Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 1987.
13
Ósljóm í peningamálum
er verðbólguvaldurinn
Mikil óáran virðist nú vera í ís-
lensku efnahagslífi. Þar ber hæst þá
miklu þenslu sem er í ff amkvæmdum
og fjárfestingum sem sýnilega ætlar
að leiða af sér aukna verðbólgu.
Mjög mikið af fjárfestingunum er í
framkvæmdum sem eru óarðbærar
að því leyti til að þær skila ekki
auknum þjóðartekjum. Uppistaðan
í framkvæmdafénu eru erlendar lán-
tökur. Þær hafa færst mjög í vöxt
eftir að fyrirtækjum og einstakling-
um var heimilað að taka slík lán.
Lán þessi eru yfirleitt í gegnum ís-
lenska banka og þeir ganga þar í
ábyrgð. Þetta óhefta innstreymi er-
lends íjármagns hefur svo leitt af sér
þessa ógnarspennu í íslensku at-
vinnulífi sem fyrr er minnst á.
Þegar svo er komið eykst eftir-
spumin eftir vinnuaflinu og yfirboð-
in ganga á víxl. Launaskriðið hjá
sumum launþegum verður mjög
mikið séu þeir í þeirri aðstöðu að
geta látið bjóða í sig. Að sjálfsögðu
leiðir það til mikillar spennu þegar
launamunurinn er orðinn jafnmikill
og reyndin er í dag. Við höfum mörg
dæmi um hvað gerist þegar óheftu
fjármagni er dælt í ákveðin verk til
að koma þeim áfram. Nýjasta dæmið
er ef til vill bygging Kringlunnar.
Sú framkvæmd er að mestu leyti
unnin fyrir erlent lánsfé. Þar var
boðið í vinnuaflið með háu kaupi
og mikilli yfirvinnu. Þeir sem ekki
vildu missa frá sér verkamennina
eða iðnaðarmennina urðu að bjóða
á móti. Slíkur samanburður breiðist
auðvitað út um allt. Þetta er aðeins
eitt dæmi af mörgum. Síðan koma
KjaUaiinn
Kári Arnórsson
skólastjóri
þessir sömu framkvæmdaaðilar, sem
búnir eru að skapa þetta ástand, í
Qölmiðlana og hneykslast á kröfu-
hörku láglaunafólksins og reyna enn
einu sinni að halda því að þjóðinni
að þær kröfur séu undirrót aukinnar
verðbólgu.
Erlend lán - erlent vinnuafl
Fijálsræðið og stjómleysið í pen-
ingamálum þjóðarinnar er að leiða
okkur út í aðra verðbólguskriðu.
Verði ekki skrúfað fyrir að menn.
geti endalaust tekið erlend lán á
okkar ábyrgð til óarðbærra fram-
kvæmda þá springur fastgengisstefn-
an. Að vísu er það góðærið fram yfir
allt annað sem haldið hefur genginu
í jafnvægi. En góðærið hefur haldið
áfram og allar ytri aðstæður verið
góðar. Það er óhugsandi nú að beita
þeirri aðferð að láta launafólk greiða
verðbólguna niður eins og gert var
síðast. Fyrirtækin, einkareksturinn,
tóku engan þátt í því og færðu eng-
ar fómir. Ekki er heldur nú hægt
að greiða niður útgjöldin með því
að hafa halla á ríkissjóði, nógur er
hann fyrir. Það er líka að koma í
ljós núna hve slæm aðferð slíkt er
og hlýtur alltaf að koma í baksegl
launþegans.
I þessu ástandi, þegar eftirspumin
er mun meiri eftir vinnuafli en hægt
er að sinna, þá hyggjast menn grípa
til þeirra ráða að flytja inn erlent
vinnuafl. Það á að vera lausnin og
draga úr þenslunni. En er það ekki
hæpin aðferð að flytja inn lánsfé til
framkvæmda langt umfram það sem
samfélagið þolir og ætla síðan að
flytja inn erlent vinnuafl til að koma
þessum peningum í lóg? Væri ekki
meira vit í því að minnka það er-
lenda fjármagn sem í þessar óarð-
bæm framkvæmdir fer og reyna að
hafa einhveija heildarstjóm á pen-
ingamálunum?
Varðandi erlenda vinnuaflið hafa
atvinnurekendur forðast að ræða
þau félagslegu vandamál sem af
slíku leiðir enda er það trúlega ekki
þeirra ætlun að leysa þau. Það á
ríkið að gera með sínum stofhunum.
Við þekkjum það frá öðrum þjóðum
að vandamál, sem fylgja erlendu
vinnuafli, geta orðið hrikaleg. Þau
hafa komið fram í öllu félagskerfi
þeirra þjóða sem slíkt hafa reynt.
Stundargróðinn ræður
Mjög víða vantar fólk til starfa sem
kunnugt er. Gleggst kemur þetta
fram f störfum hjá ríkinu sem snúa
að uppeldi. Kennaraskortur er gríð-
arlegur og hundmð manna hafa
verið ráðin til þess að annast
kennslustörf án þess að hafa til þess
nokkra menntun. Svo sljó em yfir-
völd fyrir þessu að þeim þvkir sem
vel horfi hafi þessir menn einhveija
menntun. Það að læra það starf að
kenna er yfirmönnum skólamála
ekki mikils virði, að þvi er séð verð-
ur. En kennaramenntun felst fyrst
og fremst í því að læra að kenna.
Hvaða menntun menn hafa að öðm
leyti skiptir minna máli. Því er á
þetta minnst hér i sambandi við
þensluna á vinnumarkaðnum og
óstjómina í peningamálunum að
þetta er talandi tákn um þau við-
horf sem ríkja, talandi tákn um að
stundargróðinn skipti mestu máli.
Um afleiðingamar til lengri tíma lit-
ið er ekki hugsað - nákvæmlega það
sama og i óðagotinu í fjárfesting-
unni. Það vanmat, sem er á öllum
uppeldisstörfum, svo og léleg laun,
leiðir til þess að fólk verður þeim
fráhverft. Þannig mun einnig fara
um þann atvinnuveg sem þjóðin lifir
á, fiskvinnsluna, sem nú á að fvlla
af útlendingum af þvi að enginn Is-
lendingur vill sinna honum. Ekki
hefði þó veitt af að lyfta honum til
vegs og virðingar.
Kári Amórsson
„Frjálsræðið og stjórnleysið í peninga-
málum þjóðarinnar er að leiða okkur út
í aðra verðbólguskriðu.“
Er St. George að
leggja drekann?
Ríkisstjómin hefur setið við völd
í fjóra mánuði. Nýjar aðgerðir til
þess að spila úr góðærinu em engar.
Fjármálaráðherra hefúr unnið það
sér til frægðar að ætla að kaupa
Citroen bragga en annars hefur líf
þessarar ríkisstjómar snúist um að
halda ræður og drekka kokkteila í
tilefhi nýs verslunarbákns og rifrildi
um hverjum eigi að selja Útvegs-
bankann.
Það hafa verið uppi miklar deilur
um kaup á Útvegsbankanum, þær
hafa að mestu leyti snúist um hvaða
aðili eigi að kaupa bankann og er
ýmsum hliðum velt upp til þess að
rökstyðja hvaða aðili sé hæfastur til
þess.
Sambandið ögrun
Að endingu varð tilboð starfs-
manna líklegast til þess að falla í
kramið, vegna þess að það er pólit-
ískt hlutlaust og verður ekki til þess
að kljúfa ríkisstjómina. Þegar þetta
er skrifað er ekki búið að ganga frá
kaupunum heldur er ennþá óvíst
hver kaupir þó talið sé víst að starfs-
pienn sitji fyrir ef þeir ná saman í
að setja saman tilboð. Sambandið
er auðhringur sem hefúr merkilega
sjálfstæða tilveru í íslenska hag-
kerfinu og er fyrirtæki sem alltaf
heldur velli þrátt fyrir sveiflur í rík-
isbúskapnum vegna þess hve rekstur
þess snertir mörg svið atvinnulífsins.
Sambandið er þvi ögmn við ríkið
vegna þess að dyntir ríkisins hafa
ekki afgerandi áhrif á það og jafhvel
er hægt að tala um að ákvarðanir
SÍS hafi talsverð áhrif á þjóðarbú-
skapinn. Kannski ekki síst fyrir það
að SlS getur kúvent stefnu sinni
auðveldar heldur en ríkið. Ríkið
KjáUaiinn
Magnús Einarsson
nemi
þarf kosningar o.s.frv. til að koma
sínum málum á framfæri en SÍS þarf
einungis fundi í stjóm þótt auðvitað
sé SÍS háð markaðnum hverju sinni,
rétt eins og hver önnur sjoppa úti á
homi, nema að því leyti sem SÍS
stjórnar markaðnum. Það er þess
vegna stórmál að SÍS eignist Útvegs-
bankann og sameini hann Sam-
vinnubanka. Sá banki yrði
óneitanlega mjög öflugur, með
sterka aðstöðu til að hafa áhrif á
bankaveldið, líkt og Mikligarður
hafði á Hagkaup á sínum tíma.
Mikligarður hafði það sterk áhrif á
samkeppni í verslun að stóm versl-
ununum Hagkaup og SS var ögrað.
Hagkaup svaraði með Kringlunni.
Og þenslan og samkeppnin í verslun
hefur aldrei verið meiri. I góðærinu
er þetta auðvelt en þensla hefur
þann ókost að búa til verðbólgu ef
þenslan er einungis í verslun en helst
ekki í hendur við önnur svið at-
vinnulífsins.
Ekki bara feit frétt í gúrkutið
Tilboð SÍS kom fvrst, frekar hag-
stætt tilboð sem fjámiálaráðherra
vai- tilbúinn að taka. En sú stað-
reynd að tilboðið kom frá SÍS eða
framsóknarmönnum varð til þess að
Sjálfstæðisflokkurinn eða einka-
framtakið rauk upp til handa og fóta
og bauð betur. Þetta er sláandi gott
dæmi um áhrif SIS á íslenskt við-
skiptalíf. Það vildi enginn kaupa
Útvegsbankann áður, hann var í
sárum og ríkið var að endurbyggja
hann fyrir skattpening. En SÍS vill
kaupa og allt í einu er Útvegsbank-
imi ekki bara feit frétt í gúrkutíð
heldur vemlega sterkt póltískt mál.
Svo stert að það hriktir í ríkisstjóm-
inni. Útvegsbanki-Samvinnubanki
yrði stór banki, líkt og Mikligarður
er stór verslun. Kannski svipað stór
í bankaveldinu og SlS er gagnvart
ríkinu. Það er ögrun. Ögmn sem
skapar núna þenslu og samkeppni í
verslun og gæti gert einnig í banka-
máhmi. Er það neikvætt eða já-
kvætt? Er gott að vita til þess að
Mikligarður stendur jafnfætis Hag-
kaup þegar góðærinu lýkur?
Kannski er einmitt gott að Útvegs-
bankinn sem var getur ekki orðið
sá baggi á skattgreiðendum sem
hann var. SÍS er of sterkur fjár-
hagslegur ba'khjarl til að svo geti
orðið.
Heilbrigð samkeppni í banka-
málum
Þetta skapar óneitanlega mögu-
leika til meiri samkeppni í banka-
veldinu sem mundi leiða til betri
þjónustu og aukinnar þenslu. Er
svolítið gott að vita til þess að skatt-
greiðendur þurfa ekki einir að borga
brúsann í næsta Hafskipsskandal?
Skapar þetta ekki nauðsynlegt að-
hald og samkeppni i bankakerfinu?
Er e.t.v. æskilegt að láta stærsta rík-
ið í ríkinu bera ábyrgð á stórum
banka? Hvað er neikvætt við það
að veita ríkinu heilbrigða samkeppni
í bankamálum? Getum við e.t.v.
búist við álíka samkeppni og þegar
Mikligarður og Kaupstaður í Mjódd
pressuðu Hagkaup til að byggja
Kringluna? Það er að vísu alveg
óljóst hvort áhrifin af því verða já-
kvæð eða neikvæð. Kannski er þetta
nauðslynleg samkeppni. líkt og Út-
vegsbanki-Samvinnubanki gæti
orðið í bankamálum. I allri umræðu
um þetta mál er þáttur fjölmiðla stór:
SlS er eins og mafía sem hagnast
mikið öðrum til fordildar. Einka-
fi'amtakið er aftur Robin Hood sem
reddar málinu. Það vill gleymast að
fyrirtækjaskráin og hefðbundin ætt-
fræði virka eins og dulmálslykill
hvor á aðra séu þær lesnar í því
skyni að sjá tengsl á milli fjármála-
manna landsins. Það er hættulegt
að umfjöllun fjölmiðla um kaup þess-
ara tveggja auðhringa á Útvegs-
bankanum er einatt sett upp líkt og
einkaframtakið sé St. George að
leggja drekann. Einkaframtakið
virðist eiga tök í bróðurpartinum af
fjölmiðlum og örugglega í huga þjóð-
arinnar þegar hafl er í huga að 40 %
þjóðarinnar styðja einkaframtak i
kosningum og tæplega 10% fram-
sóknarmanna vilja kannast við SÍS.
Kannski er ekki svo mikill munur á
þessum tveim aðilum? Kannski veita
þeir hvor öðrum æskilegt aðhald og
samkeppni? I huga fólks er kirfilega
komið inn þeirri hugmynd að SIS
megi undir engum kringumstæðum
kaupa. Hvers vegna ekki?
Magnús Einarsson
„SÍS er eins og mafía sem hagnast mikið
öðrum til fordildar. Einkaframtakið er
aftur Robin Hood sem reddar málinu.“