Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
11
Uflönd
Ólafar Amaxaan, DV, New York;
Gary Hart, fyrrum forsetaframbjóð-
andi í Bandaríkjunum, kom í gær-
kvöldi úr felum eftir fjögurra mánaða
þögn. Sat hann fyrir svörum í klukku-
stuhdar löngum sjónvarpsþætti hjá
ABC-sjónvarpsstöðinni.
Undanfarið hefur verið orðrómur í
gangi um að Hart muni skella sér í
forsetaslaginn á nýjan leik. í gær-
kvöldi vísaði hann öllu slíku tali á bug.
Hart bað stuðningsfólk sitt afsökun-
ar á því að hafa orðið valdur að því
að hann þurfti að draga sig í hlé frá
forsetaframboði i maí síðastliðnum.
Sagðist hann taka á sig alla ábyrgð
og að hann áfelldist ekki fjölmiðla
fyrir þeirra hlut. Síðar í þættinum
sagði hann hins vegar að íjölmiðlar
hefðu lagt sig í einelti og vildi ekki
kannast við að hann hefði með fram-
ferði sínu gefið neitt tilefni til umfjöll-
unar.
Aðspurður sagði Hart að í tuttugu
og níu ára hjónabandi hefðu þau hjón
skilið tvívegis að borði og sæng. Hann
hefði verið ótrúr konu sinni á þessum
tuttugu og níu árum og gaf í skyn að
það hefði verið er þau voru aðskilin.
Hart neitaði að segja af eða á um það
hvort hann hefði átt í ástarsambandi
við Donnu Rice. Hann viðurkenndi
það hins vegar óbeint er hann sagði
að enginn maður væri syndlaus. Hans
synd hefði hins vegar verið mjög áber-
andi.
Hart lýsti því skýrt yfir að hann
ætlaði ekki í forsetaframboð. Hann
teldi hins vegar synd að sóa hæfileik-
um sem hann hefði eitthvað af og því
myndi hann áfram láta að sér kveða.
BOftAHÚSIÐ
Laugavegi 178
sími 68-67-80
Nœsta hús við sjónvarpsstöð 1.
I lok þáttarins ávarpaði Hart böm
sín tvö og bað þau grátklökkur fyrir-
gefhingar á að hafa brugðist þeim. Bað
hann þau um að leggja ekki árar í bát.
Gary Hart virtist í gærkvöldi ráð-
villtur og bitur. Ekki var að sjá eða
heyra að hann kæmi vel undirbúinn
til leiks. Stjómandi þáttarins, Ted
Koppel, gaf honum hvergi grið og
gerði Hart á tíðum hlægilegan og
mótsagnakenndan. Hart kvartaði í
þættinum mikið undan því að fjölmiðl-
ar hefðu gripið orðróm á lofti og
magnað hann upp án þess að hafa
neinar sannanir.
Gary Hart vísaði í gærkvöldi öllu tali um að hann skelli sér I forsetaslaginn á ný
á bug. Simamynd Reuter
A meðan vamarmálaráðherra Isra-
els, Yitzhak Rabin, heimsótti útrým-
ingarbúðir nasista i Vestur-Þýskalandi
var i ísrael tilkynnt um framleiðslu
nýrra mjög nákvæmra vopna.
Símamynd Reuter
Ný vopn í
stað Lavi
ísraelsmenn munu framleiða nýjar
tegundir af mjög nákvæmum hefð-
bundnum vopnum fyrir fé það sem
sparast við að leggja niður framleiðslu
á Lavi orrustuþotunum.
Framleiðsla á nákvæmum eldflaug-
mn, gagneldflaugavopnum og skot-
færum er þegar hafin.
Telja heryfirvöld að mjög mikilvægt
hafi verið að hætta við framleiðsluna
á orrustuþotunum þar sem nú verði
mikill munur á vamarkerfi ísraels-
manna. Á mörgum sviðum hafi verið
búið að þróa vopnin, aðeins hafi vant-
að fé til framleiðslunnar.
Það var í ágústlok sem ákveðið var
að hætta við framleiðsluna á Laviþot-
unum og kaupa sjötíu og fimm
bandarískar orrustuþotur í staðinn. 1
fjárlögum hafði verið gert ráð fyrir
fimm hundruð og fimmtíu milljónum
dollara á ári til framleiðslunnar á
Laviþotunum. Hluta af því fé verður
nú varið til framleiðslu á nýjum vopn-
um.
Hart ekki í
framboð aftur
Rekstrarverkfræðingur
Rækjuiðnaðurinn - Grænlandi
Framleiðslufyrirtæki græn-
lensku heimastjórnarinnar -
KTU - sem hefur aðalbæki-
stöðvar sínar í Nuuk (Godt-
háb), hefur yfir að ráða 12
verksmiðjum sem allar eru stað-
settar á vesturströnd Græn-
lands. Verksmiðjurnar annast
fisk- og rækjuvinnslu. Á veiði-
tímanum vinna allt að 2.800
starfsmenn hjá verksmiðjunum
og árleg velta þeirra nemur u.
þ.b. 800 milljónum króna.
Verksmiðjurnar eru hver um sig
sjálfstæð bókhalds- og fjár-
hagseining.
í hverri verksmiðju fyrirsig hef-
ur fyrirtækið komið fyrir tölvu-
stýrðum skýrslu- og stýrikerf-
um, bæði hvað varðar rekstrar-
og fjármálasviðið.
I sambandi við áframhaldandi stækkun fyrirtæk-
isins og framkvæmd fastákveðinna þróunaráætl-
ana er nú óskað eftir rekstrarverkfræðingi til
starfa í aðalskrifstofu fyrirtækisins í Nuuk.
Rekstrarverkfræðingurinn tekur þátt í yfirstjórn,
samhæfingu og eftirliti rekstrardeildarinnar í
samvinnu við rekstrarstjóra viðkomandi sviðs.
Rekstrarverkfræðingurinn er auk þess ráðgefandi
og tekur þátt í skipulagningu framleiðsluáætlana
verksmiðjanna og samhæfingu þeirra á milli. Auk
þessa hefur hann eftirlit með framvindu fjár-
hagsáætlunar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi hagnýta undir-
stöðuþekkingu á fiskiðnaði, gjarnan rækju-
vinnslu, og þar að auki menntun sem t.d.
verkfræðingur eða matvælafræðingur. Auk þess
er lögð áhersla á fjármálaskilning.
Gert er ráð fyrir töluverðum ferðalögum í Græn-
landi.
Verkfræðingurinn þarf að geta tekið þátt í skap-
andi og virkri samvinnu með öðrum starfsmönn-
um fyrirtækisins á sjálfstæðan, hæfan og
ábyrgðarfullan hátt.
Þekking og áhugi á grænlenskri menningu og
þróun er kostur og áhersla er lögð á að viðkom-
andi hafi góða hæfileika til að aðlaga sig nýjum
aðstæðum.
Grænlensk náttúra hefur upp á margt að bjóða
og möguleikar á að stunda dýra- og fiskveiðar
eru einnig fyrir hendi.
Ráðningarkjör eru góð og greiðsla flutnings-
kostnaðar fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans
er innifalin. Fyrir hverja 12 mánaða ráðningu er
veitt leyfisferð til Islands fyrir starfsmanninn og
fjölskyldu hans. Látin er í té hæfileg íbúð.
Æskilegt er að hefja störf sem fyrst eða eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar um stöðurnar fást hjá LIMES
Consulting A/S, sími 009 45 1 65 55 53.
Nánari viðtöl varðandi stöðurnar munu eiga sér
stað í Reykjavík.
Skriflegar umsóknir, á dönsku, sem litið verður
á sem trúnaðarmál, óskast sendar til:
UMES
Consulting A/S
Tagesmindevej 2, DK-2820 Gentofte.