Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 17. JULÍ 1987. GÓÐGÆTI VIKUNNAR JENNIFER WARNES - FIRST WE TAKE MANHATTAN (CYPRESS) Nýtt lag frá Leonard Co- hen í frábærum flutningi Jennifer Warnes; lipurt og létt lag sem sest að í heila- búinu til langframa. Lagið hefur allt til að bera: ein- faldleika, fallega laglínu, stórgóðan söng og hljóð- færaleik. Með því betra á árinu. ANNAÐ MEÐLÆTI PET SHOP BOYS - IT’S A SIN (PHARLAPHONE) Topplag í fleiri en einni merkingu; frísklegt og fal- legt popplag (ekki í G-dúr) sem er höfundum og flytj- endum til mikils sóma. Minnir samt nokkuð á lög OMD en þessar hljóð- gervlahljómsveitir eiga ekki auðvelt með að vera mjög sér á báti. MARILLION - SUGAR MICE (EMI) Gamli Genesis-andinn yfir- gefur Fish og félaga ekki þó Marillion hafi löngum verið á nokkuð þyngri línu en Phil Collins og co. Þetta er fallegasta rokkballaða með gítarsólói upp á gamla móðinn. A-HA - LIVING DAYLIGHTS (WEA) Norsku guttarnir komnir í slagtog með James Bond og bíða vonandi ekki skaða af. Þeim tekst vel að halda sínum einkennum í þessu lagi, létt popp í einföldum dúr þó að á stöku stað sé ekki laust við að lagið sé nokkuð ofhlaðið. Engu að síður vel gert hjá A-Ha og rós í hnappagatið. STUÐKOMPANÍIÐ - TUNGL- SKINSDANSINN (STEINAR) Þetta er bráðefnileg hljóm- sveit, það fer ekkert á milli mála. Lagið er stórgott og grípandi og ekki annað að heyra en að þaulvanir menn séu á ferð. Ég myndi kaupa hlutabréf í þessu kompaníi væru þau til sölu. BOB SEAGER SHAKEDOWN (MCA) Líflaus verksmiðjufram- leiðsla frá draumafabrikk- unni Hollywood. Bob kallinn gerir sitt besta til að bjarga því sem bjargað verður. Miðlungslag. SÚELLEN - SÍMON (PJESTA) Meira íslenskt og efnilegt, lagið yfir meðallagi en vantar samt smá neista til að komast í virkilega góð- an klassa. Textinn ekki upp á marga fiska, því mið- ur. -SþS- Whitney Houston - Whitney Sannar ágæti sitt Whitney Houston er án efa ein skær- asta stjaman í hinum fallvalta poppheimi þessa stundina. Ekki eru liðin nema tæp tvö ár fr á því að heyrð- ist fyrst í þessari ungu og glæsilegu söngkonu. Tókst henni með sinni fyrstu plötu að heilla svo til alla upp úr skónum. Var ljóst að komin var fram á sjónarsviðið söngkona sem ætti eftir að láta mikið að sér kveða. Ekki á Whitney Houston langt að sækja sönghæfileika. Móðir hennar, Sissy Houston, söng mikið, bæði ein og bakraddir, á árum áður og frænka hennar er engin önnur en Dionne Warwick. Sjálf hefur Whitney þróttm- ikla og góða rödd sem hún beitir af mikilli skynsemi. Nú hefur Whitney Houston sent frá sér sína aðra plötu og nefnist hún ein- faldlega Whitney. Og enn sannar hún ágæti sitt sem söngkona. Þótt flest lögin hafi heyrst einhvem tímann áð- ur þá er eins og um ný lög sé að ræða í meðferð hennar. Samt er nú svo að spenningurinn er hoi-finn. Frumraun- in að baki og nú er að standa sig og það gerir Whitney. Gallinn er bara sá að þrátt fyrir alla fullkomnunina er eins og að smá tómarúm hafi mynd- ast. Maður hefur á tilfinningunni að stúlkan geti gert nánast allt, en í heild er lagavalið ekki nógu spennandi, þótt ég sé viss um að að minnsta kosti helmingur laganna eigi eftir að verma vinsældalista í náinni framtíð. Greinilegt er að Whitney og Narada Michael Walden, sem er hennar aðal upptökustjóri, hafa valið ömggu leið- ina, enginn áhætta tekin, nánast framhald af síðustu plötu og þar með tryggð sala í nokkurra milljóna ein- tökum. Það er auðvelt að hrífast af söng- konunni Whitney Houston í einstaka lögum. Sérstaklega tekst henni vel upp í rólegum lögum á borð við You’re Still My Man og Did’nt We Almost Have It All svo einhver séu nefiid. Raddbeiting fullkomin og útsetning og upptaka fyrsta flokks. í hröðu lög- unum, sem sækja uppmna sinn í soultónlist, á stúlkan til að endurtaka sig. Lagavalið er ekki nógu fjölbreytt. Eins og áður hafa flest lögin heyrst áður, þó ekki séu þau mjög þekkt. Undanteking er I Know Him So Well úr söngleiknum Chess en þar syngur Whitney dúett með móður sinni, Sissy. Virkilega góð samsetning það. Annað lag sem heyrst hefur er óður Isley bræðra, For The Love Of You, en það er elsta lag plötunnar, frá 1975. Þrátt fyrir að nýja plata Whitney Houston sé kannski ekki eins spenn- andi og við hefði mátt búast, er hún vel yfir meðallagi og skemmtanagildi hennar ótvírætt. HK. REM - Dead Letter Office Menn gera sér margt til dægrastytt- ingar. Sumir borga skatta, aðrir vinna og enn aðrir gera það sem þeim dettur í hug. Tökum sem dæmi M.E.Mills, W.T.Berry, J.M.Stipe og P.L.Buck. Þeir virðast gera hlutina ósjálfrátt, eins og þeir séu alltaf á REM stiginu, hinu draumkennda ástandi svefnsins. Þeir kalla sig líka REM. Fjögurra manna bandarísk rokksveit, ein sú best kynnta meðal þeirra sem lesa ekki Billboard að staðaldri. Þeir hafa á undanfömum árum sent frá sér fjór- ar breiðskífur, úrvalsrokk miðað við það sem gengur og gerist. Platan Lifes Rich Pageant, sem kom út á síðasta ári, staðfesti það. Það er kannski þess vegna sem fjór- menningamir hafa séð sig knúna að sleppa örlítið fram af sér beislinu, láta Útálífið bara vaða og sjá svo til. Þannig hefur Dead Letter Office platan vafalaust orðið til. Hér ægir saman alls konar efni, lögum eftir hljómsveitarmeðlimi jafht sem aðra. Þeirra-eigið efni er í ódýrara lagi, lög sem réttilega hafa verið sett á b hliðar smáskífanna. Þessi lög eru stutt. Það breytir því samt ekki að þau eru lítt áhugaverð miðað við það efni sem REM hefur sett á breiðskífur sínar. Besta dæmið um þetta er fyrirbæri sem sveitin kallar Walters Theme. Lagið var samið sem auglýsing fyrir bareiganda nokkum, Walter að nafni. Hann launaði greið- ann ríkulega með áfengi sem mestallt var innbyit áður en lagið varð til. Á seinustu glösunum var því hnýtt aftan í broti úr King of The Road. „Roger Miller á siðferðilegan rétt til að sækja okkur til saka,“ viðurkennir Peter Buck á plötuumslaginu! Bestu lög plötunnar em þrjú Velvet Underground lög sem REM tók upp á fjögurra rása tæki í stofunni heima hjá Buck eða Stipe. Pale Blue Eyes, There She Goes Again og síðast en ekki síst Femme Fatale gefa þessari plötu eitthvert gildi. Lögin em einföld, leikin af samviskusemi og innlifun, eins og Lou Reed hefði staðið yfir strákunum strangur á svip. „Sumt er gott, annað síður og nokkur laganna hefðu kannski best verið gleymd og grafin áfram,“ skrifar Peter Buck á umslagið og reynir að gera gott úr öllu. „Reynið að hafa gaman af þessu. Og í öllum hænum takið þetta ekki alvarlega!" Einmitt. -ÞJV Danny Wilson - Meet Danny Wilson Ánægjuleg kynni Það er ekki laust við að gömlum Steely Dan aðdáanda, eins og undirrit- uðum, hlýni um hjartarætumar þegar hann hlustar á þessa fyrstu plötu skoska tríósins Danny Wilson. Áhrifin frá Steely Dan leyna sér ekki og liðs- menn Danny Wilson em heldur ekkert að fara í launkofa með það að þeir haldi mikið upp á tónsmíðar þeirra Beckers og Fagen enda ekki leiðum að líkjast. Og vissulega er tónlist Danny Wil- son keimlík tónlist Steely Dan og þó svo að það hafi aldrei verið talið bera vott um frumleika að stæla aðra í bak og fyrir er ekki hægt annað en að hrífast af hæfileikum þessara skosku stráka. Það er kannski fullmikið sagt að þeir séu að stæla Steely Dan, öllu held- ur mætti segja að þeir byggðu sínar tónsmíðar á sams konar nótum og þeir Becker og Fagen gerðu á sínum tíma. Og við þennan gmnn bæta Danny Wilson strákamir ýmsu frá eigin brjósti og væri því kannski rétt- ast að segja að þeir héldu áfram þar sem Steely Dan hætti. Hér er sem sagt um gæðaplötu að ræða, lögin hvert öðm betra, einfalt og vandað popp af bestu gerð og verð- ur fróðlegt að fylgjast með Danny Wilson drengjunum í ffamtíðinni. -SþS- SMÆLKI Sæl nú! . . . Blaðasnápar og Ijósmyndar- ar hafa löngum gert stór- stjörnum lífið leitt og það svo á stundum að stjörnurn- ar ganga i skrokk á snápun- um. Þetta gerðistá dögunum i veisiu sem háttvirtur David nokkur Bowie hélt i Lundún- um. Sem hannsitur þartíl borðs ásamt Mick gamla Jagger og fleiri öldruðum poppurum kemurþá ekki einn myndasmiðurinn og smellir af beint i smettið á þeim. Bowie brást ókvæða við og hreytti nokkrum vel völdum fúkyrðum yfir manngarminn en létþar við sitja. En þegar annar snápur birtist skömmu siðar og nrundaði tól sin framan í heiðursmennina og sýndi siðan þá ósvífni að smella af á meðan á fúkyrðaræðu Bowies stóð var stórmenn- inu nóg boðið og það fleygðí sér á afmyndarann og lét hann vaða í láréttu flugi yfir næstu borð. Og þar hirtu vörpulegir útkastarar upp hræíð og vörpuðu því á dyr eftir að hafa gert innihald myndavélarinnar upp- tækt. . . Ásakanir um lagastuldi gerast æ algeng- ari og nýjasta dæmið úr þeirri deildinni er að lag Pet Shop Boys- It's A Sin- sé i rauninni gamla CatSte- venslagið Wild World i nýjum búningi. Og dæmi nú hverfyrirsig . .. Iþrótta- og tónleikahöllin margfræga, Madison Squere Garden í New York, var opnuð á nýjan leik á dögunum með stórtón- leikum Billy Idol. Hetjan var þó ekki nema rétt hálfnuð með prógrammið þegaröllu var aflýst því í Ijós kom að viðgerðir á asbestplötum i þaki hallarinnar höfðu mis- tekist og stórhætta á að mörg tonn af asbestplötum dyttu á hausana á tónleika- gestum . . . Gömlu Doobie bræðurstilltu saman strengi sina á nýjan ieik um daginn vestur í Kaliforniu. Nokkuð er um liðið síðan hljómsveit- in hætti en eftir miklar fortölur fyrrum fram- kvæmdastjóra hljómsveitar- ínnar ákváðu liðsmennirnir að koma saman að nýju og leika á góðgerðatónleikum þarsem safnað varfétil handa fyrrverandi Vietnam hermönnum. Og eftir þrenna slika tónleika voru þeír Do- obie bræður svo ánægðir með móttökurnar að þeir skelltu sér i stutta tónleika- ferð. Framvkæmdastjórinn fyrrverandí gengur nú með þá drauma i maganum að fá þá bræður i hljóðverið á nýjan leik og byrja upp á nýtt,.. og þetta vartitt. .. -SþS—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.