Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. V > Kvikmyndahús Bíóborgin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bláa Bettý Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. Bíóhúsið Um miðnætti - Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Angel Heart Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 9 og 11. Blátt flauel Sýnd kl, 5, 7.30 og 10. Háskólabíó Ginan Sýnd kl. 7, 9 og 11. Laugarásbíó ValhölT Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Foli Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Andaboð Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Regnboginn Vildi að þú værir hér Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Kvennabúrið Sýnd kl. 9 og 11.15, Villtir dagar Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Þrir vinir Sýnd kl. 3, 5 og 7. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. 9» LUKKUDAGAR 26. ágúst 7832 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi i sima 91-82580 Kvikmyndir Regnboginn/Vildi þú værir hér: Massíf bresk kómedía Wish you were here frá Rlm Four Inter- natíonal. Framleiðandi: Sara RaddHfe. Leikstjóm og handrit David Leeland. Myndatökustjórí: lan Wilson. Aðalhlutverk: Emily Lloyd, Tom Bell og Jesse Birdsall. Linda (Emily Lloyd) rótar upp í bresku ihaldssömu samfélagi. Bresk íyndni í kvikmyndum er að dómi undirritaðs besta fyndni sem völ er á ef vel er að baki staðið, er yfirveguð, lúmsk en þrátt fyrir það beinskeytt. Myndin Vildi þú værir hér er í þessum hópi. Hún er massíf bresk kómedía með alvarlegum und- irtón, eins og þær gerast bestar. Linda, leikin af Emily Lloyd, er svipsterk persóna sem kemur róti á breskt íhaldssamt samfélag. Hún sker sig úr hópi jafhaldra sinna hvað varðar orðheppni og er hún yfirmáta kjaftfor. Flestir vilja stinga hausnum í sandinn þegar hún er í grennd. Hvað sem því líður er hún bráð- skemmtilegur karakter sem kominn er á gelgjuna og er að uppgötva „hitt“ kynið og eiginleika þess. Karl- menn dá hana fyrir þor sitt og þrótt - allir nema faðir hennar sem reynir eftir fremsta megni að leiða hana af villu síns vegar en tekst það illa. Ein spaugilegasta uppákoman í myndinni er þegar Linda fer á ball með einum strætóstráknum og síðan með honum heim þar sem hún fær sína fyrstu reynslu af leyndardómum lífsins. Skömmu síðar kynnist hún miðaldra manni sem hefur fylgst með henni í gegnum tíðina. Þau gerast elskendur og hefur það í för með sér afleiðingar sem erfitt er að snúa baki við. Úr verður að hún fer að fitna fer þá málið að hitna. Leiðist Linda að dyrum fóstureyðarans en bugast. Hún snýr baki við elsk- huganum og fer loks að reyna að vinna fyrir sér. Allir eru að reyna stjóma henni og í bresku íhaldssömu þjóðfélagi fimmta áratugarins em ungar einstæðar mæður litnar hom- auga. Lokasena myndarinnar er með þeim betri sem birst hafa um langa hríð á hvítu tjaldi. Hún er fyndin, mannleg, skemmtilega myndræn og síðast en ekki síst er Linda óborgan- leg. Ekki er hægt að segja mikið meira um þessa mynd nema hvað hún er að öllu leyti vel og fagmannlega unnin, Emily Lloyd framúrskarandi leikkona, myndatakan einföld, og leikstjómin góð. Vildi þú værir hér er sögð ungl- ingamynd en er ekki síður fyrir þá sem eldri em. Þeir ættu ekki síður að hafa af því að rifja upp árin þeg- ar boð og bönn vom jafnvel enn meira ríkjandi en nú. -GKr Á ferðalagi Þingeyrar í Húnaþingi Þingeyrar em eitt af merkustu stórbýlum og kirkjustöðum á ís- landi. Þar var þingstaður til foma og var þar stofnað munkaklaustur árið 1133, fyrsta klaustrið á íslandi. Þingeyraklaustur var andlegur höf- uðstaður Húnvetninga í rúmlega 400 ár eða allt fram til siðaskipta árið 1550. Bókmenntaiðja var þar mikil og var staðurmn eitt af mestu menntasetrum Islands. Þar vom skrifuð ýmis fomrit og einna fræg- ust er saga Sverris konungs en að auki er talið að fjöldi annarra fom- sagna hafi verið bókfestur þar. Jafhframt því sem klaustrið var ríkt af andlegri menningu var það ekki síður auðugt á veraldarvísu enda er talið að enginn bær á ís- landi hafi verið eins stór og vel hýstur og Þingeyrar. Auðmenn og höfðingjar sátu þar öld eftir öld. Meðal þeirra var Jón Jónsson (1536-1606), lögmaður sem var um- bótamaður mikill og beitti sér m.a. fyrir því að lagabókin Jónsbók var prentuð á Hólum árið 1578. Lauritz Gottmp (1648-1721), lögmaður sem talinn var einn hinna merkustu út- lendinga sem hér dvöldust á miðöld- um, sat einnig á Þingeyrum. Hann lét reisa timburkirkju á staðnum órið 1696 og gaf til hennar marga góða gripi. Að Þingeyrum em þeir fæddir Bjöm M. Ólsen (1850-1919), prófessor og fyrsti rektor HÍ, og Jón Eyþórsson veðurfræðingur (1895-1968). Árið 1864 ákvað Ásgeir Einarsson alþingismaður, sem þá bjó á Þing- eyrum, að reisa nýja kirkju á staðnum úr íslensku grjóti. Hvergi er steinvölu að fá í grenndinni og var grjótið því flutt vestan úr Nes- björgum að kirkjustæðinu. Grjótið var dregið þessa 8 km leið á sleðum yfir ísilagt Hópið sem er fimmta stærsta stöðuvatn á íslandi. Hver Þingeyrakirkja, eini sýnilegi minnisvarðinn um foma reisn Þingeyra. steinn í veggjunum var lagður í hleðslu og límdur með kalki og stóð byggingin yfir í 13 ár en kirkjan var vígð 1877. Kirkjan tekur 150 manns í sæti og í lofti hennar em 1000 gylltar stjöm- ur eða jafhmargar og rúðumar í gluggunum. Gripir gömlu kirkjunn- ar vom fluttir í hina nýju auk þess sem kirkjan eignaðist marga fleiri stórmerka gripi. Altaristaílan, ensk alabasturstafla, sem talin er frá 15. öld, er merkasti gripurinn í eigu Þingeyrakirkju. Auk hennar er m.a. stórmerkur predikunarstóll með himni í barokkstíl, skímarfontur í svipuðum stíl og líkneski af Kristi og postulunum. Ásgeir Einarsson valdi kirkju sinni þannig stað að hana má sjá úr sjö hreppum sýslunnar. Kirkjan stendur á hæðarbungu og er þaðan ein víðasta og fegursta útsýn í Húna- vatnssýslu. Þaðan sér norður á Strandir, suður til jökla og austur á Skaga. Þingeyrakirkja setur staðar- legan og höfðinglegan svip á Þing- eyrar enda er hún eini sýnilegi minnisvarðinn um foma reisn stað- arins. Útvarp - Sjónvarp Stjaman skín skærast á nætumar. Sljaman kl. 23.00: Stjörnu- fréttir að næturþeli Fréttir Stjömunnar em sífellt að færast í aukana og munu á næst- unni verða að næturlagi sem kvölds, morgna og um miðjan dag. Þær verða hér eftir kl. 23.00, 02.00 og 04.00. Að sögn hafa viðbrögð við fréttaflutningi þeirra verið gífurleg og oftast góð, þess vegna em Stjömufréttimar famar að blása út og teygja sig allan sólarhringinn. Fréttastofan hefur sem kunnugt er tekið aðra stefriu í efriisvali og efnistökum frétta en hinar fréttastof- umar í landinu við „góðar“ undir- tektir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.