Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. HAGSTÆTT VERÐ Á TEPPUM Get útvegaö sterk og góð teppi, sem gott er að þrífa, fyrir skrifstofur, hótel, stigaganga o.fl. Verð frá 384 kr. fm til 729 kr. fm m/söluskatti. Upplýsingar í síma 91-73711 eftir kl. 18. ÆTTFRÆÐINAMSKEIÐ i næstu og þarnæstu viku hefjast ættfræðinámskeið (8 vikna) á vegum Ættfræðiþjónustunnar. Þátttakend- ur fá ítarlegar leiðbeiningar um ættfræðiheimildir fyrr og nú, vinnubrögð, uppsetningu ættartölu og niðja- tals o.s.frv. Ákjósanleg skilyrði til rannsókna á eigin ættum - unnið verður úr fjölda heimilda, m.a. öllum manntölum til 1930 og úr kirkjubókum. Einnig er boðið upp á 5 vikna framhaldsnámskeið. Takmarkað- ur fjöldi í hverjum námsflokki. Sérstökj afsláttarkjör, m.a. fyrir lífeyrisþega, hjón og hópa. Ættfræðiþjónustan - sími 27101 Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Berjanes og Berjaneskot, Austur- Eyjafjallahreppi, þingl. eign Vigfúsar Andréssonar, föstudaginn 28. ágúst kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Andri Árnason hdl., Sigurður Sigurjónsson hdl., Jón Eiríksson hdl., Jón Ingólfsson hdl., Ammundur Backman hrl., Magnús Norðdahl hdl. og Ólafur Axelsson hrl. __________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neóangreindum tíma. Búð II, Djúpárhreppi, þingl. eign Daníels Hafliðasonar, föstudag 28. ágúst kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands og Stofnlánadeild. ________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Bergalda 1, Hellu, þingl. eign Sigurðar Haraldssonar, föstudaginn 28. ágúst kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Steingrímur Þormóðsson hdl., Baldur Guðlaugsson hrl„ Jón Ingólfsson og Búnaðarbanki Islands. ________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Sandkom Það væri kannski ekki úr vegi aö fara aö velta fyrir sér hugmyndum um fararskjóta handa fjármálaróð- herranum svo hann þurfi ekki að feröast um á puttanum. Jón Baldvin á puttanum Ekki á af fjármálaráðherr- anum að ganga í bílamálum, kappinn hefur ekki enn gert alvöru úr að fá sér bragga og ekki virðist hann nota bíla- flota ríkisins sem þó er til staðar. Þess í stað slítur hann skósólunum fyrir skattgreið- endur í vinnutímanum og labbar á milli. Hins vegar vandast málið þegar mikið liggur við og þá eru oft góð ráð dýr ef komast á ódýrt á milli staða. Hefurfjármála- ráðherrann tekið upp þá nýbreytni að ferðast á puttan- um ef þannig má komast að orði. Að minnsta kosti aumk- aðist ljósmyndari ónefnds síðdegisblaðs sig yfir ráðherr- ann og skutlaði honum á milii staða. Annars er ekkert skrítið að bragga-kaupin standi í Jóni Baldvin. Verð einnar siíkrar „draumakerru" mun vera tæplega 360.000 krónur. Verð á dýrustu gerðinni af Ford Escort er ekki einu sinni helmingi dýrari! Morgunþáttur Bylgjunnar Nú er sú saga sögð að Bylgjumenn hafi nýráðið til sín reyndan útvarpshauk tii að sjá um morgunj)átt á milli kl. 7 og 9 á morgnana í vetur. Morgnamir eru mikilvægir hlustunartímar því útvarpið vill oft vera opið við morgun- verðarborðið, raksturinn og aksturinn. Ætla Bylgjumenn með þessu að auka hlustun sína og heitir leynivopnið Stefán Guðlaugsson, fymim morgunútvarpsstjórnandi á „gufunni". Gæti keypt vinnuveitand- ann Á meðan viðskiptaráðherra leitar að leið sem allir geta sætt sig við í Útvegsbanka- málinu hafa gárungamir verið að velta upp hinum ýmsu mögulegu og ómögulegu leið- um. Ein er sú að bankinn verði seldur einum starfsmannin- um, Sigurði Valdimarssyni, forstöðumanni víxladeildar og syni Valdimars í Silla & Valda. Segir sagan að eignir hans séu meiri en vinnuveit- andans og hann myndi ekki eiga í erfiðleikum með að snara út fyrir bankanum. Sagan gleym- ist Nú þegar rúmlega 900 manns tóku upp á því að hlaupa í maraþonhlaupi er ekki úr vegi að rifja sögu þess ágæta hlaups upp. Maraþon- hlaup var fyrst hlaupið árið 490 f. Kr. Hlaupið þreytti sendiboði einn sem átti að til- kynna Aþenubúum um sigur Grikkja yfir Persum á Mara- þonsléttunni um 42 kílómetra fyrir utan borgina. Þegar hann kom á áfangastað hné hann niður örendur. Þetta létu menn sér að kenningu verða og hlupu ekki maraþon fyrr en 2.386 árum seinna þeg- ar ólympíuleikamir voru endurvaktir 1896. Hafa anti- sportistar sagt að menn ætli aldrei að læra afsögunni! Kartöflur í stöðumæla- gjald I fyrradag hófst sala á kart- öflum hjá fyrirtækjunum Bíslaginu og Lángarí. Var vörubíl með kerru lagt í In- gólfsstræti og tók ein 5 bíla- stæði. Ekki var greitt í neinn stöðumælanna og þegar vörð stöðumælanna bar að, brúna- þungan að sjá, bauðst forstjóri fyrirtækjanna til að selja hon- um 25 kíló af kartöflum og kassa af Sólgosi á heila krónu ef hann mætti vera í friði með bílinn. Bauðst forstjórinn meira að segja til að gefa hon- um kvittun fyrir greiðslunni til að stöðumælavörðurinn gæti sýnt fram á að honum hefði ekki verið mútað. Vörð- urinn gekk þegjandi á braut en skömmu síðar birtist hann einkennisklæddur í bílnum sínum, opnaði farangurs- geymsluna og bar þangað kartöflupokann og goskass- ann. Það skyldi þó aldrol vera að íslend- ingar vœru fjórðungl flelrl en oplnberar tölur segja? Fjöldi Íslend- inga í nýju tímariti, Glæta, á að koma á framfæri áhugaverð- um viðhorfum sem ella myndu liggja í láginni eða fara lítið fyrir. I fyrsta tölublaði er að finna grein eftir Signýju Páls- dóttur þar sem hún veltir fyrir sér hvað íslendingar séu eig- inlega margir. Þar er sagt frá breska listamanninum Unu Collins. sem komið hefur reglulega til fslands í 20 ár og neitar að trúa því að 1 slend- ingar séu færri en að minnsta kosti 1 milljón. Segir hún að í hvert skipti sem hún komi séu risin ný íbúðahverfi eða verslanir. Bílum fjölgi geipi- lega og miklar breytingar séu á öllum mannvirkjum. Helg- arfríin séu löng og lögskipaðir frídagar margir. Einnig vekur bæði magn og gæði listalífs landans grunsemdir þeirrar ensku. Umajón: Jónas Fr. Jónsson Fréttir Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. ibúðarhús að Hlíðarási, Austur- Eyjafjallahreppi, þingl. eign Sólrúnar Óskar Óskarsdóttur, föstudaginn 28. ágúst kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Helgi V. Jónsson hrl. og Lands- banki íslands. __________________________Sýslumaður Rangán/allasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Hlíðarvegur 14, Hvolsvelli, þingl. eign Árna Baldurssonar, föstudaginn 28. ágúst kl. 13.00. Uppboðsbeiðandi er Tómas Þorvaldsson hdl. ________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Laufskálar 15, Hellu, þingl. eign Ómars Haraldssonar, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. ________________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Nestún 8, Hellu, þingl. eign Valdimars T. Ásgeirssonar, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 11.30. Uppboós- beiðendur eru Valgarður Sigurðsson hdl. og Iðnaðarbanki íslands. Sýslumaður Rangárvallasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Melur í Djúpárhreppi, þingl. eign Sigurðar Daníelssonar o.fl., fimmtudaginn 27. ágúst kl. 9.00. Uppboðsbeið- endur eru Jón Ingólfsson hdl. og Agnar Gústafsson hrl. ____________________Sýslumaður Rangán/allasýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtalinni eign fer fram í skrifstofu embættisins að Austur- vegi 4, Hvolsvelli, á neðangreindum tíma. Þjóðólfshagi 1, Holtahreppi, þingl. eign Jórunnar Melax, 80%, og Stefáns Jónssonar, 20%, fimmtudaginn 27. ágúst kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Tryggvi Viggósson hdl., Rúnar Mogensen hdl., Jón Eiríksson hrl., Jóhann Níelsson hrí., Jón Ingólfsson hdl., Guðjón Á. Jónsson hdl., Árni G. Finnsson hrl., Steingrímur Þormóðs- son hdl. og landbúnaðarráðuneytið. ______• _________________Sýslumaður Rangárvallasýslu. Þriðji stærsti laxinn i sumar við Laxá f Aðaldal og til vlnstri á myndinni er veiðimaðurinn klóki að skoða tannstærðina og með honum er veiðiáhugamaður úr Keflavik, Jón R. Ársæisson, sem viröist vera jafnánægur með fenginn og veiði- maðurinn. Fiskurinn tók fluguna stardust nr. 8 og hefur Ifklega verlö 34-35 pund nýkominn í ána. DV-mynd ÞE Laxá í Aðaldal: Þriðji stærsti lax sumarsins á land Það dró heldur betur til tíðinda við Laxá í Aðaldal á laugardaginn er er- lendur veiðimaður, sem renndi fyrir lax í Laxá, veiddi í Kirkjuhólmakvísl- inni 30 punda lax. Þessi lax er þriðji stærsti laxinn í íslenskum veiðiám í sumar og langstærsti laxinn í Laxá í Aðaldal í sumar, sem er ein efst á toppnum með 2200 laxa og næsta á er með um 1600 laxa. Veiðimaðurinn fékk leginn hænginn til að taka flug- Veiðivon Gunnar Bender una stardust nr. 8 og þessi veiðistaður er fyrir landi Ness. Stærstu laxamir voru áður fimm 25 punda og margir 23, 22 og 21 punda í Laxá. „Laxá í Aðaldal er komin í 2200 laxa og þetta er þriðja árið í röð sem við erum efctir veiðiáa, en veiðin er samt heldur lakara lagi en í fyrra,“ sagði Orri Vigfusson um Laxá í Aðaldal. „Þetta hefiir verið ævintýralegt á svæðum tvö og þijú í sumar, þar hefur veiðin verið best svo maður er hress með þetta,“ sagði Orri í lokin. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.