Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
7
Fréttir
^ Klofningurínn í Verkamannasambandinu:
Utgöngumennimir
Irtill minnihluti
Fulltrúar þeirra verkalýðsfélaga
sem gengu af formannafundi Verka-
mannasambandsins um síðustu helgi
hafa aðeins á bak við sig um 3 þús-
und af þeim um 27 þúsund félags-
mönnum sem eru innan Verka-
mannasambands Islands.
Þegar gengið var til atkvæða um
tillögu þá sem fyrir fundinum lá og
farið var að Óskum Karls Steinars
um að atkvæðavægi færi eftir þeim
Qölda félagsmanna sem í hverju fé-
lagi er féllu atkvæði þannig.
Já sögðu fúlltrúar með 16.900 fé-
laga á bak við sig.
Nei sögðu fúlltrúar með 1.300 félaga
á bak við sig.
Fulltrúar sem gengu af fundi höfðu
3.000 félaga á bak við sig.
Hjá sátu fulltrúar með 750 félaga á
bak við sig.
Fulltrúar með 1.450 félaga á bak við
sig voru famir af fundi.
Félög með samtals 3.600 félaga sendu
ekki fulltrúa á formannafundinn.
Samtals eru um 27 þúsund félagar
innan Verkamannasambandsins. I
fiskvinnslu er talið að séu 9.700 árs-
verk. Það segir þó ekki allt þar sem
mikið er um hálfs dags störf í fisk-
vinnslunni, einkum hjá konum.
Þeir fulltrúar sem gengu af fúndi
eru með 3 þúsund félaga að baki sér
og þeir sem sögðu nei við kjaratillög-
unni með 1.300, eða samtals 4.300
félaga sem nær eingöngu vinna við
fiskvinnslu af þeim 9.700 ársverkum
sem eru í fiskvinnslunni á íslandi.
-S.dór
Deilumar í Verkamannasambandinu:
Austfirðingar munu
funda um næstu helgi
- okkur liggur ekkert á segir formaður Jökuls
Verkamannasamband íslands fer
ekki með samningsumboð fyrir þau
félög sem áttu fúlltrúa í hópi út-
göngumanna á formannaráðstefriu
Verkamannasambandsins um síð-
ustu helgi. Þau verkalýðsfélög eru
með fúndi í þessari viku en síðan
verður haldinn fúndur hjá Alþýðu-
sambandi Austurlands um næstu
helgi.
„Við munum reyna að fá þá full-
trúa sem gengu af formannaráð-
stefnunni til að sameinaast og mæta
sem heild til samninga. Okkur liggur
í sjálfu sér ekkert á þar sem kjara-
samningamir renna ekki út fyrr en
um næstu áramót," sagði Bjöm
Grétar Sveinsson, formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls á Höfn í
Homafirði, í samtali við DV. Hann
sagði að félagsfundur yrði haldinn á
fimmtudaginn í félaginu hjá sér.
Enn sem komið er hafa litlar sátta-
viðræður farið fram innan Verka-
mannasambandsins eftir átökin um
síðustu helgi. Það mun mat þeirra
sem eftir sátu á formannafundinum
að best sé að láta einhvem tíma líða
og mestu reiðina renna af mönnum
áður en sáttatilraunir verði reyndar.
-S.dór
Rögnvaldur Sigurðsson meö 15 punda laxinn viö Andakilsá á mánudags-
kvöldið. DV-mynd G. Bender
15 punda lax í Andakílsá:
„Laxinn lá þungt
og var magatekinn“
Fyrsti samningafundur Verka-
mannasambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins var haldinn í gær.
Að sögn Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Verkamannasam-
bandsins, vom þetta kurteislegar
könnunarviðræður.
„Við kynntum þeim þær kröfur sem
Kurteislegar könnunarviðræður
samþykktar vom á formannaráðstefri-
unni og síðan var farið yfir þær
efnislega og urðu af nokkrar umræð-
ur,“ sagði Guðmundur í samtali við
DV eftir fundinn.
Guðmundur sagði að uppi hefðu ver-
ið ýmsar fúllyrðingar varðandi
kaupmátt launa. Þar greindi menn á
og því hefði verið ákveðið að skipa
nefnd sem í eiga sæti þrír menn frá
hvorum aðila og á hún að kanna þetta
mál. Ákveðið var að næsti fundur yrði
haldinn á þriðjudag í næstu viku.
-S.dór
„Það var hundaheppni að fá þennan
lax og það getur verið gott að kemba
hylina vel með maðkinum eins og ég
gerði í lokin,“ sagði Rögnvaldur Sig-
urðsson við Andakílsá á mánudags-
kvöldið, nokkrum mínútum eftir að
hann landaði 15 punda laxi í hyl fjög-
-ur í ánni. Þetta gerist laust fyrir
klukkan níu, rétt áður en veiðinni
lauk og tekið að skyggja.
Fyrsti laxinn í sumar var líka 15
punda og það em því komnir tveir 15
punda með þessum laxi.
Það tók Rögnvald 10 mínútur að
landa laxinum og fiskurinn lá þungt
í allan tímann. Fiskurinn hefúr líklega
verið búinn að vera tvær vikur í ánni,
aðeins leginn. „Laxinn lá þungt og
hann var magatekinn, hrygna," sagði
Rögnvaldur ennfremur.
Andakílsá hefur gefið 125 laxa og
10 silunga, eitthvað var af nýjum fiski
að koma i ána og við veiddum einn 6
punda, grálúsugan. Svo virðist sem
töluvert af nýjum fiski sé að ganga í
ána enda hefur vatnið aukist aðeins.
Veitt er til 20. september í ánni.
1200 laxar á land úr
Laxá á Asum
„Það komu 1200 laxar land í Laxá
á Ásum en við erum héma upp á heið-
um að leita að fé og það gengur vel,“
sagði Kristján Sigfússon er við fengum
lokatölumar úr ánni.
Þverá og Kjarrá enduðu í 1708 löx-
um og við fréttum að töluvert hefði
verið af laxi í ánum er veiðinni lauk.
Norðurá í Borgarfirði náði 1040 og
gaf aðalsvæðið 940 laxa, Glitsstaðir
34 laxa, Munaðamesið 20-30 laxa og
Stekkurinn 30 laxa.
Fréttir úr nokkrum veiðiám
í Húnavatnssýslum
Hrútafjarðará 277 laxar, Miðfjarð-
ará 1000 laxar, Víðidalsá 1316 laxar,
Vatnsdalsá 1316 laxar, Blanda 1221
lax, Svartá 386 laxar, Laxá á Refa-
sveit 110 og Hallá 58 laxar.
-G.Bender
Framleiðslustj órar
%/ Rækjuiðnaðurinn - Grænlandi
Framleiðslufyrirtæki græn-
lensku heimastjórnarinnar -
KTU - sem hefur aðalbæki-
stöðvar sínar í Nuuk (Godt-
háb), hefur yfir að ráða 12
verksmiðjum sem allar eru stað-
settar á vesturströnd Græn-
lands. Verksmiðjurnar annast
fisk- og rækjuvinnslu. Á veiði-
tímanum vinna allt að 2.800
starfsmenn hjá verksmiðjunum
og árleg velta þeirra nemur u.
þ.b. 800 milljónum króna.
Verksmiðjurnar eru hver um sig
sjálfstæð bókhalds- og fjár-
hagseining.
í hverri verksmiðju fyrirsig hef-
ur fyrirtækið komið fyrir tölvu-
stýrðum skýrslu- og stýrikerf-
um, bæði hvað varðar rekstrar-
og fjármálasviðið.
KTU óskar að ráða framleiðslustjóra fyrir verk-
smiðjurnar í
- Sisimiut/Holsteinsborg
- Qsaigiannguit/Christiansháb
- Aasíaat/Egedesminde
Framleiðslustjórinn er staðgengill verksmiðju-
stjórans og ber ábyrgð gagnvart honum hvað
varðar mótttökuna, hráefnislagerinn og lager
fullunninna vara, ásamt skipulagningu og fram-
kvæmd framleiðslunnar.
Ætlast er til að hinir nýju framleiðslustjórar hafi
til að bera góða þekkingu á rækjuvinnslu auk
hagnýtrar og fræðilegrar undirstöðuþekkingar á
fiskiðnaði og að þeim sé lagið að hvetja sam-
verkafólkið og tryggja að gæðakröfum til
KTU-framleiðsluvaranna sé fullnægt.
Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að mennta
grænlenskt samverkafólk svo að það geti tekið
að sér störf framleiðslustjóra eftir tveggja ára
menntun.
Þekking og áhugi á grænlenskri menningu og
þróun er kostur og áhersla er lögð á að viðkom-
andi hafi góða hæfileika til að aðlaga sig nýjum
aðstæðum.
Grænlensk náttúra hefur upp á margt að bjóða
og möguleikar á að stunda dýra- og fiskveiðar
eru einnig fyrir hendi.
Ráðningarkjör eru góð og greiðsla flutnings-
kostnaðar fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans
er innifalin. Fyrir hverja 12 mánaða ráðningu er
veitt leyfisferð til Islands fyrir starfsmanninn og
fjölskyldu hans. Látin er í té hæfileg íbúð.
Æskilegt er að hefja störf sem fyrst eða eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um stöðurnar fást hjá Ll M ES
Consulting A/S, tlf. 009 45 1 65 55 53.
Nánari viðtöl varðandi stöðurnar munu eiga sér
stað í Reykjavík. Skriflegar umsóknir, á dönsku,
sem litið verður á sem trúnaðarmál, óskast
sendar til:
LIMES
ConsuhbingA/S
Tagesmindevej 2, DK-2820 Gentofte.