Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1987, Blaðsíða 36
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið i hverri viku greið- hringdu þá i síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Flitstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987. Flutningur utanríkisvið- skipta skammt á veg kominn Flutningur utanríkisviðskipta frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis- ráðune^á-is er í undirbúningi. Þó eru fjölmörg vandirmál varðandi þá yfir- færslu sem óljóst er hvernig verða leyst. Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra lét það verða eitt af sínum síðustu verkum sem forsætis- ráðherra að setja reglugerð um breytta skipan Stjórnarráðs íslands. Reglugerðin, sem var sett 8. júlí síð- astliðinn, tók þegar gildi. Því er nú óljóst hvar hin lagalega og stjóm- málalega ábyrgð verkefnanna liggur en þau eru enn unnin í viðskipta- ráðuneytinu. Helga Jónsdóttir. aðstoðarmaðui- Steingríms Hermannssonar utanrík- isráðherra. sagði í samtali við DV i gær að ménn væru að reyna að „glöggva sig á því hvaða verkefni þetta em nákvæmlega. Það gæti tek- ið nokkum tíma. Hér er um veruleg uppskipti að ræða." Hún sagðist ekki eiga von á ágreiningi. „Mjög stór hluti við- fangsefna viðskiptaráðunej'tisins hefur verið á sviði utanríkisvið- skipta svo ekki er óeðlilegt þó um einhverja tilfærslu í mannahaldi verði að ræða." sagði Helga. Hún hefúr unnið að undirbúningi ásamt ráðunevtisstjórunum tveimur. Samkvæmt heimildum DV er und- irbúningurinn mjög skammt á veg kominn og fjölmörg álitamál sem erfitt gæti reynst að leysa, Búast má við að verulegur skriður komist ekki á þessi mál fyrr en um miðja næstu viku þegar Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra eru báðir komnir til starfa en þeir eru í leyfum sem stendur. -ES Féll úr krana Jón G. Hauksson, DV, Akureyrt Maður slasaðist á höfði er hann féll um fjóra metra niður af steypu- dælukrana við sjúkrahúsið Kristnes við Evjafjörð í gærmorgun. ÓVENJU LÁGT VERÐ OPIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Símar 79866, 79494. Fjölskyldan í tjaldinu: Boðið frrtt húsnæði „Þetta er ekki neitt rausnarlegt, hvað gerir maður ekki ef maður get- ur hjálpað fólki í vandræðum. Ég vil bjóða fjölskyldunni að vera í húsnæði sem ég á leigufrítt og ég mun borga bæði hita og raftnagn, hér er nóg að starfa fyrir maiininn." Svo mæltist Garðari Björgvinssyni, útgerðarmanni í Hveragerði, í gær. Garðar sagði að eftir að hann hefði lesið frétt í DV í gær um fjölskyldu sem neyðst hefur til að búa í tjaldi hefði honum þótt sjálfsagt að bjóða henni að búa í húsnæði sem hann á í Hveragerði. Garðar sagði að það húsnæði sem hann byði fjölskyldunni að búa í væri hlýtt og gott. Hann sagði að það væri á jarðhæð og það myndi því henta mjög vel. Eins og sagt var frá í gær er konan 100% öryrki og á mjög bágt með að ganga upp og niður stiga. Frá þvf að fjölskyldan greip til þess neyðarúrræðis að flytja í tjaldið hefur rignt allar nætur og því verið svalt að vakna í röku tjald- inu. Konan getur ekki klæðst í fjaldinu og verður því þrátt fyrir sín veikindi að klæðast undir berum himni. Nú hefur Garðar Björgvinsson boðið fjölskyldunni húsnæði leigu- laust og telur hann að hægt verói um vik með atvinnu þar sem nóg er að starfa í Hveragerði. Félagsmála- stofriun Hafnarfjarðar hefur árang- urslaust leitað húsnæðis fyrir fjölskylduna en ekki tekist en eftir að fréttin birtist í DV heftir sem sagt heldur betur ræst úr. -sme Umferðarsérfræðingar hafa löngum horft hýru auga til Tjarnarinnar. DV-mynd Brynjar Viðgerð á Tjamarbakkanum: Algeriega andvíg breikkun út í Tjöm - segir Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi „Það er fáránlegt hjá Sigurjóni Péturssyni að með bráðabirgðarvið- gerð á Tjarnarbökkunum sé verið að læðast út í Tjömina svo lítið beri á. Það er alls ekki ætlunin, enda hefur engin ákvörðun verið tekin um breikkun Fríkirkjuvegar,"- sagði Katrín Fjeldsted, einn af full- trúum Sjálfstæðisflokksins í borgar- ráði. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, lét hafa eftir sér í blaðafrétt nú í vikunni, að hann hefði ekki stutt tillögu í ráðinu um viðgerð á Tjamarbökkunum, enda væri með slíkum aðgerðum stefrit að því að breikka Fríkirkjuveginn út í Tjömina. Hér væri því verið að koma aftan að þeim borgarbúum sem ekki láta sér standa á sama um þessa perlu gamla miðbæjarins. Sú hugmynd hefur oft skotið upp kollinum meðal umferðarsérfræð- inga borgarinnar, að breikka Frí- kirkjuveginn út í Tjömina og Sóleyjargötuna inn í Hljómskála- garðinn. En þessi hugmynd hefur eðlilega átt sér marga andstæðinga. „Ég hef ekki samþykkt slíka breikkun og ég er algjörlega andvíg henni. Tjömin og nánasta umhverfi hennar er viðkvæmur staður í hjarta borgarinnar og því er ekki sama hvemig staðið er að framkvæmdum á þessum stað. Það verður að vísu keyrð grús út í Tjömina en það er einungis til þess að hægt sé að laga bakkana," - sagði Katrín. Katrín sagði að ef nauðsynlegt væri að fjölga akreinum á Fríkirkju- vegi, virtist henni liggja beinast við að leggja af bílastæðin sem em að austanverðu á Fríkirkjuvegi. Þá væri hægt að hafa tvær akreinar frá miðbænum og eina akrein inn í bæinn, „en það tíðkast gjarnan í erlendum borgum að hafa greiða bílaumferð frá miðbæjarkjömum, en draga hins vegar úr umferðinni inn í miðkjamana,"- sagði Katrín. KGK LOKI Hefur nokkur spurt endurnar álits? Veðrið á morgun: Léttara nyrðra Á morgun lítur út fyrir hægviðri eða suðaustangolu. Súld verður við suðaustur- og austurströndina en víða skúrir í öðmm landshlutum, síst þó norðanlands. Hiti tíu til sautj- án stig. 9 Rútu hlekktist á: Einn fótbrotinn - fleiri meiddir Rútu frá Sérleyfisbifreiðum Helga Péturssonar hlekktist á í Borgarfirði í gærkvöld. Ekki liggur ljóst fyrir hvað óhappinu olli. Töluvert margir af þeim fjömtíu farþegum, sem vom f rútunni, meiddust lítillega, einn farþeganna mun hafa fótbrotnað. Óhappið varð í um 25 kílómetra fjarlægð frá Borgar- nesi. Halldór Helgason, einn eigenda rút- unnar, vildi lítið um óhappið ræða. Þegar hann var inntur eftir því hvort rútu frá hans fyrirtæki hefði hlekkst á sagði Halldór: „Telur þú það óhapp ef springur á dekki." 4 i 4 4 4 4 4 4 4 Á -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.