Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1987, Blaðsíða 16
Á bílnum til Islamabad Mér skilst að nú um stundir sé vegakerfí heimsins svo gott að það sé svo sem ekkert mál að rúlla héðan úr Reykjavík, ellegar hvaða plássi sem vera skal, á miðlungsgóðum fjöl- skyldubíl og fara alla leið austur til Islamabad eða lengra. Það eina sem gæti verið í veginum er styrjöld í einhverju landi ellegar töf út af vega- bréfsáritun til að komast gegnum kommúnistaland. En sumarfrí eins og þau tíðkast norður hér á að duga. Ferðalýsingar eru gefnar út í stórum stíl - og þegar ég renndi um daginn fingri eftir kiljum ferðabókanna hjá forn- bóksalanum mínum sá ég að menn skrifa ekki síður um lendur sem nærri þeim liggja en þær sem fjarri eru. Löng ferðalýsing frá Danmörku, útgefin eftir síðasta stríð. Bók um furður Frakklands, líka frá síðasta eða næstsíðasta áratug. Hvað eru menn að skrifa um Frakkland sem er á sjónvarpsskjánum svotil daglega og þar að auki ekkert mál að vaða þangað yfir helgi? Bóksalinn sagði að skemmtile- gustu ferðabækurnar Qölluðu um túnið heima, næsta hrepp eða land sem maður sjálfur hefði farið um. - Það er ekki landið eða sveitin sem skiptir máli, sagði hann spaklega, - heldur frásagnarmátinn og tíminn, tilfinningin fyrir tímanum. Ferðap- istill frá Þýskalandi nasismans eða Bandaríkjum kreppunnar. Ef þú ferð ,um fjarlæga slóð, kannski einhvern 'troðning eða land þar sem enginn vina þinna hefur áður farið, þá gildir að segja frá því með því að vísa stöð- ugt til kálgarðsins heima, gera hottintottana líka Kjósverjum og tamílana eins og Hreppamenn. Þeir sem segja ferðasögur eru í raun og veru alltaf að tala um sjálfa sig. Þeir koma úr sínu umhverfi og bera það ósjálfrátt sam- an við það nýja sem fyrir augu ber. Og þegar þeir fara að lýsa framand- leikanum gera þeir það í ljósi eigin fordóma, eigin heimasprottnu við- horfa - og geta ekki annað. Mönnum kippir í kynið. Enda- laust. Og ekki aðeins á ferðalögum. I barnaskóla heyrði ég einhvem magisterinn segja að færum við til útlanda, blessuð börnin, ættum við að koma ákaflega vel fram. Ekki vegna þess að kurteisi borgaði sig, heldur vegna hins, að við á íslandi værum svo fá að trúlegast væri að þeir menn, sem við hittum í útl- andinu, myndu aldrei um ævina framar hitta annað eintak af íslend- ingi. - Hugsið um það, börn, sagði kennarinn. - Er það ekki ábyrgðar- hluti að vera eini fulltrúi Islands um aldur og ævi í lífi einnar manneskju úti í hinum stóra heimi? - Jú, sögðum við. - Það finnst okk- ur. Þessa kenningu má auðvitað teygja yfir á hvað sem er: Á yfir- standandi andartaki er útgáfan af sjálfum þér, hvernig svo sem þú ert fyrirkallaður, það sem lifa mun í minni ókunnugs manns sem þú af tilviljun lendir nærri. Þess vegna ber manni að vanda sig; eða hvað. Fjandakornið nei, sagði bóksalinn. Það er nú að ganga of langt. Og hvaða skrattans máli skiptir það þótt einhver karl í Danmörku eða trúboði á Sri Lanka hafi aldrei hitt nema fulla íslend- inga? Ef menn fara þá að ímynda sér að norður í hafi sé þjóð sem aldrei rennur af, þá það; þá er það raunar stórfín ímyndun að burðast með ævina út. Bóksalinn benti raunar á að það þyrfti ekki að teygja sig á milli landa, hvað þá heimsálfa, til að rekja for- dóma. Fordómar blakta frísklega milli húsa, stétta, starfshópa; og það í eins fámennu samfélagi og okkar. MILLI LÍNA Gunnar Gunnarsson Án fordómanna er maðurinn ekkert, sagði bóksal- inn. - Fjöldinn allur af liðtækum drykkjumönnum dregur upp myrka mynd af þeim sem hafa farið í með- ferð, eins og sagt er, og hætt að drekka. - Hvílík blávatnsdeild, segja hófdrykkjumennirnir og hrylla sig. Og drykkjugaurarnir eru varla hætt- ir að staupa sig þegar þeir eru farnir að burðast með þunga fordóma um alla þá sem enn láta eftir sér stöku glas. - Maðurinn er óður af drykkju, hann þarf svo sannarlega að fara að gera eitthvað í sínum málum, segja þeir nýedrú og hrylla sig. Fordómar bóksalans míns eru oft af pólitískum toga. Hann getur ekki hugsað sér að ferðast um ákveðin svæði í Norður-Ameríku vegna þess að hann er svo hræddur um að hitta fyrir trúarofstækismenn. Hann getur heldur ekki hugsað sér að fara austur fyrir járntjald, vegna þess að hann heldur að þeir stingi sér umsvifalaust inn. Og ekki vill hann fara suður með sjó því þar eru bara kanadindlar. Norður í land hef- ur hann aldrei komið af ótta við að hitta þar framsóknarmenn. Samt er þessi bókelski fróðleiksbrunnur hvergi flokksbundinn. Og á það til að tala af ást og virðingu um bókar- höfunda eða fræðimenn sem ég veit ekki betur en tilheyri flokki sem bóksalinn hatar. - Það eru til menn, sagði hann ein- hvem tíma þegar hann var veikur fyrir, - menn sem hljóta að teljast vandaðir. Og samt eru þeir í Fram- sókn. - Ég trúi þér ekki, sagði ég. - Það er satt. Og það eru meira að segja til skemmtilegir kommar. - Hvar? spurði ég. - Ungi maður, sagði bóksalinn þá. - Þú mátt ekki láta útlitið eða tals- mátann villa þér sýn. Það getur verið að sumir menn vilji berjast fyrir út- jöfnun allra hluta, hæfileika jafnt sem auðs, smekks jafnt sem hárafars, en þeir þurfa ekki að vera flatneskju- legir fyrir því. Og varast ber að dæma menn eftir málgögnum þeirra. Blöð- in, blessaður pappírinn; er bestu mönnum aðeins tæki til sjálfsfróun- Ég sé eftir því að hafa ekki gengið í Framsóknar- ílokkinn, sagði hann svo. Þar eru svo fáir upplýstir menn að ég hefði lent í áhrifamiklu og feitu embætti á nótæm. - Nú er betra að vera krati, sagði ég. - Þeir eru manna þekktastir fyrir að hygla sínu fólki. Ihaldið er náttla allatíð affara- sælast, sagði hann þá búmannslega. - Sé maður í því að gera út á flokka, þá á maður bara að tala við þá sem valdið hafa. I þessu tali um flokka og þá sem sjúga sig fasta á þá í ábataskyni, vorum við aftur farnir að tala um ferðalög. Og bækur um ferðalög. Bóksalinn hélt þvi fram að í raun og veru væru allar bækur ferðasög- ur. - Ekkert gerist í bók ef ekki er ferðalag, hreyfing áfram. Jafnvel í bókum um hugmyndir, listir, hug- myndafræði stjórnmálanna, er um ferðalög að ræða. Hvað eftir annað sér maður miðaldra menn byrja að skrifa í blöðin greinar um hug- myndafræðilegt flakk sitt sem jafnan ber að sama brunni: ungir kjark- menn byrja til vinstri við allt sem til vinstid telst. Og í ferðalok er vesal- ings sögumaðurinn orðinn vegmóð- ur, þreyttur, huglaus og snýr til hægri, leitar skjóls. Það ættu menn að hafa í huga, sagði bóksalinn, þeg- ar þeir rúlla af stað á miðlungsgóðum fjölskyldubíl og ætla alla leið austur til Islamabad í sumarfríinu, að ferða- tryggingin getur greitt fyrir þá flugfar heim ef bíllinn bilar i Karp- atafjöllum. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.