Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. SRPTEMBER 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Utanríkispólitíkin að veði Enn hefur dregið til tíðinda í hvalveiðimálinu. íslend- ingar hafa fallist á að hitta fulltrúa Bandaríkjanna á fundi í Kanada og hafa frestað áframhaldandi veiðum á meðan. Fullyrt er í fjölmiðlum að fyrir liggi óformleg ákvörðun um að hvalveiðum verði hætt. Ef þetta er rétt verður ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að ræða við Bandaríkjamenn um eitt eða neitt, enda liggur þá fyrir að þessari deilu er lokið með ósigri, ef ekki upp- gjöf. Þökk sé bandarískum stjórnvöldum. Islendingar hafa sýnt viðsemjendum sínum mikið langlundargeð, sér í lagi vegna þess að frá upphafi verð- ur dregið í efa að Bandaríkjunum hafi komið það nokkurn skapaðan hlut við hvort við veiddum hvali eða ekki. Afskipti þeirra, aðgerðir og hótanir í þessu deilu- máli eiga rót sína að rekja til bandarískra laga. Hvenær hafa íslendingar gengið undir það jarðarmen að viður- kenna að Bandaríkin hefðu lögsögu yfir fiskveiðum okkar eða atvinnulífi sem er víðs fjarri landhelgi þeirra? Hvenær hafa íslendingar viðurkennt rétt Bandaríkj- anna til íhlutunar í okkar innanríkismál? Af þessum sökum verður sú spurning áleitin hvort íslensk stjórn- völd hafi nokkurn tímann átt að vera til viðræðu um einhverja samninga við Bandaríkjastjórn um mál sem lögum og rétti samkvæmt er algjörlega á okkar valdi að taka ákvörðun um. Fyrr í sumar létum við það yfir okkur ganga að mæta með sendinefnd í Bandaríkjunum undir forystu sjávarútvegsráðherra. Þar fóru fram viðræður um fram- hald hvalveiðanna við íslandsstrendur. í kjölfarið var tekin ákvörðun um bann við hrefnuveiðum og helmings- fækkun á veiðum sandreyða sem veiða skal í samræmi við vísindalegar áætlanir. Ekki var annað að skilja en þessi skerðing hefði verið gerð til að hafa Bandaríkja- menn góða og skapa frið um veiðarnar. Rétt í þann mund sem veiðarnar eru að hefjast tekur ríkisstjórnin upp á því að skrifa bréf til forseta Banda- ríkjanna til að árétta sjónarmið sín. Enn einu sinni lögðu íslensk stjórnvöld sig í líma við að þóknast herra- þjóðinni. Og enn einu sinni grípa Bandaríkjamenn fram fyrir hendur okkar og setja málið í strand. Og enn og aftur lúffa íslendingar og bjóða Bandaríkjamönnum til fundar um mál sem þeim kemur ekki við. Til að kóróna niðurlæginguna er talið að endalokin liggi nú þegar ljós fyrir; íslendingar eigi ekki annarra kosta völ en hætta hvalveiðum með öllu. Öll er þessi málsmeðferð með endemum. Við réttum þeim litlafingur og þeir tóku alla höndina. Við bugtuð- um okkur og vorum beygðir. Við krupum og þeir létu kné fylgja kviði. íslensk stjórnvöld geta auðvitað ekki látið bjóða sér þessa niðurlægingu og öllum á að vera ljóst að hvaladeilan snýst ekki lengur um hvali heldur samskipti tveggja þjóða þar sem sú stærri neytir afls- munar gegn þeirri minni. Þetta er utanríkispólitískt alvörumál þar sem íslendingar eiga að láta Bandaríkja- menn heyra það tæpitungulaust að yfirgangur og íhlutun í þessu máli sé prófsteinn á samskipti og sam- búð ríkjanna í öðrum málum. Ekkert nema harkan sex dugir úr því sem komið er. Bandaríkjamenn sjálfir verða að gera það upp við sig hvort þeir vilja að tuttugu sand- reyðar til eða frá eyðileggi vináttu þjóðanna sepi hefur hingað til grundvallast á virðingu fyrir sjálfstæði hvor annarrar Hér eftir eru það ekki hvalirnir, sem skipta máli, heldur sjálfsákvörðunarréttur íslendinga. Ellert B. Schram „Sovétmenn búa kafbáta sina svo langdrægum flaugum núorðið að þeir geta verið um kyrrt langt norður í höfum og ekki er þörf á að koma þeim nær skotmörkum." Haivard-ráð- stefnan og ný við- horf í vamarmálum Fyrir skömmu var haldin í Hvera- gerði ráðstefna á vegum Harvard- háskóla í samvinnu við Félagsvís- indastofnun Háskólans um vamir á norðurslóðum. Sumir létu þau orð falla í sambandi við þessa ráðstefnu að þeir væru á móti stríðsleikjum, aðrir höfðu á orði að umræðuefni ráðstefimnnar gæfu til kynna að þrýstingur á ísland vegna hemaðar- og vamarstefnu NATO mundi auk- ast. Mér gaf'st kostur á að setja ráð- stefhuna. Margt af því sem sagt hefur verið þykir mér í lélegu sam- ræmi við það sem þar kom fram. Þar stunduðu menn ekki stríðsleiki, eins og ætla mætti af sumum ummælum. Hitt er annað mál að reifuð vom og rædd hugsanleg vamarviðbrögð At- lantshafsbandalagsins við mismun- andi aðstæður. Slíkri umræðu eru íslendingar ekki vanir - og kunna því sumir að hrökkva svolítið við. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er vamarviðbúnaður nefiiilega ekki síst í því fólginn að leiða líkum að útrásarleiðum hugsanlegs and- stæðings og meta þau vamarvið- brögð sem talin em líklegust til þess að vera við hæfi í hverju tilviki. Það var þetta sem sérfróðir aðilar og leik- menn reifuðu og ræddu á ráðstefn- unni í Hveragerði. Hernaðarleg staða íslands og varnarstefna Þeirri skoðun hefur vaxið fylgi meðal allra íslenskra stjómmála- manna að íslendingar ættu í ríkara mæli en hingað til að meta sjálfir hemaðarlega stöðu íslands og vam- arstefiiu landsins. Vísir að sérþekk- ingu á þessu sviði er þegar fyrir hendi í utanríkisráðuneytinu. Sú stefhumörkun, og um hana virðast allir flokkar sammála, felur vita- skuld í sér að Islendingar taki einmitt þátt í umræðum af því tagi sem fram fóm í Hveragerði á Har- vard-ráðstefhunni. Það fer illa saman að ætla sér þátttöku í slíkri umfjöllun og segjast síðan vera á móti umræðunni eða hnjóða í hana. Hinu mega menn þó ekki gleyma að vamarviðbúnaðinum er ætlað að tryggja frið, enda létu fyrirlesarar á ráðstefnunni þess rækilega getið. Nýjar skoðanir Víkjum þá að því hvort breyttar áherslur í vamarstefiiu NATO muni auka þrýsting á ísland, eins og menn orða það. Að mínum dómi varð það KjaUariim Kjartan Jóhannsson alþingismaður fyrir Aiþýðuflokkinn ekki ráðið af umræðum á ráðstefn- unni, frekar hitt að þessi svokallaði þrýstingur sé minnkandi, svo fram- arlega sem þrýstingur verður mældur sem nálægð við vamarlínu. Allt frá því á sjötta áratugnum hefur vamarlína NATO verið talin liggja um hið svokallaða GIUK-hlið, þ.e.a. s. frá Grænlandi um Island til Stóra-Bretlands. Það var ríkjandi skoðun að Sovétríkin teldu áhuga- vert á óróleikatímum að koma norðurflota sínum um þessi hlið suð- ur á Atlantshaf bæði til þess að trufla samgöngur milli Ameríku og Evrópu og ekki síður til þess að koma kjamorkubúnum kafbátum sínum upp að austurströnd Banda- ríkjanna og þannig í gott færi við skotmörk þar f landi. Sívaxandi upp- bygging á Kolaskaga og norðurflota Sovétríkjanna jók ugg manna vegna þessa útrásarmöguleika á undan- fömum áratugum. Á Harvard-ráð- stefiiunni staðfestist að þessi skoðun er ekki eins ríkjandi lengur. Sovét- menn búa kafbáta sína svo lang- drægum flaugum núorðið að þeir geta verið um kyrrt langt norður í höfum og ekki er þörf á að koma þeim nær skotmörkum. Að því er varðar ásókn Sovétmanna í að geta truflað samgöngur yfir Atlantshafið vom jafiiframt vemlegar efasemdir. Af þessu leiðir að GIUK-hliðið er ekki talið skipa þann sess sem áður var í hemaðaráætlunum Sovétríkj- anna. Vitaskuld geta menn leitt að því líkum að þessi þróun sé vegna þess hve vel Átlantshafsbandalags- ríkjunum hafi tekist að ganga frá vömum sínum í GIUK-hliðinu, en þrýstingurinn á það hefur allavega minnkað samkvæmt þessum kenn- ingum. Flotastefna í norðurhöfum Um þessar mundir fer jafhframt fram umræða í Bandaríkjunum um nýja flotastefnu í norðurhöfum. Sú stefiia er svonefrid framvarðarstefna og felur í sér að flytja vamarlínu Atlantshafsbandalagsins úr GIUK- hliðinu og langt norður í höf. GIUK-hliðið verður þá frekar bak- varðlína, og auðvitað mikilvæg sem slík. I umræðum á Harvard-ráðstefn- unni kom fram að slík stefnubreyt- ing í vamarmálum væri m.a. fram komin vegna vamarþarfa Norður- Noregs. Þrýstingurinn á hemaðar- uppbyggingu Sovétmanna á Norður-Noreg kallaði á andsvar af hálfu Atlantshafsbandalagsins og það gæti einmitt verið þetta. Af öllu þessu og af umræðum á ráðstefnunni verður því ekki ráðið að þrýstingur á ísland sé að aukast vegna nýjustu stefnumörkunar stórveldanna í vamarmálum á norðurslóðum. Hinu er þó ekki að leyna að það hlýtur að vera bæði Islendingum og Norðmönnum áhyggjuefni ef spenna eykst á norðurslóðum, en frumor- sakanna er þá engu að síður að leita í flotauppbyggingu Sovétmanna sem er ekki ný. Kjartan Jóhannsson „Af öllu þessu og af umræðum á ráðstefn- unni verður því ekki ráðið að þrýstingur á ísland sé að aukast vegna stefnumörk- unar stórveldanna í varnarmálum á norðurslóðum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.