Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 17 Lesendur Þegar ferðatívoli var sett upp i Reykjavik fyrir nokkrum árum var öllum snúið af krafti - konum og körlum, ungum sem gömlum og þekktum sem óþekktum. Jafnvel apar og önnur skrimsli fengu að fljóta með í hringekjunni. Tívolí: Ömuiieg skemmtiferð Margrét Ingimarsdóttir hringdi: Við fórum fimm fjölskyldumeðlimir í tívolíferð til Hveragerðis ó fimmtu- dagskvöldið níunda júlí. Þrjú böm voru með í förinni og byrjuðum við á því að kaupa tuttugu miða í búnti. Svo var komið að þvi að rölta um svæðið og byrja á einhverjum tækjum. Þama hófst leikurinn á því að við fórum að einhverjum bílum en þar var ekki nokkur starfsmaður. Við biðum í að minnsta kosti kortér. Þá kom loks- ins einhver unglingsstrákur - en ekki auðkenndur á neinn hátt sem starfs- maður. Þegar hann var spurður sagðist hann véra þama í afleysingum. Mér varð á að spyrja hvort búið væri að hækka verðið á þjónustunni því það stóð þarna - einn miði á mann í bílana - sem ekki var áður. Og þá svaraði drengurinn: „Heldurðu að það kosti ekki meira en einn miða að starta tækinu?“ Úr varð að maðurinn minn fór með hinum í bílana og drengurinn setti í gang en hann ætlaði ekki að vilja gera það því við vorum svo fá. Að því loknu fórum við í skotbakk- ana og þar gekk allt vel fyrir sig - enda á staðnum tveir karlmenn. Svo ákváðum við að fara í stóm tækin sem em þama. En þar var ekkert tæki í gangi og virtist sem við værum einu gestimir á svæðinu. Enginn starfs- maður sást á svæðinu. Eftir langa mæðu, þar sem ég gekk um allt svæðið meðan hinir biðu á bekk, fann ég strák, sem einnig var ómerktur, og setti hann eitt tækið í gang fyrir okkur. Þá kvartaði ég við drenginn og spurði hvort hann væri eini starfsmaðurinn á svæðinu. En hann sagði bara: „Við eigum nú að vera þrír.“ Næst fórum við í krabba og hann sagðist þurfa að setja það tæki í gang fyrir okkur iíka. Sem hann og gerði en var ekkert á staðnum til þess að fylgjast með framvindu mála - og stöðvaðist tækið bara af sjálfu sér. Þegar þessu var lokið héldum við áfram að ganga um en fundum hvergi nokkurs staðar starfsmann. Þá tókum við þá ákvörðun að fara í miðasölugatið aftur og skila þessum miðum því við sáum engan tilgang í því að vera þama þar sem enginn starfsmaður fyrirfannst til þess að starta tækjunum. Þegar við báðum um endurgreiðslu sagði miðasölustúlkan að ekki mætti endurgreiða þar sem við hefðum keypt miðana í búnti. Þá spurði ég hvort ekki væri hægt að fá að tala við ein- hvem yfirmann. Hún sagði þá við mig að eigandinn væri þama einhvers staðar á röltinu - og hann væri í kö- flóttri skyrtu. Ég ákvað þá að finna hann - sem og gerðist - og spurði hvort. hann hefði ekki starfsmenn þama á launum til þess að sinna viðskiptavinum. Eina svarið sem ég fékk var að hann vildi gjaman hafa mig ánægða en samt var hann ekkert að reyna að bæta úr því á einn eða annan hátt. Hvorki bauðst hann til að starta tækjunum sjálfúr eða finna starfsmenn til þess. I þessu kom ungi strákurinn, sem við hittum við bílana. aðvífandi og ég vatt mér að honum og spurði hvort hann vildi ekki starta fyrir mig stóra krabbanum því við vildum fara í hann næst. Þá segir hann: „Ég hef ekki aldur til þess að starta tækjunum." Þegar þama var komið sneri ég mér að eigandanum og spurði: „Er virkilega málið þannig að sá starfsmaður sem er á staðnum hafi ekki aldur til þess að sinna viðskipta- vinum en hinn fjTÍrfinnist hvergi?" Eigandinn svaraði engu heldur gekk í burtu og lét okkur ein eftir á planinu. Bömin fengu sem sagt að fara í tvö tæki og hinum miðunum urðum við að eyða í skotbökkunum því enginn var þama til þess að sinna gestum . Við erum síður en svo ánægð með þessa tívolíferð og viljiun benda öðrum á að vara sig á þessum viðskiptahátt- um - annaðhvort ó tívolíið að vera opið eða ekki - að okkar dómi! sP ÖLLUM ALDRI VANTARí EFTIRTALIN HVERFI AFGREIÐSLA Þverholti 11, sími 27022 GARÐAÐÆR Dalsbyggð Brekkubyggð Hæðarbyggð Sunnuflöt Markarflöt Móaflöt Lindarflöt Breiðás Lækjarfit Stórás Lyngás Melás Langafit Hverfisgata 66-út Bólstaðarhlíð 40-út Álftamýri 45-út Álfheimar 28-74 Mosgerði Hlíðargerði Melgerði Sogavegur 51-99 Selvogsgrunn Sporðagrunn Kleifarvegur Skiþholt 35-út Bolholt Vathsholt Laugavegur 170-178 SÖLUMAÐUR ÓSKAST Áreiðanlegur og samviskusamur sölumaður óskast á bílasölu. Skriflegar umsóknir sendist DV, merkt „Bílasala". KENNARAR Kennara vantar að grunnskóla Fáskrúðsfjarðar nk. skólaár. Meðal kennslugreina: enska, íslenska, íþróttir og kennsla yngri barna. Húsaleigu- og flutningsstyrkur. Upplýsingar veitir skólastjóri, sími 97-5159, og formaður skólanefndar, sími 97-5110. Skólanefnd. Tilkynning Vegna óvenjumikilla snjóa á Fjallabaksleið syðri (Mælifellssandi) er áður auglýstri sumarferð laugardaginn 18. júlí frestað um að minnsta kosti viku. Framsóknarfélögin í Reykjavík Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Funahöfða 7, þingl. eigandi Miðfell hf„ fer fram á eigninni sjálfri mánud. 20. júlí 1987 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Atli Gislason hdl„ Jón Ingólfsson hdl„ Ólafur Gústafsson hrl„ Klemens Eggertsson hdl„ Lilja Ólafsdóttir lögfr., Póstgíróstof- an, Guðjón Steingrímsson hri„ Skúli Bjarnason hdl„ Landsbanki íslands og Ævar Guðmundsson hdl. Borgarfógetaembættið i Reykjavik EVRÓPA ER STAÐURINN! Fastagestir geta í kvöld sótt boðsmiða sína á ”Afmælisveislu ársins” sem verður um næstu helgi í EVRÓPU. í veislunni verða Boney M, Greifarnir, Mao og Módelsamtökin svo einhverjir séu nefndir. HA EVRÓPA býður hljómsveitina A-ha velkomna til landsins og eru hljómsveitarmeðlimirnir að sjálfsögðu boðnir velkomnir í EVRÓPU í kvöld. EVRÓPA óskar Bíóhöllinni til hamingju með frumsýninguna á Living Daylight

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.