Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987.
26
Spakmælið
Mikill er sá sem hefur varðveitt barnshugann.
Konfúsíus
nemendum þar, auk þess sem hún hefur
þrívegis áður komið til Islands og leið-
beint íslenskum söngvurum hér á landi.
Kostas Paskalis er þekktur barítonsöngv-
ari og hefur sungið við öll helstu óperuhús
í heiminum í dag. Hann kom hér fyrir
tveimur árum og hélt námskeið á vegum
óperunnar, ásamt prof. Karusso.
Undirleikari á námskeiðinu verður Cat-
herine Williams, starfandi „répétiteur"
hjá Islensku óperunni.
Námskeiðið hefst 1. sept. og stendur í 3
vikur. Það verður opið jafnt virkum þátt-
takendum sem áheyrendum og er innritun
hafin hjá íslensku óperunni.
Ferðalög
Helgarferðir Ferðafélagsins
28.-30. ágúst:
1) Óvissuferð.
Gist í húsum.
2) Nýidalur - Laugafell/nágrenni.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins v/Nýjadal.
I ási norðvestur af Laugafelli eru laugarn-
ar sem það er kennt við. Þær eru um 40°
-50° C. Við laugamar sjálfar em vallendis-
brekkur með ýmsu túngresi þótt í um 700
m hæð sé.
3) Landmannalaugar - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum.
Ekið til Eldgjár á laugardeginum, en á
sunnudag er gengið um á Laugasvæðinu.
4) Þórsmörk.
Gist í Skagafjörðsskála/Langadal. Göngu-
ferðir við allra hæfi. Ratleikurinn x
TindQallagili er afar vinsæll hjá gestum
Ferðafélagsins.
Brottför í allar ferðirnar er kl. 20.00 föstu-
dag. Upplýsingar og farmiðasala á skrif-
stofunni, Oldugötu 3.
Ferðafélag Islands.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
Sunnudagur 30. ágúst:
1) kl. 08 - Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 1.000.
2) kl. 09 - Kóranes á Mýrum (strandstað-
ur Porqu’a pas).
Ekið í Straumfjörð. Staðkunnugir farar-
stjórar. Verð kr. 1.000.
3) kl. 13 - Eyrarfjall í Kjós (415 m).
Verð kr. 600.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Ferðafélag Islands.
Útivistarferðir
Símar: 14606 og 23732.
Helgarferðir 28.-30. ágúst.
1. Þórsmörk.
Góð gisting í Útivistarskáluniun, Básum.
Gönguferðir við allra hæfi.
2. Eldgjá - Langisjór - Sveinstindur.
Gist í húsi sunnan Eldgjár. Á laugardegin-
um er farið að Langasjó og gengið verður
á Svéinstind. Komið við í Laugum á
sunnudegi. Frábær óbyggðaferð. Uppl. og
farm. og skrifstofunni, Grófinni 1.
Sunnudagur 30. ágúst.
Kl. 8.00 Þórsmörk.
Dagsferð. Verð kr. 1.000.
KI. 10.30 Línuvegurinn - Skjaldbreiður.
Ekinn Línuvegurinn norður fyrir fjallið
og gengið á það. Ekið heim um Hlöðu-
velli. Verð kr. 1.000.
KI. 13.00 Botnsdalur.
Berjatínsla og ganga. Gengið að Glym,
hæsta fossi landsins. Verð kr. 600.
Ath. fh'tt fyrir böm í fylgd fullorðinna. 1
dagsferðir þarf ekki að panta. Brottför er
frá BSl, bensínsölu.
Jaröarfárir
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 26. ágúst
kl. 15.
Ilse Blöndal verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík miðviku-
daginn 26. ágúst kl. 13.30.
Helgi Björnsson, Hlíf, ísafirði, verður
jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu
miðvikudaginn 26. ágúst kl. 14.
Lovísa Guðmundsdóttir, Háagerði
11, Reykjavík, sem lést í Landspítal-
anum 18. ágústsl., verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 26. ágúst kl. 15.
Tapað - Fundið
Gullúr tapaðist
Gullúr tapaðist á fimmtud.. líklega á
Laugavegi.
Finnandi hafi samband í síma 19584.
Svört læða
Svört læða með hvítan blett á bringunni
hvarf frá Bólstaðarhlíð 56 fyrir u.þ.b. mán-
uði.
Þeir sem hafa orðið hennar varir vinsam-
legast hringi í síma 39139 eða 666096.
Grábröndótt læða
Þriggja mánaða grábröndótt læða með
hvíta bringu hvarf að heiman frá Túngötu
í Reykjavík fyrir viku.
Þeir sem kynnu að hafa orðið hennar var-
ir hafi vinsamlega samband í síma 11790.
Ýmislegt
Söngnámskeið í íslensku
óperunni
í septembermánuði halda óperusöngvar-
amir Helene Karusso, og Kostas Paskalis,
námskeið í raddbeitingu og söngtúlkun á
vegum íslensku óperunnar.
Þau Karusso og Pascalis eru íslendingum
bæði að góðu kunn. Karusso er prófessor
við Tónlistarháskólann í Vínarborg og
hefur hún kennt mörgum íslenskum söng-
Sigurpáll A. Isfjörð ásamt einu verka sinna
Sýnir í Eden
Sigurpáll A. ísfjörð opnaði mynd- vatnslitamyndir sem allar eru til sölu.
listasýningu þriðjudaginn 25. ágúst í Þetta er 17. sýning Sigurpáls.
Eden í Hveragerði. Sýningin stendur til 7. september.
' Á sýningurtni sýnir Sigurpáll 36
í gærkvöldi______________________________pv
Marta Guðjónsdóttir nemi:
Vantar meira barnaefhi
Dagskrá ríkissjónvarpsins í gær-
kvöldi var venju fremur fjölbreytt
og góð. Má því segja að flestir hafi
getað séð eitthvað við sitt hæfi.
Það sem einkum límdi mig við
skjáinn voru að sjálfsögðu fréttim-
ar, en ég geri hins vegar ekki upp á
milli frétta ríkissjónvarpsins og
Stöðvar 2, enda hafa báðar stöðvam-
ar á að skipa góðum fréttamönnum.
Guðni Bragason lét heldur ekki sitt
eftir liggja í Kastljósi í gærkvöldi
frekar en fyrri daginn. Fréttaskýr-
ingaþættir ríkissjónvarpsins hafa
yfirleitt verið til fyrirmyndar. Einnig
hafði ég gaman af þættinum um hina
frábæru kvikmyndahöfunda, Ta-
viani-bræður. Annað dagskrárefni
ríkissjónvarps horfði ég ekki á í
gærkvöldi.
Ef litið er á dagskrá ríkissjón-
varpsins í heild má ýmislegt að henni
Marta Guðjónsdóttir.
finna. Ég hef lengi furðað mig á þvi
hvað bamaefni er af skomum
skammti og oft á tíðum óvandað.
Ég er sannfærð um að ef gerð yrði
könnun á hversu stór hluti útleigðra
myndbanda er bamaefni kæmi í ljós
að það hlutfall yrði mim hærra en
hlutfall bamaefhis í ríkissjónvarp-
inu.
Það ber hins vegar að hafa í huga
að ekki er allt fengið með magninu,
gæðin skipta líka máli í þessum efn-
um. Því miður virðist mikið skorta
á að íslensk dagskrárgerð fyrir böm
sé hvort tveggja í senn, fróðleg og
skemmtileg. Böm em líka viti bom-
ar manneskjur, rétt eins og fullorðn-
ir, sem geta fengið nóg af
innantómum ærslum sem skilja ekk-
ert eftir sig. í þessum efrium hlýtur
fjölmiðill allra landsmanna að geta
gert miklu betur.
Körfubíllinn eftir slysið. Á lengd bómunnar sést að fallið var mikið. Á innfelldu myndunum sést brot i öðrum
fæti bílsins og öxull sem annaðhvort brotnaði i fallinu eða er hugsanleg orsök slyssins. DV-myndir S
Slysið við Menntaskólann:
Ekkert komið fram
um orsök slyssins
„Það hefur ekkert komið fram í
frumrannsókn okkar sem segir til
um með hvaða hætti slysið varð. Þó
að öxull sé brotinn segir það ekkert
til um hvort það hafi valdið slysinu
eða ekki. Öxullinn hefur eins getað
brotnað við höggið þegar bóman
skall til jarðar," sagði Karl Karlsson
hjá Vinnueftirliti ríkisins þegar
hann var spurður hvort ljóst væri
hver orsök vinnuslyssins við
Menntaskólann í Reykjavík í gær-
morgun væru.
Karl sagði að rannsókn slyssins
væri á frumstigi og töluverður tími
gæti liðið þar til niðurstöður lægju
fyrir.
Þrír menn voru í körfunni þegar
hún féll til jarðar og voru þeir flutt-
ir á slysadeild. Tveir mannanna eru
mikið slasaðir er þar aðallega um
beinbrot á útlimum að ræða. Þriðji
maðurinn er minna slasaður. Þeir
liggja allir á Borgarspítalanum.
Karl Karlsson hjá Vinnueftirlitinu
sagði að tæki eins og það sem menn-
imir notuðu við vinnu sína væru
skoðunarskyld. Þau ætti að skoða
einu sinni á ári. Karl sagði að alltaf
væri eitthvað um að tæki væm ekki
skoðuð og væri misbrestur á að eig-
endur eða umsjónarmenn tækjanna
færðu þau til skoðunar. Eltast þyrfti
við tækin og alltaf væra einhver
tæki sem slyppu framhjá skoðun.
Ekki vissi Karl hvort körfubíllinn
sem slysið varð við i morgun hefði
verið skoðaður eins og reglur gerðu
ráð fyrir, hann sagðist eiga eftir að
kanna það.
-sme
Óskar Vigfússon um sjómannadagskæruna:
Tvímælalaust
um brot að ræða
„Það er bábilja hjá Kristjáni að
samkomulag hafi verið við sjómenn-
ina um að vera á sjó á sjómannadag-
inn,“ sagði Óskar Vigfússon,
formaður Sjómannasambands ís-
lands, í samtali við DV þegar hann
var spxjrður um kæra Sjómannafé-
lags Reykjavíkur þar sem nokkrar
útgerðir í Reykjavík vora kærðar
fyrir að hafa haft skip á sjó á sjó-
mannadaginn.
Óskar sagði að aðeins hefði verið
brotið gegn lögum um þetta efrii í
Reykjavík. Sagði óskar að í sínum
huga væri um tvímælalaust brot að
ræða þama þar sem ekkert sam-
komulag hefði verið gert við skip-
verjana um að vera á sjó þennan
dag. Hjá rannsóknarlögreglunni
fengust þær upplýsingar að kæra
þessa efriis hefði borist fyrr í sumar
en bréfið verið endursent vegna
skorts á upplýsingum.
-ój