Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. 5 Tekjur af ferðamönnum orðnar umtalsverðar - segir Pétur Ágústsson sem sér um ferðir í Breiðafjarðareyjar Sumir halda því fram að í Stykkis- allt útlit fyrir að farþegar yrðu fleiri hólmi sé feguret bœjarstæði á ís- í ár. Hann benti þó á að allt færi landi. Það er sjálfsagt smekksatriði það eftir veðrinu því að þeir gætu eins og allt annað en svo mikið er ekki farið í ferðimar nema í góðu víst að Stykkishólmur er að verða veðri. Pétur sagði það færast í vöxt einn aðalferðamitnnaha-r landHÍns. að hópar pöntuðu bátana og færu í Hinar mjög svo vinsælu bátsferðir ferðir til Flateyjar eða annarra eyja út í Breiðafjarðareyjar eiga stóran og væru þá með bátinn á leigu í þátt í því og fjölmargir koma til nokkra klukkutíma. Stykkishólms í þeim tilgangi einum í Stykkishólmi er vandað hótel en að fara í siglingu með Eyjaferðum einnig er þar mjög góð tjaldaðstaða út í Breiðafjarðareyjamar. fyrir ferðamenn. Nú er unnið að því Pétur Ágústsson, framkvæmda- að gera hið gamla og fræga Egilsens- stjóri Eyjaferða, sagði að þeir hefðu hús upp og á þar að verða veitinga- byijað með Eyjaferðirnar af fúllum sala og ferðamannamiðstöð. Húsið krajftí í fyrra og fluttu þá 2.700 far- fellur undir svonefhda B-friðun hvað þega yfir sumarið. Ferðimar bytjuðu útlit snertir og er verið að koma því um miöjan maí í vor og sagði hann í upphaflegt útlit hið ytra en það var Pétur sagði að allir möguleikar yrði í framtíðinni. -S.dór Brimrún tekur 14 farþega og hefur staðið sig vel í ferðum um Breiðafjörðinn. DV-mynd JAK komið í mjög mikla niðumíðslu þeg- væm á því að Stykkishólmur yrði ar þeir Pétur og Karl Dyrving tóku einn eftírsóttasti ferðamannastaður við því. landsins og væri unnið að því að svo Fréttir Farsóttir í Reykjavík Kvef og hálsbólga algengust Borgarlæknisembættið hefur nú sent frá sér fréttatilkynningu þar sem teknar em saman tölur um farsóttir í Reykjavík í júnímánuði. Em tölumar byggðar á skýrslum 6 lækna og Læknavaktarinnar s/f. Samtals verður vart við ein 979 far- sóttartilfelli í Reykjavík. Þegar litið er á þessar tölur kemur í ljós að lang algengustu farsóttimar í júní vom kvef, hálsbólga, lungnakvef o.fl. en það hrjáði 747. 58 tilfelli fundust af þvag- rásarbólgu og 50 vom með iðrakvef. Lungnabólga herjaði á 44 og 33 vom með hettusótt. Aðrar farsóttir létu minna á sér kræla. Þannig er aðeins vitað um 2 matareitrunartilfelli, 9 lúsasmit og 7 lekandasmitaða. Mislingar og rauðir hundar virtust hins vegar vera útlægir úr borginni í júnímánuði. JFJ Viðtalid Guðfræðinámið: „Krefjandi en þroskandi“ - segir sr. Krislján Einar Þorvarðarson „Ég er ættaður frá Söndum í Mið- ffrði þar sem foreldrar mínir stund- uðu búskap um tíma. Þótt ég beri sterkar taugar til minnar heima- byggðar fannst mér þessi starfsvett- vangur ákjósanlegri, Hjallapresta- kall er fjölmenn kirkjusókn sem telur um 4200 sóknarböm," segir sr. Kristján Einar Þorvarðarson sem í síðustu viku var valinn til Hjalla- prestakalls í Kópavogi. Kristján er 29 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Láru Magnúsdóttur hár- greiðslukonu og eiga þau sex ára gamlan son. Eftír að hafa lokið stúd- entsprófi frá Flensborgarskóla í Sr. Kristján Einar Þorvarðarson, 29 ára, i Hjallaprestakaili I Kópavogi. Hann er fyrsti presturinn sem valinn er eftir nýju lögunum án kosningar. Hafnarfirði, árið 1978, fór Kristján á bændaskóla á Hvanneyri þar sem hann lauk búfræðinámi árið 1979. Árið 1981 hóf hann guðfræðinám við Háskóla íslands og lauk því árið 1986. Sama ár vígðist hann sem far- prestur þjóðkirkjunnar og hefúr þjónað á Eskifirði fram að þessu í fjarveru sóknarprestsins þar. „Þótt ég hafi þegar verið farinn að huga að guðfræðinámi eftir stúd- entspróf fannst mér rétt að íhuga þá ákvörðun vel og þar sem ég hafði líka áhuga á búfræði fannst mér tilvalið að leggja stund á hana í dálítinn tíma mér til ánægju. Ég get ekki sagt að það séu marg- ir prestar í minni ætt. Ég veit aðeins um einn, sr. Tómas Guðmundsson í Hveragerði. Þannig hef ég ekki átt mér neina sérstaka fyrirmynd þegar ég ákvað að gerast prestur. I gegnum mitt uppeldi hef ég hins vegar fengið góða tilsögn og hvatningu, hef átt mína bamatrú og haldið henni vak- andi. Ég tel að til að stunda guð- fræðinám þurfi menn þó að hugsa sig vel um. Þetta er kreíjandi nám þar sem menn verða að gera upp við sig margar afgerandi spumingar. En það er líka mjög skemmtilegt og þroskandi." Áhugamálin segir Kristján vera margvísleg. „Ég hef mikið umgengist hesta á mínum heimaslóðum og hest- mennskan er því mikið áhugamál hjá mér. Sjómennskan hefúr einnig vakið áhuga minn upp á síðkastið, þegar ég þjónaði á Éskifirði fór ég stundum út á trillum og líkaði það mjög vel. Ég tel að það sé nauðsyn- legt að fá góða hreyfingu þegar hægt er. Ég hef spilað innanhússfótbolta einu sinni í viku í vetur og einnig blak við og við. Þessa dagana erum við fjölskyldan að koma okkur fyrir en dálítill tími mun nú líða frá kjöri sóknarnefndar þar til að ég verð skipaður prestur. Ég mun nota tímann til undirbún- ings,“ sagði Rristján. ÚTSALAN HÓFST í MORGUN -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.