Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 19
18 FÖSTUDAGUR 17. JULÍ 1987. FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. 31 Iþróttir Yfirvöld í Suður-Kóreu óttast mjög eiðnifaraldur í kjölfar ólymp- íuleikanna í Seoul en plássið ku vera kaupstaður þarlendur ríflega í meðallagi á innanlandsvísu. Ljóst er nú þegar að þrjú hundr- uð þúsund gestir munu berja staðinn augum og mæla götur á meðan mótshaldið varir. Grunur leikur þó á að nokkrir þeirra muni hafa annað fyrir stafni og þá sér- lega í skugga nætur. Til að spoma við eiðnismiti, sem slíku næturbrölti kann að fylgja, hyggst stjómin skylda sérhvem ferðamann til að bera vottorð sem segir til um heilsufarið. Með því móti á að koma í veg fyrir að smit- berar stígi niður fæti þar syðra. í sömu áætlun er sérhver smit- beri gerður ábyrgur fyrir gerðum sínum fari hann fram hjá neti eftir- litsins við landamærin. Viðurlög við að smita er allt að sjö ára fangelsi. Landsmótið nálgast Nú líður senn að því að íslands- mótið í golfí hefjist á Jaðarsvellin- um á Akureyri. Mótið hefst mánudaginn 27. júli og því lýkur laugardaginn 1. ágúst. Frestur til að tilkynna þátttöku er að renna út en síðustu forvöð eru á mánu- daginn. Forráðamenn mótsins á Akur- eyri eiga von á metþátttöku og er jafnvel búist við um 300 kylfingum á mótið en svo fjölmennt hefur ís- landsmótið aldrei verið. Eins og fram kemur hér að ofan verður leikið á sex dögum og er það ný- lunda á mótinu. Síðasta daginn verða einungis meistaraflokks- menn i karlaflokki að keppa. Aðrir ílokkar hafa þá lokið sér af á föstu- deginum. Sovétríkin „opnast“ Sovéski miðvallarleikmaðurinn, Sergei Shavlo, sem leikið hefur með Torpedo Moskva, hefur skrif- að undir tveggja ára samning við austurríska félagið Rapid Vín. Þess má geta að lið frá Vestur- Þýskalandi eru íarin að bera víurnar í sovéska leikmenn en sem kunnugt er hafa þeir ekki verið til sölu en eitthvað virðist þróun mála vera að breytast eystra. JÖG/-SK Einar kastaði aðeins 73,64 m - og var langt frá sínu besta á HM stúdenta „Þetta kom óneitanlega mjög flatt upp á mann og Einar var auðvitað fjúkandi vondur," sagði Valdimar Ömólfsson, fararstjóri þeirra Einars Vilhjálmssonar og Helgu Halldórs- dóttur á heimsleikum stúdenta í Zagreb í Júgóslavíu, í samtali við DV í gærkvöldi. Einar náði aðeins að kasta 73,64 metra og hafnaði í ellefta sæti. Hann komst ekki í átta manna úrslit eftir þrjú köst. Aðstæður til keppni í spjót- kasti voru í daprara lagi í Zagreb í gær. Mikill hiti og nánast logn. • Einar Vilhjálmsson. DV-lið 9. umferðar Janus Guðlaugs- son, Fram,(2) vamarmaður Haukur Bragason, KA,{2) murkvörð- ur Siguröur Lárus- son, ÍA, vamar- maður Snœvar Hreins- son, Völsung, mjðjumnður Guðni Bergsson, Val,{5) vamar- maður Guðbjöm Trygjp- asson, ÍA, míðju- maður Pétur Arnþórbson. Fram,(5) miðju- maður Pétur Ormslev, Fram,(5), miðju* mnður Krntján Kristj- ánsson* Þor sóknarmaður Pétur Pétursson, KR,(6)sóknarraað- Halldór Áskels- son, Por,(4) sókn- armaður Einari boðið til Rómar Einari Vilhjálmssyni hefúr verið boðið að taka þátt í Golden Gala mót- inu sem fram fer í Róm á miðvikudag. Um er að ræða eitt af Grand Prix mótunum og mun Einar keppa á mót- inu. Þar gefst honum kærkomið tækifæri til að bæta sig og vonandi tekst honum betur upp þar en i gær- kvöldi. Einar er sem stendur í 8. sæti í stigakeppni spjótkastsins á Grand Prix mótunum. -SK Atli skoraði fyrir Bayer Atli Eðvaldsson skoraði eitt mark fyrir Bayer Uerdingen er liðið lék æf- ingaleik gegn FC Alfeld á dögunum. Uerdingen sigraði 0-7 og var staðan 0-2 í leikhléi. Hin mörk Uerdingen skoruðu þeir Kuntz (2), Klinger (2), Mathy og Scholtysik. • Knattspyrnumenn í Vestur- Þýskalandi búa sig nú af miklum krafti undir komandi keppnistímabil. Atli og félagar hans hjá Uerdingen eru nú staddir í æfingabúðum í Norður- Þýskalandi. Þar eru lítil grið gefin, þijár æfingar að morgni og oftast leik- ið seinni part hvers dags. -SK Iþróttir Gerði ein mistök allan hringinn" - sagði Rodger Davis sem lék á aðeins 64 höggum á fyrsta degi British Open „Þetta var einn besti hringur sem ég hef náð að spila á mínum ferli. Ég gerði aðeins ein mistök á holunum 18. Ég notaði „dræver" á 10. holunni í stað þess að slá með jámi númer 1. Og ég fékk að svíða fyrir þessi mistök, fór holuna á 6 höggum," sagði Astralíumaðurinn Rodger Davis í gærkvöldi en þá var ljóst að hann hafði náð bestum árangri allra kylfinga á fyrsta degi British Open golfinótsins sem hófet á Muirfield vellinum í Skotlandi í gær. Davis lék á .64 höggum, aðeins einu höggi frá vallarmetinu. Rodger Davis frá Ástralíu sést hér slá kúlu sína úr djúpu „röffi“ í gær. Davis Iek frábært golf, kom inn á 64 höggum og var aðeins einu höggi frá vallarmetinu á Muirfield vellinum í Skotlandi. „Þetta er einn besti hringur sem ég hef leikið á mínum ferli,“ sagði Rodger Davis eftir fyrsta keppnisdaginn á British Open í gær. Davis er 36 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á þessu mikla stórmóti, einu af Qórum stærstu mótun- um ár hvert. Símamynd/Reuter Rodger Davis lék frábært golf í gær og kom inn á 64 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Hann fór út snemma í gær að skoskum tíma og það hafði góð áhrif á hann og raunar fleiri keppendur. Veðrið var mun betra fyrri hluta dags og raunar var svo til hægt að sjá á skori keppenda hvenær þeir fóru út. „Mér líkar mjög vel að byija snemma og allar aðstæður voru frá- bærar,“ sagði Davis. Strax eftir að hann hafði lokið keppni í gær hélt hann út á æfmgasvæði og æfði högg úr háu grasi (röffi) rétt utan við grín. „Ég hef trú á þvi að ég muni þurfa á góðum höggum að halda úr svona aðstæðum," sagði Rodger Davis. Lee Trevino stal senunni Gamli jaxlinn, Lee Trevino, USA, stal senunni á fyrsta degi mótsins í gær. Hann lék frábærlega og endaði á aðeins 67 höggum. Hann var nokkuð heppinn hvað vind varðaði. „Ég vil að hann blási hraustlega ef hann blæs á annað borð,“ sagði þessi vinsæli kylfingur eftir hringinn. • Tveir aðrir kylfingar léku á 67 • höggum. Ken Green, USA og landi hans Bob Tway. Green hóf keppni er vind var tekið að herða en lék mjög vel.„Aðstæðumar voru ekki upp á það besta en svo lengi sem ekki er kalt er þetta allt í lagi,“ sagði Green að lokn- um fyrsta deginum. Ballesteros var reiður Spánverjinn Severiano Ballesteros lék 17 fyrstu holumar á pari í gær. Á síðustu holunni fór hins vegar allt í handskolum hjá honum. Uppáskot hans á grínið hafnaði í sandgryfju og hann þurfti tvö högg þaðan inn á grín- ið. Þar mistókst honum pútt af meters færi og lék hann holuna, sem er 447 metrar á lengd og par 4, á 6 höggum. Inn kom hann því á 73 höggum, tveim- ur yfir pari. Eftir á neitaði hann að tala við fréttamenn og stmnsaði á brott. Watson lék á 69 höggum Tom Watson, USA og Bemhard Langer, V-Þýskalandi, léku báðir á 69 höggum ásamt fleiri keppendum. Það var léttara yfir þeim eftir hringinn og Watson sagði:„Þegar þú hefur keppni á stórmóti sem þessu með því að leika á tveimur höggum undir pari liggur í augum uppi að þú ert í baráttunni um sigurinn." • Craig Stadler, USA, lék einnig á 69 höggum en lengi vel leit út fyrir að hann væri á 67 höggum. Hann fékk hins vegar dæmd á sig tvö víti fyrir ólöglegt „dropp“. „Einhvem tímann mun ég taka mér mánaðarfrí til að lesa reglumar,1' sagði Stadler. Greg Norman á parinu • Greg Norman, Ástralíu, lék á pari í gær, 71 höggi, en hann vann British Open í fyrra. • Jack Nicklaus, USA, lék á 74 höggum en hann hefur þrívegis unnið British Open. Hann vann mótið sem fram fór á Muirfield vellinum, þeim sama og leikið er á nú, árið 1966. Ra- ymond Floyd, sem er á aldur við Nicklaus, lék á 72 höggum í gær. • Hinn aldni og frægi Amold Pal- mer, USA, lék í gær á 75 höggum og Sandy Lyle, Bretlandi á 76 höggum. 18 kylfingar undir 70 höggum Staða efktu kylfinganna eftir fyrsta keppnisdaginn _er þannig: Rodger Davis, Ástralíu 64 Bob Tway, USA 67 Ken Green. USA 67 LeeTrevino, USA Larrv Mize. USA 67 68 Nick Faldo. Bretl 68 Xick Price. S-Afríku 68 Paul Azinger. USA 68 Tom Watson. USA 69 Craig Stadler. USA 69 David Graham, Astral 69 Bemhard Langer. V-þvskal 69 Ken Brown. ÚSA 69 Masashi Osaki, Japan 69 Mark Calcavecchia. USA 69 Graham Marsh. Ástral Jav Haas. USA 69 69 Gerrv Tavlor. Ástral 69 -SK I---------------------------1 Sundmeistaramót Islands i i Besti tíminn í ár Said Aouita frá Marokkó náði besta tímanum í ár í 2000 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti í París í gærkvöldi. Aouita hljóp á tímanum 4:50.81 sek- úndum. -JKS Sundmeistaramót íslands 1987, sem haldið er af Sundsambandi íslands og Olíufélaginu h/f, fer fram um helgina í Laugardalslaug og hefst í kvöld kl. 20.00. Mótinu verður svo fram haldið á laugardag og sunnudag og hefst það kl. 15.00 báða dagana. Auk íslandsmeistaratitla í hverri grein er keppt um Páls-bikarinn, sem gefinn var af Ásgeiri Ásgeirs- syni, forseta íslands. Einnig um stigabikar SSÍ, gefinn af Birgi Við- ari Halldórssyni, um Kolbrúnar- bikarinn, sem gefinn var til minningar um Kolbrúnu Ólafs- dóttur sundkonu, og um tvo bikara gefna af Olíufélaginu h/f. Allt okkar besta sundfólk verður i meðal þátttakenda á þessu móti I og má búast við skemmtilegri keppni í mörgum greinum og jafh- vel metum, enda sundfólkið í góðri I Im æfingu um þessar mundir. -JKS Lárus Guðmundsson meiddur Sguiður Bjömsson, DV, Þýskakndi: Lárus Guðmundsson, sem keyptur var til Kaiserslautem frá Bayer Uerdingen í súmar, hefúr ekki getað leikið með sínu nýja liði í æfingaleikjum að undanf- ömu. Lárus hefúr átt við meiðsli að stríða í lærvöðva. Vonast er til að Lárus verði búinn að ná sér af þessum meiðsl- um áður en keppnin í Bundeslígunni hefst 1. ágúst næstkomandi. • Um helgina tekur Kaiserslautem þátt í 4-liða móti ásamt Hamburger SV, Bayem Múnchen og Köln og klárast mótið með úrshtaleik á sunnudag. í fyrstu leikjum mótsins mætir Kaiser- lautem liði Hamburger og Köln mætir Bayem Múnchen. • 28. júlí hefet keppnistúnabilið fyrir alvöru í Vestur-Þýskalandi með leik meistaranna og bikarmeistaranna frá því fyrra, Bayem Múnchen og Hambur- ger SV og verður sá leikur í Frankfúrt. -JKS i NógafseðlumhjáRangers i Skosku meistamir i knatt- spymu, Glasgow Rangers. hafa á þessu ári ekkert til sparað við kaup á nýjum leikmönnum til félagsins og hafa þeir einkum komið frá lið- um í Englandi. Að sögn talsmanns félagsins hafa þeir á þessu ári kevpt leikmenn fyrir 1.7 milljónir punda sem jafn- gildir 102 milljóniun íslenskra króna. Terrv Butcher. Cluns Wo- ods og Graeme Souness léku með liðinu á síðasta keppnistímabili og á dögunum bættist fjórði leikmað- minn. Mark Falco. í hópinn. Framkvæmdarstjóri Rangers. Graeme Souness. sem einnig leikur með liðinu hefur um siö milljónir í árslaun hjá félaginu. -JKS • Diego Maradona. Lætur hann draum forráðamanna Leeds Un- ited rætast? LeedsUtd langar í Maradona óhklegustu félög sýna knatt- spymusnilhngnum Diego Ar- mando Maradona áhuga. í gær bættist 2. deildarlið Leeds United í hópinn er einn af forráðamönnum liðsins, Bill Fotherby, lýsti því yfir að þeir hefðu í alvöru mikinn áhuga á að fá Maradona til liðs við sig. Maradona leikur sem kunnugt er með ítalska liðinu Napolí og þurfti félagið að greiða 300 milljón- ir króna fyrir hann á sínum tíma. BUl Fotherby sagði í gær að þeg- ar hefðu nokkur fyrirtæki sýnt mikinn áhuga á að hjálpa til við að fá Maradona til Leeds. Sjálfur hefur snillingurinn sagt að hann langi til að verja einhveijum tíma með ensku félagsliði en hvort hann hefúr áhuga á að fara til Leeds hefur ekki fengist uppgefið enn sem komið er. -SK Sölur á Englandi Newcastle United, sem í vi- kunni seldi einn besta leikmann Bretlandse>ja, Peter Beardslev. fiTÍr metupphæð eða 1.8 milljón- ir punda tU Liverpool, keypti í gær miðherjann Glyn Hodges frá Wimbledon og var kaupverðið 300 þúsund sterlingspund. Hodg- es sem 24 ára gamall er greini- lega ætlað að taka við hlutverki Beardslev hjá Newcastle sem verður ekki öfundsvert hlurterk. • Aston VUla sem féll niður í 2. deUd í vor keypti í gær Mclna- lly frá skoska liðinu Celtic og þurfti að greiða 200 þúsund pund fyrir piltinn. -JKS/hsím Leikir í 1. og 2.deild 10. umferð 1. deildar íslandsmótsins í knattspymu hefst i kvöld með leik Akurnesinga og FH á Akranegi og hefst leikurinn kl.20.00. Á sunnudagskvöld verða þrír leikir, KR og KA leika á KR-velli, Þór og Fram leika á Akureyrarvelli og í Keflavík leika ÍBK og Völsungur. Valsmenn fá síðan Víði í heimsókn á Hlíðarenda og hefet viðureignin kl.20.00 á mánudag. • í 2. deild fer fram heil umferð á morg- un. ísafjörður fær KS í heimsókn, Breiða- blik mætir Þrótti í Kópavogi, toppslagur verður á Ólafsfirði er Leiftur mætir Vík- ingi, Selfoss mætir ÍBV og Einherji leikur gegn ÍR. -JKS „Ekki liðið jafnvel í langan tíma“ - segir Hinn heimsfrægi tennisleikari, John McEnroe, sem nú er á ferðalagi í Kanada, sagði fréttamönnum í Mon- treal á dögunum að hann væri á góðri leið með að ná sínu fyrra formi. Hann sakaði almenning um lélega umfjöll- um um tennisíþróttina sem um leið hefði skaðað íþróttina. Eins og flestum er kunnugt var McEnroe ósigrandi í tennis á árunum 1981-1984 en hin síðari ár hefúr hann ekki náð sér á strik. Hann sagðist vera þess fullviss að hann væri ekki hinn skapmikli tennisleikarí, John búinn að segja sitt síðasta orð. „Mér hefur ekki liðið jafnvel í lang- an tíma og það logar enn ljós innst inni í göngunum. Meiðsli, sem ég hef átt við að stríða á síðasta ári, hafa komið i veg fyrir betri árangur. Að vísu verður að hafa í huga að anstæð- ingamir í dag eru miklu sterkari en þeir vom fyrir fáeinum árum,“ sagði McEnroe. Hann sagðist vera búinn að taka ákvörðun um að keppa á al- þjóðlega móti í ágúst þar sem verð- launafé verður 500 þúsund dollarar. McEnroe McEnroe hefur á sinum keppnisferli unnið Wimbledon-keppnina þrisvar og U.S-Open fjórum sinnum, að auki hef- ur hann unnið sjötíu önnur mót á ferlinum og nemur verðlaunafé úr þessum mótum alls 400 milljónum ís- lenskra króna. Þá eru ekki taldar með auglýsingatekjur og ekki kæmi á óvart að þær væm annað eins þannig á ferl- inum væri McEnroe búinn að þéna einn milljarð. -JKS „Fjöldinn allur á leið hingað“ - 6 Bretar leika í frönsku knattspymunni Sjálfeagt munu nú fleiri beina augum sínum að frönskum knattspymuheimi en oft áður. Erlendir leikmenn verða nefni- lega fleiri en venjulega á leikárinu framundan. Breskir knattspymukappar hafa til að mynda gert strandhögg í Frakklandi og má þá fyrsta telja Glenn Hoddle og Mark Hateley. Þeir em báðir mættir til leiks hjá Monaco, Hoddle frá Tottenham en Hateley frá Milano á Ítalíu. Ray Wilkins, fyrrum félagi Hateleys hjá AC Milano, skipar nú veglegan sess i herbúðum Parísarliðsins, Saint Germain. Talið er að kempan fái 750 þúsund pund í vasann fyrir viðvikið, að yfirgefa AC og klæðast búningi Parísarliðsins. Mo Johnstone yfirgaf Celtic á síðasta vori til að glíma með Nantes í vetur. Eric Black, fyrrum leikmaður með Aberdeen, hefur sitt annað leikmisseri með Metz á laugardag. Frönsku meistaramir, Bordeaux, hafa aukið við liðsafla sinn. Má þá fyrst telja krafta George Boyle en sú kempa hefur unnið það afrek að vera efetur í kjöri knattspymumanna á Norður-írlandi. „Það er fjöldinn allur af skæðum knatt- spymumönnum á leið hingað til Frakk- lands,“ segir konungurinn sjálfur, Glenn Hoddle. „Eins og málin horfa við mér tel ég að við höfúm opnað flóðgáttir fyrir enska leikmenn," segir kempan. Þess má geta að franska deildamótið hefst nú á laugardag og ber þar hæst rimma Monaco og Marseille. Áhangendur Monaco eru ekki ýkja margir ef þeim mælikvarða er beitt sem jafnan er viðhafður í Frakklandi. Fjöldi gesta á vellinum er að jafriaði 4.500. Sú er þó trú manna að fóstbræðurnir Hoddle og Hateley veki knattspymufíkla af dvala og í kjölfarið verði bitist um hvem miða. -JÖG • Englendingarnir Mark Hateley, til vinstri, og Glenn Hoddle i búningi Monacoliðsins. Símamynd/Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.