Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987.
Útlönd_________________________________________________________dv
Sovétríkin vfnsælli
meðal Palestínumanna
Palestínumenn á Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu dæma aðrar þjóðir eftir
afetöðu þeirra til málstaðar Palestínu-
manna. Og samkvæmt stjómmálaský-
rendum virðist Palestinumönnum sem
Sovétríkin séu eina áhrifamikla þjóðin
sem aðhyllist stofhun sjálfstæðs pa-
lestínsks ríkis.
Litið er á sovésk yfirvöld sem vemd-
ara Frelsissamtaka Palestínumanna
gegn öðrum arabaríkjum sem oft er
vantreyst jafh mikið og fsraelsmönn-
um. Palestínumenn virðast ekki
hræddir um að Sovétríkin reyni að
innprenta þeim sovéska hugmynda-
fræði. Segja þeir Sovétmenn gera sér
ljóst hversu sterkt afl múslímar em
og að tilraunir í þá átt myndu hafa
byltingu í för með sér.
Það þykir kaldhæðnislegt í þessu
sambandi að það skuli hafa verið Sov-
étmenn sem fyrstir viðurkenndu fsrael
sem ríki en árið 1967 slitu þeir stjóm-
málasambandi við ísraelsmenn er sex
daga stríðið geisaði. Það er aðeins
nýverið sem aðilamir hafa ræðst við
og krefjast Sovétmenn samkomulags
um frið í Miðausturlöndum áður
stjómmálasamband hefst á ný.
Tvennt veldur vinsældum
Samkvæmt stjómmálaskýrendum er
það aðallega tvennt sem hefur leitt til
aukinna vinsælda Sovétríkjanna með-
al Palestínumanna. Margir þeirra
standa í þeirri trú að það hafi verið
vegna þrýstings frá Sovétríkjunum að
síðustu virki Frelsissamtaka Palest-
ínumanna í Líbanon vom ekki jöfhuð
við jörðu af sítum í vetur í stríðinu
um flóttamannabúðimir.
Forseti Sýrlands, Hafez al-Assad,
sem á í útistöðum við Yasser Arafat,
leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu-
manna, er háður vopnasendingum frá
Sovétríkjunum ef hann á að halda
ímynd sinni sem valdamesti fjandmað-
ur fsraelsmanna meðal leiðtoga araba.
Em Palestínumenn þeirrar skoðunar
að yfirvöld í Moskvu hafi tjáð honum
að hann yrði af vopnasendingum ef
hann leyfði sítum að halda umsátrinu
áfram um flóttamannabúðimar.
Vænta sáttatilrauna
Þeir þakka einnig Sovétmönnum
það að tvær róttækar hreyfingar með
aðsetur í Damaskus skuli hafa samein-
ast frelsissamtökunum á ný en þær
sögðu sig úr þeim árið 1983. Vænta
nú sumir Palestínumenn þess að Sov-
étríkin komi á sáttum milli frelsissam-
takanna og sýrlenskra yfirvalda.
Þrátt fyrir vinsældir Sovétríkjanna
Umsátrið um flóttamannabúðir Palestinumanna i Libanon stóð í marga mán-
uði og þakka Palestínumenn Sovétmönnum að sitar, sem nutu stuðnings
Sýrlendinga, skulu ekki hafa jafnað síðustu virki Frelsissamtaka Palestínu-
manna við jörðu. Simamynd Reuter
nýtur kommúnismi ekki mikils fylgis
meðal Palestínumanna og fullyrðir rit-
stjóri dagblaðs í austurhluta Jerúsal-
em að kommúnistar hlytu ekki meir
en tíu prósent atkvæða ef fijálsar
kosningar yrðu leyfðar. Bændur á
Vesturbakkanum og kaupsýslumenn
eru mjög á verði gegn sovéskum áhrif-
um.
Fullyrt er að þeim fari fjölgandi sem
gera sér grein fyrir að engrar aðstoðar
sé að vænta fiá Bandaríkjamönnum
þar sem þeir muni, að því að sagt er,
alltaf vera á bandi ísraelsmanna.
Harma margir Palestínumanna að
engan stuðning skuli vera að fá frá
Bandaríkjamönnum þar sem þeir eru
hrifnir af bandarískum hugmyndum.
Einnig vegna sambands við útlaga í
Bandaríkjunum og kennara- og nem-
endaskipta við bandaríska háskóla.
Óttast Jórdaníu
Sovétmenn hafa lýst yfir stuðningi
við sjálfstætt ríki Palestínumanna en
Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar
að svæðin, sem hertekin voru af ísra-
elsmönnum í sex daga stríðinu, eigi
að vera undir yfirráðum Jórdaníu.
Palestínumenn líta á Jórdaníu sem
keppinaut og þykjast fullvissir um að
Hussein Jórdaníukonungur muni
bæla niður Palestínumenn ef hann
fengi aftur yfirráð yfir svæðunum.
Á dögunum var sovésk sendinefrid í
Israel í fyrsta skipti frá því fyrir tutt-
ugu árum. Líta flestir Palestínumanna
heimsóknina jákvæðum augum og
telja hana vera lið í viðleitninni til
þess að koma á alþjóðlegri ráðstefriu
um frið í Miðausturlöndum. En með-
limum kommúnistaflokks Palestínu-
manna geðjast ekki að þeirri hugmynd
og vekur það furðu margra.
Simamynd Reuter
Jack Sopacur, einn embættismanna búðanna í Hollandi, við girðinguna sem er umhverfis búðirnar.
Flóttamannabúðir Palestínu-
manna í Líbanon hafa verið nær
daglega til umfjöllunar í fjölmiðlum
undanfarin ár. Flóttamannabúðir
þær, sem Kambódíumenn og fleiri
byggja í Thailandi, hafa einnig notið
mikillar athygli. En það eru flótta-
mannabúðir víðar, meðal annars í
hjarta Evrópu, því í Hollandi búa
enn um fjögur hundruð Mólúkkar í
gömlum fangabúðum, sem nasistar
byggðu þar á tímum heimsstyijald-
arinnar síðari.
Langvinn skammtímalausn
Mólúkkamir komu upphaflega til
Lunetten búðanna, skammt utan við
hollenska bæinn Vught, fyrir um
þrjátíu og sex árum, að því er talið
var til skammtímadvalar. Alls komu
liðlega tólf þúsund þeirra til Hol-
lands, þar af um þijú þúsund sem
settust að í búðunum í Lunetten, en
hinir dreifðust milli fimmtíu bráða-
birgðabúða víðs vegar um landið.
Á þessum hálfa fjórða áratug hafa
flestir Mólúkkamir flutt úr búðun-
um inn í almennt íbúðarhúsnæði
sem hollenska ríkið bauð þeim. Enn
búa samt um fjögur hundruð í Lu-
netten og em ákveðnir að vera þar
um kyrrt.
Um helmingur íbúa Lunetten er
um eða innan við þrítugt og því
fæddur í Hollandi.
Enn í herþjónustu
Mólúkkar vom áður kjami ný-
lenduhers Hollendinga í Austur-
Indíum.
Þegar Hollendingar slepptu hend-
inni af nýlendum sínum og Indónesía
hlaut sjálfstæði krafðist hluti Mó-
lúkka þess að þeim yrði heimilað að
stofiia sjálfetætt ríki á Mólúkkaeyj-
um. Eftir skammvinna baráttu
einangmðust um fjögur þúsund
Mólúkkar sem neituðu staðfastlega
að ganga í her Indónesíu og afheit-
uðu jafhframt að gerast almennir
borgarar að nýju.
Eina leiðin sem þeim var fær var
að flytja um stundarsakir til Hol-
lands ásamt fjölskyldum sínum og
bíða þess þar að fá að stofha eigið
ríki.
Hollensk yfirvöld hafa hins vegar
aldrei stutt sjálfetæðiskröfur Mó-
lúkka. Það fór þess vegna ekki hjá
því að þeim fyndist þeir sviknir.
Töluverður hluti þeirra hefur neitað
að snúa aftur til almennra starfa og
gerast hollenskir þegnar að fullu.
Segjast þeir enn gegna herþjónustu
og bíða þess að fá fyrirskipanir yfir-
manna sinna.
Ofbeldisævintýr
Þessa áratugi hefiir að mestu verið
hljótt um Mólúkkana. Þeir hafa
flestir gengið inn í hollenskt sam-
félag að mestu, þótt atvinnuleysi
meðal þeirra sé um tvöfalt á við
aðra og kynþáttafordómar bitni
töluvert á þeim.
Á áttunda áratug aldarinnar gripu
nokkrir þeirra hins vegar til ofbeld-
isverka til þess að vekja athygli á
kröfu sinni um eigið land. Aðgerðir
þeirra urðu þó fáar og skammvinnar
og athygli fjölmiðla hélst ekki við
lengi.
Mólúkkamir og málstaður þeirra
féll aftur í gleymsku, án þess að
nokkur árangur næðist með ofbeld-
isævintýrum þeirra.
Ánægðir
í dag segjast Mólúkkar þeir, sem
enn eru í Lunetten, vera ánægðir
með tilveruna. Þeir hafa þak yfir
höfuðið og segjast ætla að bíða þar
þess að ríki Mólúkka verði stofnað.
Hljóti að koma að því, fyrr eða síðar.
Margir þeirra neita jafnframt að
taka boðum um að setjast að annars
staðar en í þessum gömlu fangabúð-
um. Óttast þeir að missa við flutning
stöðu sína gagnvart hollenskum
stjómvöldum. Hafa þeir gætt þess
vandlega að þiggja ekki hollensk
vegabréf heldur halda útlendinga-
pappírum sínum.
Á meðan leita hollensk stjómvöld
leiða til að leysa vanda Mólúkk-
anna. Vanda sem í raun virðist hvíla
þyngra á stjómvöldum sjálfum, enda
hafa þau reynt mikið til að laða
Mólúkkana út í almennt samfélag í
landinu. Þeir sem búa í Lunetten
hafa þó enga beitu tekið enn.
Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson