrægð hans." -ai __________________________________________________Úflönd Setja á stofn rikisrekin hómhús Samkvæmt nýrri reglugerð í Rotterdam í Hollandi gæti borgarstjómin þar bráðlega hafið rekstur hóruhúss með um citt hundrað gleðikonum í fullu starfi. Reglugerðin gerir borgaryfirvöldum jafhframt kleift að ákvarða verðlag á þjónustu gleðikvenna um alla borgina sera og hafa hert eftirlit með heilsufarslegu ástandi kvennanna. Talsmaður borgarráðsins í Rotterdam sagði í gær að líklega myndi borgar- stjómin einnig setja reglur um heimilan opnunartíma gleðihúsa i borginni en að flestu öðru leyti láta framkvæmdastjóra gleðikvennanna um rekstur þeirra. Megintilgangur þessarar nýju reglugerðar er að koma gleðikonum af göt- um borgarinnar og að auðvelda að hefta útbreiðslu ákveðinna sjúkdóma Borgarráð Rotterdam hefúr þegar fest kaup á auðri verksmiðjubyggingu í borginni þar sem ætlunin er að hómhús hins opinbera verði til húsa. Telja tilræðismennina hafa farist Yfirvöld f Kuwait telja að tilræðis- menn þeir sem komu sprengju fyrir í bifreið við verslanasamstæðu þar í gær hafi farist þegar sprengjan sprakk. Að sögn innanríkisráðu- neytis landsins er talið að mönnun- um hafi orðið á einhver mistök þegar þeir vora að koma sprengjunni fyrir í bifreið og hafi hún sprungið í hönd- unum á þeim. Enga aðra en tilræðis- mennina tvo sakaði. Þetta tilvik er áttunda sprengjutil- ræðið sem gert er í Kuwait á þessu ári. Sex Kuwaitmenn voru i síðasta mánuði dæmdir til dauða fyrir skemmdarverk á olíusvæðum á þessu ári og þvi síðasta. Innhelmta gjaldanna gengur mjög illa Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna hafa vfirleitt ekki innt af hendi nema um helming þeirra fjárframlaga sem þau hafa samþvkkt að leggja fram til starfsemi samtakanna á þessu ári. Alls nema framlög ríkjanna um 756 millj- ónum Bandaríkjadala en þar af skulda aðildarríki enn meira en þrjú hundruð milljónir. Að auki skulda mörg ríki enn framlag frá siðasta árí, alls um 203 milljón- ir dollara, þannig að skuldir þeirra við heildarsamtökin nema um 566 milljónum dollara. Tekið er fram að fjöratíu og sjö af 159 aðildarþjóðum hafi greitt framlög sín að fúllu. Sú þjóð sem mest skuldar era Bandaríkin. Þau hafa ekki innt af hendi neitt af þeim fjármunum sem þau hafa heitið samtökunum á þessu ári, alls um 213 milljónir Bandarikjadala. Þá skulda Bandaríkin um 143 milljónir dala frá síðasta ári. Bandaríkjamenn hafa undanfarin tvö ár krafist þess í síauknum mæli að fá að ráða meiru um það hvemig fé S.Þ. er varið. Hafa þeir grandvallað kröfu sína á þvi hversu mikið framlag það er sem þeir greiða til Sameinuðu þjóðanna eða eins og nú virðist vera uppi. framlagið sem þeir greiða ekki. Bær yfirgefinn vegna bensínflöðs Þorpið St. Nikolaus, sem er nálægt Saarbrúcken í Vestur-Þýskalandi, tæmdist af fólki í gær þegar flutningabifreið. hlaðin eldsneyti, valt á götu og bensín rann um götur. Alls voru um tuttugu þúsund litrar af bensíni í tönkum bifreiðarinnar en aðeins lúuti þess lak út Lögregla á staðnum ívrirskipaði íbúum þorpsins að yfirgeía staðinn. Atvik- ið olli einkum uppnánú vegna þess að mönnum er enn í fersku minni sprenging sú er varð í þýska bænum Herbom, skammt norðan við Frank- furt. þar sem svipaður flutningabíll rakst á hús. Fjórir létu lífið í þeirri sprengingu og ellefu bvggingar evðilögðust gjörsamlega. Lögreglunni í St. Nikolaus tókst að koma í veg fyrir að eldur kæmist í bensínið sem rann um götur og í frárennsliskerfi þorpsins í gær. Sleppa föngum vegna þrengsla í fangelsum ísraelsk vfirvöld hafa í hvggju að sleppa um eitt hundrað Palestínu- mönnum úr fangelsum landsins, áður en þeir hafa setið af sér dóma sína, vegnaþrengsla í fangelsunum. Talsmenn stjórnvalda í Jerúsalem segja að fangar þéssir hafi allir verið dæmdir fyrir afbrot sem ekki hafi falið í sér ofbeldi. Einvörðungu verði sleppt föngum sem hafi lokið af- plánun um níutiu prósent af dóms- tírna sínum og talið er að muni ekki leita út á afbrotabrautina að nýju. Um fjögur þúsund Palestínumenn era nú i ísraelskum fangelsum og margir þeirra verða að sofa á bera gólfinu vegna þrengslanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.