Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987.
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverö á mánuði 550 kr.
Verð I lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Dauðatjaldið
Verslunarmannahelgin er og verður aðalútihátíð ís-
lendinga. Hana ber upp á hásumar þegar veður getur
verið fegurst og náttúran skartar skrúða sínum. Ekki
er nema eðlilegt að landsmenn, ungir sem aldnir, reyni
að gera sér dagamun og noti sér langa helgi til útivist-
ar og ferðalaga.
Það hefur færst í vöxt að bjóða fólki til skipulagðra
útiskemmtana og ekki færri en tíu slíkar skemmtanir
voru auglýstar fyrir þessa helgi þar sem landsins þekkt-
ustu skemmtikraftar tróðu upp. Oftast eru fallegustu
og viðkvæmustu vinjarnar hafðar sem vettvangur
skemmtanahaldsins, svo sem Atlavík, Þjórsárdalur,
Húsafell, Vaglaskógur og Þórsmörk. Því miður hefur
reynslan verið sú að átroðsla og umgengni hefur stefnt
gróðri og öllu umhverfi í hættu og neytt staðaryfirvöld
til að banna slíkar útiskemmtanir. Þannig hafa ráða-
menn í Atlavík, Þingvöllum, Hreðavatni, Þórsmörk og
víðar lagt blátt bann við stórhátíðum á svæðunum.
Sama var upp á teningnum í Húsafellsskógi fyrir nokkr-
um árum þegar þeim fallega en viðkvæma gróðurbletti
var nánast rústað í gleðskap verslunarmannahelgar.
Af ástæðum, sem ekki verða skýrðar öðru vísi en sem
gróðafíkn, var ákveðið að efna að nýju til útihátíðar í
Húsafelli nú um helgina. Vinsælustu skemmtikröftun-
um var stefnt á staðinn til að halda upp fjörinu og eftir
því sem fregnir herma voru þar samankomin átta til tíu
þúsund manns. Menn geta rétt ímyndáð sér hvernig
staðurinn lítur út eftir þá árás. Auðvitað er það fjarri
lagi að aðstæður þoli slíkan mannfjölda og er ábyrgð
þeirra mikil sem þannig standa að eyðileggingu og
áníðslu á náttúru og umhverfi.
En það er fleira sem hneykslar. Unglingar á aldrinum
þrettán til sextán ára voru obbinn af mótsgestum. Mynd-
ir og frásagnir sjónarvotta eru allar á ei”nn veg. Yfir-
gengilegt fyllirí og sóðaskapur. Dauðadrukknir
táningar hvar sem auga leit og löggæslan hafði ekki
undan að bera líkin inn í tjöld þar sem þau lágu á víða-
vangi eða veltust um í óráði og öngviti. Dauðatjöld
hétu þau tjöldin þar sem hræjunum var hrúgað inn.
Nú er kannski ekki úr háum söðli að detta fyrir full-
orðna fólkið að hneykslast á ölvun unglinganna. Þetta
er haft fyrir þeim. En skyldi samt ekki einhverjum blö-
skra? Skyldi ekki einhverjum bregða í brún að vita af
börnunum sínum í hópnum? Og hvar er komin hugsjón
ungmennafélagshreyfingarinnar þegar þau annars
ágætu samtök hafa ekki lengur samvisku af því að
standa fyrir hópfylliríi fermingarbarna?
Aður hafa útiskemmtanir af þessum toga valdið
áhyggjum og hneykslan. Ölvun virðist óhjákvæmilegur
fylgifiskur ef ekki aðaltilgangur skemmtanahaldsins.
En allt bendir til að aldurinn sé að færast neðar, hópur-
inn sé að yngjast sem leitar uppi útiskemmtanir og
ölvunina. Það er dapurlegt á það að horfa að börn og
unglingar geti án eftirlits eða útbúnaðar lagt land und-
ir fót, drukkið frá sér ráð og rænu og orðið sjálfum sér
til skammar og umhverfi sínu til skemmdar. Og það
eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Kannski verður óreglunni ekki afstýrt, kannski er
æskan afvegaleidd. En er það ekki full langt gengið að
ungmennafélagshreyfingin og fullorðna fólkið skipu-
leggi fylliríin til að hafa börnin að féþúfu? Eru ekki
einhver takmörk fyrir því siðleysi?
Ellert B. Schram
„Engin ákvörðun hefur verið tekin um breikkun Frikirkjuvegar og ég tel fráleitt að borgarstjórn samþykkti
að ganga á viðkvæmt útivistarsvæði í hjarta borgarinnar á þann hátt.“
Tjomin, umhverfi, umferð:
Nýlega samþykkti borgarráð
Reykjavíkur að fram skyldi fara
bráðabirgðaviðgerð ó bökkum
Tjarnarinnar. Samþykkt þessi hef-
ur verið nokkuð til umræðu að
undanförnu þar sem fulltrúi Al-
þýðubandalagsins, Sigurjón Pét-
ursson, treysti sér ekki til að
standa að henni. Það var á þeim
forsendum að með slíkri viðgerð
væri stefnt að því að breikka Fri-
kirkjuveginn út í Tjörn og þannig
væri komið aftan að borgarbúum.
Þetta er að sjálsögðu alrangt.
Viðgerð á tjarnarbökkunum er
nauðsynleg eins og Reykvíkingar
og gestir þeirra hafa séð. Bakkarn-
ir við Vonarstræti og Fríkirkjuveg
eru hrundir og hættulegir yfirferð-
ar og umhverfi Tjamarinnar ekki
eins aðlaðandi og það ætti að vera.
Fríkirkjuvegur
Engin ákvörðun hefur verið tekin
um breikkun Frikirkjuvegar og ég
tel fráleitt að borgarstjórn sam-
þykkti að ganga á viðkvæmt
útivistarsvæði í hjarta borgarinnar
á þann hátt. Það er þó staðreynd
að ýmsir mætir embættismenn
borgarinnar hafa sýnt því áhuga
að breikka Fríkirkjuveginn í 4 ak-
reinar en fyrir því eru ekki haldbær
rök að mínu áliti. Það er eðilegt
að leggja megináherslu á að akst-
ursleiðir frá miðborginni séu
greiðar en ekki jafnaugljóst að
akstursleiðir inn í miðborg verði
alls staðar jafngreiðar.
Hvert sem er, hvenær sem
er
Nú þegar er verið að leggja vand-
aðar stofnbrautir að miðbænum en
bílageymsluhús á jöðrum hans
verða síðan að taka við bílunum
að talsverðu leyti. Jafnvel má
hugsa sér tíðar ferðir smárra stræt-
isvagna milli bílageymsluhúsa og
þjónustu- og verslunarkjarnans í
miðbænum. Ekki dytti nokkrum
manni í hug að rífa hús við Hafnar-
stræti eða Laugaveg til að koma
fyrir fleiri akreinum! Það er heldur
ekki nauðsynlegt að leggja bílnum
sínum alveg upp við tröppur húss
Kjallarinn
Katrín Fjeldsted
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
sem maður fer í þótt að sjálfsögðu
þurfi það að vera hægt fyrir þá sem
ekki geta komist um á annan hátt.
Samt höfum við tilhneigingu til
þess, íslendingar, að vilja komast
á bílum okkar hvert sem okkur
sýnist og hvenær sem er. Nú er
bílafjöldinn hér i Reykjavík orðinn
slíkur að við getum ekki lengur öll
komist í einu í bíl niður í bæ og
það er líka ástæðulaust.
Miðbærinn hefur aðdráttar-
afl
Mér finnst að ósk um breikkun á
Fríkirkjuvegi sé ósk um að gamli
bærinn aðlagi sig þeim bílafjölda
sem í borginni er í stað þess að
umferðin þurfi að taka sérstakt mið
af því sérkennilega og einstaka
umhverfi sem miðbærinn óneitan-
lega er. Þar að auki hefur mið-
bærinn aðdráttarafl umfram aðra
borgarhluta, þar eru falleg gömul
hús, verslanir í fallegu umhverfi,
mannlíf á götum úti, sem laðar að
sér fólk. Eðlilegast er að gera sem
mest úr því sem gamli bærinn hefur
upp á að bjóða og þá lætur fólkið
ekki á sér standa.
Ég get ekki hugsað mér að fórna
Tjörninni og umhverfi hennar fyrir
fjögurra akreina götu. Rétt er að
benda á að auðvelt er að koma fyr-
ir 3 akreinum á Fríkirkjuvegi með
því að leggja niður bílastæðin milli
Miðbæjarskólans og Skothúsveg-
ar. Þannig gætu 2 akreinar verið
út úr miðbænum en 1 inn í hann,
sem væri rökrétt frá umferðarlegu
sjónarmiða.
Hljómskálgarðurinn
Umhverfismálaráð borgarinnar
hefur fengið Kjartan Mogensen
landslagsarkitekt til að koma með
tillögur að breytingu á Hljóm-
skálagarðinum sem felast fyrst og
fremst í því að auka gildi hans sem
útivistarsvæðis, bæði fyrir menn
og fugla. Auka þarf skjól með trjá-
gróðri og gera fólki kleift að
komast nær vatnsyfirborðinu en
nú er. Verður spennandi að sjá
þessar tillögur þegar umhverfis-
málaráð hefur fjallað frekar um
þær og ákveðið með hverju verður
mælt af hugmyndum Kjartans.
Virðing fyrir gamla mið-
bænum
Tjörnin hefur verið ein af perlum
borgarinnar og á að vera það
áfram. Breikkun Fríkirkjuvegar í
4 akreinar væri hrein skerðing ó
henni og í ósamræmi við þá virð-
ingu sem sýna þarf gamla mið-
bænum.
„Ekki dytti nokkrum manni í hug að rífa
hús við Hafnarstræti eða Laugaveg til
að koma fyrir fleiri akreinum!“