Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987. - segir Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Fréttir Erient vinnuafl: Danimir komnii til landsins Danimir 26 sem Sláturfélags Suðm- lands hefur ráðið eru komnir til landsins. Að sögn Jóhannesar Jónssonar hjá Sláturfélaginu munu Danimir gista í gistiheimilinu að Miklubraut 1 í Reykjavík. Sagði Jóhannes að hag- stæð leiga hefði fengist fyrir fólkið vegna þess hve margt það væri en Danimir greiða húsaleiguna sjálfir. Danimir fá sömu laun og íslending- ar fyrir sömu störf að sögn Jóhannes- ar. Hann sagðist sjálfur hafa farið utan og rætt við þetta fólk. Sagðist hann hafa gert því grein fyrir launum, skött- um og hvað fæði og klæði kostuðu á Islandi og virtist fólkið gera sér þetta að góðu. Hann sagði að flest væri þetta ævintýrafólk sem ferðaðist um heim- inn og staldraði við um stund í hveiju landi og ynni fyrir sér. Jóhannes sagði að í sumar hefðu 10 danskar stúlkur unnið hjá Sláturfélag- inu og hefðu þær verið góður starf- skrafur. -S.dór Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sb, Sp.Úb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb 12mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb, Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Ailir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 55-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb . Danskarkrónur UTLANSVEXTIR 9-10,5 (%) Ib læg- st Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir . Skuldabréf Útlán til framleiðslu 8-9 Lb Isl. krónur 27-29 Bb SDR 8-8,25 Bb.Lb. Úb.Vb Bandarikjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp. Ub.Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR óverðtr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 ViSITÖLUR 8,4% Lánskjaravísitala sept. 1778 stig Byggingavísitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VEP.ÐBRÉFASJÓÐIR arfélaginu): Ávöxtunarbréf 1,2201 Einingabréf 1 2,248 Einingabréf 2 1,328 Einingabréf 3 1,396 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,268 Lífeyrisbréf 1,130 Markbréf 1.120 Sjóðsbréf 1 1,100 Sjóðsbréf 2 1,100 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,213 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiöir 194kr. Hampiðjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 118 kr. Iðnaðarbankinn 142 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 125kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki 31% og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i OV á fimmtudögum.----------- „Nei, ég er ekki að fara á hausinn fyrst þú spyrð um það. En það ganga slíkar kjaftasögur um mig þessa dag- ana að ég hef aldrei lent í öðru eins. Það er greinileg ófrægingarherferð í gangi gagnvart mér,“ segir Davíð Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Smjörlíkis hf. og Sólar hf. Miklar vangaveltur eru um hvort Davíð hafi sést fyrir í samkeppninni á gosdrykkjamarkaðnum með þvi að hefja framleiðslu á gosdrykkjunum og sögur ganga um slæma stöðu fyr- irtækisins. - Hvað var þetta mikil fjárfesting sem farið var út í til að framleiða gosdrykkina? „Vélakosturinn kostaði um 80 til 100 milljónir króna. Þetta er eina verksmiðjan sinnar tegundar í heim- inum. Þetta er í raun tvær verk- smiðjur, umbúðaverksmiðja og gosdrykkjaverksmiðja. Þá verður hægt að setja vatn í umbúðir og hefja vatnsútflutning. - En er það ekki borin von að skáka risunum, Kók og Pepsi? „Ég held að ekkert íslenskt fyrir- tæki geti skákað þessum erlendu auðfyrirtækjum. Ég er heldur ekki að ræða um að skáka þeim, mitt markmið er að ná 10 prósent af gos- drykkjamarkaðnum varðandi selt gos í búðum. Það dugir, ég get ekki framleitt meira, afkastagetan er ekki meiri.“ - Hvað er gosdrykkjamarkaðurinn stór? „Hann er um 26 til 27 milljónir lítra. Tíu prósent af því eru um 2,6 milljónir lítra og það er það sem ég ætla mér að ná.“ - Nú virðast viðtökumar á Sól-kóla ekki hafa verið góðar? „Ég er ekki að fara inn á gos- drykkjamarkaðinn í fyrsta skiptið. Ég er búinn að vera inni á honum lengi. Það voru allir klárir á að Sodastream gengi ekki upp og það voru allir klárir á að Svalinn gengi ekki. En annað hefur komið á dag- inn. Það er hugsjón fyrirtækisins að selja aðeins þá vöm sem við kunnum best að framleiða á hverjum tíma. Þetta hefur þýtt að fyrirtækið hefur ávallt innkallað vörur sem það hefur ekki verið fyllilega ánægt með og hægt er að framleiða betur. Þess vegna hefur okkur gengið vel og fólk treyst okkur. Við innkölluðum Ljóma á sínum tíma og betrumbætt- um, sama get ég sagt um Jurta, Svala og Soadastream.“ - En em kóladrykkimir undantekn- ingin? „Ég hef tröllatrú á þeim. Það get- ur enginn ætlast til þess að það taki aðeins nokkrar vikur að festa þessa drykki í sessi á markaðnum. Þannig gerist þetta ekki. Soadastream var tvö ár að slá í gegn og Svalinn eitt ár. Á meðan vantaði ekki úrtölu- mennina." - Ertu þá ekki óánægður með við- tökumar? „Móttökumar hafa verið mjög mismunandi. Þær hafa ekki verið eins góðar á Sól-kóla og ég reiknaði með. En það hefur verið góð svömn á límó og ég trúi að svo verði líka með greipið sem nú er að koma á markaðinn. Nýja bragðið á Sól- kólanu virðist ætla að ganga, það seldist lygilega mikið á sýningunni Veröld 87“ - Hvað hefur selst mikið af kóla- drykkjunum þessa tvo mánuði? „Bráðlega birtist auglýsing þar sem sá sem kaupir milljónustu dós- ina fær 100 þúsund krónur í verð- laun. Hver dós er um þriðjungur úr lítra þannig að á þessum tveimur mánuðum hafa selst um 300 þúsund lítrar." - Hafa einhveijir örðugleikar komið fram í framleiðslu á kóladrykkjun- um? „Við urðum fyrir því að kaupa kolsým frá saltverksmiðjunni á Reykjanesi. Sú kolsýra var aldrei nógu fnsk á bragðið. Við kaupum þess vegna kolsýmna annars staðar núna og erum mjög ánægðir með DV-yfírheyrsla Texti: Jón G. Hauksson Myndir: Gunnar V. Andrésson hana. Þá urðum við fyrir því slysi um verslunarmannahelgina að brennisteinslykt var af gosinu vegna kolsýmnnar frá saltverksmiðjunni. Við hentum 80 þúsund dósum og ég veit að Sanitas þurfti að henda meira.“ - En var undirbúningurinn nægileg- ur? „Þetta hefur verið erfiður undir- búningur en góður að mínu mati. Hann hófst í maí 1984 og stóð þrot- laust síðan yfir bæði hér heima og erlendis." - Það ganga sögur um að Sól hf. hafi ekki lengur lánstraust í bönk- um, hvað er hæft í þvi? „Þetta er alveg rakalaust. Fyrir- tækið stendur mjög traustum fótum og ég skil ekki hvemig menn hafa geð í sér að breiða svona lagað út.“ - Það er lika rætt um að Flugleiðir og Eimskip hyggist kaupa hlutabréf í Smjörlíki hf. til að bjarga þér? „Þetta heyrði ég í gær. Þetta em ósannindi með öllu. Það hefur aldrei verið selt eitt einasta hlutabréf í fyr- irtækinu og stendur ekki til. Þetta em gróusögur öfundarmanna. Smjörlíki hf. er með hreint eigið fé upp á hundmð milljóna króna og á ekki í vandræðum. Þveröfugt.“ - Hveijir eiga Smjörlíki hf.? „Til að rekja söguna þá var fyrir- tækið Hf. Smjörlíkisgerðin stofnað 1918, Ásgarður hf. 1923, og Ljómi 1931. Þessi fyrirtæki runnu endan- lega saman í fyrirtækið Smjörlíki hf. árið 1964. Sól hf. er dótturfyrir- tæki Smjörlíkis hf. Stjómarformaður Smjörlíkis hf. er Þorvaldur Thor- oddsen." - Hvað átt þú sjálfur stóran hlut i Smjörlíki hf.? „Ég á persónulega 5,5 prósent í fyrirtækinu.“ - Þú talar um ófrægingarherferð og öfundarmenn. Hveijir em þessir menn? „Ég hef mínar hugmyndir um það en vil ekki svara því. Én það get ég sagt að þetta er mesta ófrægingar- herferð gegn mér frá upphafi. Ég vona bara að þessir menn hafi geð í sér að koma fram í dagsljósið." .... -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.