Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1987, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 1987.
Fréttir
„Bestu ávöxtunarmögu-
leikamir á markaðnum“
Sagði fjámálaráðherra er hann kynnti nýjar útgáfur ríkisskuldabréfa
„Ríkissjóður hefur sett sér það
markmið að selja ný spariskírteini
fyrir 1,3 milljarða króna það sem
eftir er ársins. Þegar því marki er
náð mun ríkissjóður ekki keppa um
nýtt ijármagn við atvinnulíf og
banka umfram það sem áætlun gerir
ráð fyrir á þessu ári,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson ijármálaráð-
herra á blaðamannafundi sem hann
hélt í tilefni nýrrar útgáfu ríkis-
skuldabréfa.
Sala nýju spariskírteinanna mun
hefjast mánudaginn 17. ágúst. Nýju
spariskírteinin eru verðtryggð og
bera 7,2% til 8,5% ársvexti.
Spariskírteini sem greiðast í einu
lagi eftir tvö ár bera 8,5% ársvexti,
skírteini sem greiðast eftir fjögur ár
bera 8% ársvexti en skírteini sem
bundin eru í 6-10 ár bera 7,2% árs-
vexti.
Jón Baldvin Hannibalsson á blaðamannafundinum í gær.
DV-mynd JAK
Fj ármálaráðherra sagði að vextir
af spariskírteinum til skamms tíma
væru hærri en af langtímaspariskír-
teinum vegna þess að raunvextir
hefðu hækkað tímabundið vegna
efnahagsþenslu en slíkt tímabundið
ástand mundi ekki hafa áhrif á raun-
vexti til langs tíma.
Jón Baldvin sagði ennfremur að
sala spariskírteina ríkissjóðs hefði
gengið treglega að undanfómu. Það
væri hins vegar skoðun sín að með
þessum vöxtum og þvi öryggi sem
því fylgdi að kaupa spariskírteini
ríkissjóðs væru þau núna bestu
ávöxtunarmöguleikamir á mark-
aðnum.
„Ég á því von á því að sala skír-
teinanna muni nú ganga samkvæmt
áætlun."
ATA
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst
Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Lb.Sp, Úb.Bb. Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-18 Ab
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18mán. uppsögn 25,5-27 Ib.Bb
Ávísanareikningar 4-15 Ab.lb,
Vb
Hlaupareikningar Innlán verðtryggð 4-8 Ib.Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meo sérkjörum 3-4 14-24 Ab.Úb Bb.Sb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Sp.Vb. Ab
Sterlingspund 7,5-9 Vb
Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Vb
Danskarkrónur 8,5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst
Almennir víxlar(forv.) 27-28,5 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 25-26 eða kge
Almenn skuldabréf 25-31 Úb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 28.5-30 Lb
Skuldabréf
Að 2.5árum 7,5-9 Úb
Til lenari tima Utlántiltramleiðslu 7,5-9 Úb
Isl. krónur 23-29 Vb
SDR 7,75-8 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-9,25 Bb.Lb. Úb.Vb
Sterlingspund 10-10,75 Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-5,5 Úb
Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3,5 5-6,75
Dráttarvextir VÍSITÖLUR 36
Lánskjaravísitala júlí 1721 stig
Byggingavísitala 320stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestin<
arfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1,1634
Einingabréf 1 2,163
Einingabréf 2 1,283
Einingabréf 3 1,337
Fjölþjóðabréf 1,030
Kjarabréf 2,158
Lífeyrisbréf 1.088
Markbréf 1,075
Sjóðsbréf 1 1.058
Sjóðsbréf 2 1,058
Tekjubréf HLUTABRÉF 1,174
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 255 kr.
Flugleiöir 175kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 114 kr
Iðnaðarbankinn 137 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 120kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla
gegn 25% ársvöxtum, Samv.banki 25%pg
nokkrir sparisj. 26%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaðlnn
birtast f DV á fimmtudögum.
Akureyrarkirkja:
Grafið
fyrir safnaðar-
heimili
Jón G. Haukssan, DV, Akureyn:
Stór gmnnur hefur nú verið grafinn
bak við Akureyrarkirkju en þar er
verið að reisa safhaðarheimili kirkj-
unnar. Byggingin verður fokheld í
haust og þá á jafhframt að vera búið
að ganga frá lóðinni að utan. í kring-
um kirkjuna verður hellulagt þannig
að safiiaðarheimilið verður hálfgert
jarðhús.
Að sögn Þórhalls Höskuldssonar
sóknarprests verður safriaðarheimilið
um 700 fermetrar að flatarmáli. Núver-
andi safnaðarheimili, sem einnig er
neðanjarðar, undir kór kirkjunnar, er
fyrir löngu orðið allt of lítið.
Akureyrarkirkja verður fimmtíu ára
17. nóvember 1990 og gera menn sér
vonir um að þá verði safhaðarheimilið
fullbúið.
Þess má geta að vinnupallamir, sem
hafa verið utan á Akureyrarkirkju síð-
astliðið ár, verða senn teknir niður.
Gert hefur verið við steypuskemmdir
á kirkjunni og ný klæðning úr stein-
mulningi sett á hana.
Svona er Akureyrarkirkja séð bakatil þessa dagana. Stór grunnur nýs safnaðar-
heimilis blasir við.
Bítveita á JÖkuldal:
Bíllinn valt
30 metva
-ökumaðurinn ómeiddur
Um miðjan dag í fyrradag valt
japanskur fólksbíll á Jökuldal. Til-
drög slyssins voru þau að kind var
að sleikja salt sem borið hafði ve-
rið á veginn. Bílstjóri, sem kom
akandi, hafði aðeins um tvennt að
velja, aka út af eða á kindina þar
sem'hún hreyfði aig ekki. Bflstjór-
inn tók fyrri kostinn með þeim
afleiðingum að bíllinn valt 30
metra niður bratta hlíð. Bílstjórinn
slapp ómeiddur og þakkar lögregl-
an á Egilsstöðum það bílbeltunum.
Bíllinn er gjörónýtur.
Að sögn lögreglunnar á Egils-
stöðum hefur veríð mikið um að
ekið sé á kindur þar sem þær eru
að sleikja saltið sem Vegagerðin
ber á vegina. Á einum bæ á Jökuld-
al hafa þegar drepist átta kindur
vegna þessa. Lögreglan á Egils-
stöðum segir saltburðixm algjöra
plágu. -sme
Viötaliö
„Hestamennskan og
laxveiðin heilla“
- segir Pétur Magnússon, útibússtjóri Höfdabakkaútibús
„Þótt mér lítist vel á að taka við
nýju útibúi í nýju hverfi á ég eftir
að sakna þeirra einstaklega góðu
samstarfsmanna minna hér á Hellu,
sem hafa reynst mér mjög vel, og
fólksins í héraðinu," segir Pétur
Magnússon, nýráðinn útibússtjóri
Höfðabakkaútibús Búnaðarbankans
í Reykjavík en það tekur til starfa í
haust.
Pétur er 48 ára gamall og hefur
verið útibússtjóri Búnaðarbankans
á Hellu undanfarin átta ár. Hann
hóf störf hjá bankanum árið 1962,
fyrst sem gjaldkeri í aðalbanka í
þrjú ár en þá tók hann við forstöðu
Melaútibús í Reykjavík.
„Það var smærra í sniðum í
Bændahöllinni þá miðað við hvemig
það er í dag. Ég var bara einn þama
til að byrja með. Ætli að það megi
ekki segja að ég hafi verið hvort
tveggja í senn útibússtjóri og af-
greiðslumaður á þessu tímabili.
Þetta var þó aðeins fyrstu þijú árin
því síðan var útibúið stækkað og
starfsemi þess aukin. Þama gegndi
ég síðan forstöðu útibúsins þar til
ég tók við starfi mínu á Hellu.
Reykvíkingur segist Pétur vera og
hálfgerður vesturbæingur að auki
„þótt ég geti rakið ættir mínar hing-
að austur í sveitir en það er ekkert
náskylt," segir hann. Eiginkona Pét-
urs er Sigurveig Hauksdóttir og eiga
þau eitt bam.
„Ég á mér ýmis áhugamál,“ segir
Pétur. „Ég hef gaman af því að
bregða mér í veiði og um síðustu
helgi tókst mér að næla í 23 punda
lax úr Hvítá. Það er ágætt að bregða
sér svona í helgarveiðiferðir þegar
tækifæri gefast. Svo fer ekki hjá því
að maður fái áhuga á hestamennsku
hér á Hellu. Ég á þrjá hesta, að vísu
hef ég sjaldan komist á bak upp á
síðkastið og líklega fer ég enn sjaldn-
ar eftir að ég hef störf í haust þar
Pétur Magnússon tekur við starfi
útibússtjóra Höfðabakkaútibús Bún-
aðarbankans i haust.
sem mikið starf bíður mín í Höfða-
bakkaútibúinu. Mér finnst áhuga-
vert að taka við svona nýju og
ómótuðu útibúi, það er t.d. ekki búið
að ráða starfsfólk þar enn. Maður á
eftir að kjmnast nýjum viðskiptavin-
um sem koma eflaust að stórum
hluta út Grafarvoginum. Það er ág-
ætt að breyta til og fylgja nýrri
starfsemi úr hlaði.“